Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 Skólun/menntun eftir Vilhjálm Einarsson Fyrir nokkru ritaði ég grein hér í blaðið um breytt hlutverk héraðs- skólanna. Breyta ætti sumum þeirra í „aflastöðvar" í þágu endurmennt- unar. Legu sinnar vegna væri Reyk- holt í Borgarfirði einkar heppilegur staður. Þörf fyrir slíka starfsemi er mikil. í hinum tæknivæddu löndum heims er reiknað með þvi að flestir þurfí að endurhæfa sig til nýrra eða breyttra starfa vegna örrar þróunar 4-5 sinnum á ævinni. Ég færði rök fyrir því að við íslendingar ættum sígild, þjóðleg verðmæti sem hlúa þurfi að. Almenningur byggi yfir „andlegu fjármagni“ sem byggðist fyrst og fremst á sjálfsmenntun fólks og reynslu þess í lífi og starfi. Ég er sannfærður um að fjöldi vinnandi fólks í landinu getur auðgað sitt daglega líf og jafnframt veitt öðrum hlutdeild í sinni eigin reynslu, gefíst því tækifæri til að líta upp úr erli dagsins til að taka þátt í endurmenntunamámskeiðum. Krafa dagsins: stutt námskeið Trú mín er sú að á íslandi sé fjöldi fólks sem komið er yfir tvítugt og allar götur fram á elliár sem myndi fagna tækifærum til að auðga anda sinn ef það hefði tækifæri til. Koma þarf á starfsemi, sem byggir á for- sendum hinna fullorðnu en ekki hefðbundinni yfirheyrsiu og ítroðslu. Ýmsir eru þeir sem eiga blendnar minningar af skólagöngu sinni. Margt kemur til. Fólk tekur afar misjafnlega fljótt út þroska, bæði andlegan og líkamlegan. Lög um skólaskyldu taka ekkert tillit til slíks. Illa gengur að glæða áhuga margra og ástæður oft þær að of miklar kröfur eru gerðar, eða of litlar. Stundum hafa kennarar ekki verið vanda sínum vaxnir, nemendur of margir í bekk, búnaður ónógur o.s.frv. Þá eru þeir ófáir sem flýttu sér út í atvinnulífið, ýmist af sárri nauðsyn til að hjálpa til við fram- færslu heimilis eða sterkri löngun í efnisleg verðmæti, svo sem stereo eða bíl. Gleymum því ekki að freist- ingar neyslusamfélagsins eru marg- ar. Grunnskóianám og framhaldsnám er almennt stundað í samfellu. Þann- ig situr hin unga manneskja meiri- hluta ársins á skólabekk frá 6-7 ára aldri og fram á þrítugsaldur. Eftir það tekur vinnan við og er einnig jafn samfelld. Þetta hentar mörgum, sem betur fer, en ekki öllum. Tækn- inni fleygir fram og vinna fólks breytist, störf leggjast niður og ný koma til. Undanfarin ár sést gleði- legur vottur þess að viðhorf fólks til „skólunar" hefur breyst. Óræk sönnun þess eru öldungadeildir framhaldsskólanna og námsflokkar ýmiss konar. Sá fjöldi fólks sem náð hefur ágætum árangri á miðjum aldri og þar fyrir staðfestir sanngildi málsháttarins: „Sá lærir sem lifir“. Betur má ef duga skal Aðeins þeir, sem búa nálægt framhaldsskólum hafa í raun aðgang að fullorðinsfræðslu. Þar þarf að koma upp aðstöðu með heimávist og mötuneyti þar sem allir geta sótt nám burtséð frá búsetu. Námið þarf að eiga sér stað í stuttum námskeið- um. I þessu efni er tvennt mikilvægt: 1. Það þarf að sníða innihald slíkra námskeiða að þörfum og ósk- um fólksins sem sækir þau. Þau þurfa í senn að vera hagnýt og skemmtileg. 