Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 37
37
MORGUNBLAÖIÐ' ÞRIÐJUDAGUR li. JÚNl 1991
Gefðu svo þú megir lifa
eftir Hrafnhildi
Valgarðsdóttur
Móðir okkar jörðin þarf að gefa
svo hún geti lifað. Maðurinn er hluti
af náttúrunni. Um hann gilda sömu
lögmál og um annað í náttúrunni,
eða hvað? Ef náttúran gefur ekki
af auðlegð sinni rotnar hún og deyr.
Það sama hlýtur að gilda fyrir
manninn sem ekki gefur af auðlegð
sinni. Hér er ég ekki að tala um
veraldlegan auð heldur andlegan.
Þeir sem aldrei gefa af sjálfum sér
hljóta að rotna.
Það stendur í Biblíunni að erfitt
sé fyrir ríkan mann að komast til
himnaríkis. Hvers vegna skyldi það
vera erfitt? Ég ímynda mér að það
sé vegna þess að margir þeirra sem
ríkir eru af veraldlegum auði hafi
orðið ríkir vegna þess að þeir hafa
stöðugt hrifsað til sín, stöðugt hlúð
að sjálfum sér og þá oftast á kostn-
að annarra. Sá sem er óseðjandi
og hrifsar stöðugt, sá sem dekrar
stöðugt við sjálfan sig og gefur
aldrei neitt hlýtur að offyllast og
rotna. Hann herpist saman svo bros
hans nær ekki að komast út, svo
aðrir geti ekki notið þess. Hann
sýgur sig saman og lokar inni allt
sem gæti glatt aðra og geymir það
innra með sér handa sjálfum sér.
Hann fyllist af sjálfum sér, brosum
sínum og hlýlegum orðum og kæf-
ir. Og brosin verða eins og blómin
sem lokuð eru inni í myrkrinu, þau
úldna og sýkjast af sjálfum sér.
Sýktur maður lifir varla í himnaríki
á jörð. Hann gerir sjálfan sig að
helvíti og úldnar af sjálfum sér og
sínu sjálfsdekri.
í dag, á tímum heilsuræktar,
stoðar það lítið að hoppa og skoppa
í skærlitum joggingfötum, borða
hollan mat, reykja hvorki né drekka
áfengi, en vera svo fullur af eigin
brosum að þau kæfi mann. Það er
„Liggur það ekki ljóst
fyrir að við verðum að
gefa svo við megum
lifa?“
til lítils að rækta vöðva utan um
sál sem er full af úldnum brosum.
Ef maðurinn vill lengja líf sitt ætti
hann að byija á að gefa af sér svo
hann megi lifa. Hann ætti að byrja
strax að opna fyrir bros sitt og sín
hlýlegu orð. Allir hafa hlotið bros
í vöggugjöf og ætlunin hefur varla
verið sú, að það yrði lokað inni svo
það yrði eigandanum til ills. Lítum
til móður okkar, jarðarinnar. Ef hún
fær ekki að gefa af nægtum sínum
rotnar hún og deyr. Liggur það
ekki ljóst fyrir að við verðum að
gefa svo við megum lifa?
Höfundur er rithöfundur.
Hrafnhiidur Valgarðsdóttir
~Vann verðlaun
í alþjóðlegri
gítarkeppni
ÍSLENSKI gítarleikarinn Arnaldur
Árnason vann 3. verðlaun í alþjóð-
legri keppni í gítarleik, Concorso
Internazionale di Chitarra, sem
haldin var í 20. skipti í Róm dag-
ana 22. til 24. maí.
Arnaldur Árnason er fæddur í
Reykjavík 1959. Hann tók lokapróf
í gítarleik frá Royal Northern Col-
lege of Music í Manchester 1982.
Síðan var hann eitt ár við fram-
haldsnám hjá José Tomác í Alicante
á Spáni og hefur einnig sótt nám-
skeið hjá Alino Díaz, Oscar Ghiglia,
David Russell og Hopkinson Smith.
Hann er nú kennari við Luthier
tónlistarskólann í Barcelona.
Arnaldur hefur haldið tónleika í
Englandi, á Spáni og flestum Norð-
urlandanna. Hann kom seinast fram
í Reykjavík á áskriftartónleikum
með Sinfoníuhljómsveitinni í apríl í
fyrra.
iÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar
eftir tilboðum í viðhald á bækistöð SVR á
Kirkjusandi.
Helstu verkþættir eru:
1. Steypuviðgerðir.
2. Háþrýstiþvottur.
3. Málun.
4. Málmklæðningar á lárétta fleti.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,-
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 25. júní 1991 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RFYkjAVIKURBORGAFC
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
TIL SÖLU
Til sölu
Af sérstökum ástæðum er til sölu ný Case
580K 4x4 Turþo traktorsgrafa á aðeins kr.
3.220 þús. + vsk.
Flytjum inn nýjar og notaðar vinnuvélar og
varahluti í vinnuvélar.
