Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
9
Eftirgrenslan
Fjölskyldan WALSH, Blönduhlíð 12, flutti til Bandaríkjanna
1956. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um þau
eða jafnvel heimilisfang, vinsamlegast hafið samband við:
Gorm Gregersen, ISIiels Ottesenvej 5,-
' 9990GI. Skagen, Danmark.
Myndir sem birtast í Morgunblaöinu,
teknar af Ijósmyndurum blaösins
fdst keyptar, hvort sem er
til einkanota eða birtingar.
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA"
Aðalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
OPIÐ VIRKA DAuA KL. S.00 ■ 18.00 OQ LAUQARDAQA 10.00 • 14.00
Subaru Legacy 2,2 GL, órg. 1990, vélarst. MMC Galant 4x4 GISi, órg. 1990, vélarst.
2200, sjólfsk., 5 dyro, svartur, ekinn 8.000. 2000, 5 gira, 4 dyra, tvílitur, ekinn 21.000.
Sóllúga. ABS, sóllúga.
Verð kr. 1.900.000,- stgr. Verð kr. 1.400.000,- stgr.
VW Golf CL, órg. 1991, vélorst. 1600, 5 MMC Lancer GLX, órg. 1989, vélarst. 1500,
gíra, 3 dyra, blór, ekinn 7.000. 5 gira, 4 dyra, vínrauóur, ekinn 42.000.
Verð kr. 870.000,- stgr. Verð kr. 830.000,-.
Gallup-könnun
í Sjávarfréttum
Tímaritið Sjávarfréttir birtir í nýju tölu-
blaði niðurstöður Gallup-könnunar um
afstöðu fólks til viðskipta með kvóta.
Eins og fram hefur komið í fréttum Morg-
unblaðsins voru tveir af hverjum þremur,
sem afstöðu tóku andvígir því, að útgerð-
arfélögum væri heimilt að kaupa og selja
kvóta. í Staksteinum í dag er sagt nokk-
uð frá umfjöllun tímaritsins um þessa
könnun.
Afstaðan til
kvótaviðskipta
Sjávarfréttir birta i
nýju tölublaði niðurstöð-
ur Gallup-köimunar um
afstöðu fólks til viðskipta
með fiskkvóta. I frásögii
tímaritsins af þessari
kömiun segir m.a.:
„Spumingin var svo-
hljóðandi: „í núverandi
kvótakerfi er útgerðarfé-
lögiun leyfilegt að selja
og kaupa kvóta sín í
milli. Ert þú fylgjandi
eða andvígur því, að út-
gerðarfélögum sé heimilt
að kaupa og selja kvóta?“
... reyndust 222 svar-
endur eða 257o af heild-
inni vera fylgjandi kvóta-
sölu; 425 manns eða 48°/o
voru andvíg, 102 kváðust
vera hlutlaush- og eru
það 12% af lieild; og loks
tóku 134 ekki afstöðu en
það eru 15°/o. Samkvæmt
þessu tekur röskur fjórð-
ungur ekki afstöðu eða
er hlutlaus. Séu eingöngu
teknir þeir, sem afstöðu
tóku, reyndust 34% vera
fylgjandi kvótasölu en
66% andvíg. Með öðrum
orðum: Tveir af hveijum
þremur eru á móti.“
Viðbrögð
Kristjáiis
Ragnarssonar
Sjávarfréttir báru
þessa niðurstöðu undir
Kristján Ragnarsson,
formann LÍÚ, seni sagði
m.a.: „Mér fínnst það
býsna góð niðurstaða út
úr þessari köimun, að
einn af hveijum þremur
skuli vera fylgjandi við-
skiptum með kvóta ...
