Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 52

Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ° 1991 LosAngelesTimesSyndicate Væri ég þú, þyrði ég ekki fara í fleiri andlitslyfting- ar... Ég myndi heldur snúa mér að þverslaufum ... getur vitjað hennar í afgreiðslunni þar. Köttur í óskilum Fullvaxinn fressköttur, gulur á bakinu, með gult skott, hvítar fætur og kvið, fór á flakk í Breið- holti fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið í síma 30677 ef hann hef- ur einhvers staðar komið fram. Frakki Sá sem kom í fatahengi mötu- neytis Landsbankans Austur- stræti 11 þriðjudaginn 21. maí og og tók með sér ljósbrúnan frakka en skildi eftir annan frakka í sama lit miklu minni, er vinsamlegast beðinn að skila hon- um aftur í fatahengið. Köttur í óskilum Hálfstálpaður högni, svartur með hvíta bringu og hvítar hosur, mjög gæfur, er í óskilum á Óðins- götu 11. Upplýsingar í síma 22264. Upphlaup og æsifréttir Gula Pressan var að sletta úr NLFÍ) segir fátt í æsifréttum fjölrn- lækningahælið verði rekið áfram í klaufum í Hveragerði. Dvalarheim- jðla, ekki þeirra mál. svipuðu formi og nú er, ekki sem ilið Ás var m.a. þyrnir í augum Þess ber að krefjast að Náttúru- fokdýrt heilsuhótel. æsiskriffinna, sem þó viðurkenna Haraldur Guðnason að sjálfseignarstofnunin Grund/Ás sé vel rekin. Vel rekin fyrirtæki eru -ekki fréttaefni í fjölmiðlum, húsin mörg, allt með snyrtibrag. Ekki orð um það hvernig umhorfs hefði ver- ið í vistun aldraðra ef Grund/Ás hefði ekki komið til sögu og stjórn- völd gerðu ekki neitt. Upphlaupið útaf Heilsuhælinu í Hveragerði kom sem himnasending fyrir fjölmiðlana. Þar fremja menn kukl og hindurvitni, sagði doktorinn burtrekni. Samkvæmt orðabókum er kukl sama sem galdur, særing- ar, trölldómur. Fyrir slíkar sakir voru menn brenndir á 17. öld í nafni kónga og klerkavalds. Látið var að því liggja að sitt- hvað mundi gruggugt við bókhaldið og það snarlega sent í Ríkisendur- skoðun; menn biðu í ofvæni. En þá tók ekki betra við því ekkert fannst um ijármálaóreiðu, bara nokkrar milljónir í rekstrarafgang. Þar sprakk sú blaðran. Ás í Hveragerði og Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins eru nú, að ég ætla, stærstu atvinnurekend- ur í bænum. Á báðum stöðum er úrvals starfsfólk. Af þessu fólki (í Þessir hringdu . . , Hollari fæða Grænmetisneytandi hringdi: „Fyrir skömmu var fjallað um það hversu dýrt kjöt væri hér á landi. Þetta er sjálfsagt rétt en sjálf hef ég ekki keypt kjöt í háa herrans tíð því ég neyti eingöngu jurtafæðis. Það er miklu hollara en kjöt og auk þess miklu ódýrara. Fólk ætti að prófa að breyta til, hætta alveg við kjötið og neyta eingöngu jurtafæðis - þá myndi það fljótlega finna mun á heilsunni og einnig myndu heimilispeningarnir verða drýgri. Taska Föstudaginn 31. maí tapaðist blá taska með rennilás á leið frá Vesturbergi 118 að Unufelli. í töskunni var sæng og koddi, barn- aföt, pollagalli o. fl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa sam- band í síma 670466. Lyklakippa Lyklakippa fannst í Sundhöll- inni við Barónstíg 5. Eigandinn HOGNI HREKKVISI ,.J/ET4, é(S /ZTTl I/IST /)£> F/iJSM 4t> £0*14 " Víkverji skrifar Fyrir u.þ.b. mánuði var þeirri spurningu varpað íram í þess- um dálki, hvort við íslendingar værum orðnir þjóð tveggja tungu- mála. Skömmu síðar barst Víkveija svohljóðandi bréf: „Ágæti Víkveiji. Þakka þér mörg góð skrif. í gær (14. maí) spyrð þú „hvort við Islendingar séum orðnir þjóð tveggja tungumála". Hjálagt sendi ég tvær úrklippur úr bréfi frá skattstjóranum í Hafnar- firði, sem var að spyrjast fyrir um tekjur sonar míns í Ameríku, en það er ekki málið. Þessar úrklippur úr bréfi skattstjórans í Reykjanes- umdæmi sýna, að þar er unnið með tveimur tungumálum. Það er hreint furðulegt, að opinber stofnun skuli leyfa sér að dagsetja bréf sín á ensku!" Með bréfinu fylgja tvær úrklipp- ur. Á annarri stendur: Hafnarfirði 07 May 1991. Á hinni stendur: Skriflegt svar sé komið til skatt- stjóra í síðasta lagi þann 21 May 1991. Það skal tekið fram, að i báðum tilvikum er notaður stimpill með hinni erlendu dagsetningu. Víkveiji er sammála bréfritara um þetta efni. Þetta er enn ein vís- bending um, að við þurfum að hefja mikið átak til þess að hreinsa ensk og amerísk áhrif út úr íslenzkri tungu með líkum hætti og gert var fyrir u.þ.b. öld, þegar fína fólkið í Reykjavík og á Akureyri talaði danskt-íslenzkt hrognamál. xxx Ríkisstjórnin hefur boðað niður- skurð á útgjöldum hins opin- bera. Hér í þessum dálkum hefur verið vikið að því, að sá niðurskurð- ur þurfi líka að sjást í ferðakostn- aði og risnukostnaði stjórnmála- manna og embættismanna. Svarið við slíkum athugasemdum er gjarn- an, að þessi kostnaður sé svo tak- markaður í heildardæminu, að hann skipti ekki máli. Ekki eru allir þeirr- ar skoðunar. Víða um Vesturlönd eiga bankar í erfiðleikumf Þeirra á meðal er einn stærsti og öflugasti banki heims, Citibank. Sá banki stendur nú á krossgötum. Aðalbankastjóri hans hefur gefið fyrirmæli um víðtækar aðgerðir til þess að skera niður kostnað. Meðal þeirra aðgerða er bann við því, að starfsmenn bank- ans fljúgi á fyrsta farrými. Hvernig væri að Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, gæfi út fyrirmæli um að stjórnmálamenn og embættis- menn, sem ferðast á kostnað ríkis- sjóðs hafi ekki heimild til að ferð- ast á Saga-farrými? xxx Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um hvalveiðar hér. í síðustu viku birti Morgunblaðið í heild umræður, sem fram fóru í brezka þinginu um fund Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn var hér í Reykjavík. Víkveiji vill hvetja fólk til þess að lesa þessa frásögn, sem er orðrétt þýðing á umræðun- um. Þær gefa nokkra hugmynd um, við hveiju við megum búast hefjist hvalveiðar hér á ný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.