Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 55

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 55 brot á 262. grein almennra hegn- ingarlaga, eins og tilgreint er í ákæru. Samkvæmt 9. lið 4. kafla er ákærði Helgi sóttur til saka fyrir hilmingu með því að hafa í starfi sínu sem löggiltur endurskoðandi Hafskips hf. ekki fylgst með að færslur af fyrrgreindum tékka- reikningum vörðuðu félagið. í dómi Hæstaréttar segir að Helgi hafí átt þátt í þeirri óreiðu sem var á færslu reikninganna, en hins vegar sé ósannað að hann hafi haft ásetning til að hilma yfir með fjárdráttar- brotum. Beri því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins samkvæmt þessum lið. í 8. kafla dóms Hæstaréttar er Páll Bragi fundinn sekur sam- kvæmt V. kafla ákærunnar um brot á 1. mgr. 155. gr. almennra hegn- ingarlaga fyrir að hafa notað á árinu 1983 falsaða reikninga sam- tals að upphæð 43.320 krónur til gjaldfærslu í bókhaldi Hafskips. í 9. kafla dóms Hæstaréttar er vikið að IV. kafla ákærunnar þar sem Björgólfi er gefið að sök að hafa dregið sér greiðslur sam- kvæmt 6 nánar tilgreindum liðum af aðalbankareikningi Hafskips. Samkvæmt 1. lið IV. kafla er Björg- ólfí gefíð að sök að hafa dregið sér andvirði sjö tékka sem hann fékk alla afhenta eða lét greiða. Hann er fundinn sekur samkvæmt ákær- unni um brot gegn 247. grein al- mennra hegningarlaga hvað varðar fímm tékka af þessum sjö, en sýkn- aður í tveimur tilfellum. Hann er sýknaður af öðrum lið ákærunnar sem varðar bifreiðakaup af Jöfri hf., en sakfelldur sam- kvæmt 3. Iið ákærunnar um að hafa dregið sér 500.000 krónur til greiðslu eigin loforðs til Bláskóga hf., sem voru í eigu þriggja fjöl- skyldna, þar á meðal fjölskyldu ákærða. Hann er einnig sakfelldur fyrir brot á 247. grein almennra hegningarlaga fyrir að hafa látið afhenda sér níu víxla samtals að upphæð 1.442.214 krónur 14. nóv- ember 1985 skömmu áður en Haf- skip óskaði greiðslustöðvunar. Seg- ir í dómnum að taka verði tillit til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi fljótlega bætt fyrir brot sitt. Hann er einnig sakfelldur fyrir brot á 249. grein almennra hegn- ingarlaga, en hann er ákærður sam- kvæmt 5. lið IV. kafla ákæru fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína méð því að láta meðákærða Pál Braga gefa út þrjár kreditnótur og gefa þannig eftir viðskiptaskuld Blá- skóga hf. við Hafskip hf. samtals 1.613.596 krónur. í dómi Hæsta- réttar segir: „Ákærði Ragnar, en bróðir hans rak Bláskóga hf., skýrði frá því að þessar kreditnótur hefðu verið gerðar upp með mismunandi orðalagi til að afskrifa gamla skuld Bláskóga hf.“ Björgólfur er einnig sakfelldur fýrir brot á 249. grein alm. hegningarlaga samkvæmt 6. lið ákærunnar fyrir að hafa gefíð eftir höfuðstól skuldar Kristins Sophusar Kristinssonar, samtals með dráttarvöxtum að upphæð 446.825 krónur. Sératkvæði Jóns G. Tómassonar Hér fer á eftir niðurlag sérat- kvæðis Jóns G. Tómassonar. D. Þrír ríkissaksóknarar, hver á eftir öðrum, hafa farið með ákæruvald í þessu máli. Af því sem rakið hef- ur verið má ráða, að þeir hafi haft ólíkar skoðanir á því, hver væru sakarefnin og hverjir ættu að svara til saka. Endurskoðendum þeim, sem sér- stakur ríkissaksóknari fól að yfírf- ara og láta í té álit um reiknings- skil Hafskips hf., var ekki gerð grein fyrir því, að ákæra í veiga- mestu þáttum málsins yrði alfarið byggð á áliti þeirra, sem vísar að verulegu leyti til venju eða reglna, sem ekki voru skráðar eða birtar með neinum formlegum hætti á þeim