Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 10
[(!(>[ ÍJlJt flUOACITJTSÖJ dld/wiaVIUOáOM
- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUK' 5: JÚLÍ
Perlan og Sögu-Leifi
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Undanfarna áratugi hef ég sem
leiðsögumaður farið með margra
erlenda ferðamenn upp á Öskjuhlíð
til þess að dást að útsýninu yfir
Reykjavík. Næstum alltaf hefur
mér komið í hug, hve stórfenglegt
það gæti verið að reisa útsýnis- og
veitingastað ofan á hitaveitugey-
munum, en slíkt fannst mér vera
óendanlega íjarlægur draumur,
sem fjöldi Reykvíkinga hefur geng-
ið með. Það var mér því mikið fagn-
aðarefni, þegar borgarstjórn-
armeirihluti Sjálfstæðisflokksins,
að frumkvæði Davíðs Oddssonar »
borgarstjóra og Jóhannesar Zoega
hitaveitustjóra, ákvað að byggður
skyldi veitingastaður ofan á geym-
unum. Það var því með nokkurri
eftirvæntingu er ég kom þar laugar-
dagskvöldið 28. f.m. Sjón er sögu
ríkari, því Perlan er tvímælalaust
ein magnaðasta og sérstæðasta
bygging á sinu sviði á jarðarkringl-
unni. Hún liggur svo eðlilega ofan
á geymunum og er svo rúmgóð og
glæsileg undir hvolfinu og ólík þeim
snúnings veitingastöðum í sjón-
varpsmöstrum, sem ég hef komið
í. Magnaðast er þó að listmálarinn
góði, Jóhannes Kjarval, skyldi hafa
séð hana í hugarsýn árið 1924.
Líkja mætti því við það, er t.d. Ju-
les Veme, franski rithöfundurinn,
sem uppi var 1824-1905, sá fyrir
ferð mannsins til tunglsins og skrif-
aði um það vísindaævintýri, ótrú-
lega líku því, er seinna varð. Mér
er nær að halda að ég hafi 60 landa
sýn og að hafa komið í nokkrar
„Hitt er svo annað mál,
að þótt einhver nöldur-
seg-gur reyni að narta í
Davíð Oddsson fyrir
framtak hans, þá hagg-
ar það honum ekki og
hann þarf ekki minna
skrifa við, en það er
dapurlegt að sjá svona
skrif í einum menning-
arlegasta fjölmiðli þjóð-
arinnar.“
glæsilegustu nútímabyggingar í
heimi, en ég tei Periuna í látleysi
sínu og einfaldleik taka flestu fram,
sem ég hef séð. Perlan gefur líka
höfuðborginni óvæntan og einstak-
an heimsborgarablæ. Reykvíkingar
og þjóðin öll mun um alla framtíð
átta sig á hvílík ágætis ákvörðun
þetta var og höfuðborginni til sóma.
Furðuleg skrif
Sama dag og ég kom í Perluna
hafði birst hér í blaðinu árás á hana
eftir Leif Sveinsson, lögfræðing,
þar sem Perlan var kölluð „mann-
drápsperlan" og „sýndarmennsku-
musteri" og Davíð Oddsson atyrtur.
Reyndar er það ekki í fyrsta sinn,
sem Leifur Sveinsson hefur vegið
að Davíð Oddssyni. Aftur á móti
kemur mér það ekki eins á óvart
og ætla mætti, því um tveggja ára-
tuga skeið var hann „pottfélagi"
okkar Páls S. Pálssonar o.fl. í Laug-
ardalslaug. Hann var þá og er hald-
inn þeirri áráttu að segja einhveija
aulabrandara um náungann, helst
um einhveija nafngreinda menn,
þar sem reynt var með meira og
minna vafasömum heimildum að
hæðast að þeim. Hann skemmti sér
sjálfur vel yfir þessu, oftast nær
hló hann einn. Af þessu tilefni gaf
Páll S. honum sæmdarheitið Sögu-
Leifi. Seinna fór hann að birta þessa
aulabrandara sína hér í blaðinu, en
þeir voru svo afkáralegir, að blaðið
hefur haft mestu hneisu *af þeim,
énda er hætt að birta þá.
Það var athyglisvert, að Leifur
Sveinsson skyldi telja sig hafa svo
mikil tök í kerfinu í gegnum frænd-
semi, að hann gæti látið loka Perl-
unni. Mér þykir ósennilegt, að þess-
um frænda Leifs Sveinssonar hafi
verið gerður greiði með því að vera
dreginn inn í skrif hans.
