Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
Hvort vegur þyngra:
Neyðarástand eða
fagleg sjónarmið?
eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur
Varla þarf að fara mörgum orð-
um um þá neyð sem nú blasir við
í málefnum geðveikra afbrota-
manna hér á landi. Þar tala stað-
reyndirnar sínu máli. Nú sitja þrír
einstaklingar, sem dæmdir hafa
verið ósakhæfir og til vistunar og
læknismeðferðar á „viðeigandi
stofnun“ í gæsluvarðhaldsfangelsi
í Síðumúla. Þetta fólk, sem vegna
andlegra veikinda sinna, hefur rat-
að í ógæfu má sæta því að vera
lokað inni í litlum klefa allan sólar-
hringinn og verður auk þess að lúta
sömu reglum og gæsluvarðhalds-
fangar. Þessir þrír einstaklingar
hafa allir fengið sinn dóm. Mál
þeirra eru fullrannsökuð þar sem
dómsvaldið hefur komist að þeirri
niðurstöðu að þeir séu ósakhæfir
og skuli því ekki hljóta refsingu.
Þessa sárþjáða fólks bíður því ævi-
löng innilokun þar sem náðun kem-
ur ekki til greina. Undirrituð þekk-
ir vel til aðstæðna ungs manns sem
nú dvelur innan fjögurra, grænna
steinveggja eins einangrunarklef-
ans í Síðumúlanum. Þar fer þroska-
heftur drengur, sem vegna fötlunar
sinnar gerir sér litla grein fyrir
þeim verknaði sem leiddi til innilok-
unar hans. Hann er hræddur og
óöruggur og spyr ástvini sína dag-
lega hvenær hann sleppi þaðan út.
Þroski hans er á svipuðu stigi og
lítils barns. Við getum rétt gert
okkur í hugarlund angist og van-
mátt fjölskyldu hans, sem verður
að horfa upp á þennan vansæla og
veika dreng þjást í einangrunar-
fangelsi. Líklegt er að svipað sé
farið með aðstandendur hinna sjúkl-
inganna, sem þar dvelja.
Það var því vissulega vonarneisti
sem kviknaði hjá aðstandendum
þessa fólks þegar ljóst varð að heil-
brigðisráðherra sýndi skilning á
málefnum þessa fólks og ákvað að
setja á stofn réttargeðdeild sem
leyst gæti vanda þess. Nú háttar
„Undirrituð þekkir vel
til aðstæðna ungs
manns sem nú dvelur
innan fjögurra, grænna
steinveggja eins ein-
angrunarklefans í Síð-
umúlanum. Þar fer
þroskaheftur drengur,
sem vegna f ötlunar
sinnar gerir sér litla
grein fyrir þeim verkn-
aði sem leiddi til inni-
lokunar hans. Hann er
hræddur og óöruggur
og spyr ástvini sína
daglega hvenær hann
sleppiþaðanút.
svo til hér á landi að engin slík
deild er til staðar og vissulega tek-
ur langan tíma að byggja upp slíka
deild. En neyð þessa fólks kallar á
skjót viðbrögð. Við getum ekki
lengur horft upp á að mannréttindi
séu brotin á sjúku fólki — hvort sem
þeir kunna að vera geðveikir afbrot-
amenn eða annars konar sjúklingar
— því sjúklingar eru þeir fyrst og
fremst.
Eg get því ekki leynt vanþókun
minni á ákvörðun Láru Höllu Maack
í Morgunblaðinu í dag (3. júlí) þeg-
ar hún ákveður að segja starfi sínu,
sem yfirlæknir fyrirhugaðrar rétt-
argeðdeildar, lausu á þeim forsend-
um m.a. að hún fái ekki nægilegan
undirbúningstíma til þess að setja
á stofn slíka deild. Hún bendir einn-
ig á að hún sé eini sérmenntaði
aðilinn í réttargeðlækingum hér á
landi og gefur auk þess í skyn að
erfitt kunni að vera að manna slíka
deild með fagfólki.
