Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 39
reer ImOi JM GIGAJflMUDHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 39 Gönguferð um gosbeltið - 6. ferð: Frá Vatnshlíðarhorni að Grindaskörðum eftir Tómas Einarsson Um næstu helgi verður 6. ganga Ferðafélags íslands farin um gosbel- tið suðvestanlands. Verður gengið frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð að Grindaskörðum. Þessi leið er stór- brotin. Kemur þar einkum tvennt til: Útsýni er fagurt og mikið og í annan stað fá menn góða sýn yfir verk hinna römmu reginafla, sem hafa mótað og skapað þetta land. Af veginum verður gengið upp á Vatnshlíðarhorn, sem er gegnt Vatnsskarði. Gangan upp þá brekku er auðveld, hækkun eitthvað um 22 m. Austan við hornið er alldjúpt vik, eða smádalur sem gengur inn í há- lendisbrúnina. Nefnist hann Fagri- dalur og þarf að krækja suður fyrir hann. Fjallsbrúnin langa frá Fagrad- al að Grindaskörðum nefnist einu nafni Langahlíð og mun hún verða þrædd að mestu leyti austur á Hvirf- il, hæsta staðinn á fjallinu. Brúnir Lönguhlíðar eru þaktar grágrýti, en annars er fjallið orpið mörgum hraunum, sem runnið hafa frá eldstöðvum sunnar og austar á svæðinu. Tungur frá tveimur þeirra hafa runnið ofan í Fagradal. Athug- anir Jons Jonssonar jarðfræðings benda til þess að eystri hrauntungan hafi runnið frá gosi í Brennisteins- íjöllum sem mun hafa orðið þar um árið 900. Hvirfill er 621 m y.s. í björtu veðri er fimagott útsýni af honum. Þaðan sést út eftir Reykjanesskag- anum og byggðin við innanverðan Faxaflóa blasir við í vestri og norðri. I austurátt bera Tindafjalla- og Eyj- afjallajöklar við himin og yst við sjóndeildarhring skarta Vestmanna- eyjar á bláum sænum. í suðaustur frá Hvirfli er grasigró- inn hvammur, sléttur í botninn. Nefnist hann Námahvammur. Á hann sér sérstaka sögu. Á níunda áratug síðustu aldar var grafíð fyrir brennisteini í Brennisteinsfjöllum á vegum skoskra aðila. Náma var opn- uð í hraunjaðrinum sunnan við hvamminn og efnið grafíð úr jörðu með haka og skóflu. Hús var reist í hvamminum og þar höfðu náma- menn bækistöð. Brennisteinninn var síðan fluttur á hestum til Hafn- arfjarðar og þaðan um borð í skip. Ekki hefur starfið verið aðlað- andi. í grein, sem Ólafur Þorvalds- son ritaði í 42. tbl. Sunnudagsblaðs Tímans 7. des 1969 segir svo: „Vel man ég einn þeirra, sem unnu í þess- um brennisteinsnámum. Meðal ann- ars sagði hann mér, að sjaldan hefðu námumenn getað verið lengur niðri í námunum en fimm eða sex mínút- ur í einu sökum hitans - þá hefði verið skipt um. Allir urðu að vera í KS'S&ÍÍE ÚRVALS bón- og hreinsivörur! Frá Grindaskörðum. Á slóóum Ferðafélags íslands FORVARNAR- og endurhæfing- arstöðin Máttur stendur nú öðru sinni að námskeiði fyrir þá sem hyggja á þátttöku í Reykjavíkur- Maraþoni í sumar. Námskeiðið hófst 18. maí síðastliðinn og mun standa fram í ágúst en hægt er að bæta við þátttakendum þótt þeir hafi ekki verið með frá byrj- un. Námskeiðið fer þannig fram að þátttakendum er skipt í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn er ætlaður þeim sem eru lítt eða ekki búnir undir langhlaup. í öðrum hópnum eru leið. Þarna munu vera einhverjar leifar af húsarúst. Ólafur gerir þá grein fyrir henni að W.G. Spencer Paterson forstjóri brennisteins- vinnslunnar hafi látið byggja um- hleðslustöð í þessum slakka. Brenni- steinninn var selfluttur þannig „að lest að austan fór ekki lengra en ofan fyrir skarðið í hvilft þá, sem hér er nefnd, og sú sem frá Hafnar- firði kom, stansaði einnig þarna. Svo var skipt um farangur, þannig að önnur lestin tók bagga hinnar og fór sína leið aftur til baka.“ Ekki er rúm í þessari stuttu grein til að segja meira frá brennisteins- vinnslunni, en rústirnar tvær vekja forvitni. Því er þeirra getið hér. Brottför í 6. ferð gönguferðar um gosbeltið er sunnudaginn 16. júní kl. 10.30 og 13. Með pistli 5. ferðar féll óvart niður nafn höfundar, Sig- urðar Kristinssonar, og er beðist velvirðingar á því. Höfundur er kennari. Olíufélagið hf tréskóm, klossum, allt annað soðn- aði óðara.“ Eftir að hafa litast um á Hvirfli, er sjálfsagt að rölta niður í Náma- hvamm og skoða þær litlu leifar um brennisteinsvinnsluna, sem þar eru sýnilegar. Mun það einkum vera hústóttin og merki um jarðrask við námuopið. Ef tími vinnst til má lengja gönguna á Kistufellið og um Brenni- steinsíjöllin, en annars verður haldið meðfram Draugahlíðum í áttina að Grindaskörðum. Þar liggur Selvogs- gata, sem var alfaraleið milli Hafn- arfjarðar og Selvogs um aldir. Grindaskörðin blasa við sjónum manna frá Innnesjum. í þeim eru nokkrir gígar, stundum nefndir Grindaskarðahnúkar. Austastur er Stóri-bolli, þá Tvíbollar, en vestastir eru Þríbollar. Skarðið milli Tvíbolla og Þríbolla heitir Kerlingarskarð og þar upp liggur gatan. Vestan undir Tvíbollum, austan við götuna, er smá slakki. Þar eru nokkrar snapir fýrir hesta og segir Ólafur Þorvaldsson í fyrrnefndri grein, að lausríðandi menn hafi oft farið þar af baki, einkum á austur- Morgunblaðið Sverrir Trimmarar úr Mætti undirbúa sig fyrir þátttöku í Reykjavíkur-Mara- þoni. Reykjavíkur-Maraþon: Undirbúningsnámskeið þeir sem hafa nokkra þjálfun að baki en í hinn þriðja veljast þeir sem eru vel þjálfaðir og ætla sér að taka þátt í lengri vegalengdum Reykjavíkur-Maraþonsins. Fyrirlestrar um mataræði, teygjuæfíngar.þjálfun, val á skó- fatnaði o. fl. verða haldnir reglulega meðan á námskeiðinu stendur. Iþróttafræðingar og langhlauparar frá Mætti leiðbeina þátttakendum sem fá ótakmarkaðan aðgang að tækjasöium og leikfimitímum stöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.