Morgunblaðið - 05.07.1991, Side 1
64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
149. tbl. 79. árg.
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Flúði flokkinn vegna
árása harðlínumanna
Moskvu. Reuter.
EDUARD Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovetríkjanna,
sagði í gær, að vegna ofsókna harðlinumanna hefði hann séð sig
tilneyddan til að segja sig úr sovéska kommúnistaflokknum. Fór
hann mjög hörðum orðum um flokkinn og harðlínumennina, sem
hann sagði starfa í anda spænska rannsóknarréttarins,
Fyrir nokkru skipaði kommún-
istaflokkurinn fyrir um innan-
flokksrannsókn á Shevardnadze
vegna ummæla hans um nauðsyn
lýðræðislegrar hreyfingar í landinu
og varð hún til þess, að hann sagði
sig úr flokknum. Shevardnadze
átti áður sæti í stjórnmálaráðinu
og var aðalritari kommúnista-
flokksins í Georgíu og má kallast
Norðmenn
forvitnast
um EB-aðild
Haag. Keuter.
THORVALD Stoltenberg, ut-
anríkisráðherra Noregs, ætlar að
ræða um skilyrðin fyrir hugsan-
legri inngöngu Norðmanna í Evr-
ópubandalagið á fundi með ut-
anríkisráðherra Hollands í dag.
Var frá því skýrt í fréttatilkynn-
ingu frá hollenska utanríkisráðu-
neytinu en Hollendingar fara nú
með formcnnsku innan EB.
Á fundi Stoltenbergs með Hans
van den Broek verður meðal annars
rætt um samningaviðræður EB og
EFTA, Fríverslunarbandalags Evr-
ópu, um Evrópska efnahagssvæðið
en eins og kunnugt er hafa tvær
EFTA-þjóðanna, Svíar og Aust-
urríkismenn, sótt um aðild að EB.
Norska stjórnin hefur aftur á móti
hvorki viljað segja af né á um hugs-
anlega umsókn, aðeins, að beðið
verði með allar ákvarðanir fram á
næsta ár.
í síðustu skoðanakönnunum í
Noregi kemur fram, að 40% eru
hlynnt aðild að EB, 40% andvíg og
aðrir óákveðnir.
hæst settur þeirra, sem sagt hafa
skilið við flokkinn. Af öðrum má
nefna Borís Jeltsín, forseta Rúss-
lands, og borgarstjóra Moskvu og
Leníngrad, Gavríjl Popov og Ana-
tolíj Sobtsjak.
Shevardnadze var helsti vopna-
bróðir Míkhaíls Gorbatsjovs, for-
seta Sovétríkjanna, um fimm ára
skeið en í desember sl. sagði hann
af sér embætti utanríkisráðherra
og varaði jafnframt við vaxandi
hættu á valdatöku einræðisafl-
anna. Nú í vikunni tilkynnti hann
svo ásamt átta öðrum umbótasinn-
um, að stofnuð yrði í Sovétríkjun-
um lýðræðisleg hreyfing, sem
keppa myndi við kommúnista-
flokkinn um völdin.
Reuter
Slóvenskir þjóðvarðliðar eru albúnir nýjum átökum við júgóslavneska sambandsherinn og slóvenskur
aimenningur styður þá einhuga. Færir hann þeim mat og drykk eins og þessi kona og sonur hennar,
sem eru færa þremur þjóðvarðliðum rauðvín til að svala sér á.
Upplausnin í Júgóslavíu:
Slóvenar vísa úrslitakostum
forsætisnefndarinnar á bug
Ljubljana, Belgrad, London. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. Reuter.
LOJZE Peterle, forsætisráð-
herra Slóveníu, hafnaði í gær
friðarskilmálum eða úrslitakost-
um júgóslavnesku forsætis-
nefndarinnar og var búist við,
að vopnahléið milli Slóvena og
sambandshersins færi fljótlega
út um þúfur. Voru skilmálarnir
þeir, að slóvenskir þjóðvarðliðar
yrðu kvaddir til búða sinna, að
fangar yrðu látnir lausir og
Keuter
Fagnað á þjóðhátíð
í GÆR var 4. júlí, þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, og var þar víða
mikið um dýrðir að venju. í tilefni af deginum tóku þau forsetahjón-
in, George og Barbara Bush, þátt í skrúðgöngunni í Marshfield, sem
er 3.000 manna smábær í Missouri, og hér eru þau að veifa fagn-
andi mannfjöldanum. Talið er, að um 50.000 manns hafi komið til
bæjarins til að sjá þau hjónin og heyra.
landamærastöðvum skilað i
hendur lögreglu- og hermönn-
um sambandsríkisins fyrir há-
degi á sunnudag. Ante
Markovic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, viðurkenndi í gær,
að herinn færi sínu fram og
sagði, að stjórnin hefði aldrei
skipað honum til árása á Slóv-
eníu.
