Morgunblaðið - 05.07.1991, Side 22

Morgunblaðið - 05.07.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 5. JÚLI 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík' -— Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Upplýstar umræður essa dagana er verið að stofna þverpólitísk sam- tök til þess að vinna gegn að- ild íslands að hinu evrópska efnahagssvæði, sem rætt hef- ur verið um í nokkur misseri. Var fyrsti fundur á vegum þessara samtaka haldinn í fyrradag. Enn hafa samningar ekki tekizt milli EB og EFTA um EES og því ekkert hægt að fullyrða, hvort af þeim verð- ur. Jafnvel þótt samningar takist milli þessara tveggja bandalaga eða samtaka er engin vissa fyrir því á þessu stigi málsins, að Island verði aðili að EES, vegna þess, að samningar hafa ekki tekizt um þá málaflokka, sem mikilvæg- astir eru fyrir okkur. Samn- ingaviðræður eru þessa stund- ina í meira uppnámi, en ef til vill kann að líta út fyrir. Þótt erfitt sé og raunar ómögulegt að taka afstöðu til aðildar Islands að EES fyrr en samningaviðræðum er end- anlega lokið og samningsdrög liggja fyrir, er í sjálfu sér ekk- ert við það að athuga, að þeir, sem hafa nú þegar gert upp hug sinn til málsins bindist samtökum um að vinna sínum málstað fylgi. Það getur verið eðlilegur þáttur í lýðræðisleg- um umræðum um hin veiga- mestu þjóðmál. Slíkar umræð- ur þjóna því mikilvæga markmiði að upplýsa þjóðina um helztu þætti mála af þessu tagi, svo að hver þjóðfélags- þegn um sig geti gert upp sinn hug og tekið afstöðu á grund- velli þekkingar á málefninu, sem til umræðu er. Hins vegar skiptir miklu máli, að umræður um svo mik- ilvægt málefni sem hugsanleg aðild okkar að evrópska efna- hagssvæðinu er, verði mál- efnalegar, byggist á þekkingu og vilja til þess að upplýsa all- an almenning um efnislegar hliðar málsins. Því miður er reynsla okkar íslendinga sú, af fyrri umræðum um mikils- verð utanríkismál, að þær hafa fallið í allt annan farveg, þar sem minni áherzla hefur verið lögð á þekkingarmiðlun og upplýsingar og meiri áherzla á margvíslegan hræðsluáróður. Dæmi um þetta eru úölmörg, hvort sem um hefur verið að ræða þátttöku okkar í varnar- samstarfi vestrænna þjóða, þorskastríð við Breta eða jafn- vel samninga við erlend fyrir- tæki um byggingu stóriðju- vera. Vegna fyrri reynslu okkar af umræðum sem þessum er æskilegt, að aðilar málsins sýni í verki metnáð til þess að haga umræðum um hugsan- lega aðild okkar að EES á annan veg, en hingað til hefur tíðkazt. Ýmislegt getur stuðlað að því. Fólk er áreiðanlega upplýstara en áður um mál sem þessi. Mikill fjöldi íslend- inga hefur stundað nám í Evr- ópu, starfað erlendis, ferðast um Evrópulönd og haft marg- vísleg önnur samskipti við Evrópuþjóðir. Þess vegna er erfiðara en ella að halda að fólki röngum upplýsingum. Kröfunni um upplýstar um- ræður og þekkingamiðlun er ekki einungis beint að þeim samtökum, sem nú er verið að stofna til þess að vinna gegn aðild að EES, heldur líka að þeim stjómmálaflokkum og stjómmálamönnum, sem eiga eftir að skipa sér í fylkingar um þetta mikla mál. Almenn- ingur er orðinn þreyttur á þjóð- málaumræðum, sem byggjast á of mikilli einföldun og alhæf- ingum og sýnast byggja á því, að hinn venjulegi þjóðfélags- þegn gefi því lítinn gaum, sem um er að ræða. Þegar og ef samningar tak- ast milli EB og EFTA um stofnun evrópsks efnahags- svæðis þurfa stjórnvöld að efna til mikils kynningarátaks svo að fólk eigi greiðan aðgang að upplýsingum um það, hvað felst í samningsdrögunum. Hvað felst í hugsanlegum samningum um frjálsan bú- setu- og atvinnurétt? Hvað felst í samningum um