Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
WIKA
Þrýstimælar
Allar stærölr og geröir
SfttLQOHSHLQgJÍLQír d)éOD©§®öTl <& ©@ IMa
Vesturgötu 16 - Simar 14680-13280
sem slá í gegn!
ÚRVALS bón- og
y hreinsivörur!
Olíufélagiö hf
Eru átökin í Júgóslavíu
að breytast í vítahring*?
eftir Robert Skraban
Átökin sem standa yfir í Júgóslav-
íu eru helsta efni heimsfréttanna í
dag. Fréttaumfjöllunin er nokkuð
yfirborðskennd og langar mig því að
kafa aðeins undir yfirborðið. Það er
mikil einföldun að skýra þau átök
sem nú eiga sér stað eingöngu með
tilvísunum til þjóðerniskenndar eða
baráttu milii kommúnista og svokall-
aðrar „Nýrrar lýðræðishreyfingar".
Langar mig því að nefna það sem
ég tel helstu ástæðurnar.
Staða Slóveníu í júgóslavneska
ríkjasambandinu
Eftir að hafa verið í gegnum ald-
irnar undir mörgum stjómendum,
reis upp í kjölfar sigurs Serba í Balk-
anstyijöldinni 1912 sterk hreyfing
innan Slóveníu sem vildi tengjast
öðrum Suður-Slövum. Augljóst var
að Slóvenar undu hag sínum illa
undir austurrískri stjóm. Það sýna
hinir miklu fólksflutningar Slóvena
úr landi frá 1840 fram að fyrri heim-
styrjöldínni. Þá fluttu um 500.000
Slóvenar úr landi, en þeir voru að-
eins 1 milljón árið 1840. Það er því
nokkuð einkennilegt að ýmsir Sló-
venar í dag líti til baka með söknuði
til þessara ára innan austurríska
keisaradæmisins. Menningu Slóvena
og tungu var haldið niðri og Slóven-
ar augljóslega annars flokks þegnar
i ríkinu.
Tenging Slóvena við samfélag
Suður-Slava var pólitísks eðlis með
sterkri skírskotun til líkra tungumála
og að ýmsu leyti líkrar menningar.
Þó að Serbar réðu mestu í konungs-
ríkinu Júgóslavíu nutu Slóvenar í
fyrsta sinn í sögunni ýmissa fram-
fara á efnahags- og menningarsvið-
inu. Vaxandi ólgu gætti þó gagnvart
Serbum allt fram að seinni heims-
styijöldinni.
Slóvenía dafnar í
júogóslavneska
sambandsríkinu
Eftir seinni heimsstyijöldina var
sósíalsíska sambandsríkið Júgóslavía
stofnað. Þar gjörbreyttist staða Slóv-
eníu. Lega lýðveldisins gerði Slóv-
eníu að glugga Júgóslavíu til vest-
urs. Það, ásamt þeirri staðreynd að
Slóvenía var iðnvæddasti hluti Júgó-
slavíu fyrir stríð, hefur leikið stórt
hlutverk í því að gera Slóveníu að
því sem hún er í dag; þróaðasta lýð-
■ 4 " l' !■
GÖNGUSKÓR
VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA
ALLTANNAÐ ER MÁLAMIÐLUN
VERÐ FRÁ KR 7.170
k'
SKÁTABÚÐIN
-SKAMK fWMtíK
SNORRABRAUT 60, SÍM112045
veldi Júgóslavíu, með sterka sam-
göngu- og þjónustugeira. Slóvenar
eru um 10% virks vinnuafls Júgóslav-
íu, en leggja til um 17% þjóðarfram-
leiðslu og 20% útflutnings Júgóslav-
íu. Vert er að geta þess að mjög
mikið af hráefnum og hálfframleidd-
um vörum kemur frá öðrum lýðveld-
um Júgóslavíu og á það stærstan
þátt í efnahagslegri velgengni Slóve-
níu. Þrátt fyrir að Slóvenía hafi opn-
ast mjög til vesturs á síðustu árum,
er aðeins lh af hráefni Slóveníu inn-
flutningur, afgangurinn kemur frá
hinum lýðveldum Júgóslavíu og að-
eins ‘4 af framleiðslunni fer til ann-
arra landa, 3/4 er dreift til annarra
lýðvelda Júgóslavíu.
Herinn verður baggi á
efnahagnum
Slóvenar greiða um 6% af þjóðar-
framleiðslu sinni til sambandsríkisins
einungis til að halda uppi hernum
og styðja vanþróuð svæði í Júgóslav-
íu. Þessi greiðsla er sú hæsta á hvem
íbúa innan Júgóslavíu. Herinn var
orðinn mikil byrði á efnahag Jugó-
slavíu. Á árunum eftir 1981 varð það
sífellt augljósara að miðstýrða áætl-
unarhagkerfíð gekk ekki upp. Rang-
ar fjárfestingar voru gerðar og sí-
fellt érfíðara varð að fá erlend lán.
Áætlunarbúskapurinn hætti að sýna
framleiðniaukningu.
