Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 38

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 * 1, i ',"T % T $ i r *Rb. ** Poison. RISAROKK I LOS ANGELES MORGUNBLAÐIÐÁ 30.000 MANNATÓNLEIKUM MEÐ POISON, SLAUGHTER OG BULLETBOYS í KALIFORNÍU Texti: Andrés Magnússon Myndir: Ágúst Jakobsson. UM NÆSTU helgi verður haldin rokktónleikahátið á Kaplakrika- velli í Hafnarfirði. Meðal þeirra hljómsveita, sem þar koma fram eru bandari'sku rokksveit- irnar Poison, Slaughter og Bull- etboys, bresku sveitirnar Thunder og Quireboys, fslenska hljómsveitin GCD og norsk- íslenska sveitin Artch. Blaða- manni Morgunblaðsins gafst fyrir skömmu tækifæri til þess að sjá bandarísku sveitirnar þrjár á tónleikum vestur í Kali- forníu og ef þeir tónleikar eru forsmekkurinn af því sem koma skal í Hafnarfirði þarf ekkert að óttast nema veðrið. Tónleikarnir voru haldnir í Irv- ine Meadows, sem er sjálfstætt sveitarfélag í hálftíma aksturs- fjarlægð frá Los Angeles. Tón- leikarnir áttu að hefjast klukkan hálfátta um kvöldið, en þegar upp úr hádegi tók fólk að streyma í þúsundatali á bílastæðin fyrir utan tónleikasvæðið og um fjög- urleytið má segja að allsherjar- gleðskapur hafi verið í gangi á bílastæðunum. Til þess að gefa hugmynd um stærðina má geta, að um hálftímagangur er yfir bíla- stæðið þvert. Upp úr klukkan sex var farið að hleypa inn á svæðið og fyrstu drunurnar fóru að heyrast úr hljóðkerfinu. Þrátt fyrir allan fjöldann og þá staðreynd að bjór var seldur á svæðinu, voru tón- leikagestir með fádæmum prúðir og að sögn yfirmanns öryggis- varða komu engin alvarleg atvik upp, helst að menn voru gripnir með falsaða miða, en áflog og slys voru engin. Stundvíslega klukkan hálfátta hófu Bulletboys leikinn og slógu hvergi af. Þeir glímdu reyndar talsvert við hljóðkerfisvandamál, en vafasöm hljóðblöndun setti strik í reikninginn hjá þeim, eins og reyndar hjá seinni hljómsveit- Slaughter. unum tveimur líka, þó í minna mæli væri. Bulletboys leika mjög hrátt og óheflað rokk og reyndar var stutt í pönkið hjá þeim á köflum. Fata- fæð þeirra og hneigð til þess að fækka þeim flíkum, sem þeir þó voru í, vakti óskipta athygli kven- þjóðarinnar, sem lét sitt ekki eft- ir liggja í sömu efnum. Slaughter voru næstir á sviðið og fengu þeir öllu betri viðtökur en Bulletboys, enda mun þekkt- ari, og voru auk þess á hraðri uppleið upp rokkvinsældalistann þar vestra. Tónlist Slaughter er talsvert fágaðri en hjá Bullet- boys, en þó kom það greinarhöf- undi á óvart hversu hráir þeir voru, a.m.k. í samanburði við plötuna. Þeir fóru mjög geyst í dagskrána til að byrja með, en um miðbikið slökuðu þeir aðeins á og tóku ballöður eins og þær gerast bestar í þungarokkinu. Þegar að halla tók á seinni hlutann juku þeir keyrsluna á ný, en hápunkturinn var í lokin, þeg- ar Slaughter flutti Fly with the Angels, sem er vinsælasta lag þeirra til þessa. Loks kom að því, sem allir höfðu beðið eftir Poison. Þegar hér var komið sögu var orðið almyrkt og öll Ijós á svæð- inu voru slökkt. Fyrst heyrðist þungur niður og lengst í fjarska tóku gítarar að hljóma. í þeirri litlu skímu sem var, sást að reyk- ur liðaðist frá sviðinu og aftast á sviðinu tóku kastarar að sveiflast til og frá. Um leið hækkaði for- spilið og úr Ijóskastaraturnunum var beint Ijósgeislum yfir áheyr- endaskarann. Áður en varði flaug þyrla yfir múginn og jók enn á Ijósadýrðina. I sama mund stigu kapparnir á sviðið svo lítið bar á og síðan voru Ijósin deyfð að nýju og forspilinu lauk. Fyrst var alger þögn í myrkr- inu. Síðan hóf gítarleikarinn C.C. deVille leikinn með því að leika upphafsstefið í titillagi síðustu skífu sveitarinnar, Flesh & Blood. Þá voru sprengjur sprengdar fremst á sviðinu, svo að lýðurinn blindaðist í nokkrar sekúndur og um leið byrjaði bandið að knýja hljóðkerfið til hins ýtrasta. Poison er afarlífleg hljómsveit á sviði og gaf hvergi eftir. Hljóm- sveitarmeðlimir voru á stans- lausum þönum um sviðið þvert og endilangt og dagskráin greini- lega vel æfð með nokkrum vel völdum „danssporum" þegar við átti. Fremstur í flokki jafningja var söngvarinn Bret Michaels, sem þreyttist ekki á að taka undir sig himinhá stökk, taka í spaðann á æstustu aðdáendunum upp við sviðið og síðast en ekki síst við að leiða dagskrána. Á henni voru öll þekktustu lög Poison frá upphafi, allt frá Look What the Cat Dragged In til Un- skinny Bop. Tónleikunum lauk svo með blúsrokkaranum Poor Boy Blues af síðustu plötu þeirra, en það lag tileinkaði hljómsveitin þeim bandarísku hermönnum, sem einmitt voru að snúa heim frá Sádí-Arabíu um þessa helgi. Baksviðs að tónleikunum lokn- umrakst blaðamaður á nokkra meðlimi Slaughter og Quirebys, en hinir síðarnefndu voru gestir Poison á tónleikunum. Mark Slaughter, söngvari Slaughter, kvaðst hlakka mikið til þess að komast til íslands, hann hefði heyrt margt gott um landið. Skýr- ingarinnar var ekki langt að leita, því að Spike, söngvari Quire- boys, var einmitt maðurinn, sem hafði dásamað landið fyrir hon- um. Spike sagði hljómsveitina vera farna að klæja í lófana við tilhugs- unina að leika á íslandi, enda hefur hljómsveitin verið í fríi að undanförnu. Hann sagði þá þó hafa notað fríið vel til lagasmíða og hefðu þeir því margt nýtt í pokahorninu, sem ekki hefði heyrst áður. „Þú skilar til íslands, að við gerum allt vitlaust aftur,“ voru kveðjuorð Spike til íslendinga. Uí ' >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.