fijálsa fjármagnsflutninga? Hver verður réttur útlendinga til þess að kaupa eignir hér á landi? Er um að ræða framsal á einhverju valdi til EES o.s.frv.? Við eigum að hafa metnað til að hefja opinberar umræður á íslandi á hærra plan, en þær hafa lengi verið. Við eigum að gera meiri kröfur til stjóm- málamanna um málefnalega framsetningu á sjónarmiðum þeirra. Þær kröfur eiga einnig að beinast að fjölmiðlum, hvort sem er dagblöðum eða ljósvak- amiðlum. A Islandi býr upplýst þjóð og hún á rétt á efnis- meiri umræðum um veiga- mestu mál, en hún hefur van- izt. Ráðstefna um norska konungsveldið: Goðaveldið spratt af fornri evrópskri hugmyndafræði -segir Einar Pálsson goðfræðingur í FYRIRLESTRI Einars Pálssonar goðfræðings á ráðstefnu um norska konungdæmið á eynni Körmt í byrjun júnímánaðar setti hann fram kenningu um hugmyndafræðilegan grundvöll stéttaskiptingar í Noregi fyrir daga Haraldar hárfagra og hvernig íslenska goðaveld- ið spratt af þeirri hugmyndafræði. Hann sagði að sú skoðun fræði- manna að íslenska goðaveldið hafi verið allt annars eðlis en samfé- lag Norðmanna sé byggð á miklum misskilningi og geti ekki staðist fræðilega. Með kenningunni verði íslenska goðaveldið hluti af einni samfelldri heild. Þar með verði skipan komið á samfélagsfræði allra Norðurlandabúa að fornu. Einar sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæðan fyrir því að honum var boðið á ráðstefnuna væri meðal annars sú hversu ís- lendingar hefðu tengst eyjunni Körmt þar sem voldugustu höfð- ingjar Norðmanna hefðu setið frá því á bronsöld. Má þar nefna Ólaf Tryggvason, Ólaf helga, Magnús lagabæti og Hákon gamla sem reisti kirkju á eyjunni. Við altari hennar er grafinn Þormóður Torfa- son sem þýddi íslensk fornrit á latínu á 17. öld. Talið er að Snorri Sturluson hafí dvalið hjá Hákoni á eyjunni en þangað rekja tvær íslenskar lagabækur, Jámsíða og Jónsbók, rætur sínar. Nú hafa Norðmenn ákveðið að hefja viðamiklar fornleifarann- sóknir á eyjunni og gera hana að eins konar þjóðgarði. Þar hafa þeir einnig reist menningarsetur sem tekið var í notkun á ráðstefnunni en í tengslum við hana var efnt til sérstakrar menningarhátíðar. Flutti Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, opnunar- ræðu hátíðarinnar en Einar Benediksson, sendiherra íslendinga í Noregi, flutti kveðju frá íslandi. Einar segir að eitt aðalumræðu- efnið á ráðstefnunni hafí verið end- urmat norskra og danskra sagn- fræðinga á danska konungsveldinu sem kom á eftir því norska. Niður- staða þeirra varð sú að Danir hefðu ekki farið illa með Norðmenn eins og talið hefur verið heldur hefðu þeir farið vel með þá, jafnvel betur en landa sína i Danmörku. Danska konungsveldið í Noregi stóð yfir í fjórar aldir. A ráðstefnunni flutti Einar tvo fyrirlestra. Fjallaði annar um eðli í spánni segir að horfur séu á stöðnun eða samdrætti í útflutn- ingstekjum landsmanna á næstu hins forna konungdæmis og skyld- leika þess við íslenska goðaveldið og skýrði Einar frá niðurstöðum sínum um grundvöll konungdæmis- ins eins og hann verður lesinn af táknmáli í fornum ritum. Hinn fyr- irlesturinn Ijallaði um hugmynda- fræði hins norska samfélags fyrir daga landnámsins á íslandi. Sagði höfundur að sú skoðun fræðimanna að íslenska goðaveldið hefði verið allt annars eðlis en samfélag Norð- manna þegar íslendingar komu frá Noregi væri byggð á miklum mis- skilningi enda stæði skýrum stöfum í íslendingabók og Landnámu að lög Islendinga væru runnin frá Gulaþingi og Þorleifi spaka. „Flestum er kunnugt að á þess- um tíma voru höldar, hersar, jarlar og smákonungar I Noregi en kenn- ing mín er