Morgunblaðið - 05.07.1991, Side 18
(>!
! I IJUl.
Jf
18
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. JULl 1991
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Gert við strokuleiðina
Þakgluggar og umbúnaður innanhúss í Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg hefur verið styrktur eftir að sex fangar brutu sér leið út
um þakglugga fyrir skömmu. Verið var að vinna við það nú í vikunni
að gera við gluggann, þar sem sexmenningarnir komust út, og koma
í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
Fjölmargir erlendir ferða-
menn í veislum á Yatnajökli
VEISLUHLAÐBORÐ á Vatnajökli er veitingaþjónusta sem verður
æ vinsælli hjá ferðamönnum. Hótel Höfn og Jöklaferðir standa
fyrir ferðum frá Höfn í Hornafirði upp á Vatnajökul þar sem
boðið er upp á veisluhlaðborð. Eru það aðallega erlendir ferða-
menn er nýta sér þessa þjónustu.
Að sögn Árna Stefánssonar,
hótelstjóra á Hótel Höfn, hafa
verið haldnar 12 veislur á jöklinum
frá því 17. maí sl. Undirtektir
hafa því verið mjög góðar í sumar
og fjöldi manns farið í veislur á
jöklinum en einnig var boðið upp
á svona veisluferðir á jökulinn síð-
asta sumar. Árni sagði að það
væru aðallega útlendingar sem
nýta sér þessa þjónustu og kæmu
oft stórir hópar frá fyrirtækjum í
Evrópu í þessar jöklaveislur.
Stærsti hópurinn sem farið hefur
upp á jökulinn í sumar taldi 90
manns. Ámi sagði að ekkert væri
því til fyrirstöðu að íslendingar
notuðu sér þessa veisluþjónustu
sjálfir. Samkvæmt honum er eina
skilyrðið fyrir svona veisluferð
stærð hópsins en lágmarksfjöldi
er 15 manns.
I þessum ferðum er farið frá
Höfn í Hornafirði upp fyrir Skála-
fellsjökul á stað er nefnist Hálsa-
sker í 800 metra hæð. Árni sagði
að þar væri mokað upp einu snjó-
borði fyrir veitingar og öðru fyrir
gestina með snjóstólum í kring. í
þessum veislum er boðið upp á
fiskihlaðborð. Að sögn Árna er
komið með allan borðbúnað frá
hótelinu og sjá kokkar hótelsins
um veitingarnar. Jafnframt sjá
þjónar frá hótelinu um að þjóna
til borðs. Þannig að reynt er að
hafa allt sem veglegast.
Að sögn Árna eru Jöklaferðir
að byggja fjallaskála hjá Hálsa-
skeri til þess að geta aukið um-
svif sín á jöklinum og eni þeir
bjartsýnir á áframhaldandi veislu-
starfsemi og útsýnisferðir á jökul-
inn.
Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar:
Missum stjórn á fiskveiði-
auðlindimii við aðild að EES
JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði í ræðu
á fundi samstarfshóps um andstöðu við aðild íslands að Evrópsku
efnahagssvæði í vikunni, að fyrirvarar á veiðum Evrópuríkja í ís-
lenskri fiskveiðilögsögu myndu ekki halda þegar fram liðu stundir
og að með aðild íslands að EES, eða inngöngu í EB, myndu íslend-
ingar missa sljórn á fiskveiðiauðlindinni. Rakti hann tvö dæmi um
fiskveiðistefnu Evrópubandalagsins sem sýndu ofveiði þessara þjóða
umfram samningsbundanar veiðiheimildir en því hefði hann kynnst
í störfum sinum í Alþjóðahafrannsóknaráðinu.
Tiltók Jakob dæmi af síldveiðum
í sunnanverðum Norðursjó, sem
stundaðar eru af Hollendingum,
Frökkum og Dönum. Sagði hann
að árið 1989 hefði Alþjóðahafrann-
sóknaráðið lagt til að heimilaðar
yrðu veiðar á 30 þús. tonnum af
síld á hafsæðinu og samþykkti Evr-
ópubandalagið í Brussel 30 þús.
tonna heildarveiði. „Á aflaskýrslum
kemur líka fram að veidd hafí verið
30 þús. tonn en fiskifræðingar hjá
Alþjóða hafrannsóknaráðinu kom-
ust hins vegar að því, að til viðbót-
ar þessu hefðu verið veidd 48 þús.
tonn og heildaraflinn á árinu því
orðið 78 þúsund tonn,“ sagði hann.