tíma, sem reikningsskilin voru gerð og reynst hafa umdeilanleg matsatriði. Sérstakur ríkissaksóknari gerði álit hinna löggiltu endurskoðenda um einstök atriði í bókhaldi og færslum Hafskips hf. engu að síður í einu og öllu að efnisatriðum ákæru án þess að séð verði, að einstök atriði álitsins hafi hlotið nauðsyn- lega skoðun út frá refsiréttarlegum sjónarmiðum. Ákvörðun hins síðar skipaða sérstaks ríkissaksóknara um að falla við áfrýjun frá veiga- miklum ákæruefnum ber þessu m.a. glöggan vott. Það er aðfínnsluvert hvernig staðið var að þessu leyti að ákærunni í nóvember 1988. Um I. og III. kafla ákæru Samkvæmt verknaðarlýsingu í ákæruskjali er ákærðu gefíð að sök að hafa í sameiningu staðið að rang- færslum, öllum fjórum við gerð milliuppgjörs fyrstu átta mánuði ársins 1984, en þremur ákærðu við gerð ársreiknings Hafskips hf. fyrir árið 1984, hvoru tveggja í því skyni að villa um fyrir stjórn félagsins og bankastjóm Útvegsbanka Is- lands, svo og hluthöfum og öðrum viðskiptaaðilum að því er tekur til ársreikningsins. Ég er sammála atkvæði meiri- hluta dómsins um það, að ósannað er, að ákærðu hafi í sameiningu rangfært þessi reikningsskil í blekkingarskyni og því beri að sýkna þá fyrir brot á ákvæðum 1. mgr. 158. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga. Ég tel einnig ósannað, að ákærðu hafí við gerð þessara reikningsskila skýrt vísvitandi rangt eða villandi frá högum félagsins í því skyni að þlekkja þá aðila, sem nefndir eru í ákæruskjali og með þeim hætti, sem verknaðarlýsing í ákæru greinir. Verður að.þessu leyti ekki gerður munur á refsiskilyrðum samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga og ákvæðum laga um hlutafélög, sem tilgreind eru í ákæruskjali. Það liggur fyrir skjalfest og í vitnisburði, að bankastjórn Útvegs- banka íslands fylgdist grannt með rekstri Hafskips hf. og að henni var gerð ítarleg grein fyrir stöðu félags- ins. Stjórnendur bankans hafa bor- ið, að þeir hafi ekki á nokkurn hátt verið blekktir af ákærðu. Eftir að bankastjórnin fékk milliuppgjörið í hendur 30. október 1984 veitti bankinn felaginu engin ný lán önn- ur en þau, sem tryggð voru með veði í skuldabréfum útgefnum af þriðja aðila. Stjórn Hafskips hf. fylgdist einn- ig vel með stöðu félagsins og í bréfí til hluthafa 17. janúar 1985 og skýrslu, sem gefín var á hluthafa- fundi 9. febrúar 1985, þegar ákvörðun var tekin um hlutafjár- aukningu, var tekið fram, að um rekstrartap yrði að ræða á árinu 1984 og að eiginfjárstaða fyrirtæk- isins væri orðin neikvæð. Vegna umræðu í desember 1984 um góða aíkomu skipafélaga var birt fréttatilkynning frá Hafskipi hf. þar sem tekið var fram, að félag- ið ætti við talsverða erfíðleika að stríða og rekstrarafkoma þess yrði slæm á árinu. Þegar allt þetta er virt verður ekki séð að leiddar hafí verið að því sönnur, að ákærðu hafí vísvit- andi samið milliuppgjörið eða árs- reikninginn í því skyni að villa um fyrir bankastjórn Útvegsbanka ís- lands, stjóm félagsins, hluthöfum eða öðrum ótilgreindum viðskipta- aðilum, svo sem greint er í ákæru- skjali. Ber því einnig að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að þessu leyti og sýkna ákærðu af brotum gegn ákvæðum 1. tl. 151. gr. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög. Endurskoðandi Hafskips hf. sæt- ir einnig ákæru vegna áritunar á umrædd reikningsskil. í áritun ákærða Helga Magnús- sonar á milliuppgjörið 31. ágúst 1984 er ekki tekið fram, að það hafí verið endurskoðað, svo sem venja er í áritun löggiltra endur- skoðenda á ársreikninga. Viss fyrir- vari fylgdi árituninni og upplýst er, að ekki er venja að endurskoða slík milliuppgjör. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið, að ákærði Helgi hafi með áritun sinni á milliuppgjör- ið brotið á þann hátt gegn 10. gr., sbr. 17. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur, að það eigi að varða hann refsingu. Áritun á samstæðureikning Haf- skips hf. fyrir árið 1984 án fyrir- vara, þótt endurskoðun þriggja dótturfyrirtækja hafi ekki Tarið fram, er andstæð ákvæði 10. gr. laga um löggilta endurskoðendur, sbr. 2. mgr. 86. gr. laga um hlutafé- lög. Hins vegar er til þess að líta, að reikningum tveggja þessara fyr- irtækja, sem staðsett voru í Banda- ríkjunum, fylgdu áritanir löggiltra endurskoðenda þess efnis, að efna- hagsreikningar fyrirtækjanna, yfír- lit yfír rekstur, breytingar á fjár- hagsstöðu o.fl. hefði verið athugað í samræmi við þær kröfur, sem gerðar voru á vegum stofnunar löggiltra bandarískra endurskoð- enda, þótt athugun þessi væri veru- lega minni í sniðum en skoðun í samræmi við viðurkenndar endur- skoðunarreglur. Þá hafði löggiltur endurskoðandi fært reikninga þriðja dótturfyrirtækisins. Um IV. kafla ákæru í 1.—4. lið þessa kafla ákæru eru þeir Björgólfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson ákærðir fyrir að hafa dregið sér fé úr sérstökum tékkareikningum, sem þeir höfðu í vörslu sinni samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins um launakjör þeirra. Formaður, varaformaður og rit- ari stjórnar Hafskips hf. undirrituðu bókun 14. ágúst 1980 um launakjör ákærðu. Það segir m.a. „Núverandi laun samkv. launabókhaldi félags- ins og 60% þar á eins og verið hef- ur, gegnum opinn reikning í vörslu framkvæmdastjóra og mætir að hluta kostnaði." Þeir sem undir þetta rituðu hafa borið fyrir dómi, að ákvæðið um 60% álag á föst laun hafi í reynd verið launaupp- bót. Hafi ákærðu mátt ráðstafa greiðslum innan þeirra marka í eig- in þágu, en síðan átt að standa endurskoðanda félagsins skil á upp- gjöri. Orðalag bókunarinnar styður þennan framburð og verður því að styðjast við hann. I skýrslu endurskoðanda Haf- skips frá í desember 1985 segir, að launauppgjöri við hina ákærðu hafí ekki verið lokið, þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. End- urskoðandanum bar að yfírfara færslur og fylgiskjöl varðandi tékk- areikningana, sem ákærðu Björ- gólfur og Ragnar höfðu í fórum sínum og ákveða, hvað væri félags- ins og hvað þeirra persónulega. Þetta hafði dregist að gera. Endur- skoðandinn taldi eigi að síður, að uppsöfnun innstæðna ákærðu vegna viðbótarlauna hafí verið ver- uleg og báðir töldu ákærðu vísL að þeir ættu inni verulegar upphaí^ ir vegna óuppgerðra launa. Ráðstafanir ákærðu, sem 1,—4. liðir þessa kafla ákærunnar taka til, verða því ekki taldar heimildar- lausar eins og á stóð. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms þykir rétt að fallast á niðurstöður hans að því er tekur til 1.—4. tl. IV. kaíla ákæruskjals. Á það er hins vegar fallist með meirihluta dómsins, sbr. 8. tl. IVr kafla ákæru, að Björgólfur og Ragnar hafí brotið gegn ákvæði 262. gr. almennra hegningarlaga um stórfellda óreglu í bókhaldi að því er varðar skil á færslum og gögnum vegna þeirra tékkareikn- inga, sem þessi kafli ákærunnar tekur til. Þá er ég einnig sammála niðurstöðu Hæstaréttar um 5.