2. Viðhorf almennings til þess hvað „menntun" er í raun þarf að breytast. Menntun er annað og meira en skólun. 3. Atvinnurekendur og hið opin- bera þurfa að skilja að það er hagur fyrirtækja og stofnanna ekki síður en starfskrafta að fólk „menntist" í starfi en ekki sé eingöngu stefnt að því að „skóla“ það. Endurmenntun í Svíþjóð Ég hefí í vetur kynnt mér nokkuð endurmenntun í Svíþjóð. Þar er um gríðarlegt framboð að ræða í ýmsu formi: 1. Ráðstefnur haldnar bæði af fyrirtækjum og hinu opinbera. Oft eru slíkar ráðstefnur haldnar utan- lands, jafnvel í Brasilíu! Þetta kemur til af því að erlendis er hótel- og dvalarkostnaður minni en í Svíþjóð og svo hinu að kostnað við slíkt má draga frá til skatts og þann veg bjóða starfsmönnum upp á ferðalag í leiðinni sem ekki kostar fyrirtækin svo mikið. Mörgum blöskrar ráð- stefnufarganið og kalla landið jafn- vel ráðstefnu-Svíþjóð. 2. Námskeið, lengri eða styttri um allt milli himins og jarðar. Þau eru haldin bæði af einstaklingum, fræðslusamböndum, fyrirtækjum, skólum og opinberum aðilum. Eink- anlega eru að lýðháskólarnir sem notaðir eru til slíkrar starfsemi á sumrin enda ódýrt fæði og húsnæði fáanlegt á staðnum. Slík starfsemi er styrkt af opinberum aðilum ef tilteknum skilyrðum er fullnægt um form og innihald. Þátttakendur greiða þó oftast nokkurn hluta kostnaðar. 3. Nám'shringir. Hér er komið að eftir Jóhannes M. Gunnarsson Hinn 25. júní sl. birtist hér í blað- inu grein eftir Eggert Jónsson lækni undir fyrirsögninni „Ríkið borgar tvisvar — lækkum skattana". Barátta fyrir lækkun skatta með því að nýta fé hins opinbera betur er verðugt verk. Sú barátta er og verður fyrst og fremst háð með vopnum orðsins í ræðu og riti. Happadrýgst er þó að farið sé með rétt mál í þeirri orðræðu, eins og jafnan, enda málstaðurinn þannig vaxinn að óþarfi er að grípa til ós- annra eða órökstuddra fullyrðinga. í grein Eggerts segir „Hámark vitleysunnar er þegar læknar á full- um launum á sjúkrahúsi taka verk- takagreiðslur fyrir vinnu sem þeir vinna í vinnutíma sínum á sjúkra- húsi með efni og starfsliði spítalans endurgjaldslaustÞessi fullyrðing sér-sænsku fyrirbæri. Námshringja- starfsemin, sem hófst á öldinni sem leið stendur enn í miklum blóma. Eins og námskeiðin þurfa námshrin- girnir að uppfýlia viss skilyrði til að vera styrkhæfir. Starf stjórnandans mótast af leiðsögn. Framkvæmd hringjanna er á vegum fræðslusam- banda. í hringjunum er mikið byggt á reynslu og áhuga þátttakenda sem að hluta „ráða ferðinni" en nám- skeiðin stjórnast af kennara („sér- fræðingi") og fyrirfram mótaðri stundaskrá. 4. Innanhússnám fyrirtækja og stofnana er mjög víðtækt. Varla er til það meðalstóra eða stóra fyrir- tæki eða stofnun sem ekki er með sérhæft starfsfólk fastráðið til að sjá um endurhæfingu starfsmanna. Sú áhersla sem lögð er á þennan þátt fyrirtækjareksturins byggist á tvennu: a) Tækniþróunin krefst umskól- unar. b) Bjóðist starfskröftum mögu- leikar til að bæta við sig kunn- áttu/hæfni og geti menn þannig skapað sér tækifæri til stöðu- eða launahækkunar eykst festan í starfsliði. Áhugi og ánægja í starfí „ Allir þeir læknar sem einhverja verktaka- vinnu inna af hendi á spítalanum hafa gert um það skriflegan samning við sjúkrahús- ið og greiða fyrir að- stöðu og efni.