Falsaðar aflaskýrslur
Á síðasta ári var aftur samþykkt
að leyfa veiðar á 30 þús. tonnum
af síld, að sögn Jakobs. Aflatölur í
lok ársins sýndu hins vegar að að-
eins hefðu verið veidd 24 þús. tonn
en sérfræðingar Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins hefðu komist að því
að til viðbótar hefðu verið veidd 32
þús. tonn og 5 þús. tonnum hefði
verið fleygt. Á síðasta ári hafi því
verið veidd rúmlega 30 þús. tonn
af síld umfram leyfilegt aflahá-
mark.
Botnfiskur ofveiddur
„Á einu gjöfulasta hafsvæði ver-
aldar, Norðursjónum, hefur verið
gengið þannig fram á undanfömum
3-4 árum að allur botnfiskur er
gjörsamlega ofveiddur. Það er svo
langt gengið, að aðal uppistaða
þorskaflans í Norðursjó, hefur verið
tveggja og þriggja ára fiskur. Afli
hefur farið niður á við en sóknin
aukist það mikið að veiðamar taka
um 70% af hveijum árgangi," sagði
Jakob.
Fyrirvarar gagnast ekki
Jakob tók einnig dæmi af ofveið-
um EB-þjóða við Kanada og sagði
síðan um fyrirhugaðar veiðiheimild-
ir í íslenskri lögsögu: „Menn hafa
talað um að vegna kvótafyrirkomu-
lagsins muni Evrópubandalagið
ekki fá nein fiskveiðiréttindi við
ísland og við myndum geta sett
fyrirvara um fiskveiðilögsögu okk-
ar. Mér skilst að verið sé að gera
það í samningaviðræðunum. En öll-
um hlýtur að vera ljóst, að við vax-
andi sameiningu þessara ríkja,
halda þeir fyrirvarar ekki til lengri
tíma. Þvert á móti held ég að það
verði líkt og með Gamla sáttmála,
að fyrirvararnir gleymist mjög fljót-
lega þegar frá líður. Því er það mín
skoðun, að ef við ætlum að halda
stjóm á okkar miklu auðlindum
umhverfis landið, verði það ekki
gert með því að ganga í Erópuband-
alagið eða Evrópska efnahagssvæð-
ið. Með því myndu veiðar hér fljót-
lega draga dám af þeim ósköpum
sem ég hef lýst hér með dæmum,"
sagði Jakob.
íþróttafélag
Bílddælinga
sigraði á ungl-
ingamóti HHF
Bíldudal.
HIÐ árlega unglingamót Héraðs-
sambands Hrafnaflóka var haldið
á íþróttavelli Bílddælinga laugar-
daginn 29. júní. Keppendur voru
um eitt hundrað talsins og komu
frá Barðaströnd, Patreksfirði,
Tálknafirði og Bildudal. Að þessu
sinni sigraði Iþróttafélag Bílddæl-
inga á mótinu með 353,3 stig, eða
23,5 stigum yfir næsta félagi.
Það voru Patreksfirðingar sem
sigruðu í fyrra og kom það því nokk-
uð á óvart að þeir skyldu hafna í
þriðja sæti á þessu móti. Ungmenna-
félag Tálknafjarðar varð í öðru sæti
með 330 stig, íþróttafélagið, Hörð-
ur, Patreksfirði í þriðja með 252,5
stig og Ungmennafélag Barðstrend-
inga í fjórða og síðasta sæti með
79 stig.
Tvö héraðsmet voru sett á mót-
inu, Iða Jónsdóttir, ÍFB, stökk 1,40
m í hástökki stúlkna 13-14 ára og
Fríða Kristinsdóttir, UMFT, sigraði
í 800 m hlaupi stúlkna 10 ára og
yngri, hljóp á 3 mín. og 10 sek.
Bílddælingar voru kátir yfir sigr-
inum en þetta er í fyrsta sinn sem
félagið sigrar á unglingamóti HHF.
Bikarinn, sem er farandbikar, verður
því í vörslu íþróttafélags Bílddæl-
inga þar til næsta mót verður háð
að ári.
R. Schmidt
>
Urtökumót í hestaíþróttum:
Fjórir knapar öruggir
með sæti í landsliðinu
FJÓRIR knapar tryggðu sér öruggt sæti í landsliði íslands sem keppir
á heimsmeistaramotinu í hestaíþróttum í Svíþjóð í ágúst. Úrtökumótið
fer fram í Hafnarfirði.
Hinrik Bragason vann sér sæti á
Pjakki frá Torfunesi, fyrir bestan
árangur í tölti, Sigurbjörn Bárðarson
á Kraka frá Helgastöðum I fyrir
bestan árangur í fjórgangi og Tómas
Ragnarsson á Snúði frá Brimnesi
fyrir besta árangur í fimmgangi. Þá
tryggði Einar Oder Magnússon á
Atgeiri frá Skipanesi sér svokallað
prósentusæti, sem sá knapi hlýtur
er hefur hæsta einkunnahlutfall úr
einhveijum af þremur gangtegunda-
greinunum.