Herinn, sem í eðli sínu skapar
engan auð í samfélaginu, vildi halda
stöðu sinni. Stór fyrirtæki voru ein-
ungis byggð með þarfir hersins í
huga og þegar herinn lenti í vand-
ræðum með að standa í skilum við
þau, hrundu þau. í kjölfar kosning-
anna í maí 1990 var markaðshag-
kerfi komið á í Slóveníu. And-hern-
aðarleg sjónarmið höfðu allt frá 1985
vaxið til muna í lýðveldinu. Slóvenía
neitaði einnig að styðja aðgerðir
hersins í Kosovo 1989. Þessi and-
staða við aðgerðir hersins var sjálf-
krafa skilin sem andstaða við Serba.
Þetta olli því að þjóðernisstefna,
bæði af hálfu Slóvena og Serba,
blossaði upp. Samtímis vaknaði gam-
alt hatur Króata á Serbum og gagn-
kvæmt.
Þjóðernishyggja blossar upp
Serbar urðu bálreiðiryfír andstöðu
Slóvena við aðgerðirnar í Kosovo.
Þeir hættu þá að kaupa slóvenskar
vörur, sem olli gífurlegum efnahags-
legum örðugleikum í Slóveníu, enda
er það augljóst af tölunum hér að
framan hversu mikið júgóslavneskur
efnahagur er innbyrðis háður. Þetta
jók enn á andstöðu gegn Serbum í
Sióveníu og gagnkvæmt, sem kynti
enn frekar undir þjóðerniskennd Sló-
vena og Serba. Króatísk þjóðemis-
kennd fór einnig vaxandi. Þetta eru
að mínu mati meginástæðumar fyrir
þjóðernislegum átökum innan Júgó-
slavíu, ekki trúarlegar eða menning-
arlegar ástæður, eins og oft er hald-
ið fram í fjölmiðlum.
Aukin þjóðemiskennd hefur verið
notuð af öllum aðilum til að réttlæta
allt sem miður fer. Sem dæmi má
nefna að í kjölfar markaðsvæðingar
slóvenska hagkerfísins jókst atvinnu-
leysi til muna. Mjög auðvelt var að
kenna Serbum um það. Svipað er
gert í öðmm lýðveldum Júgóslavíu.
Lýðræði hefur einnig verið notað sem
skálkaskjól fyrir ýmsa öfgahópa sem
spila á strengi þjóðemiskenndar til
stuðnings öfgafullum skoðunum sín-
um. Þessir hópar telja sig oftar en
ekki „fulltrúa lýðræðisaflanna".
Stuðningur við sjálfstæði fór sí-
feilt vaxandi í Slóveníu og í þjóðarat-
kvæðagreiðslu 24. desember sl. sam-
þykktu Slóvenar með yfirgnæfandi
meirihluta að lýsa yfir sjálfstæði. Þó
er það mín skoðun að þessi ákvörðun
hafi verið ótímabær. Ibúar Slóveníu,
í vímu þjóðernishyggju, gleymdu því
hve Slóvenía er í raun háð öðmm
lýðveldum Júgóslavíu og eiga þeim
í raun mikið að þakka efnahagslega
velgengni sína í samanburði við hin
lýðveldin.
Herinn skerst í leikinn
Bakvið allt þetta lá herinn eins og
skuggi. Hann hugsar fyrst og fremst
um eigin hagsmuni, er e.h.k. ríki í
ríkinu. Herinn er háður fjárveiting-
um. Vegna sterkrar efnahagslegrar
stöðu Slóveníu væri það hernum
þungt íjárhagslegt högg ef greiðslur
hættu að berast þaðan. Einnig jókst
að herkvaddir Slóvenar og Króatar
mættu ekki til herþjónustu. Því er
hemum það mikið í mun að halda
Júgóslavíu saman.
Þegar Slóvenía og Króatía lýstu
síðan ótímabært yfir sjálfstæði, 26.
júní, greip herinn tækifærið. Sam-
kvæmt skilgreindu hlutverki hans
ber honum að standa vörð um landa-
mæri sambandsríkisins. Því greip
herinn til vopna gegn Slóvenum, en
lýðveldið liggur við norðurlandamæri
Júgóslavíu. En herinn misreiknaði
sig herfílega á einu atriði. Júgóslav-
neski herinn er þjálfaður til að veija
landamæri ríkisins, ekki til að beij-
ast við eigin þegna. Það þekki ég
vel þar sem ég hef sjálfur gegnt
herþjónustu í júgóslavneska hernum.
Vítahringur virðist hafa skapast.
Stjómleysi virðist allsráðandi. Her-
mennirnir eru ekki atvinnuhermenn,
heldur gegna þeir herskyldu í eitt
ár. Stjórnin virðist hafa misst stjórn
á hernum. Yfírlýsingar herforingja
virðast stangast á. Vopnahléð sem
gert var um helgina hélt ekki, m.a.
vegna þess að herinn fór á taugum.