Hitt er svo annað mál, að þótt
einhver nöldurseggur reyni að narta
í Davíð Oddsson fyrir framtak hans,
þá haggar það honum ekki og hann
þarf ekki minna skrifa við, en það
er dapurlegt að sjá svona skrif í
einum menningarlegasta fjölmiðli
þjóðarinnar.
Frá barnsaldri var mér uppálagt
að mótmæla aldrei því, sem vist-
menn á Kleppsspítala kynnu að
halda fram, því þeir gætu tryllst,
en hér ætti ástandið ekki að vera
svo alvarlegt, að ekki sé á það
hættandi að mótmæla.
Mér þykir óhjákvæmilegt að láta
þetta í ljós svo menn geti betur
áttað sig á eðli aulabrandaranna,
en ég harma að geta ekki orða
bundist.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Félag áhugamanna um bókmenntir:
Þingað um Einar Benediksson skáld
EINAR Benediktsson (1864-
1940), maðurinn og skáldið, verð-
ur til umræðu á þingi sem Félag
áhugamanna um bókmenntir
heldur á morgun, föstudag.
Þingið verður sett kl. 10 árdegis
Einar Benediktsson
í Norræna húsinu undir fundar-
stjórn Guðmundar Andra Thorsson-
ar rithöfundar. Elín Bára Magnús-
dóttir bókmenntafræðingur og
stjórnarmaður í Félagi áhuga-
manna um bókmenntir sagði að það
væri orðin hefð hjá félaginu að
halda árlega málþing um eitthvert
höfðuðskáld eða rithöfund íslend-
inga, þeim áhrifum sem þessir menn
hefðu orðið fyrir, þeim áhrifum sem
þeir hefðu haft, og þeim áhrifum
..sem þeir hefðu enn.
Páll Valsson bókmenntafræðing-
ur mun fyrstur flytja fyrirlestur um
heimspeki og lífsýn í ljóðum Ein-
ars. Sfðan mun Dagný Kristjáns-
dóttir lektor túlka ljóðið Hvarf séra
Odds fra Miklabæ.
Laust fyrir kl. 11 verður gert
kaffihlé og kl. 11.15 ræðir Thor
Vilhjálmsson rithöfundur um mann-
inn og persónuna Einar Benedikts-
son. Sigríður Steinbjörnsdóttir bók-
menntafræðingur og framhalds-
skólakennari túlkar síðan ljóðið
Sæþoka.
Að loknu matarhléi íjallar Matt-
hías Viðar Sæmundsson lektor um
sagnagerð skáldsins. Jón Thorodds-
en nemi í íslensku og heimspeki
túlkar síðan ljóðið Ými. Þessu næst
flytur Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son lektor fyrirlestur sem nefnist
Athafnaskáldið Einar Benediksson.
Guðbjörn Sigurmundsson bók-
menntafræðingur flytur erindi um
helstu einkenni og yrkisefni í Ijóð-
gerð skáldsins og Silja Aðalsteins-
dóttir bókmenntafræðingur túlkar
ljóðið Grettisbæli. Þinginu lýkur um
kl. 15.30.
Gamla rjómabúið á
GAMLA rjómabúið á Baugsstöð-
um austan við Stokkseyri verður
opið almenningi til skoðunar á
laugardögum og sunnudögum í
júlí og ágúst milli kl. 13.00 og
18.00.
Baugsstöðum opið
10 manna hópar eða fleiri, geta
fengið að skoða búið á öðrum tímum
ef haft er samband með góðum
fyrirvara við Byggðasafn Arnes-
inga.
(Fréttatilkynning)
Eru
þeir að
fá 'ann
"?
■
Dræmt í Soginu
„Þetta er nú ansi rólegt austur í
Sogi, á þriðjudagskvöld voru að-
eins 11 laxar komnir á land af
svæðum SVFR og frést hefur að
4 eða 5 til viðbótar hafi veiðst frá
Torfastöðum,“ sagði Ólafur K.
Ólafsson formaður árnefndar
SVFR fyrir Sogið í samtali við
Morgunblaðið. Sex laxar höfðu
veiðst í Ásgarði, 4 í Alviðru og 1
í Bíldsfelli. Syðri Brú hafði engan
fisk gefið. Ólafur lét þess getið,
að þótt laxveiðin færi svo rólega
af stað, þá virtist vera mikið af
vænni bleikju á svæðunum, 30
höfðu verið bókaðar í Ásgarði, 26
í Alviðru og víðar höfðu menn
fengið góða fiska. Sjálfur hafði
Ólafur rennt eina kvöldstund í
Bíldsfellslandi á þriðjudagskvöldið
og fengið tvo væna fiska, 3 og 2
punda, en það er einmitt algeng-
asta stærðin.
fisk sumarsins til þessa, 22 punda
lax.
