Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 44

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 44
MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR ,J1. JUNÍ 19!)1 Mi Karl J. Sighvats- son — Kveðjuorð Vörur úr iífrænt ræktuðu korní - bctra gctur það varla vcríð • Heildsöiudreifíng: Faxafel! hf. símí 51775 BRAUDSTANGIR Bakaðar úr fersku deigi og völdu kryddi stráð yfir. Bornar fram heitar með sérstakri ftalskri tómatkryddblöndu og parmesan osti. ÍSTE Gert samkvæmt hefðbuiMÍnmn amerískum aðferðum AMERÍSKAR SAMLOKUR MEXIKÖNSK PIZZA Ofnbakaðar, sérstök Pizza Hut dressing sett á samlokuna og hún borin fram með kartöfluflögum Pizza Hut tómatblanda, tvö lög af osti, AMERIKA SAMLOKA Pepperoni, skinka, salathlöð, tómatai og ostur. NEW YORK SAMLOKA Skinka, ostur, salatblöð og tóinatnr. nautahakk, laukur,tómatar og Jalapeno Peppers. Fæddur 8. september 1950 Dáinn 2. júní 1991 „Passaðu þig á Heiðinni, félagi!" sagði hann og brosti. Hann brosti öðruvísi en annað fólk. „Passaðu þig bæði á lögreglunni og umferð- inni,“ bætti hann við og hló nú upphátt. Hlátur hans var heldur ekki öllum gefinn. Hann var reynd- ar engum líkur hann Karl J. Sig- hvatsson. Tveim dögum seinna var KaJJi vinur minn allur. Örlögin höfðu kallað mig til Hveragerðis þetta kvöld og ég hitti Kalla á hlaðinu við Hótel Órk. Hann vildi láta hótelið eignast flygil svo hann gæti spilað almennilega fyrir fólkið. Stoltur benti hann mér svo á býlið sitt handan við þjóðveginn: „Það verður stúdíó í hlöðunni, vin- ur,“ sagði hann, „og pípuorgel á heilum vegg.“ Nú skyldi fundinn hinn hreini tónn og leikið sem aldr- ei fyrr. Leiðir okkar lágu saman á ball- húsum í borginni fyrir löngu. Hann þandi orgelið á sviðinu en ég hímdi yfir veitingum í salnum. Glaðvær skarkali öldurhúsa í reykjarkófi og svo kom nóttin, maður. SjálLnóttin. Þá settumst við saman að veislu- borðum úti í bæ uns dagur reis á ný og hneig jafnvel aftur. Árin liðu við orgelhljóm og árin liðu í Austur- stræti. Drottinn gaf og drottinn tók. Svo fór Kalli í framboð í síðustu kosningum. „Ég fílaði pólitíkina vel,“ sagði hann þetta föstudags- kvöld: „Næst bjóðum við saman fram í kosningum, félagi, og kom- um listinni inn í pólitíkina." Brosið var bæði breiðara og fallegra en áður. Nú ætlaði hann að miðla fleiru ti! fólksins en músíkinni einni sam- an. Guð blessi hann og ástvini alla. - Og Kalli kvaddi mig með faðm- lögum. Ég hélt heilu og höldnu yfir Heiðina þetta kvöld en tveim dögum seinna tók Heiðin hann sjálfan. Ásgeir Hannes Sorgin má heita náðargjöf því sá einn getur syrgt sem elskað hef- ur og sá einn hefur mikið misst sem mikið hefur átt. Ekki er okkur öllum af Guði gefín náðin til að elska og þar af leiðandi ekki heldur náð hinn- ar djúpu, líknandi sorgar og jafnvel þótt hvort tveggja sé okkur útdeilt þá er okkur jafnframt úthlutað var- færni gagnvart hvorutveggja, 'HíMW NÝBÝLAVEGI 18. KÓPAVOGI. sími 641988 Útibú, HAFNARGÖTU 61. KEFLAVÍK sími 92-14313 HREINT GÓLF HREINAR HENDU Með búnaði ö Óþarft að bleyta eða óhreinka hendur. n n v v JJ Stór hjól sem ekki spora gólfið. Þrátt fyrir alla þessa fullkomnun kostar búnaðurinn ekki meira en annar Moppan hreinsar betur en aðrar. Vindan vindur vel og ryðgar ekki. Moppan er skoluð í vagninum-sparar