Markaðsþjónustan,
sími 26984, fax 26904.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
Vestur-Skaftafellssýsla
Eftirtöld fasteign verður boðin upp og seld á nauðungaruppboði,
sem haldið verður í skrifstofu embættisins á Ránarbraut 1, Vík í
Mýrdal, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00:
Ytri-Sólheimum III, Mýrdalshreppi, þingl. eigandi Tómas (sleifssón.
Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður ríkisins, Einar Baldvin Axels-
son, lögfr., Ásgeir Magnússon hdl., Bjarni Stefánsson hdl., Sigriður
Thorlacius hdl., Tryggingastofnun ríkisins og Búnaðarbanki islands.
Önnur og siðari sala.
Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu,
Vik í Mýrdal, 7. júni, 1991.
TILKYNNINGAR
Frá Bæjarsjóði
Selfoss
Hér með er skorað á fasteignaeigendur á
Selfossi að greiða nú þegar ógreidd fast-
eignagjöld ársins 1991 innan 30 daga frá
birtingu auglýsingar þessarar.
Að þeim tíma liðnum verður þeðið um nauð-
ungaruppboð á þeim fasteignum, sem fast-
eignagjöld hafa ekki verið greidd af, sbr. 1.
gr. laga nr. 49 frá 1951 um sölu lögveða án
undangengis lögtaks.
Innheimta Bæjarsjóðs Selfoss.
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Borgartúni 3 — 105 Reykjavík
- Sími 26102 - Myndsendir 623219
Aðalskipulag
Reykjavíkur 1990-2110
Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-
2110, greinargerð og landnotkunarkort aug-
lýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr.
skipulagslaga nr. 19/1964.
Tillagan ásamt þemakortum og öðrum upp-
dáttum og skýringarmyndum sem tengjast
aðalskipulaginu er almenningi til sýnis frá
og með 13. júní til 31. júlí 1991 hjá Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð,
frá kl. 8.30-16.15 nema þriðjudaga, þá er
sýningin opin til kl. 18.00. Starísfólk Borgar-
skipulags svarar fyrirspumum.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila
skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl.
16.00, 8. ágúst. 1991.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Fimmtudaginn 20. júní kl. 17.00 verður kynn-
ingaríundur þar sem starísmenn Borgar-
skipulags og borgarverkfræðings kynna
helstu þætti skipulagstillögunnar.
I; FÉLAGSLÍF
FERÐAFELAG
ISLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Þriðjudagur 4. júní kl. 20:
Kvöldsigling að Lundey
- Lundabyggðskoðuð
Brottför frá Sundahöfn (Viðeyj-
arbryggju). Siglt aö Lundey,
lundabyggö með þúsundum
lunda og gengiö um Viðey. Ein-
stök ferö. Hafið sjónauka með-
ferðis. Verð 700 kr., frítt fyrir
börn 15 ára og yngri með for-
eldrum sínum.
Miðvikud. 5. júní kl. 20:
Heiðmörk
- skógræktarferð
Önnur af þremur árlegum skóg-
ræktarferðum i Heiömörk. Takið
þátt i grisjun og umhirðu hins
fallega skógarreitar Ferðafé-
lagsins. Umsjónarmaður er
Sveinn Ólafsson. Ekkert þátt-
tökugjald. Allir velkomnir, félag-
ar sem aðrir. Brottför frá
Umerðarmiðstöðinni, austan-
megin.
Feröafélag íslands.
VEGURINN
Kristið samféiag
Túngötu 12, Keflavík
Samkomur með breska prédik-
aranum Alec W. Depledge
verða:
Þriðjudag 11. júni kl. 20.30.
Miðvikudag 12. júní kl. 20.30.
Fimmtudag 13. júní kl. 20.30
H ÚTIVIST
3RÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVMI14606
Núpstaðarskógur: Náttúruvin í
hlíðum Eystrafjalls sunnan
Skeiðarárjökuls. Undir Fálkatindi
er mjög gott tjaldstæði og þar
hefur Útivist komið upp ágætri
hreinlætisaðstöðu. Gönguferðir
að Tvílitahyl, upp á Bunka og á
Súlutinda, en þaðan er frábært
útsýni yfir Skeiðarárjökul og til
Öræfajökuls. Fararstjóri: Sigurð-
ur Einarsson.
Básar: Fjögurra daga ferð á
þennan friðsæla og fagra stað á
mjög hagstæðu verði. Göngu-
ferðir um Goðaland og Þórsmörk
við allra hæfi. Kvöldvaka við
varðeld. Fararstjóri: Egill Péturs-
son. Sjáumstl
Útivist.
Heigin 14.-17. júní
Öræfajökull: Gengin verður
Sandfellsleið, sem er ein greið-
færasta leiðin á jökulinn og er
enginn annar útbúnaður nauð-
synlegur en góðir og vatnsheldir
gönguskór og hlý föt. Gangan á
jökulinn gekur 12 til 14 tima.
Fararstjóri: Reynir Sigurðsson.
