Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
Vill fá að gera flugvöll
í grennd við Bláa lónið
Á FUNDI bæjarráðs Grindavíkur á miðvikudag var samþykkt að vísa
til verkefnisstjórnar um málefni Bláa lónsins umsókn Þorkels Guðna-
sonar flugáhugamanns um leyfi til að ráðast í gerð flugvallar í grennd
við Bláa lónið. Þorkell hefur þegar fengið samþykki Landeigendafé-
lags Járngerðarstaða og HÓpstorfu fyrir notkun lands undir flugvöll
í Illahrauni, norðan Bláa lónsins á stað sem er utan vatnsverndar-
svæða og náttúruverndarsvæða. í samtali við Morgunblaðið sagði
Þorkell að fengjust leyfi hefði hann áhuga á að láta gera eina 6-700
metra langa malarbraut og ef til vill aðra braut í framtíðinni.
Þorkell sagði að þessi staður væri
sá eini á Suðumesjum þar sem
mögulegt væri að koma við flugvelli
utan náttúru- og vatnsverndar-
svæða, en að hans sögn hafa flug-
menn lengi haft augastað á að koma
upp flugvelli á Suðumesjum þar sem
vamarsvæðið torveldi aðgang flug-
manna og farþega í einkaflugi að
Keflavíkurflugvelli, auk þess sem
þessi þáttur flugsins falli illa að toll-
og öryggisgæslu við Leifsstöð.
Einkaflug og fluguám á Suðumesj-
um hefði verið erfiðleikum háð vegna
allrar aðkomu á jörðu niðri að
Keflavíkurflugvelli. Þá sagði hann
að æfíngasvæði fyrir einkafiug væri
austan Grindavíkurvegar og því
fylgdi því aukið flugöryggi að geta
boðið upp á lendingarstað þama.
Að sögn Þorkels munu flugmáJayfir-
völd væntanlega ekki leggjast gegn
gerð flugvallar á þessum stað en
engar kostnaðar- eða fram-
kvæmdaáætlanir hafa verið gerðar
vegna verksins.
Þorkell sagði að ef af verði verði
séð til þess að taka fyllsta tillit til
náttúruvemdarsjónarmiða og valda
engu óþarfa jarðraski. Ekki væm
uppi áform að svo stöddu um gerð
flugskýla. Einnig yrði miðað við að
ekki yrði flogið yfír lónið á leið að
flugvellinum og þess gætt að tmfla
ekki gesti þar. Akvegur að flug-
brautinni yrði tengdur veginum með-
fram hitaveituleiðslum frá Bláa lón-
inu.
Þorkell kvaðst telja að flugvöllur
á Suðumesjum gæti orðið mikil lyfti-
stöng og aukið aðdráttarafl Bláa
lónsins. „Á langflestum stöðum á
landinu eru flugvellir það langt frá
veitingastöðum, sundstöðum og öllu
venjulegu mannlífí að gera þarf ráð-
stafanir til flutnings á jörðu, því
víðast em hvorki leigubflar né símar
á flugvöllum. Það að geta lent og
gengið síðan stuttan spöl í Bláa lón-
ið og í mat eða kaffi á eftir gefur
fluginu nýja vídd. Þarna er markað-
ur sem gæti fært starfseminni við
Bláa lónið þúsundir viðskiptavina
árlega," sagði Þorkell. Hann sagði
að auðvelt væri að takmarka óæski-
lega eða tmflandi fiugumferð um
völlinn ef þess gerðist þörf með því
að skrá hann sem einkaflugvöll og
takmarka þannig lendingaræfíngar
og hringsól. Ekki yrði þörf á að
geyma þama eldsneytisbirgðir.
VEÐURHORFUR í DAG, 5. JÚLÍ
YFIRLIT: Um 600 km suður af Hvarfi á Grænlandi er 997 mb lægð
sem þokast norður en 1.034 mb hæð milli Skotlands og Noregs.
Hlýtt verður áfram.
SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, kaldi og rigning eða súld vestan-
lands fram eftir degi en hægari og léttskýjað á Norður- og Austur-
landi. Hiti að deginum 11 til 17 stig suðvestanlands en víða yfir
20 stig norðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hæg suðaustlæg átt.
Þokuloft eða mistur við austur- og suðurströndina en annars bjart-
viðri. Hiti víðast á bilinu 12 til 20 stig að deginum, hlýjast á Vestur-
og Norðurlandí.
Svarsími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600.
TÁKN:
Qt
-<*
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjsðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
# # #
* * * * Snjókoma
# * #
10 HHastig:
10 gréður á Celsíus
ý Skúrir
V éi
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
[7 Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hlti voður Akureyri 20 skýjað Reykjavík 15 úrkomaígr.
