Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 Dómur Hæstaréttar í Hafskipsmálinu: Þrír ákærðu voru sakfelld- ir fyrir hegningarlagabrot í 7. kafla dóms Hæstaréttar íslands í Hafskipsmálinu er fjallað um IV. kafla ákæru sérstaks saksóknara þar sem Björgólfi Guðmunds- syni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartanssyni er ýmist ein- um sér eða í félagi við einhvern hinna gefið að sök að hafa dregið ser fé af tilgreindum hlaupareik Akæran er í 10 liðum og er í 1. og 2. lið ákærðu Ragnari og Björg- ólfi gefið að sök að hafa dregið sér fé af reikningunum umfram þá ágóðaþóknun sem kom í hlut þeirra samkvæmt samkomulagi við stjórn félagsins frá 1978 með breytingum 1980 og 1983. Fé þetta eru þeir taldir hafa nýtt í eigin þágu og annarra aðila óviðkomandi Hafskip hf. Akærðu telja að þeim hafi verið heimil ráðstöfun þessa fjár sem hér er um að ræða. Samkvæmt samkomulagi um starfskjör frá 1978 skyldu fram- kvæmdastjórarnir til viðbótar mán- aðarlaunum í gegnum launakerfi félagsins fá þar til annað yrði - ''t ákveðið launaviðbót sem sameigin- lega næmi 2% af hagnaði fyrir fjár- magnskostnað, afskriftir og skatta. Greiðslur þessar áttu að fara fram í gegnum sérstakan bankareikning í vörslu þeirra, en í gegnum þann reikning fóru jafnframt greiðslur ýmiss jaðarkostnaðar og útgjalda framkvæmdastjóranna vegna starfa þeirra hjá fyrirtækinu sem til viðbótar er talið geta numið allt að 60% af launum. 1980 eru gerðar breytingar á þessum samning sem meðal annars fólu í sér hækkun í 2% í 3,5%, en sú prósenta er síðan ngum sem voru í þeirra umsjá. lækkuð aftur um þriðjung 1984 í 2,33%. í niðurstöðu Hæstaréttar um þetta atriði segir orðrétt: „Ákærðu hafa haldið því fram, að þeir og stjórnin hafi nokkurn veginn vitað hvað þeir áttu inni á mismunandi tímum þótt ágóðahluturinn hafi ekki verið bókfærður og hans að engu getið í ársreikningum Haf- skips hf. Miða þeir þá við útreikn- inga Helga. Þegar af þessum ástæðum eru ekki gegn neitunum þeirra komnar fram nægar sannan- ir fyrir því að þeir hafi haft ásetn- ing til þess að draga sér fé af ofan- greindum hlaupareikningum. Reyn- ir í því sambandi ekki á hvernig skilja beri samkomulagið um hina umdeildu 60% heimild.“ Samkvæmt 3. lið IV. kafla ákæru er Björgólfi gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Hafskips hf. greiðslur sem kostnað félagsins þó þær væru persónuleg útgjöld og félaginu óviðkomandi. Hið sama er Ragnari gefið að sök samkvæmt 4. lið. Ákærðu kannast ekki við að hafa dregið sér fé á þann hátt sem lýst er í ákæru og að þeim hafi verið heimilt að ávísa út af reikning- unum til persónulegra nota. Það hafa stjórnarmenn Hafskips hf. sem við þá sömdu staðfest fyrir dómi. Hæstiréttur vísar til greinargerðar Helga Magnússonar endurskoð- anda reikninga Hafskips um starfs- kjör ákærðu frá því desember 1985, en þar segir orðrétt: „Út úr þessum reikningum greiddist ennfremur ýmiss kostnaður, aðallega eins og segir í samkomulaginu frá í júní 1978: „... ýmis jaðarkostnaður og útgjöld framkvæmdastjóranna vegna starfa þeirra hjá fyrirtæk- inu“. Þarna er t.d. átt við risnu, ferðakostnað, kostnað vegna við- skiptavina innlendra og erlendra, gjafír, styrki o.fl. Oft er um að ræða kostnað, sem erfítt er að full- yrða að standist skilgreiningar, en talinn óhjákvæmilegur í svona rekstri t.d. greiddur ferðakostnaður v/eiginkvenna....“ „Undirritaður hefur stöðugt ít- rekað við þá BG og RK, hver sé skylda þeirra gagnvart vörslu þess- ara fylgiskjala og skýringum á eðli einstakra kostnaðarþátta og kostn- aðarreikninga í þágu fyrirtækisins. Hafa ber í huga, að kostnaður, sem ekki væri viðurkenndur og þeir gerðir ábyrgir fyrir, teldist ganga á innstæðu þeirra og hefði ekki áhrif á stöðu gagnvart fyrirtækinu, en flyttist samkvæmt því milli kostnaðar og Iauna“.