“ er staðlausir stafir a.m.k. hvað varðar Borgarspítalann. Rétt er, að nokkurt verktakastarf er unnið þar innan veggja af læknum, en alrangt er að það sé gert með efni og starfs- liði spítalans endurgjaldslaust. Allir þeir læknar sem einhveija verk- takavinnu inna af hendi á spítalan- um hafa gert um það skriflegan samning við sjúkrahúsið og greiða fyrir aðstöðu og efni, aldrei minna en 40% til sjúkrahússins og allt upp Vilhjálmur Einarsson „Ég á mér þann draum að skamm-skóluðu fólki á Islandi, sem unnið hefur hörðum höndum í lengri eða skemmri tíma, gefist færi á að endurhæfa sig með svipuðum hætti og ger- ist á Norðurlöndum. Ég held því fram að þetta fólk eigi rétt á því.“ og umhyggja fyrir velferð fyrirtæk- isins/stofnunarinnar vex meðal starfsmanna. 5. Eins og ekki sé nóg komið boðaði forsætisráðherra fyrir skömmu enn aukið átak í endur- menntunarmálum. Nú styrkir ríkið fyrirtæki til þess að endurhæfa starfsmenn sína gegn því skilyrði að í þeirra stað séu ráðnir nýir starfs- kraftar (sem annars væru atvinnu- lausir). Þama vilja stjórnvöld slá tvær flugur í einu höggi; minnka atvinnuleysið og greiðslubyrði at- vinnuleysistryggingarsjóðs en jafn- framt auka hæfni eða færni laun- þega og gera Svíþjóð þannig sam- keppnishæfari í sífellt harðari sam- keppni um úflutningsmarkaði. Gagmýnisraddir kalla þetta kosn- ingabrellu (það verður kosið í haust og „sossarnir", sósíal-demókratarn- ir, standa mjög illa í skoðanakönn- unum). Þa er þessu fundið það til foráttu að slíkar ráðstafanir komi því aðeins að gagni að þær séu undirbyggðar að neðan og þörfin komi frá fyrirtækjunum og starfs- mönnum þeirra. Undir þetta vil ég taka mjög eindregið og því er þessi grein rituð, að vekja almenning til umhugsunar um þessi mál. í 60% þegar dýr tækjabúnaður er notaður. Endurskoðandi spítalans fylgist með því að þessum samning- um sé fylgt. Að auki greiðir læknir- inn af sínum hlut tryggingargjald til ríkisins og stendur sjálfur straum af orlofí. Samtals eru þetta 30% af verktakagreiðslunni. Fyrir þessa aðstöðu geldur læknirinn ennfrem- ur með einni vinnustund sem dreg- in er af hverri vakt sem hann tek- ur, til mótvægis við þann tíma sem til verksins hefur farið af vinnutíma hans. Þannig er fullyrðing Eggerts Jónssonar um að ríkið greiði tvisvar fyrir sama verk ekki sannleikanum samkvæmt og aðdróttanir greinar- höfundar í garð félaga sinna á Borgarspítalanum síst fallnar til að efla baráttu gegn óþarfa skattlagn- ingu. Því má og bæta við, að þótt þessi starfsemi sé ekki umfangsmikil, eru með henni nýtt tæki sem hvort eð er þurfa að vera til, spítalasjúkling- anna vegna, og skapar hún sjúkra- húsinu nokkrar sértekjur sem ella MENNTUN Vinna - tómstundir Siðir - venjur bókmenntir - lístir (allt er varðar menningu) „SKÓLUN“ Próf Réttindi Titlar Hvernig væri að taka upp breytta notkun orðsins skólunar? Þannig mundi hugtakaruglingur menntun = skólaganga minnka. Útskrift (atvinnu) LIFIÐ Bernska Gmnnskóli