Skaftafell-Öræfasveit: Hér er
fjölbreytni mikil í náttúrufari, fagr-
ir fjallstindar, tignarlegir jöklar og
gróðursæld. Nú er komin göngu-
brú yfir Morsá sem auðveldar
gönguferðir í Bæjarstaðaskóg, í
Kjós og að Skeiðarárútfalli. Farar-
. stjóri: Kristinn Kristjánsson.
FERÐAFELAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Fyrirtaks ferðahelgi
14.-17. júní
Margir misstu af hvítasunnu-
helginni þ.á m. frábærum
gönguferðum á Öræfajökul og
Snæfellsjökul, svo ekki sé nú
talað um ágæta Þórsmerkur-
ferð, en nú er hægt að bæta um
betur og vera með í einhverjum
eftirfarandi ferða:
1. Látrabjarg, fuglaskoðunar-
ferð. Flug til og frá Patreksfirði.
Gist í farfuglaheimilinu
Breiðuvik.
2. Öræfajökull - Skaftafell.
Tjöld. Gengin Virkisjökulsleiðin,
skemmtilegasta útsýnisleiðin á
jökulinn.
3. Skaftafell - Ingólfshöfði -
Kjós. Tjöld. Gönguferðir í þjóð-
garðinum m.a. yfir nýju Morsár-
brúna í hinn litríka dal Kjó’s. Ekið
i Ingólfshöfða (fuglaskoðun) og
víðar um Öræfasveit.
4. Hrútfjallstindar - Skaftafell.
Tjöld. Spennandi Öræfajökuls-
ganga fyrir þá sem vilja prófa
eitthvað annað en Hvannadals-
hnjúk.
5. Þórsmerkurferðir verða
bæði með heimkomu sunnudag
og mánudag. Heimsækið Þórs-
mörkina með Ferðafélaginu að
minnsta kosti einu sinni í sum-
ar.
í sumarfríið með Ferða-
félaginu
1. 21/6-23/6 júní: Mið-
nætursólarferð í Grímsey
og Hrisey.
Flug til Akureyrar og áfram í
Grímsey. Miðnætursólardvöl í
eyjunni en haldið á laugardags-
kvöldið með ferjunni til Hríseyjar
og dvalið þar fram til síðdegis á
sunnudaginn. Svefnpokapláss.
Takmarkarð pláss.
2. 29/6-3/7 Strandir-ísa-
fjarðardjúp.
Fjölbreytt ferð, bæði ekið og
gengið. Ingólfsfjörður, Trékyll-
isvík, Djúpavík, Kúvik, Kald-
baksvík og fleiri staðir á Strönd-
um skoðaðir. Síðan haldið í isa-
fjarðardjúp, Kaldalón, fugla-
paradísina Æðey og Reykjanes.
Svefnpokapláss. Fararstjóri:
Ólafur Sigurgeirsson.
3. 29/6-3/7 Reykjafjörður
- Drangajökull.
Dvöl í Reykjafirði á Hornströnd-
um og dagsganga yfir Dranga-
jökul. Takmarkað pláss.
4. Hornstrandaferðir.
Það er mikill áhugi á Horn-
strandaferðunum og er greini-
legt að kynning á nýrri ferðatil-
högun m.a. með gistingu í hús-
um laðar marga að. Húspláss
er að verða upppantaö í sumum
feröanna, en hægt er að hafa
með tjöld. Kynnið ykkur eftirfar-
andi ferðir:
3.-12. júlí (10 dagarj: Hornvík
- Hlöðuvik. Hús og tjöld.
3.-9. júlí (7 dagar): Horn-
strandagangan 1991. Skemmti-
leg bakpokaferð frá Aðalvík um
Jökulfirði í Hornvík.
10.-19. júlí (10 dagar):
Hlöðuvík, Hornvik, hús og tjöld.
10.-16. júli (7 dagar): Hlööuvík.
Tjöld.
18.-23. júli (6 dagar): Aðalvik.
Tjöld.
Dagsetningar miðast við brott-
för úr Reykjavík og daginn eftir
frá isafirði með nýja Fagranes-
inu. Undirbúningsfundir verða
haldnir með þátttakendum.
Gönguleiðin vinsæia: Laug-
ar - Þórsmörk.
Brottför aila miðvikudaga og
föstudagskvöld frá 5. júlí til 28.
ágúst. 5 og 6 daga ferðir. Marg-
ar ferðanna eru að verða upp-
pantaðar.
Frönsku Alparnir -
Mt. Blanc í Frakklandi.
Ferðina verður að staðfesta í
síðasta lagi miðvikudaginn 12.
júní.
Sumarleyfi í Þórsmörk.
Það er hvergi betra að dvelja í
sumarleyfinu en í Skagfjörðs-
skála, Langadal. Fyrsta miðviku-
dagsferðin ca 16. júni. Bæði
dagsferð og til sumardvalar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Öldugötu 3, símar: 19533 og
11798. Fax: 11765.
Ferðafélag Islands.
Ferðir fyrir þig.