Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 56
ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Morgunblaðið/KGA
Á seglskútu til umhverfisráðstefnu
Norska seglskipið „Sorlandet" lagðist við bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipið kemur hingað til lands
í tengslum við Milje 91, ráðstefnu um umhverfismennt og sýningu, sem hefst á morgun og verður almenn-
ingi til sýnis á morgun frá kl. 15 til 17 og á sama tíma á föstudag. „Sorlandet," sem er þriggja mastra og
559 brúttólesta skip, var sjósett árið 1927 en gert upp árið 1980.
Ólafsvík:
Nýtt félag stofnað um
rekstur frystihússins
OLAFSVIKURBÆR, Verkalýðs-
.félagið Jökull og útgerðarfyrir-
tæki í Olafsvík eru nú að und-
irbúa stofnun félags, sem áform-
að er að taki eignir Hraðfrysti-
húss Ólafsvíkur á leigu og haldi
áfram rekstri þar. Ólafur Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri hrað-
frystihússins, sagðist í gær búast
við því að óskað yrði eftir því í
dag að fyrirtækið verði tekið til
gjaldþrotaskipta.
í gærkveldi áttu fulltrúar Ólafs-
víkurbæjar, Verkalýðsfélagsins Jök-
uls og útgerðarfélaganna Utvers og
Tungufells fund, þar sem rætt var
um hugsanlegt samstarf þessara
aðila um að taka við rekstri eigna
hraðfrystihússins. Þar voru þ_au
Stefán Garðarsson, bæjarstjóri, Ól-
afur Gunnarsson og Jenný Guð-
mundsdóttir, valin í undirnefnd, sem
gera á rekstraráætlun fyrir væntan-
legt hlutafélag um reksturinn.
Að sögn Stefáns Garðarssonar á
nefndin að skiia áætluninni fyrir
klukkan 17 á miðvikudag. Þá sé
gert ráð fyrir að gerð verði drög að
samningi milli félagsins og útgerðar-
rNær allar rækjuvinnslur hafa sótt um aðstoð:
Stöðvun blasir við um 20
fyrirtækjmn að óbreyttu
- segir framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda
FLESTAR rækjuvinnslur á landinu hafa sótt um skuldbreytingu
og fjárhagslega endurskipulagningu hjá Byggðastofnun, að sögn
Lárusar Jónssonar framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudisk-
rramleiðenda. Um 20 umsóknir hafa borist Byggðastofnun og
kvaðst Lárus telja að þar væru öll fyrirtækin í þessari grein, nema
Söltunarfélag Dalvíkur og ef til vill Ingimundur hf. Um 23% verð-
fall hefur orðið á rækjumörkuðum á síðastliðnu ári og segir Lár-
us það jafngilda um 1.000 milljóna króna tekjutapi á ári. Hann
segir stöðvun blasa við flestum fyrirtækjanna að óbreyttu.
Á árunum 1988-1990 hafi verið
greitt út, en þeir peningar hafi
verið búnir á miðju ári í fyrra.
„Það er alveg Ijóst að rækjan er
í miklum vanda. Það eru líka tak-
mörk fyrir því hve mikið er hægt
að lækka hráefnisverð. Það hefur
lækkað nokkuð en alls ekki nógu
mikið, sérstaklega í smárækj-
unni.“
Hráefnisverð er í höndum yfir-
nefndar og sagði Lárus að hún
hefði ekki komið saman til að
ákveða nýtt verð.
aðilanna, rætt um stofnun hlutafé-
lagsins, eignaraðild hluthafa og slík
mál. Endanleg afstaða verði tekin
til þess á fimmtudag hvort ráðist
verði í stofnun félagsins og verði
raunin sú, þá sé stefnt að því að á
föstudaginn verði gert formlegt til-
boð um að taka eignir hraðfrysti-
hússins á leigu.
Sjá viðtöl á miðopnu.
♦ ♦ ♦
Almannatryggingar:
Kostnaður við
sýklalyfjakaup
ekki greiddur
SPARNAÐUR almannatrygginga
í kjölfar þess að þær taka ekki
lengur þátt í kostnaði við kaup á
sýklalyfjum er áætlaður um 230
milljónir króna á ári. Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra hefur
undirritað nýja reglugerð um
greiðslu almannatrygginga á lyfj-
akostnaði, sem áætlað er að hafi
í för með sér um 360-400 milljóna
króna sparnað.
Miðað við óbreytta neyslu er talið
að spamaður af þeim breytingum
sem gerðar hafa verið í reglugerð-
inni geti numið allt að 400 milljónum
króna. Áætlað er að um 80-100 millj-
ónir sparist í kjölfar þess að hætt
verður að greiða fyrir lausasölulyf,
þá sparast um 20-40 milljónir króna
við það að greiðslufyrirkomulagi
nokkurra lyfjaflokka er breytt, þann-
ig að almannatryggingar taka ekki
lengur þátt í kostnaði við kaup á
þeim. Þar má nefna svefnlyf, róandi
lyf, hægðalyf og hósta- og kveflyf.
Sýklalyf vega þarna þyngst, en al-
. mannatryggingar munu hætta þátt-
töku í greiðslu þeirra og er talið að
sparnaður við það nemi um 230 millj-
ónum króna.
Sjá frétt á Akureyrarsíðu, bls. 34.
Lárus sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að um 20 umsókn-
ir væru komnar til Byggðastofn-
unar um skuldbreytingu og fjár-
hagslega endurskipulagningu.