Fer hægt af stað í Rangánum
Veiðin fer r’olega af stað í met-
veiðiám síðasta sumars, Ytri og
Eystri Rangá. Að sögn Lúðvíks
Gizurarsonar sem hefur hluta
Eystri Rangár á leigu, voru komn-
ir 10 til 12 laxar 'aland síðast
þegar hann vissi nú upp úr helgi
og menn voru að slíta upp einn
og einn, aðallega í Ytri Rangá sem
er jafnan fyrri til en eystri áin.
Sú eystri gaf þó fyrsta laxinn á
mánudaginn, 5 punda lax veiddist
þá í svokölluðu Strandarsíki, sem
var einn albesti veiðistaðurinn síð-
asta sumar. Sá stutti var fyrsti
smálaxinn sem kemur á land,
þessir fáu fiskar sem veiðst hafa
hafa vegið þetta 10 til 12 pund
flestir hveijir.
Saddur silungur
Engin bót í sjónmáli í Laxá í
Þing.
„Þetta gengur ekkert, ætli það
séu ekki komnir svona 140 til 150
laxar úr ánni allri og það er miklu
minna en á sama tíma í fyrra.
Þetta er sama sagan og fyrr í
vor, það er að reytast upp fyrir
neðan Æðarfossa, en lítið af físki
skilar sér upp í á. Það hefur verið
mikið talað um að það þurfi mikla
úrkomu til að koma ánum af stað.
Þetta á ekki við um Laxá, því
minna vatn í henni, því betri veiði.
Þetta sama á við um fleiri ár.
Nei, það er laxinn sem vantar enn
sem komið er, “ sagði Orri Vigfús-
son Laxárfélagsformaður í sam-
tali við Morgunblaðið á miðviku-
dagsmorgun. Laxá á enn stærsta
Þær sögur berast nú ofan af Arn-
arvatnsheiði, að veiðin gerist treg.
Veiðimaður einn sem var í Reykja-
vatni fyrir skömmu ásamt einum
sex veiðifélögum sagði svo frá að
mikill fiskur hefði verið um allt,
en hann hafi tekið lítið, hópurinn
hefði aðeins náð 6 bleikjum og
öðrum hópum hafi gengið lítið
betur. „Þessir fiskar sem við feng-
um voru svo gjörsamlega úttroðn-
ir af flugu að maður skilur ekki
að þeir hafi getað bætt við sig
eða getað hreyft sig eftir agninu
yfirleitt. Það glæðist ábyggilega
ekki fyrr en eftir eina til tvær
vikur þegar fiskurinn fer að jafna
sig á átveislunni á dögunum, en
það hefur ekki verið annað eins
af mýi þarna upp frá í áraraðir,"
sagði veiðimaðurinn.
Sumir veiðimenn í Laxá í Aðaldal hafa fengð góðan afla neðan
Æðarfossa þótt önnur svæði hafi að mestu brugðist. Meðal þeirra
voru hjónin Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og eiginkona
hans Ingibjörg Rafnar sem fengu þessa fallegu laxa á dögunum.
Upplýsingarit um bætur
fyrir líkamstjón
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTAN hf. í
Reykjavík hefur gefið út ritið
„Bætur fyrir líkamstjón". í þessu
riti er fjallað um réttarstöðu
þeirra er verða fyrir líkamstjóni
vegna slysa, t.d. í umferðinni og
við vinnu.
I fréttatilkynningu segir að Lög-
fræðiþjónustan hf. gefi ritið út í
þeim tilgangi að auka almenna
þekkingu á réttarstöðu einstaklings
er verður fyrir líkamstjóni því að
oft séu þeir sem verða fyrir tjóni í
óvissu um rétt sinn. I ritinu eru 8
greinar eftir ýmsa höfunda. Sem
dæmi má nefna að í grein er nefn-
ist „Réttur sjúklings“ fjallar Ólafur
Ólafsson, landlæknir, um bætur
fyrir læknamistök, skilgreiningu á
þeim og meðferð þeirra í heilbrigð-
is- og dómkerfinu. Og í grein eftir
Ólaf B. Thors, framkvæmdastjóra
Sjóvá-Almennra, er fjallað um hvort
tímabært _sé orðið að setja skaða-
bótalög á Islandi í ljósi þess að gild-
andi reglur um örorkumat byggi í
grundvallaratriðum á könnun á
vinnufærni slasaðra erfiðismanna í
Evrópu um síðustu aldamót.
„Bætur fyrir líkamstjón" er 64
blaðsíður að stærð og fæst í bóka-
verslunum.