eftir því sem ég best veit sú fýrsta sem tekur fyrir hvers konar samfélag þetta var og hvern- ig stendur á því að goðaveldið mánuðum og misserum samfara auknum innflutningi. Bent er á að sú aukning sem orðið hefur á Einar Pálsson sprettur af þessu. Ef hún verður viðtekin þá verður íslenska goða- veldið hluti af einni samfelldri heild. Allt misræmi yrði úr sögunni og skipan komin á samfélagsfræði allra Norðurlandabúa að fornu. Með kenningu minni er mynduð brú sem vantaði á milli danska konungdæmisins, sænska konung dæmisins, konungdæmis Haraldar hárfagara og íslenska goðaveldis- ins,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Einar sagðist vona að kenningin ætti eftir að vekja talsverðar rök- ræður á komandi tímum. innlendri eftirspurn, frá því um mitt síðasta ár, sé nokkuð meiri en vænst hafí verið. Gerir spáin ráð fyrir að þjóðarútgjöld vaxi um 2-2,5% á mnilli áranna 1990 og 1991 og um 4-4,5% á milli áranna 1991-1992, en þar er gengið út frá að orkuframkvæmdir vegna nýs álvers hefjist á árinu. Er talið að á þessu ári vaxi landsfram- leiðsla hins vegar um 0,5%-l% en vaxi svo örar á næsta ári eða um 3,5%. Reykjavík - Kópavogur - Garðabær - Hafnarfjörður: Félag íslenskra iðnrekenda: Spáir stórauknum viðskipta- halla á þessu ári og því næsta FÉLAG íslenskra iðnrekenda gerir ráð fyrir að viðskiptahalli á þessu ári geti orðið 10-11 milljarðar króna eða 3,5% af landsfram- leiðslu og að hallinn á næsta ári verði tvöfalt meiri. Lætur nærri að viðskiptahalli næsta árs geti svarað til 5-6°/o af landsfram- leiðslu. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá FÍI sem birt er í fréttablaði félagsins, Á döfinni. Gatnagerðargjöldin látin taka mið af vísitöluhúsi Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að miða gatna- gerðargjöld framvegis við hlut- fall af byggingarkostnaði vísi- töluhúss á hvern rúmmeter. Þetta er sama aðferð og beitt er í ná- grannasveitarfélögunum, Garðabæ, Kópavogi og í Reykjavík en fram til þessa hefur gjaldskráin í Hafnarfirði miðast við ákveðið gjald fyrir hverja tegund byggingar. í júlímánuði er byggingarkostn- aður vísutöluhússins kr. 19.578,22 fyrir hvern rúmmeter, þar af eru gatnagerðargjöld kr. 734,60 sam- kvæmt útreikningum Re'ykjavíkur- borgar. Miðað er við vísitölu bygg- ingarkostnaðar sem var 185,9 stig 1. júlí síðastliðinn en var 183,5 stig 1. júní. Guðrún Pálsdóttir ijármálstjóri Kópavogskaupstaðar sagði, að breytinga væri von á gatnagerðar- gjöldum þar á næstunni og þá til samræmis við gjaldskrá í Reykjavík. Ennfremur að gjaldskráin væri vil- landi, þar sem gatnagerðargjöld miðast við kostnað við gatnagerð í hveiju einstöku hverfi og ef hún reyndist kostnaðarsamari kæmi til álag. Að auki kemur til greiðsla á sérstöku yfirtökugjald í þeim tilvik- um þegar bæjaryfírvöld leysa til sín land eða rífa niður hús sem standa í vegi fyrir nýju skipulagi. Með þess- um hætti er komið í veg fyrir að aðrir en væntanlegir húsbyggjendur beri kostnað af nýjum hverfum. Gatnagerdargjöld 4 5 6 ! 9 10 12% 14 Einbýli með eða án tvíbýlisaðstöðu Raðhús, tvibýli, keðjuhús Fjölbýli Iðnaðarhúsnæði Versl./skrifst.húsn. Annað húsnæði í Reykjavík Einbýli Raðhús, parhús, tví- og þríbýli og þétt byggð Fjölbýli Atvinnuhúsnæði Annað húsnæði Einbýli, stærra en 600 rúmmetrar Einbýli, minna en 600 rúmmetrar Raðhús, parhús, tvi- og þribýli Fjölbýli Iðnaðarhúsnæði* Versl./skrifst.húsn. í Hafnarfirði Éftir kerfisbreytingu i_______________I Annað húsnæði í Kópavogi Iftnaðarhúsnæði I Kópavogi er flokkað í þrennt, iðnaðarhús á einni hæð stærra en 2000 nimm. (3,5%), hús á einni hæð allt að 2.000 