„Þar eru nýjustu upplýsingar um
efnahagsstöðu fyrirtækjanna og
greiðslustöðu. Það er ljóst að það
er mjög slæmt ástand, enda gefur
það auga leið eftir svona rosalegar
hremmingar,“ sagði hann.
Hann sagði að um flestar rækju-
vinnslur væri að ræða í þessum
hópi 20 fyrirtækja. „Ég held að
það hafi aðallega verið talað um
eina verksmiðju sem ekki hefur
sótt um, það er Söltunarfélag
Dalvíkur, sem er nýkomið i eigu
Samheijamanna.“ Hann kvaðst
telja að einnig væri góð staða hjá
Ingimundi hf.
Hann var spurður hvort líklegt
væri að fyrirtækin hreinlega lok-
uðu og hættu starfsemi á næst-
_^unni. „Jú, það getur vel komið upp
>’sú staða ef ekkert gerist í mark-
aðsverðinu og ef ekkert gerist
heldur í því að rétta mönnum
hjálparhönd."
Skýringar þessara erfiðleika
sagði Lárus einkum vera að mark-
aðsverð fyrir rækju hafi lækkað
um um það bil 23% síðan í maí í
fyrra. Hann segir þessa lækkun,
á ársgrundvelli, samsvara 900-
1.000 milljóna króna tekjutapi hjá
rækjuvinnslunni í landinu í heild.
Hann sagði tapið hafa orðið mjög
mikið þegar í fyrra. í byijun veið-
itíðar hafi fyrirtækin verið búin
að semja um hráefnisverð og ofan
í þá samninga hafi verðfallið kom-
ið mjög óvænt.
„Við höfum verið að óska eftir
aðstoð ríkisvaldsins frá því í vet-
ur. Þá ákvað fyrrverandi ríkis-
stjórn mð fara þess á leit við
Byggðastofnun að hún hefði á
hendi skuldbreytingu og fjárhags-
lega endurskipulagningu rækju-
iðnaðai'ins. Til þess voru ætlaðar
200 milljónir af nýju fé á lánsfjár-
lögum. Síðan höfum við farið þess
á leit við núverandi ríkisstjórn að
hún taki þetta mál upp og athugi
það á þeim grunni sem við vildum
þá, við vildum fara þá leið að
Verðjöfnunarsjóði yrði gert kleift
að greiða bætur til framleiðenda,
sem þeir mundu þá síðan greiða
sjóðnum þegar verð færi hækk-
andi. Menn treystu sér ekki til
þess, en við höfum óskað eftir því
að það verði litið á þetta dæmi,“
sagði Lárus.
Hann sagði rækjuvinnsluna
hafa átt innistæður í Verðjöfnun-
arsjóði og fengið greitt úr sjóðnum
áður en þetta stóra verðfall varð,
þar sem verð hafði þá áður sigið.
Álviðræður:
Lokaimdirbúningur hlut-
hafanna þriggja hafinn
„Fagna því áð fá einn heildarsamning við verkalýðs-
félögin,“ segir Paul Drack aðalforstjóri Alumax
Lúxemborg. Frá Agnesi Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
FUNDUR forstjóra álfyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál
hefst í Lúxemborg í dag og eiga forstjórarnir von á að hann standi
allaii daginn. Stefnt er að því að ljúka innbyrðis samningum hlut-
hafanna og undirbúa lokaviðræður við íslensku álviðræðunefnd-
ina og íslensk stjórnvöld.
„Við eigum mikið starf fyrir
höndum á morgun og þetta verður
ugglaust langur dagur en ég er
bjartsýnn á niðurstöðuna," sagði
Paul Drack aðalforstjóri Alumax
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. Auk Drack eru
hingað á fundinn komnir Bond
Evans, aðstoðarforstjóri Alumax,
Max Koker, forstjóri hollenska
álfyrirtækisins Hoogovens, og
Van der Ros, aðstoðarforstjóri,
og Per Olof Aronsson, forstjóri
sænska álfyrirtækisins Granges.
Dr. Jóhannes Nordal, formaður
íslensku álviðræðunefndarinnar,
er væntanlegur hingað til Lúxem-
borgar í dag og mun hann verða
til taks fyrir hluthafana komi eitt-
hvað það uppá á fundi þeirra sem
hann gæti leyst úr eða svarað
fyrir um, samkvæmt upplýsingum
Paul Dracks forstjóra Álumax.
Drack var spurður álits á því
rammasamkomulagi sem tekist
hefur á milli verkalýðsfélaganna
á Suðurnesjum og forsvarsmanna
Atlantsáls: „Við höfum frá upp-
hafi sagt að við viljum einn heild-
arsamning við verkalýðsfélögin
og ég er að vonum ánægður ef
slíkur samningur næst og fagna
því,“ sagði Drack. Drack sagði
að samkvæmt þeim fregnum sem
hann hefði haft af viðræðunum á
milli verkalýðsfélaganna á Suður-
nesjum og Atlantsáls um samn-
inga í álbræðslunni þegar hún er
komin til starfa þá hefðu þær
gengið vel og hann teldi ekki að
þar ættu að vera ljón í veginum.
„Við höfum rætt um að við vild-
um semja við verkalýðsfélögin til
5 ára í einum heildarsamningi og
vona ég að slíkt samkomulag ná-
ist,“ sagði Drack að lokum.
Sjá einnig frétt um samkomulag
við verkalýðsfélögin á bls. 2.