Meðan saklaust fólk deyr eru Evr-
ópuríki að velta fyrir sér hvort þau
eigi að viðurkenna Slóveníu og Kró-
atíu. Það mun ekki leysa neinn
vanda. Það mun aðeins hella olíu á
eldinn eins og sakir standa.
Herinn er stærsta hindrunin
Að mínu mati liggur helsta vonin í
því að pólitískir leiðtogar nái yfirráð-
um yfir hernum. Átökum verður að
linna. Byija verður á því að draga
úr völdum hersins og síðan geta lýð-
veldin sest að samningaborði. Ef
dregið verður úr völdum hersins trúi
ég að smátt og smátt dragi úr öfga-
PÉTUR Einarsson fluginálastjóri
segir að bréf þau sem Flugleiðir
hafa sent flugmálastjórn að und-
anförnu vegna eftirlits stofnun-
arinnar með leiguflugi beri ekki
vott um mikla þekkingu á nútíma
flugrétti hvað varðar loftflutn-
inga. I lok svarbréfs síns til fé-
lagsins ráðleggur flugmálastjóri
ráðamönnum þess að nýta sér
aðila með sérþekkingu á flug-
rétti, einkum hvað varðar loft-
flutninga og segist oft áður hafa
gert þá tillögu munnlega. „Flug-
félag af þessari stærð þarf að
hafa í sinni þjónustu menn sem
kunna algjörlega alþjóðlegan
flugrétt hvað þetta varðar eins
og hann er í dag. Menn sem þarf
að senda á ráðstefnur og láta
fylgjast nákvæmlega með þróun-
inni. Það er völ á slíkum mönnum
hér á landi,“ sagði Pétur Einars-
son.
„Ég er ekki að gagnrýna Flugleiðir
út í bláinn og þetta er ekki tilkomið
í dag eða í gær,“ sagði flugmála-
stjóri. „Ég er ekki að segja að þeir
hafí ekki í sinni þjónustu sérfræð-
inga heldur að þeir eigi að notfæra
sér þá þekkingu."
Flugmálastjóri sagði að um væri
að ræða það svið flugréttar sem á
ensku kallaðist Air transport eða
loftflutningar en framkvæmd ís-
lendinga á loftflutningastefnu væri
öðru vísi en með öðrum þjóðum.
„Flugmálastjórnir í Evrópu hafa á
sínum herðum frumgerð milliríkja-
samninga um flug, og frumgerð
endurskoðunar milliríkjasamninga
um flug. Þær hafa á sínum herðum
verðlagseftirlit og þjónustueftirlit
Robert Skraban
„Að mínu mati liggur
helsta vonin í því að
pólitískir leiðtogar nái
j/firráðum yfir hernum.
Átökum verður að
linna. Byrja verður á
því að draga úr völdum
hersins og síðan geta
lýðveldin sest að samn-
ingaborði.“
fullri þjóðernishyggju um alla Júgó-
slavíu. Möguleikar munu þá skapast
á því að Júgóslavía breytist í laus-
tengdara bandalag, með aukinni
valddreifingu og meira sjálfstæði
hvers lýðveldis og sjálfstjórnarsvæð-
is. Ég tel að herinn sé stærsta hindr-
unin í veginum að slíkt takist. En
ef þetta tekst tel ég að tækifæri
skapist fyrir alla Júgóslavíu til fram-
fara og efnahagsbata.
Höfundur er Slóveni, sem hefur
verið búsettur á íslandi í eitt ár
ogmun nema líffræði við Háskóla
Islands næsta vetur.
með flugi þar sem það er viðhaft.
Þær hafa alþjóðasamskipti í flug-
málum á sínum herðum og þær
hafa eftirlit og umsjón með veitingu
flugréttinda í gegnum lofthelgina,"
sagði Pétur Einarsson flugmála-
stjóri.
Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða vildi ekkert láta hafa eft-
ir sér um málið. „Mín samskipti við
flugmálastjóra fara ekki fram á
opinberum vettvangi,“ sagði hann.
* * ♦ •
Urskurðaður
í geðrannsókn
í fimmta sinn
STEINGRÍMUR Njálsson, sem
margoft hefur verið sakfelldur
fyrir kynferðisafbrot gegn ung-
um drengjum, hefur verið úr-
skurðaður í geðrannsókn í Saka-
dómi Reykjavíkur. Þetta er í
fimmta eða sjötta sinn, sem hann
gengst undir geðrannsókn, sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
rikissaksóknara.
Ríkissaksóknari hefur krafizt
þess fyrir dómi að Steingrímur verði
dæmdur til öryggisgæzlu til þess
að ungum drengjum stafí ekki
hætta af honum. Málið er sérstakt
að því leyti að krafa ríkissaksókn-
ara er byggð á ferli Steingríms í
heild, en ekki einstökum afbrotum.
Geðrannsókninni er ætlað að
leiða í ljós hvort Steingrímur er enn
hættulegur umhverfi sínu, eða
hvorí geðlæknismeðferð hafi breytt
lunderni hans.
Pétur Einarsson, flugmálastjóri:
Bréf Flugleiða vitna ekki um
þekkingu á nútíma flugrétti