Hins vegar felst í þessari
útkoniu viss viðvörun til
okkar um að ekki hafi
tekizt að skýra nógu vel
fyrir fólki um hvað þetta
mál snýst. I okkar huga
er framsal á veiðiheim-
ildum óaðskiljanlegur
hluti af kvótakerfinu og
því tengist afstaðan til
kvótasölu í raun spum-
ingunni um það, hvort
við viljum hafa þetta
kvótakerfi eða ekki.“
Sjómannasam-
tökin andvíg
Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdasljóri Sjó-
mannasambands íslands
sagði í samtali við tíma-
ritið: „Þeir útgerðar-
meim, sem ekki geta veitt
sinn kvóta eiga að skila
honum aftur inn til sjáv-
arútvegsráðuneytisins og
síðan á að endurúthluta
honum til flotans í heild
__Við höfum hins vegar
ekkert á móti því, að út-
gerðaraðilar skiptist á
kvótum innbyrðis á jöfn-
um verðmætum. Ef einn
vill t.d. aðallega veiða
þorsk, en annar ra-kju,
geta þeir skipzt á veiði-
heimildum innbyrðis. Við
sættum okkur hins vegar
ekki við þetta kvóta-
brask, þar sem útgerðar-
meim eru að gera sér
verðmæti úr hlutum, sem
þeir eiga ekki.“
Ólykt
Soffanias Cecilsson,
útgerðarmaður og fisk-
verkandi í Grundarfirði,
segir í samtali við Sjávar-
fréttir um þetta mál: „Ef
það er hagkvæmt að
stela frá einum og selja
öörum, þá frábið ég mér
slíka liagstjórn. Mér
finnst vera svoddan ólykt
af þessu, að ég vil helzt
ekki koma nálægt því.
Það gengur ekki, að þjóð-
areignm, sem fiskimiðin
eru, gangi kaupum og
sölum milli nokkurra út-
valinna manna. Ef núver-
andi ríkisstjórn breytir
þessum málum ekki í
skynsemisátt þá styð ég
hana ekki lengur."
Sjávarútvegs-
fyrirtækin
ekki aflögn-
fær
Þorstehm Már Bald-
vinsson, framkvæmda-
stjóri Samheija hf. á
Akureyri, segir í samtali
við Sjávarfréttir: „Það er
ljóst að hagræða þarf i
sjávarútvegi og það verð-
ur ekki gert nema með
svipuðu kerfi og er í dag.
Það þarf að fækka í flot-
anum og leita allra leiða
til hagræðingar. Tals-
memi veiðileyfasölu
segja að útgerðin geti vel
borgað svo og svo mikið
fyrir veiðiréttinn. Mér
sýnast fréttir að undan-
fömu ekki benda til þess
að stór hluti sjávarút-
vegsfyrirtækja sé afliigu-
fær um eitt eða neitt Ef
afnema ætti viðskipti
með aflakvóta og liefja
gjaldtöku fyrir veiðileyf-
m, hlyti það sama að eiga
að gilda um afnotarétt
af laxveiðiám, jarðhita-
svæðum og bújörðum.
Það yrði með öðrum orð-
um að stokka upp öll
þessi mál. Við hlytum þá
að krefjast þess, að lax-
veiðiárnar yrðu þjóðnýtt-
ar og tekjumar af veiði-
leyfunum rynnu til ríkis-
ins. Sama mundi þá gilda
um afnot af bújörðum og
afréttarlandi."
MMC Colt GLX, órg. 1989, vélorst. 1500, Range Rover Vouge, órg. 1988, vélarst. 3500,
sjálfsk., 3 dyra, grænn, ekinn 35.000. sjálfsk., 5 dyra, blár, ekinn 34.000.
Verö kr. 770.000,-. Verð kr. 3.200.000,-.
ATH!
Inngangur
frá
Laugavegi
iWTAÐIIi B//AB
LAUGAVEGI 174 — SÍMI 695 660
AATH!
Þriggja éra ábyrgöar
skirleini fyrir Mitsubishi
blfreiðir gildir frá
fyrsla skraningardegi
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^íöum Moggans!
SlMINN ER
689400
BYGGT & BUIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR T1L FJAR
SLÁTTUORF
í DAG
KOSTNAÐARVERPI
byggt&bCið
I KRINGLUNNI