Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 2

Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 Fagna endurskoðun leiguflugsreglnanna Morgunblaðið/Björn Blöndal 25 víetnamskir flóttamenn tillandsins 25 víetnamskir flóttamenn komu til Islands úr flótta- mannabúðum í Hong Kong í gær. í hópnum eru 15 fullorðnir og 10 börn en 9 þeirra eru á aldrinum 1 til 5 ára. Víetnamar sem þegar hafa flust til landsins munu aðstoða starfsmenn Rauða krossins við að þýða móðurmál flóttamannanna yfir á íslensku. Fýrstu dagana mun fólkið kynnast iandi og þjóð en um miðjan mánuðinn hefst íslenskunámskeið sem stendur yfir fram á vor. Myndin var tekin í Leifsstöð í gær. - segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs HALLDÓR Sigurðsson framkvæmdastjóri Atlantsflugs segist fagna þvi að reglur um leiguflug verði teknar til endurskoðunar en sam- gönguráðuneytið mun skipa starfshóp til þess í næstu viku. Halldór segir reglur þær sem hér hafi gilt frá 1985 vera úreltar miðað við önnur Vesturlönd. Lítið hafi reynt á þær í framkvæmd meðan hér voru tvö flugfélög í áætlunarflugi en nú hafi annað markaðsum- hverfi skapast. og Miinchen einu sinni í viku á veg- um þýskra aðila. „Eg álít að ef við værum ekki á þessum markaði sem lítið leiguflug- félag þá væri annað verðlag á ferð- um Islendinga til útlanda í ár,“ sagði Halldór Sigurðsson. Álverið á Keilisnesi: Starfsleyfi í næstu viku EIÐUR Guðnason umhverfisráð- herra kveðst búast við að starfs- leyfi nýs álvers á Keilisnesi verði tilbúið til formlegrar afgreiðslu af hálfu ráðuneytis síns um miðja næstu viku. Ráðherra kynnti málið í ríkisstjórninni í gær. Eiður sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri ekki tilbúinn til að gefa út neinar yfirlýsingar um einstök efnisatriði starfsleyfis- ins. Ráðherrann segir að unnið sé að þýðingu enska textans á íslensku, lögfræðingar beggja aðila eigi eftir að gefa endanlega umsögn um leyfíð, svo og nokkrir fleiri aðil- ar. Halldór kvaðst telja útilokað að endurskoðun gæti leitt til annars en rýmkunar á reglum eins og þróunin væri erlendis. Annað myndi kyrkja alla þróun í ferðaþjónustu hér á landi. „Við erum ekki aðeins að tala um flutninga á fólki til útlanda held- ur líka til landsins," sagði Halldór og vísaði til þess að mikið væri í húfi þar sem um 30% gjaldeyristekna þjóðarinnar kæmu úr ferðaþjónustu. Atlantsflug hefur eina Boeing 727-200 vél á leigu og flýgur til Kaupmannahafnar og London fyrir Flugferðir-Sólarflug, til Palma, Alic- ante og Rimini fyrir Samvinnuferðir og til Möltu fyrir Atlantic. Þá flýgur félagið einnig til Hamborgar, Kölnar Verðlagsráð aðvarar aðila í ferðaþjónustu: irinnox viku frestur er til að uirut reuai' venmppiysil Dæmi um að verð á ferðum sé allt að helmingi hærra en auglýst hefi. VERÐLAGSRÁÐ samþykkti í gær að aðvara aðila í ferðaþjón- ustu vegna villandi upplýsinga Enn óvíst um 300 milljóna króna lán SR ENN ER óvíst hvort Síldarverk- smiðjum ríkisins verður leyft að taka 300 milljóna króna lán með ríkisábyrgð til þess að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæk- isins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður málið tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag. um verð í auglýsingum. Ráðið vitnar til laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, þar sem slíkar auglýsingar séu bannaðar og í samþykktinni kemur fram að gripið verði til frekari aðgerða á grundvelli þessara laga, ef ekki verður bót á hjá auglýsend- um. Georg Ólafsson verðlags- stjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að dæmi væri um að flugfar sé auglýst á um 15 þúsund krónur, en síðan krafist 22 þúsund króna greiðslu fyrir, eða nærri 50% hærra en hið auglýsta verð. Georg sagði að það sem hækk- aði verðið frá hinu auglýsta verði væri yfírleitt flugvallarskattur, forfallatrygging og gengisbreyt- ingar. Hann sagði að verðlagsráð beindi samþykkt sinni almennt til aðila í ferðaþjónustu, þótt mjög væri misjafnt hve langt væri geng- ið í þá átt að birta ekki réttar upplýsingar um endanlegt verð. Georg sagði samþykkt verð- lagsráðs vera lokaaðvörun, aðilar hefðu viku til að breyta auglýsing- um sínum, annars yrði gripið til annarra aðgerða. í samþykkt verðlagsráðs kemur fram að hún sé gerð, þar sem að undanförnu hafí aðilar í ferðaþjón- ustu birt villandi og ófullnægjandi upplýsingar um verð í auglýsing- um. Uppgefíð verð í auglýsingun- um hafí verið lægra en það verð sem viðskiptavinir hafí verið krafðir um greiðslu á og að í sum- um tilvikum sé um verulegar fjár- hæðir að ræða. Ráðið vekur at- hygli á að í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti sé bannað að aug- lýsa með þeim hætti. Gert er tilkall til þess að endan- legt verð komi fram í auglýsing- um, tryggt sé að þær séu réttar og að engum blekkingum sé beitt. Islenska brids- liðið í 5. sæti ÍSLENSKA liðið á Norðurlanda- meistaramóti 25 ára og yngri í brids í Finnlandi er í