“ Síðan segir í dómi Hæstaréttar: „Fram er komið, eins og áður er getið, að ákærðu Björgólfur og Ragnar áttu sjálfír að halda reiður á reikningum sínum og gera ákærða Helga grein fyrir þeim. Fylgiskjöl vegna þessa voru í vörslu ákærða Ragnars og að hluta ákærða Björgólfs. Það fórst hins vegar fyrir að þeir gerðu ákærða Helga full skil varðandi reikningana og fékk hann einungis yfirlit yfír þá. Þess vegna mynduðust biðreikn- ingar þeirra hjá fyrirtækinu. Sam- kvæmt framangreindri skýrslu ákærða Helga og öðrum gögnum málsins átti hann að ákvarða hvað afiaggxkostnaði teldist til félagsins Sámkvæmt samkomulagi um við- bótarlaun. Hann kvaðst hins vegar fyrir dómi hafa treyst ákærðu Björgólfi og Ragnari fyrir því. Greiðslur samkvæmt 3. og 4. lið hafa ákærðu Björgólfur og Ragnar þannig látið bókfæra hjá félaginu og þannig talið til gjalda þess en ekki sinna.“ ... „Saknæmi verknaðar samkvæmt þessum liðum fer eftir því, hvort viðkomandi greiðslur verði á ein- hvern hátt taldar félagsins eftir þeirri rúmu skilgreiningu, sem fram kemur í skýrslu ákærða Helga hér að framan, en sú skilgreining hefur stoð í framburðum þeirra, en sömdu við ákærðu Björgólf og Ragnar um viðbótarkjörin.“ Síðan er í dómnum vikið að hverri einstakri greiðslu sem ákæruvaldið telur Hafskip hf. óviðkomandi. Hvað Björgólf varðar er um að ræða 12 greiðslur merktar með bókstöfum frá a) til 1) og telur rétt- urinn að sannað sé að ákærði hafí látið ranglega færa í bókhald Haf- skips hf. sem kostnað félagsins 541.335,60 krónur það er alla liði nema f), g) og h) og hluta j) liðar. Þar með hafi ákærði Björgólfur gerst sekur við 2. mgr. 247. grein- ar hegningarlaga. Hvað Ragnar varðar er um að ræða 15 greiðslur og er hann fund- inn sekúr um að hafa ranglega lát- ið færa í bókhald Hafskips hf. 607.492,45 krónur sem kostnað félagsins, þ.e. alla liði nema staflið c) og n), þegar hann átti að láta færa þetta sem laun til sín. Hann er því einnig fundinn sekur um brot á 2. mgr. 247. gr. almennra hegn- ingarlaga. í 8. lið 4. kafla ákærunnar eru Ragnari, Björgólfi og Páli Braga gefið að sök að hafa sýnt af sér varðandi meðferð ofangreindra tékkareikninga „stórfellda óreglu- semi í bókhaldi með því að van- rækja skil á fylgiskjölum, styðja færslur við ófullnægjandi eða vil- landi fylgiskjöl, færa til gjalda ýmis persónuleg útgjöld ákærðu sjálfra og annarra starfsmanna Hafskips hf. og sjá ekki til þess að lokafærslur í bókhaldi Hafskips hf. væru í samræmi við raunverulegar greiðslur af reikningum þessum.“ Páll Bragi er sýknaður sam- kvæmt þessum lið, en Ragnar og Björgólftir eru fundnir sekir um KYNNIÐ YKKUR BREYTTA SORPHIRÐU Ný vinnubrögö og nýjar reglur hafa veriö teknar upp í sorphiröu í Reykjavík. Opnir sorphaugar eru aflagöir og flokkun úrgangs hafin. Þetta fer á gámastöðvar en alls ekki í sorptunnuna: Eigendum atvinnuhúsnæðis er bent á: Fasteignaskattar af atvinnuhúsnæöi voru lækkaðir í byrjun árs og sorpgjald sem miöast viö fjölda og stærö íláta tekið upp. Sorpgjald gildir fyrir allt árið. Sorpgjald er fellt niður eða lækkað ef ílátum er fækkað eða fyrirtæki kjósa aö nýta sér þjónustu einkaaðila. ílát veröa þá fjarlægö og sorpgjald fellt niöur frá og meö næstu viku þar á eftir. • Málmhlutir • Grjót og steinefni (smærri farmar, stærri farmar fara á "tippa”) • Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í efnamóttöku og á öörum viður- kenndum stööum s.s. lyf hjá apótekum og rafhlöður á bensínstöövar) Þetta er óæskilegt í sorptunnuna en má afhenda á gámastöðvum: Sorppokar, sem eru umfram uppgefin sorpílát, veröa því aðeins hirtir aö þeir séu merktir REYKJAVÍKURBORG. Pokarnir eru til sölu hjá Birgöastöð borgarstofnana, Skúlatúni 1 og öllum bensínstöövum. Gjald til SORPU fyrir ráðstöfun sorps er innifaliö í veröi þeirra. Vinsamlegast bindiö fyrir þokana, yfir- fylliö þá ekki og komið þeim fyrir viö hliö sorpíláta. Fjöldi sorpiláta viö atvinnuhúsnæöi er ekki lengur takmarkaöur ef aö öllu leyti er fariö eftir leiðbeiningum um flokkun úrgangs. Tökum á fyrir hreinni framtíð • Prentpappír • Garöaúrgangur sem ekki er notaður í heimagaröi • Timbur (smærri farma) Hver vinnustaöur þarf aö temja sér strax nauösynlegar flokkunaraöferöirefáranguré aönást. Viö höfum skyldum aö gegna gagnvart lífríkinu „ og komandj kynslóöum. Borgarverkfræöingurinn í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.