Eftir fyrri umferð í 250 metra
skeiði virðist staða Gunnars Arnars-
sonar á Kolbaki frá Hvassafelli nokk-
uð sterk. Hlaut hann tímann 22.72
sekúndur, sem tryggir honum sæti
í liðinu, svo framarlega sem enginn
nái betri tíma i þeim tveimur sprett-
um sem eftir eru. Þá er Ragnar
Hinriksson á Gammi frá Ingveldar-
stöðum með góða stöðu í samanlögð-
um stigum úr þremur greinum.
í dag hefst dagskrá klukkan 10
með gæðingaskeiði og þar á eftir
hlýðnikeppni og 250 metra skeið.
KI. 14 verður keppt í sömu greinum
í sömu röð.
VK
*
Fósturskóli Islands:
Aðsóknin aldrei meiri
- segir Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri
METAÐSÓKN er að Fósturskóla íslands fyrir komandi vetur.
Alls sóttu 250 manns um námsvist við skólann en aðeins reyndist
unnt að taka við 114 nemendum. I haust hefst kennsla við nýja
námsbraut sem er aðallega ætluð nemendum af landsbyggðinni.
Nám við Fósturskólann tekur þrjú til fjögur ár og veitir full rétt-
indi til fóstrustarfa.
Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri
Fósturskólans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að í meginatriðum
yrði kennsla með tvenns konar
hætti við skólann í vetur. „Annars
vegar er um að ræða dagkennslu
sem fer fram í Reykjavík. Með
þeim hætti tekur námið þijú ár.
Hins vegar hefst kennsla á nýrri
námsbraut við skólann í haust
með dreifðu og sveigjanlegu sniði.
Fjarkennsla verður ríkur þáttur á
hinni nýju braut enda er hún snið-
in að þörfum nemenda á lands-
byggðinni sem eiga erfitt með að
sækja nám til Reykjavíkur. Með
þessum hætti tekur námið fjögur
ár og er nauðsynlegt að sækja
bóklegt nám í Reykjavík í tíu vik-
ur á ári meðan á því stendur. Um
hundrað manns sóttu um nám á
þessari braut en aðeins var tekið
við rúmlega þijátíu eins og áætlað
var. Um eitt hundrað og fimmtíu
manns sóttu um dagskólann í
Reykjavík en með þeim hætti tek-
ur námið þijú ár. Vegna hús-
næðisþrengsla var þó ekki hægt
að taka við nema áttatíu nemend-
um á þessari braut eins og venja
hefur verið. Það er athyglisvert
að af umsækjendum voru um 65%
með starfsreynslu úr leikskólum,"
sagði Gyða. Auk námsbrautanna
tveggja býður Fósturskólinn upp
á eins árs framhaldsnám og í vet-
ur er um að ræða nám í stjórnun.
Auk þess eru haldin styttri endur-
menntunarnámskeið bæði í
Reykjavík og á landsbyggðinni.
I máli Gyðu kom fram að inn-
tökuskilyrði í skólann eru minnst
tveggja ára nám við framhalds-
skóla. „Þó hefur verið heimilt að
líta fram hjá þessu ef umsækjandi
er talinn hæfur vegna menntunar
og reynslu af störfum í leikskól-
um. Því miður var lítið hægt að
huga að þessu nú vegna þrengsl-
anna. Það er langt síðan við ósk-
uðum eftir því að byggt yrði við
skólann en ekkert hefur miðað T
því máli. Á meðan verða nemend-
ur að matast á göngum skólans
og aðeins er vinnuaðstaða fyrir
sjö kennara af tuttugu. Mennta-
málaráðherra hefur þó sýnt hús-
næðisvandræðum skólans mikinn
skilning,“sagði Gyða.
Gyða segir margvíslegar
ástæður vera fyrir hinni miklu
aðsókn að skólanum. „Mér finnst
Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri
Fósturskólans.
jákvæð umræða um fóstrustarfið
hafa aukist upp á síðkastið. Með
nýjum leikskólalögum varð leik-
skólinn hluti af menntakerfinu og
þessi lagasetning var að mínu
mati kærkomin viðurkenning fyrir
hann. Almennt held ég að Fóstur-
skólinn hafi gott orð á sér en einn-
ig hefur verið mikil eftirspurn
eftir fóstrum að undanförnu. Það
er nauðsynlegt að ráðamenn átti
sig á mikilvægi þessa náms og
ég er hlynnt því að Fóstrunám
verði viðurkennt sem nám á há-
skólastigi," sagði Gyða að lokum.