inoppuþvott. Vagn settur saman eftir þörfum hvers notanda. styggð, getum við sagt. Við hlýðum ekki kalli ástar eða vinartryggðar, oft og tíðum, fyrr en um seinan, látum aðrar skyldur ganga fyrir og svo þegar sá sem við hefðum átt að sinna framar öðru ef farinn, allt í einu og ekki lengur tæk tíð að „vaka lengur og vera betri hvort við annað“ þá finnst okkur við ekki einu sinni hafa rétt til sorgarinnar og hlutskipti okkar verður iðrunin ein, jafnvel sjálfsásökum fyrir að hafa látið það sem einskis var vert ganga fyrir því sem mikils var vert. Svona er Guðs fyrirkomulag með manninn erfitt til skilnings. Enn væri þó illt gert verra og okkur síst gefið geð til að hefja upp í harmakór þegar allt er um götur gengið, - að lofa þá tryggð í orðum sem illa var rækt í gerðum og fara að hlaða hátimbruð minnismerki þeirri virðing, eftir á, sem yfirsást að auðsýna meðan tíminn gafst tjl. Þessvegna hef ég varla geð til að taka til máls nú þegar vinur okkar Kalli Sighvats er farinn, fyr- irvaralaust, án þess að ná kveðju nokkurs manns, en jafnframt fyrir- munað að þegja þunnu hljóði, vegna þess að atvik höguðu því svo að ég varð honum náinn - og mitt fólk - einmitt þessa síðustu daga og misseri sem hann umgekkst hér á jörð. Óverðskuldað taldi hann sig eiga af okkur nokkurn styrk og skjól á erfiðum tímum og ég þóttist eiga í honum dýra auðlegð, - í vonum. Og þrátt fyrir eðlislæga styggð gagnvart von og efa sem treystir á fátt var ég farinn að hugsa gott til að hafa hann nærri, þegar hann væri tekinn til við að iðja á Litla-Saurbæ hér í Ölfusinu, við merkilegar músíktilraunir í Litla fjós- og haughúshljóðverinu sínu, eins og hann nefndi það í glaðværð sinni og við farin að stunda reglu- legar æfingar með söngkvartettin- um góða sem við vorum nýbúnir að efna til, ásamt þrem fyrrum fé- lögum úr kór kirknanna. Þeim skal þakkað hér: Önnu Jórunni Stefáns- dóttur, Björgvin Ásgeirssyni og Önnu Halldórsdóttur. Þótt ekki ynnist meira en raun varð á og brygðist mín von um að fá Kalla aftur inn í kórinn með þessum hætti þá var söm þeirra gerðin. Og það var margt fleira að ske og allt á réttu róli. Unnusta Kalla, Sigríður Pálsdóttir, var búin að koma í heimsókn til okkar með honum ásamt syni hans Orra, á sjöunda ári, Hammond-orgelið góða átti að koma til okkar í vist þennan sama sunnudag og við vorum rétt byrjaðir það samtal, í listinni, sem örugglega hefði átt eftir að verða langt og gott. Trúlega hefðum við mæst einhverstaðar í ævintýralandi þjóðlaganna, þangað sem allar leið- ir listanna liggja um síðir hvort eð er. Ég fann að hann hugði gott til þess ferðalags engu síður en ég. Allt leit svo ljómandi út. Jafnvel það sem áður sýndust óhöpp virtist ætla að snúast upp í höpp. Hann var á leið til Frakklands og Ítalíu í kynnisför með vini sínum og meist- ara Hauki Guðlaugssyni, ásamt fleiru kirkjutónlistarfólki þegar hinn snöggi endir varð bundinn. Guð hugsar einhvernveginn allt öðruvísi en við og hann hefur önnur plön. Og, eftir á að hyggja, höfum við kannski einskis að iðrast því aðr enda þótt orð Tómasar skálds séu fögur og kunni að hitta sum okkar illa þá er ekki eins víst að þau séu sönn: Ef til vill áttum við þess eng- an kost að vaka lengur né vera betri hvert við annað. Hvorki í því