Framhalds- skólar, sér- skólar, háskóli Fósturskeið í skyldunámi Framhalds- og fmm- eiga allir að skólar bernska læra það sama ráða miklu á sama aldri um velferð með sama hversogeins hraða Vegna tækniþróunar og ðrra breytinga þurfa menn tækifæri til endurmenntunar Hámark vitleysunnar Svar við grein Eggerts Jónssonar Ég þykist vita að þér, lesandi góður, sé farið að blöskra allt þetta fargan í Svíum. Það er heldur ekki mín meining að innleiða eigi slíkt og þvílíkt á íslandi. Ég veit þó að margt er hér vel gert, sem aðlagað að íslenskum aðstæðum mundi geta gert mikið gagn. En til þess að svo geti orðið þarf rækilega almenna kýnningu á og umræðu um þá mögu- leika sem falist gætu í stuttum nám- skeiðum. Mikilvægt er að hinn vinn- andi maður, hvort sem heldur er í framleiðslu eða þjónustu, taki þátt í mótun þeirra ásamt stjómendum (atvinnurekendum). Annað er þó ef til vill enn mikilvægara: að við ís- lendingar breytum viðhorfí til menntunar og menningar. Menntun/skólun Það tók mig nokkrun tíma að átta mig á mismunandi merkingu þessara tveggja sænsku orða (bildning og utbildning). Þegar þetta barst í tal í háskólanum kom í ljós að margir Svíarnir voru heldur ekki vissir um merkingarmun þeirra. Okkur hættir svo mjög til að nota orð yfir hugtök án þess að gaumgæfa merkinguna (voðalegasta dæmið er misnotkun éða ofnotkun hugtaksins FRELSI!). Ég hef ekki getað fundið góð íslensk orð til að tákna þann mismun sem felst í orðunum. „Utbildning" er formleg menntun til starfs eða rétt- inda. Að henni lokinni ber sá „út- skrifaði" gjarnan titil. „Bildning“ er viðtækt hugtak sem spannar allt sam-mannlegt: bókmenntir, listir, lífsmátann í heild sinni. Stundum er talað um að maður sé sannmennt- aður eða sjálfmenntaður og hið sænska orð „bildning" nær yfir bæði þessi hugtök en lengra þó. Ég vona að þú, lesandi góður sért nokkru nær um það hvert ég er að fara: við þurfum að breyta þeim hefðbundna skilningi að menntun jafngildi skóla- göngu í formlegum viðurkenndum stofnunum. Menntunar er hægt að afla sér með ýmsu móti og jafnvel er það mikil spuming hvort „mennt- askólarnir" okkar standa undir nafni miðað við ofannefnda skilgreiningu hugtaksins. Myndum þrýstihóp um „menningarlega endurmenntun“ Ég á mér þann draum að skamm- skóluðu fólki á íslandi, sem unnið hefur hörðum höndum í lengri eða skemmri tíma, gefist færi á að end- urhæfa sig með svipuðum hætti og gerist á Norðurlöndum. Ég held því fram að þetta fólk eigi rétt á því. Öllu skiptir að sú þjónusta sem því stendur til bóða sé miðuð við þarfír þess og þrár. Mikilvægt er að tengja skólun og menntun á stutt- um námskeiðum og að tekið sé tillit til aðstæðna og hvers og eins. Ef vel tekst til eflir slík starfsemi til góðra verka. Höfundur er skólameistari á Egilsstöðum og er íársleyfi frá störfum. Hann stundarnám í Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Jóhannes M. Gunnarsson myndu flytjast til annarra. Þannig eru rök fyrir að slík leiga á tækjum sem ella stæðu vannýtt spari opin- bert fé fremur en hitt. Höfundur er formaður læknaráðs Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.