Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 27 Reuter Afkomendur pólskra kaþólikka, sem fluttir voru til sovétlýðveldisins Kazakhstans á valdatíma Stalíns, eru hér með köku sem þeir af- hentu Jóhannesi Páli páfa í Póllandi á laugardag. Póllandsheimsókn páfa lokið: „Örvæntið ekki þótt umskiptin verði erfíð“ Varsjá. Reuter. JOHANNES Páll páfi II lauk Póllandsheimsókninni á sunnu- dag með því að ítreka andstöðu sína við fóstureyðingar en yfir- lýsingum hans um þau mál hefur verið misvel tekið, í Póllandi og annars staðar. í ferðinni lagði páfi mikla áherslu á það við landa sína, að þeir misstu ekki kjarkinn frammi fyrir erfiðleik- unum, sem fylgdu umskiptunum frá kommúnisma til lýðræðis. „Við verðum að sigrast á hinum illu afleiðingum laganna frá 1956, sem leyfðu, að ófædd börn væru svipt lífi,“ sagði páfi á kveðjufundi með pólskum biskupum en talið er, að fóstureyðingar í Póllandi séu um 600.000 árlega. Í síðasta mánuði ýtti pólska þingið til hliðar tillögu, sem kirkjan studdi, en í henni var kveðið á um bann við fóstureyðing- um og einnig, að læknar, sem brytu lögin, skyldu fangelsaðir. Á sunnudag hitti páfi einnig leið- toga pólskra gyðinga en þeir eru óánægðir með þau ummæli hans, að enginn munur sé á fóstureyðing- um og helförinni á hendur gyðing- um. Tjáðu þeir páfa óánægju sína en sögðu að fundinum loknum, að hann hefði engu svarað um þetta efni. í síðustu viku vísaði Páfagarð- ur gagnrýni gyðinga á bug og sagði, að það væri ekkert athugavert við að bera saman fóstureyðingar og helförina. í Póllandi búa nú aðeins um 10.000 gyðingar en voru 3,5 miljjónir fyrir stríð. í kveðjuorðum sínum til Pólveija bað páfi þá um að örvænta ekki þótt umskiptin frá kommúnisma til lýðræðis væru erfið. „Missið ekki kjarkinn frammi fyrir erfiðleikun- um. Þeir eru fórnin, sem þjóðin verður að færa. Þessi breyting frá „fanga“-þjóðfélagi til siðaðs samfé- lags krefst mikils af okkur öllum," sagði Jóhannes Páll páfi II. ■ HELSINKI - íhaldsflokkur Finnlands, sem aðild á að samsteyp- uríkisstjórn landsins, valdi sér nýjan formann á flokksþingi á laugardag. Nýi formaðurinn er Pertti Salola- inen utanríkisviðskiptaráðherra. Flokksþingið samþykkti einnig ályktun um að Finnar ættu að íhuga aðild að Evrópubandalaginu (EB) þegar stefna þess varðandi stjórn- mál og myntbandalag væri orðin ljós. Salolainen sagðist á frétta- mannafundi styðja þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að einbeita sér fyrst að því að Evrópska efnahagssvæð- inu yrði komið á í samvinnu EB og Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA. ■ NAIROBI - Forseti Suður- Afríku, F.W. de Klerk, lagði til í tímamótaviðræðum við forseta Kenya, Daniel arab Moi, að Afríku yrði skipt i efnahagssvæði til að auðvelda aðgang að gæðum heims- ins. De Klerk sagði á laugardag, eftir þriggja klukkustunda viðræður við Moi, að Suður-Afríka, Kenýa, Nígería og Egyptaland gætu verið í forystu ijögurra efnahagssvæða sem gætu keppt við sameinaða Evrópu. Claudio Arrau. Hann var mjög dáður þar og líktu heimamenn honum við sjálfan Mozart. Stjórnvöld lýstu yfir þjóð- arsorg á sunnudag í virðingar- skyni við þennan „frægasta son þjóðarinnar“. Arrau þótti strax undrabarn í tónlistinni og hann gat lesið nótur löngu áður en hann lærði að lesa bókmál. Ungur að árum var hann sendur til hins þekkta tónlistar- kennara Martin Krause, sem sjálf- ur lærði hjá Liszt, sem aftur var kennt af Czérny, lærisveini Beet- hovens. Arrau átti mörg áhugamál og var afar víðlesinn. Hann vann til fjölda verðlauna og hlaut marg- ar viðurkenningar fyrir snilli sína við píanóið. ■ MOSKVU - Leynilegt neðan- jarðarbyrgi, sem ætlað var að hýsa Jósef Stalín og sovéska ráð- herra í síðari heimsstyijöldinni hef- ur verið opnað almenningi og er nú safn. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá þessu á sunnudag. Tass segir að byrgið hafi aldrei verið notað af Stalín. Það var byggt í borginni Samara við ána Volgu þegar sveitir nasista nálguðust Moskvu. ■ ÓSLÓ - Lögreglumenn í Krist- ianssand í Noregi handtóku sex Eþíópíumenn á laugardag eftir að þeir höfðu gert uppreisn á skipinu „Drottningunni af Sheeba", sem skráð er í Eþíópíu og var á leið r ( ) / með kaffifarm til Þýskalands. Starfandi lögreglustjóri í Kristians- sand, Dennis Danielsen, sagði í við- tali við Jíeuíers-fréttastofuna að mennirnir hefðu ekki viljað snúa aftur til Eþíópíu af ótta við ástand- ið í landinu eftir að Mengistu Ha- ile Miriam, fyrrverandi forseti, flýði landið. Þeir vildu ekki sækja um hæli í Þýskalandi, þeir höfðu heyrt að Norðmenn væru miklir mannvinir," sagði Danielsen. Ekki kom til átaka á skipinu. Af 38 manna áhöfn er 31 Eþíópíumaður. 25 þeirra vildu sækja um hæli í Noregi. ■ VARSJÁ - Lech Walesa, for- seti Póllands, neitaði á mánudag að skrifa undir kosningalög sem gera ráð fyrir fyrstu fullkomlega lýðræðislegu kosningunum í land- inu í október. í bréfi til neðri deild- ar þingsins sagðist Walesa ekki getað skrifað undir lögin því þau væru of flókin og óskiljanleg venju- legum kjósendum. ■ ADDIS ABABA - Meira en 1.000 fyrrverandi opinberir emb- ættismenn í Eþíópíu hafa verið handteknir á flótta til Kenýa og Sómalíu, að sögn opinberu eþíóp- ísku fréttastofunnar ENA. ENA sagði að embættismennirnir hefðu verið saman á ferð í um 150 opin- berum farartækjum sem þeir hefðu stolið og hefðu þeir verið vopnaðir. _æ^*jL~£UMARTILBOÐ Við bjóðum þig velkominn í nýja verslun okkar í Borgartúni 26, Reykjavík og verslun Rafha í Hafnarfirði. ZANUSSI uppþvottavélareru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb. fyrir 12. Hljóðlátar- einfaldar í notk- un. Verðfrá kr. 60.640,- Tilboð kr. 56.728,- Gufugleypar frá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PERSBUSCH eru fyrir útblástur eða gegnum kolsíu. Verð frá kr. 9.594,- Tilboð kr. 8.786,- RAFHA, BEHAog KUPPERS- . BUSCH eldavélareru með blæstri eða án blásturs. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góðurofn. 2ja ára ábyrgðá RAF- HA vélinni - frí uppsetning. Verð frá kr. 44.983,- Tilboð Rafhavél kr. 45.109,- Um er að ræða mjög margar gerðir af helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur meðeða án rofa. Verðfrá kr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbteyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/katalískum hreinsibún- aði og fl. Verðfrá kr. 34.038,- ZANUSSI örbylgjuofnarístærð- um 18 og 23 Itr. Ljós í ofni, bylgju- dreifir, gefur frá sér hljóðmerki. 23 Itr. verð kr. 28.122,- Tilboð kr. 26.308 ð á P° 0k& T&Í& TWtooc Verð er miðað við staðgreiðslu. Tilboðið stendur út mánuðinn. Bjóðum upp á 5 gerðir þvotta- véla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hita- sparnaðarrofa. Hraðvél, sem spararorku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrkara og raka- þéttingu. 3ja ára ábyrgð - upp- setning. Verðfrá kr. 54.512,- Tilboð kr. 49.922,- Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir, með rakaskynjara eða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina. Verðfrá kr. 30.786,- Tilboð kr. 28.194,- 7gerðirkæliskápa: 85, 106, 124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hólfi. Sjálfv. afhríming. Hægt að snúa hurðum. Eyðslugrannir- 'hljóðlátir. Verð frá kr. 29.727,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frysti- skápa. Mjög margirstærðar- möguleikar: Hæð 122, 142, 175 og 185 sm. Frystir alltaf 4 stjörnu. Sjón ersögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verð frá kr. 42.229,- Tilboð kr. 44.063,- Tilboð kr. 49.420,- Frystiskápar: 50, 125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plastlokum - eyðslugrannir - 4 stjörnur. Verð frá kr. 30.903,- ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Dönsk gæðavara. Mikil frysti- geta. Ljós íloki. Læsing. 4 stjörnur. Verðkr. 41.060,- Verð kr. 49.276,- Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.