efni né öðrum komumst við feti lengra en Hann gefur náðina til. Og við megum reikna með að styggð okkar og varfærni, hvers gagnvart öðru, sé af honum skömmtuð, engu síður en ástin og tryggðin. Karl Jóhann Sighvatsson, organ- isti, var rétt rúmlega fertugur þeg- ar hann ók útaf þjóðveginum í ( brekkunni við Hveradali, einn á ferð til Reykjavíkur, að lokinni sinni síðustu kirkjuathöfn í Þorláks- kirkju, sunnudaginn 2. júní. Hann fæddist á Akranesi hinn 8. septem- ger 1950 í húsi afa síns, Karls Helgasonar póstmeistara, þar sem hann ólst upp að meira eða minna leyti til 15 ár aldurs. Foreldrar hans voru Sighvatur Karlsson, bryti á Akranesi, og kona hans Sig- urborg Siguijónsdóttir, - nú látin fyrir fimm árum. Öll sumur, frá blautri bernsku fram á unglingsár, átti hann í sveit, við gróður og fén- að, á Neðra-Skarði í Leirársveit. Hljómsveitir byijaði hann að stofna um leið og hann kom í barnaskóla. Hann hóf að læra á hljóðfæri, mörg fremur en eitt, í lúðrasveitinni hjá Jónasi Dagbjartssyni og var 10 ára þegar hann komst í orgel- og í píanónám hjá Hauki Guðlaugssyni, núverandi söngmálastjóra Þjóð- kirkjunnar, manni sem Kalli leit á alla ævi síðan sem sinn meistara og andlegan föður í músíkinni. Píanónám hjá Margréti Eiríksdóttur og Rögnvaldi Siguijónssyni og hljómfræði hjá Þorkatli Sigur- björnssyni 1969-1971. Einkatímar í orgelleik hjá Peter Planyavsku í Vín á sáma tíma. Tónsmíðanám í Mozarteum í Salzburg 1975-1976. Jassfræði í Boston eina önn 1981. Tímar í tónsmíðum '..já Christopher Yavelon 1982 og nám við gerð tón- listarforrita 1983-1986. Lauk prófi frá tónsmíðadeild New England Conservatory of Music í Boston 1986. Hann lék jafnframt í dans- hljómsveitum og poppböndum, sem svo eru nefnd, alla tíð, allt frá barn- æsku til hins síðasta dags. Þessar voru helstar Tónar, Dátar, Dúmbó og Steini, Flowers, Trúbrot, Nátt- úra, Þursaflokkurinn og nú síðast Mannakorn. Hann stjórnaði um sína daga mörgum hljómplötuupptökum og var þar jafnt útsetjari sem undir- leikari, tónlistarstjóri við leiksýn- ingarnar Jesús Kristur Súperstar hjá LR, í Flugleik hjá Brynju Bene- diktsdóttur, við Faust og Gust í Þjóðleikhúsinu. Hann samdi og stjórnaði tónlist við kvikmyndirnar Snorra Sturluson hjá Sjónvarpinu, Hælið eftir Nínu Björk, Nýtt líf og Dalalíf eftir Þráin Bertelsson og Atómstöðina eftir Þorstein Jónsson. Hann var organisti í Kristskirkju í Landakoti 1979-1981 og svo í Mar- íukirkju í Breiðholti. Hann var kennari og organleikari f Bolung- arvík, í Neskaupstað og í Boston vestanhafs um fímm ára skeið og lék jafnt klassíska tónlist kaþólikka sem blús-sálma negranna. Síðast var hann organisti Ölfuskirknanna allra og kórstjóri hjá kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna og söngfélagi Þorlákshafnar. Karl átti fyrst Rósu Björgu Helgadóttur og seinna Hjördísi Frímann. Með henni eignaðist hann son sinn Orra 13. júlí 1984. Unnusta hans og sambýliskona nú síðast var Sigríður Pálsdóttir úr Vestmánnaeyjum, dóttir Páls Zophoníassonar og Ás- laugar Hermannsdóttur. Svo sem sjá má af þessari knöppu upptalningu ævisöguatriða var þetta mikið ferðalag og hratt. Mér datt þó aldrei í hug, einhvernveg- inn, að líta á það sem ævistarf. Eg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.