-7. og 9. tH í þessum ákærukafla. Um V. og VI. kafla ákæru Ég er sammála niðurstöðu Hæst- aréttar um þessa kafla ákærunnar. Niðurstaða: Ég tel rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að því er varðar refs- ingar ákærðu Björgólfs Guðmund^ sonar, Páls Braga Kristjónssonar og Helga Magnússonar að öðru leyti en því, að refsing ákærða Björgólfs telst hæfilega ákveðin fangelsi í 7 mánuði. Ákærða Ragnari Kjartans- syni verði gert að greiða 200.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem telst afplánuð með 28 daga gæsluvarð- haldi hans. Ekki eru efni til að skila atkvæði um skiptingu á greiðslu málsvarn- arlauna og annars sakarkostnaðar í samræmi við ofanritað. UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: LÖGREGLAN þurfti 85 sinnum að hafa afskipti af ölvuðu fólki um helgina. 15 sinnum að sinna til- kynningum um innbrot og þjófn- aði, 13 sinnum vegna rúðubrota og átta sinnum vegna skemmdar- verkaýmiss konar. 150 bókanireru vegna umferðarlagabrota, þar af flestar vegna ökuhraða eða 60. AIls gisti 41 maður fanga- geymslurnar, 20 aðfaranótt laug- ardags, 15 aðfaranótt sunnudags og 6 aðfaranótt mánudags. Af þeim voru 6 færðir fyrir dómara að morgni. Var þeim gert að greiða 4-9 þúsund krónuKí sektir. Einn hafði neitað að gefa upp nafn sitt við handtöku, annar hafði ítrekað gengið í veg fyrir lögreglubifreið, þriðji hafði slegið til lögreglu- manns, fjórði hafði sprænt yfír bíla, sem honum hafði ekki tekist að komast inn í, fímmti hafði veist að útlendingi og sá sjötti hafði haft uppi ósæmilegt orðbragð við lög- reglumann. Allt var þetta í eða í nágrenni við miðbæinn aðfaranótt laugardags. • Áðfaranótt laugardags var til- kynnt um ofurölvi mann, sem væri að reyna að komast inn í bíl í Ing- ólfsstræti. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í Ijós að hann hafði brotið húslykilinn í skrá- argatinu og því hafði honum ekki gengið sem skyldi. Á laugardagsmorgun tilkynnti maður um bíl á Suðurgötu, sem honum þótti grunsamlegur. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að verið var að bijótast inn í Suðurgötu 3. Ökumaðurinn ásamt öðrum voru handteknir með þýfí úr versluninni. Einhveijir reyndu að komast undan, en voru hand- teknir þar skammt frá. Á laugardag vartilkynnt að svif- dreki hefði hrapað í Úlfarsfelli. Þar fór þó betur en á horfðist. Stjórn- andi svifdrekans hafði brotlent ut- an í barði og hlaut af því nefbrot. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Á laugardag fór fram æfing Almannavarna ríkisins vegna „flugslyss" við Njarðvík. Lögreglan i Reykjavík flutti þangað greining- arlækna af spítulum borgarinnar. Á laugardag fór fram heilsu- hlaup í borginni. Skömmu fyrir kl. 13.00 fundu lögreglumenn einn hlauparanna aðframkominn á Rauðarárstíg. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Snemma á sunnudagsmorgun, var kvartað yfír hávaða frá kjall- araíbúð í Þingholtunum. Um var að ræða íjölda fólks í íbúðinni og í garðinum. Hélt það vöku fyrir öðrum íbúum hússins svo og ná- grönnum. Ekkert gekk að ræða við fólkið og biðja það um að láta af ólátunum og varð að flytja sex í fangageymslu áður en yfir lauk. A föstudag var tilkynnt að þvotti hefði verið stolið af snúrum i sund- unum. Nágranninn sagðist hafa séð til grannrar lágvaxinnar konu á milli fimmtugs og sextugs með slæðu, klædda gallabuxum og dökkum jakka, taka þvottinn af snúrunum um sexleytið um morg- uninn. Nokkuð hefur borið á tilkynning- um um þjófnaði á reiðhjólum. Fólk virðist þó meðvitað um nauðsyn þess að læsa hjólum sínum við fasta hluti þegar þau eru yfirgefín eða hafa þau innan dyra að kvöldi og næturlagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.