Morgunblaðið - 11.06.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 11.06.1991, Síða 48
48 JMORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 Billy t.h. og bróðir hans. ÁST Keppti við bróðir sinn um konuefni Hjónabönd meðal þotuliðsins í Hollywood eru ekki fyrirbæri sem þekkt eru fyrir mikil endingar- Kaupmenn, innkaupastjórar SÓL- GLERAUGU Ótrúlegt úrval af dömu-, herra-, unglinga- og barnasólgleraugum. Einnig skíðasólgleraugu. Frábært verð HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGID Borgartúni 18 Sími 6188 99 Fax 62 63 55 gæði og þykir hæfa að draga reglu- lega fram einhver hjónin sem hafa verið gift í umræddum ólgusjó vestra lengur en góðu hófi gegnir miðað við það sem gengur og ger- ist. Aldrei er neinn nýr boðskapur eða leyndardómur að baki þess að þessi tiltölulega fáu hjónabönd þríf- ist. Svarið er jafnan gagnkvæm ást og virðing. Fyrir skömmu var leik- arinn Billy Crystal dreginn fram í þetta óvenjulega sviðsljós, en Janice og Billy hafa verið gift í 21 ár sem þykir á við öld í Hollywood. Billy gaf raunar lítið út á ástæður fyrir langlífi hjónabandsins, en sagði í samtali við ýmis blöð er hann var staddur í Cannes á dögun- um, að þau Janice hefðu átt erfitt uppdráttar á köflum eins og hver önnur hjón. Þau hafi einfaldlega komist í gegn um vandamálin án þess að til skilnaðar eða meiri hátt- ar uppákoma af ýmsu tagi þyrfti að koma tii. Svo sló hann öllu upp í grín og sagði að er tilhugalífið hófst af hans hálfu, hafi Janice verið yfir sig ástfangin af bróður hans sem er tveimur árum eldri. „Sú ást kulnaði sem betur fer og þá var Ieiðin sæmilega greið,“ segir æringinn mikli Billy Crystal. fclk f fréttum Katrín Hafsteinsdóttir leiðbeinandi sem þekktust er undir heitinu Katý í World Class. Þorkell HEILSUPARADÍS UNDIR JÖKLI „Líkaminn er eina verkefnið sem við fáumst við allt lífið“ — segir Katrín Hafsteinsdóttir HEILSUPARADÍS undir Jökli er heitið á útivistar- og heilsudvöl sem fólki gefst kostur á að njóta í sumar á Arnarbæ við Arnarstapa á Snæfellsnesi. Veit- ingaþjónusta hefur verið rekin á Arnarbæ til margra ára en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíka heilsudagskrá þar. Morgun- blaðið hafði tal af Katrínu Haf- steinsdóttur, leiðbeinanda hjá iík- amsræktarstöðinni World Class, en hún er umsjónarmaður heilsudvaiarinnar. Að sögn Katrínar er ætlunin að starfrækja þessa þjónustu frá miðjum júní og fram í ágúst. Þátt- takendur geta valið um helgar- eða vikudvöl. „Dagskrá heilsunámskeiðsins verður i grófum dráttum þannig að hópurinn fer snemma á fætur og tekur til við æfingar tengdar teygjum, öndun og slökun. Fram að hádegi verður „frjáls tími“ og geta dvalargestir þá stundað æf- ingar af ýmsu tagi eða farið í gönguferðir um nágrennið. Síð- degis tekur allur hópurinn þátt í viðamikilli æfingadagskrá en leið- beinendur sjá til þess að hverjum og einum verði fundið æfingakerfí við hæfi,“ sagði Katrín. Katrín segir dvölina ekki síður vera til fræðslu og skemmtunar en ræktunar líkamans. Skipulagð- ar verða skoðunarferðir um Snæ- fellsnes og jafnvel farið gangandi eða á snjósleðum upp á Snæfeli- sjökul. „Það ætti heldur engum að leiðast á kvöldvökunum en þá verða haldnir fyrirlestrar um heils- urækt og hljómlistarmenn koma í heimsókn svo eitthvað sé nefnt.“ Vegna veðráttu hérlendis hafa þeir íslendingar sem annt er um líkama sinn, kosið að rækta hann innanhúss. a.m.k. yfir vetrart- ímann. Meðan á heilsudvölinni stendur er hins vegar stefnt að því að æfa sem mest utandyra. Hamli veður útivist, fara æfíngar fram í samkomutjaldi sem er á staðnum. Þátttakendum verður boðið upp á nudd auk þess sem mikið verður lagt upp úr hollum en góðum mat. En hvert telur Katrín vera viðhorf Islendinga til útivistar og heilsuræktar yfirleitt? „Það er ekki nógu gott. Þótt mjög hafi þokast í rétta átt, síðan ég byrjaði að kenna líkamsrækt fyrir sjö árum, eru enn allt of margir sem hugsa lítið eða ekkert um heilsuna. Flestir stunda vinnu þar sem mest reynir á höfuðið en lítið á líkamann. Þannig safnast fyrir andleg þreyta sem ekki er hægt að losna við nema að reyna hæfilega á sig öðru hvoru. Ég vil minna á að andlegt og líkamlegt heilbrigði fer saman. Mörgum hættir til að gleyma því að líkam- inn er eina verkefni okkar sem við fáumst við allt lifið. Heilsuparadís undir Jökli er ekki síst ætluð þeim sem finnst þeir ekki ráða nógu vel við þetta verkefni," sagði Katrín að lokum. COSPER Náðu í fingurbjörgina mína, ég var búin að lofa að gefa manninum mínum koníák með kaffinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.