Bergen 22 léttskýjað
Helsinki 23 I s
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq 10 skýjað
Muuk 6 skýjað
Óstó 27 hálfskýjað
Stokkhólmur 25 léttskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve 21 skýjað
Amsterdam 24 léttskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Berlín 24 shálfskýjað
Chicago 20 léttskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 28 léttskýjað
Glasgow 20 mistur
Hamborg 23 hálfskýjað
London 27 léttskýjað
LosAngeles 16 þokumóða
Lúxemborg 28 hálfskýjað
Madríd 26 skýjað
Malaga 28 léttskýjað
Mallorca 32 léttskýjað
Montreal 20 skýjað
NewYork 21 hálfskýjað
Orlando 26 skýjað
París 28 hálfskýjað
Madeira 21 skýjað
Róm 25 léttskýjað
Vln 26 alskýjað
Washington 23 þokumóða
Winnipeg 15 léttskýjað
Mikil sala á bjór o g
léttvíni í góðviðrinu
GREINILEGUR kippur kemur í sölu léttra vína og bjórs þegar vel
viðrar og hefur góðviðrið undanfarnar vikur haft í för með sér
óvenju mikla sölu þessara tegunda í júnímánuði, að sögn verslunar-
stjóra í vínbúðum ÁTVR sem rætt var við. Rauðvín á þriggja lítra
fernum er orðið ein vinsælasta tegundin í þeim búðum og selst hvað
mest þegar vel viðrar til að matreiða á útigrillinu.
Einar Jónatansson verslunar-
stjóri ÁTVR í Kringlunni í
Reykjavík sagði greinilegan mun
vera á vínsölunni eftir að góðviðrið
fór að leika við landsmenn. Mikil
aukning hafi orðið í sölu léttra vína
og bjórs. Einar kvaðst teija að um
hreina aukningu væri að ræða, ekki
hafí að sama skapi dregið úr sölu
sterkari vína.
Hann sagði að eitt vinsælasta
rauðvínið væri það sem selt er á
þriggja lítra fernum og hefði sala
þess aukist mjög mikið þegar góða
verðið kom og sumarleyfí fóru að
byija, enda væru umbúðir þess
mjög hentugar til að hafa með í
ferðalög og í sumarbústaði. Þá taldi
hann að tiltölulega lægra verð hefði
sitt að segja, auk þess sem á fernun-
um væri gott vín. Feman kostar
2.210 krónur, en sama magn af
söluhæsta víninu á þriggja pela
flöskum kostar 3.080 krónur.
Einar sagði ,að í samanburði við
síðasta ár hefði sala í júnímánuði
verið svipuð hvað vínsöluna varðar
í Kringlunni, þess væri þó að gæta
að á síðasta ári hefðu tvær vínbúð-
ir bæst við á höfuðborgarsvæðinu
og auk þess hefði sala í tengslum
við Hvítasunnu komið á júnímánuð
í fyrra en á maímánuð nú, því væri
vafalaust um nokkra söluaukningu
að ræða nú.
Birgir Stefánsson verslunarstjóri
í vínbúðinni við Álfabakka sagði
söluna nú líklega vera heldur meiri
en í venjulegu ári. Hann sagði að
þessa góðviðristíð hefði hver dagur
verið með líku sniði og áður sást
aðeins dag og dag í senn. Femurn-
ar seljast mikið að sögn Birgis, sér-
staklega rauðvínið.
Birgir er einn elstu starfsmanna
í vínbúðum ÁTVR, hefur starfað
þar í 38 ár. Hann var spurður hvaða
helstu breytingar hann sæi á neysl-
unni þennan tíma. Hann sagði að
mesta breytingin hefði verið þegar
bjórinn kom, en að einnig hefðu
miklar breytingar orðið áður. Fyrir
um 30 ámm hefði, eins og nú, ver-
ið mun meiri sala sumarmánuðina
en aðra mánuði, hins vegar hefði
þá mest selst af Brennivíni og Aqua-
vitae og síðar vodka. Fyrir um tíu
árum hefði verið mikið selt af
rauðvíni frá Ítalíu og Spáni á stór-
um pakkningum, en nú væri bjórinn
og fernuvfnið það vinsælasta.
Mest seldu bjórtegundimar í báð-
um búðunum em, sem fýrr, Beck’s
og Lövenbráu.
Bankasljóri íslandsbanka:
Engar ráðagerðir
um vaxtabreytingar
BJÖRN Björnsson, bankastjóri íslandsbanka, segir að vaxtamunur
hafi ekki aukist í þeim mæli sem gert hafi verið ráð fyrir við vaxtaá-
kvarðanir 1. júní en ekki sé þó lengur um taprekstur að ræða hjá
bankanum. Næsti vaxtaákvörðunardagur í bankakerfinu er 11. júlí
en Björn vill engu spá um hvort gripið verður til vaxtahækkana þá.
Hann segir þó að ójafnvægi á milli verðtryggðra og óverðtryggðra
útlána skapi vanda fynr rekstur
Bjöm sagði engar ráðagerðir um
vaxtabreytingar hjá bankanum að
svo stöddu en beðið væri eftir fram-
færsluvísitölu fyrir júlí.
„Vaxtamunur jókst ekki í þeim
mæli sem gert var ráð fyrir við
vaxtaákvarðanir 1. júlí en hins veg-
ar er ekki lengur um taprekstur að
ræða.
Eitt af markmiðunum með vaxta-
ákvörðuninni 1. júlí var að ná jafn-
vægi á milli verðtryggðra og óverð-
tryggðra útlána út árið en mikið
3
ójafnvægi þar á milli skapar mikinn
vanda. Nú er ljóst að það verður
erfíðara að ná því markmiði eftir
síðustu breytingu lánskjaravísi-
tölunnar. Sú regla að banna verð-
tryggingu á skuldbindingum til
skemmri tíma en þriggja ára hefur
leitt af sér vaxandi ójafnvægi á
milli verðtryggðra og óverð-
tryggðra útlána, sem gerir rekstur
bankanna viðkæmari fyrir verðlags-
breytingum á borð við þær sem nú
hafa orðið,“ sagði hann.