fimmta sæti eftir sex umferðir af níu. I gær tapaði íslenska liðið fyrir B-liði Finna. í dag spila íslendingar við A-lið Noregs og B-lið Svíþjóðar. A-lið Svía er í 1. sæti á mótinu með 116 stig, í 2. sæti er A-lið Norðmanna með 114 stig, þá A-lið Finna með 112,5 stig. A-lið Dana með 106 stig er í 4. sæti og íslend- ingar eru í því 5. með 103,5 stig. Fiskútflutningnr umfram heimildir; Refsingar verða hugsanlega hertar ef þessar duga ekki - segir framkvæmdastjóri Aflamiðlunar VILHJÁLMUR Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Aflamiðlunar segir að ef í ljós komi að þær aðgerðir dugi ekki sem nú hefur verið gripið til vegna umframútflutnings á fiski í gámum komi til greina að herða refsingar vegna sams konar brota síðar. Hann segir jafn- framt að þetta sé í fyrsta sinn nú, að slík brot eigi sér stað, síðan Aflamiðlun tók upp nýjar reglur um veitingu útflutningsleyfa síðast- liðið haust. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að ekki sé ástæða til að LIU grípi til sérstakra aðgerða vegna brotanna nú. í gær hittust Friðrik Sophussón, fjármálaráðherra, og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og ræddu málefni fyrirtækisins. Eftir fundinn sagði Friðrik Sophusson, í samtali við Morgunblaðið, að unnið væri að lausn málsins innan sjávar- útvegsráðuneytis og fjármálaráðu- neytis. Að öðru leyti vildi Friðrik ekki tjá sig um það hvort fyrirtæk- inu yrði leyft að taka umrætt lán. Gestiir stal buddunni KONA á sjötugsaldri hafði samband við lögreglu aðfara- nótt gærdagsins og tilkynnti að hún hefði verið rænd. Konan sagðist hafa farið á krá í Austurbænum um kvöldið og setið þar að sumbli alllengi. Hitti hún þar sér yngri mann og leizt ekki verr á hann en svo að hún bauð honum heim með sér þegar komið var að lokun- artíma. Eftir að í íbúð konunnar var komið gerði gesturinn sér lítið fyrir, fann veski hennar með 12.000 krónum og hafði á brott með sér án þess að kveðja. Kon- an var ekki í ástandi til að geta gefíð lýsingu á ránsmanninum. Eins og fram hefur komið svipti Aflamiðlun nokkur skip útflutn- ingsleyfum í eina til sex vikur fyrir að flytja út 270 tonn af fiski um- fram heimildir á tveggja vikna tímabili. Vilhjálmur Vilhjálmsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi skip hafí átt í hlut: Með einkennisstafina VE voru And- vari, Baldur, Björg, Bylgja, Dala- Rafn, Danski Pétur, Gjafar, Sigur- fari og Sigurborg. Með einkennis- stafína ÁR voru Friðrik Sigurðsson, Jón Klemenz og Særún. Eitt var með einkennisstafína NS, Ottó Wathne, og eitt GK, Þórshamar. Vilhjálmur sagði að það skip sem mest flutti út umfram heimildir hafí farið 40 tonn framyfír á þess- um tveimur vikum. Hann sagði að Aflamiðlun hefði staðfestar upplýs- ingar um útflutt magn, og þar með brot ef um slíkt er að ræða, strax og búið er að selja aflann. Tímabil- ið sem um ræðir nú er vikurnar frá 17. til 30. júní síðastliðinn. í síðustu viku var búið að setja bann á átta af þessum skipum vegna umfram- útflutnings í vikunni þar á undan, en stjóm Aflamiðlunar fjallar viku- lega um útflutninginn. Vilhjálmur var spurður hve mikið hefði verið um brot af þessu tagi. Hann sagði að ekki hafí verið fyrr flutt út umfram heimildir á þessu ári. Töluvert hafi verið um slíkt á tímabili í fyrra og að þetta magn nú, 270 tonn, hafi ekki verið mikið samanborið við það sem þá gerðist. „Það er vonandi að okkur hafí tek- ist að koma í veg fyrir þetta með þessum aðgerðum,“ sagði hann. Vilhjálmur kvaðst gera ráð fyrir að harðari refsingar yrðu teknar upp, ef það sýndi sig að þessar dygðu ekki til. Síðastliðið haust hafi stjóm Aflamiðlunar ákveðið breyttar reglur um úthlutun út- flutningsheimilda, að úthluta á ein- stök skip í stað hópa áður, og hefði það fram til þessa gefið góða raun. „Eina refsingin sem Áflamiðlun getur beitt er að banna mönnum útflutning í ákveðinn tíma og það er stjórnin sem ákveður það,“ sagði hann. Lengd banntímans ákveður stjórn Afiamiðlunar jafnframt. Vilhjálmur var spurður hvort þessi umframútflutningur sé til marks um að þörf hafí verið fyrir að heimila meiri útflutning en gert var. „Nei, ég held að meiri fiskur hafi ekki átt erindi út, heldur hafí menn átt að sýna meiri þolinmæði við markaðina hérna heima, þeir fóru niður í byijun þessa tímabils en jöfnuðu sig svo strax," sagði hann. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði útvegsmenn ekki hafa ástæðu til að bregðast sérstaklega við vegna þessa. Utgerðarmenn eigi fulltrúa í stjóm Aflamiðlunar og uni því sem stjórnin ákveði varð- ahdi útflutning. „Það getur auðvit- að verið álitamál hvort þessu eigi að stjóma með þessum hætti eða ekki, en miðað við að því sé stjóm- að eins og Aflamiðlun hefur gert núna, á að fylgja því. Það er miklu betra að hætta þessu heldur en að fylgja því ekki eftir, þess vegna styðjum við þá í að fylgja því eftir að það sé virt sem þeir em að gera,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.