Ekki skal efast um réttmæti
þessara orða — enda segir það sig
sjálft að varla er um auðugan garð
að gresja meðal fagfólks á þessu
sviði þar sem atvinnugrundvöllur
slíkra fagmanna hefur ekki verið
til staðar í landinu. í niðurlagi bréfs
Láru Höllu segir jafnframt:
„Að síðustu vil ég benda á að
réttargeðdeild er dýrt verkefni. Það
er ekki við neina aðra að sakast
en ráðamenn þessarar þjóðar (t.d.
við fyrrverandi formann íjái'veiting-
anefndar Alþingis) hvernig málefni
geðveikra afbrotamanna hafa
dankast hér á landi í þúsund ár.
Með ofangreindum ákvörðunum,
(þ.e. að setja á stofn réttargeðdeild
þann 1. september nk. (innskot
greinarhöf.)), ætla ráðuneytismenn
að standa að verkefninu eins og
tíðkaðist á miðöldum, nefnilega með
aftöku sjúklinganna.“
Af orðum Láru Höllu Maack má
ráða að hún sé vel upplýst um nú-
verandi aðstæður geðveikra afbrot-
amanna, sem dæmdir hafa verið
ósakhæfir. Um það vitna orð henn-
ar þegar hún líkir ástandinu við þær
aðstæður sem tíðkuðust á miðöld-
um.
í ljósi þess vekur það furðu mína
að eini sérmenntaði réttargeðlækn-
irinn hér á landi skuli ekki beita
sér fyrir breytingum til batnaðar —
jafnvel þó þær breytingar séu ekki
„á faglegum nótum“. Lára Halla
Maack hefur réttilega bent á að
réttargeðdeild þarfnast undirbún-
ingstíma. En hún hlýtur líka að
gera sér grein fyrir að neyð þessa
fólks við núverandi aðstæður kallar
á skjót viðbrögð. Ef Lára Halla
hefur kynnt sér hvernig aðstæður
þessa fólks eru þá hlýtur hún að
sjá að allt er betra en núverandi
ástand. Jafnvel þó ekki sé til að
dreifa fagfólki á hveiju strái.
Við verðum að taka mið af stað-
reyndunum fyrst og fremst. Hér á
landi eru nú, samkvæmt upplýsing-
um sem ég hef aflað mér, 6 ósak-
hæfir afbrotamenn. Þrír þeirra eru
vistaðir í Síðumúlafangelsinu en
þrír á öðrum stofnunum. Mér er
kunnugt um að einn þeirra dvelur
nú á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri og ekki hef ég enn
Ragnheiður Davíðsdóttir
haft spurnir af því að starfsfólk og
sjúklingar þeirrar deildar séu í
bráðri lífshættu. Það eru því vissu-
elga stór orð þegar Lára Halla
Maack slær því fram að ábyrgðin
á lífí þessa fólks sé ráðamanna og
sjálf ætli hún ekki að gulltryggja
víg sjúklinga og starfsfólks fyrir
ráðherra, svo notuð séu hennar eig-
in orð.
Láru Höllu hlýtur að vera ljóst
að hér á landi er íjöldi sérmennt-
aðra aðila í geðlækninga- og hjúkr-
unarfræðum sem vissulega gætu
tekið að sér umönnun sjúkra afbrot-
amanna. Að minnsta kosti ætti það
fólk að vera betur til þess fallið en
fangaverðir í Síðumúlafangelsinu.
Að lokum þetta: Miðað við núver-
andi aðstæður í málefum ósakhæfra
geðveikra afbrotamanna verðum
við einfaldlega að taka næstbesta
kostinn. Við getum ekki látið „fag-
leg sjónarmið“ hamla því að þetta
vesalings fólk losni úr einangrunar-
klefum Síðumúlafangelsisins. Við
getum heldur ekki gert þær kröfur
til fangavarða að þeir meðhöndli
sjúkt fólk eins og hveija aðra ein-
angrunarfanga. Þar með er ég ekki
að segja að ég taki ekki undir „fag-
leg sjónarmið" réttargeðlæknisins.