Vopnahlé hefur ríkt milli Sló-
vena og sambandshersins síðan á
miðvikudag en vegna harkalegra
viðbragða Slóvena við friðarskil-
málum forsætisnefndarinnar er
óttast, að herinn láti aftur til skar-
ar skríða. Það var einkum ákvæðið
um landamærastöðvarnar, sem
Slóvenar vildu ekki samþykkja og
Jelko Kacin, upplýsingamálaráð-
herra Slóveníu, sagði, að Júgóslav-
ía ætti ekki lengur landamæri að
Austurríki og Ítalíu, heldur Slóven-
ía. Peterle forsætisráðherra hvatti
í gær Evrópubandalagið til að við-
urkenna sjálfstæði Slóveníu og
boðaði jafnframt komu sína í dag
á utanríkisráðherrafund EB-ríkj-
anna, sem haldinn er í Haag.
Markovic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, sagði í gær á blaða-
mannafundi í Belgrad, að hann
hefði ekki skipað fyrir um árás
hersins á Slóvena, hershöfðingj-
arnir hefðu tekið þá ákvörðun sjálf-
ir. Sagði hann, að yfirboðari hers-
ins væri forsætisnefndin og væri
hún nú að leita leiða til að koma
böndum á hershöfðingjana. Yfir-
völd í Króatíu sögðu í gær, að
hermenn úr sambandshemum og
serbneskir þjóðvarðliðar hefðu far-
ið inn í Króatíu þar sem þeir ætl-
uðu að leggja undir sig héraðið
Baranja og sameina Serbíu. Er það
aðallega byggt Serbum og hefur
oft komið til átaka milli þeirra og
Króata.
Ríkisstjórnir Evrópuríkjanna og
Bandaríkjastjórn leggja hart að
Júgóslavíustjórn að reyna að ná
sáttum við Slóvena og Króata og
utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins ætla að ákveða í dag hvort
efnahagsaðstoð við landið verði
hætt. Hafa embættismenn stjórn-
valda í ýmsum ríkjum haft á orði,
að haldi átökin áfram verði sjálf-
stæði Slóveníu og Króatíu viður-
kennt en stjórnmálamenn vilja ekki
taka svo djúpt í árinni.
Áhyggjufullir foreldrar serbn-
eskra hermanna komu í gær með
langferðabílum til Ljubljana í Slóv-
eníu til að reyna að fá syni sína
leysta úr herþjónustu. Er það lík-
lega í fyrsta sinn í sögunni, að
gripið er með þeim hætti inn í
stríðsátök.
Bíll fyrir tvo og
tvo kassa af bjór
Biel. Reuter.
„GLAÐLEGUR, umhverfisvænn og ódýr borgarbíll fyrir tvo og
tvo kassa af bjór.“ Þannig hljóðar lýsingin á nýjum bíl, sem svissn-
eski úraframleiðandinn SMH og Volkswagen-verksmiðjurnar
þýsku ætla að smíða í sameiningu, en hann á að vera rafdrifinn
og kosta um það bil 340.000 ísl. kr.
SMH eða Suisse Microelectr-
onique et d’Horlogerie framleiðir
„Swatch“-úrin, litskrúðug, ódýr
en afar vinsæl plastúr, sem þökkuð
er endurreisn svissneska úrsmíða-
iðnaðarins, og nú ætlar fyrirtækið
ab hasla sér völl í bílaframleiðsl-
unni. Eins og fyrr segir verður
bíllinn smíðaður í samvinnu við
Volkswagen en hjá SMH hefur
verið unnið að „Swatch-bílnum“ i
nokkur ár.
Talsmaður SMH sagði, að lík-
legast væri, að bíllinn yrði rafdrif-
inn en þó kæmi einnig til að greina
að nota bastarð dísilvélar og raf-
vélar. Eru Volkswagen-verksmiðj-
urnar að gera tilraun með slíka
vél í Golfinum en hún vinnur þann-
ig, að rafvélin drífur bílinn í borg-
um og bæjum eða þegar hægt er
ekið en síðan tekur disilvélin sjálf-
krafa við þegar komið er út á þjóð-
vegina og hraðinn eykst.