Þau eiga fullan rétt á sér en ástand
þessa fólks þolir enga bið. Fyrir því
er hver dagur sem heil eilífð og
margir mánuðir til viðbótar í ein-
angrunarklefa gætu hæglega haft
afdrifaríkar afleiðingar. Það geta
hvorki ráðamenn, fagfólk né þjóðin
í heild haft á samviskunni.
Höfundur er blaðamaður.
Tæplega 2.800 útlendingar í
störfum á Islandi á síðasta ári
Um 4.800 erlendir ríkisborgarar búsettir hér
ALLS voru starfandi tæplega 2.800 útlendingar á íslandi í nóvember
á siðasta ári samkvæmt úttekt sem Alþýðusamband íslands hefur
látið gera í tengslum við viðræður um samninga um Evrópskt efna-
hagssvæði og frjálsan búsetu- og atvinnurétt sem fylgir í kjölfarið,
verði þeir samningar að veruleika. Rúmur þriðjungur útlendinganna
hafði atvinnuleyfi frá félagsnmálaráðuneytinu, þriðjungur var frá
hinum Norðurlöndunum og þarf ekki atvinnuleyfi til að vinna hér
og þriðjungur hafði annað hvort dvalið hér lengur en fimm ár og
þurfti því ekki að sækja um atvinnuleyfi eða hafði dvalið hér lengi
og ekki hafði verið hirt um að endurnýja atvinnuleyfið þegar það
féll úr gildi.
Samkvæmt manntali 1. desem-
ber 1990 voru 4.812 útlendingar
búsettir á ísiandi, þar af 3.897 á
vinnumarkaðsaldri. Þegar til dæmis
húsmæður, námsmenn og þeir sem
eru á tryggingabótum hafa verið
felldir brott eru 2.768 útlendingar
taldir starfandi á íslandi í nóvem-
ber. Þar af voru rúmlega 600 eða
um 22% starfandi við fiskveiðar og
fiskiðnað, um 300 höfðu atvinnu-
leyfi, um 100 voru frá Norðurlönd-
unum og 200 voru án atvinnuleyf-
is. 202 útlendingar voru starfandi
við skóla eða 7,3% og 286 við Keil-
brigðisþjónustu hjá ríkinu eða
10,33%. Við annan matvælaiðnað
en fiskiðnað störfuðu 115 eða
4,15%, 117 eða 4,23% við heild-
verslun, 155 eða 5,6% við smásölu-
verslun og 128 eða 4,62% við veit-
inga-eða hótelrekstur. Við aðrar
starfsgreinar störfuðu færri en 100
útlendingar.
Mikil hreyfing er á þessu fólki í
ófaglærðum störfum, sérstaklega
Norðurlandabúunum. Þá er einnig
innbyrðis hreyfing á fólki úr fisk-
vinnslunni í störf í sjúkrahúsum og
við hótel- og veitingarekstur.
12/220 VOLTA SJÓNVARPSTÆKIN FRÁ HEIMILISTÆKJUM
FLAKKARINN
Tilvalið tæki á skrifstofuna, í bílinn, bátinn, gott
sem „monitor" fyrir myndbandsupptökuvélina
og tölvuleikina.
• 13 cm hágæða litaskjár „Monitor" * Innbyggt AM/FM sterio
útvarp og segulband • Stafræn klukka með vekjara • 220 volt
eða rafhlöður 12 volt • 12 volta bílasnúra fylgir.
14 tommu litasjónvarp með fjarstýringu og
12/220 volta spennubreyti. Hefur alla kosti stóru
<8>
j Heimilistæki hf ;,rM£
. SÆTÚN! 8 StMÍ69-1515 H KRtNGLUNNI SÍMI691520 . ^
m®ll 18 l/cd e/vumsvt^j£uée^ifv í samut^iuw I9RESB&M
FRABÆRI FERÐAFELAGINN
Hágæða 10 tommu litaskjár, myndband
(afspilun) og fullkomin fjarstýring. 12/220 V.
• TYP-002 SUPERTECH • 10 tommu hágæða litaskjár
• leitari með minni • Fullkomið afspilunartæki • „lnfra-rauð“
fjarstýring • Allar aðgerðir sjást á skjánum
• Stærð B:270 H.310 D:310 mm.