rúmm. (4%) og önnur iðnaðarhús (5%) I I I Einbýli með eða án tvibýlisaðstöðu Raðhús, tvibýli, keðjuhús Fjölbýli Iðnaðarhúsnæði Versl./skrifst.húsn. Annað húsnæði f Garðabæ Gatnagerðargjöld miðast við stærð húsnæðis. Af hverjum rúmmetra húss- ins greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsi skv. útrikningi Hagstofu íslands. Á síðasta ári nam atvinnuleysi 1,7% af mannafla en í spá FÍI segir, að í ár megi búast við að atvinnuleysi geti orðið um 1,6% af mannafla og 1,5% á næsta ári. Er þessi þróun háð því að launa- hækkanir verði í takt við fram- leiðnibreytingar einstakra at- vinnuvega. Spáð er áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar og að hún geti orð- ið um 6,5% á næsta ári. Iðnrekend- ur spá því að iðnaðarframleiðsla vaxi um 1,5-2% á yfirstandandi ári og geti vaxið um 4,5% á árinu 1992, miðað við að orkufram- kvæmdir vegna álvers hefj'ist af fullum krafti á næsta ári. í spánni segir að slæmar horfur um útflutning ráðist að nokkru af litlum loðnuafla, sem og fyrir- sjáanlegu aðhaldi í veitingu afla- kvóta en einnig séu blikur á lofti í framtíð fiskeldis og ullariðnaðar. Því gæti innflutningur vaxið meira en spáin gerir ráð fyrir, einkum vegna mikilla umsvifa í bifreiða- viðskiptum landsmanna. Gangi það eftir geti viðskiptahallinn í ár orðið um 13 milljarðar kr. og eru þá ótalin áhrif vegna samdráttar í fiskeldi og ullariðnaði. Iðnrekendur telja að við hag- stjórn beri fyrst og fremst að tryggja efnahagslegan stöðug- leika og halda verðbólgu í skeijum. Er mælt með auknu sjálfstæði Seðlabanka sem lið í að ná stöðug- leika og sölu veiðileyfa til þess að draga úr skaðlegum áhrifum sveiflna í afla og fískverði á er- lendum mörkuðum. Þá er mælt með tengingu krónunnar við evr- ópsku mynteininguna ECU, sem iðnrekendur telja að gæti verið hagfeild íslendingum. 50 ár frá upphafi stjórnmálasambands Islands og Bandaríkjanna: Bandaríkjamenn stoltiraf við- urkenningn fullveldis íslands - sagði sendiherra Bandaríkjanna við afhjúpun högg’myndarinnar Samstarfs HÖGGMYNDIN Samstarf, Partnership, var afhjúpuð við Sætún í Reykjavík í gær. Sam- starf er gjöf bandarisku sendi- herrahjónanna Sue og Charles E. Cobb Jr. til íslendinga í til- efni þess að 50 ár eru liðin frá því að formlega var stofnað til stjórnmálasambands milli ís- lands og Bandaríkjanna. I ár eru liðin 50 ár frá því að Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, og Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, skiptust á bréfum til staðfestingar á stjórn- málasambandi landanna en það var gert þann 1. júlí árið 1941. í tilefni þessa afmælis ákvað banda- ríski sendiherrann, Charles E. Cobb .Ir., ásamt konu sinni, Sue, að færa Islendingum gjöf til þess að minnast góðs samstarfs ríkjanna síðustu 50 árin. Cobb sendiherra sagði við afhjúpun styttunar að Bandaríkjamenn væru mjög stoltir af því að hafa viðurkennt ísland sem fullvalda ríki þremur árum áður en landið hlaut fullt sjálfstæði. Hann sagði einnig að hann og kona hans hefðu mikið velt fyrir sér hvernig væri best að minnast þessara tímamóta. Þegar þau voru á ferðalagi um Norðurland benti Sigurður Helga- son, fyrrverandi forstjóri Flug- leiða, þeim á styttuna Farið eftir Pétur Bjarnason sem Flugleiðir lét reisa. Sendiherrahjónunum fannst Farið mjög tilkomumikið og ákváðu að fá Pétur til þess að hanna höggmynd í tilefni afmælis- ins. Verk Péturs er 4 metra há bronsstytta er heitir „Partnership" á ensku en það má útleggja sem samstarf eða vináttusamband á íslensku. Samstarf er stærsta bronsstytta sem unnin hefur verið á íslandi. Tvö eintök voru gerð af verkinu. Það eintak sem sendi- herrahjónin gáfu íslendingum er fyrir framan Sjávarútvegsráðu- neytið við Sætún. En hitt eintakið kemur til með að standa við heim- ili sendiherrahjónanna í Miami á Florída. Sagði Cobb sendiherra að Golfstraumurinn myndi tengja verkin tvö saman á táknrænan hátt. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og fráfarandi borgarstjóri Davíð Oddssyni forsætisráðherra var skýlt fyrir rigningunni meðan hann flutti ávarp sitt við at- höfnina. Álengdar fylgist Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna með. Morgunbiaðið/Sverrir þessara tímamóta þar sem viður- kenning Bandaríkjanna hefði ráðið úrslitum á sínum tíma þegar Island hlaut sjálfstæði. Davíð sagði það mikinn heiður að taka við stytt- unni en þessi opinbera athöfn var sú síðasta sem hann tók þátt í sem borgarstjóri Reykjavíkur. Cobb sendiherra bað því næst Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, að minnast í nokkrum orðum þessarar tíma- mótaákvörðunar sem faðir hans Hermann Jónasson tók sem for- sætisráðherra Islands árið 1941. Steingrímur sagði að það hefði verið erfíð ákvörðun fyrir föður sinn að fórna hlutleysi íslands á stríðstímum og biðja Bandaríkin um vernd. Steingrímur sagði einn- ig að faðir sinn hefði ætíð talið Bandaríkinn besta kostinn þar sem það væri lýðræðislegasta ríkið og taldi Steingrímur að allar góðar væntingar er hafðar voru til sam- starfsins hefðu ræst. Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt gefendur' Sams -n fs, sendiherrahjónunum, Charles og Sue Cobb, listamaiuiinuni, Þétri Bjarnasyni og sonum hans, Jóni Bjarna og Skúla Steinari. Reykjavíkur, tók við verkinu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og allra íslendinga. Hann sagði í ræðu sinni að það væri mikilvægt að minnast Mynd af Kristjáni Jó- hannssyni prýðir minn- ispening um Caruso KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari var einn þriggja söngvara sem sungu á minningartónleikum á Italíu um Enrico Caruso, einn fræg- asta tenór sögunnar, á 70. ártíð hans þann 8. júní síðastliðinn. í til- efni þessara tímamóta var gefinn út minnispeningur með mynd af Caruso á forhliðinni og af Kristjáni á bakhliðinni. „Þeim fannst ástæða til að ég væri þarna aftan á Caruso, þannig að það er út af fyrir sig merkilegur hlutur,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Hann kvað þetta vera mikla viðurkenningu fyrir sig og sýna á vissan hátt stöðu hans í óperuheiminum í dag. „Þetta er gefíð út í tilefni 70 ára dánarafmælis Carusos hérna í Briscia Lombardia á Ítalíu," sagði Kristján. „Ég var einn af þremur söngvurum sem sungu minningar- tónleika um Caruso og síðan voru af þessu tilefni framleiddir þessir peningar í gulli, silfri og bronsi." Kristján sagðist gera ráð fyrir að minnispeningurinn yrði eftirsótt- ur gripur. „Ég ætla að minnsta kosti að vona það,“ sagði hann. „Mér fannst þetta mikið mál, vegna þess að síðan var rætt um það bæði í blöðum og sjónvarpi að ég væri vel að þessu kominn og ætti þennan heiður mjög vel skilinn, ætti hann frekar skilinn heldur en nokkur annar. Það gefur vissa mynd af því hvar ég er staddur í bransanum í dag.“ Kristján hefur nýlokið við að syngja í Aidu eftir Verdi með sænska baritónsöngvaranum Ingv- ari Wixeil í Deutsche Opera í Berlín. „Það gekk alveg brilliant og var mjög gaman að kynnast honurn" sagði Kristján. „Hann er eitt af ijór- um stærstu óperunöfnum í sögu Svía og margfrægur af list sinni, orðinn fullorðinn núna en syngur listavel enn. Hann er í hópi með Jussi Björling, Nikolai Gedda og Sænski baritóninn Ingvar Wixell og íslenski tenórinn Krisíján Jóhanns- son í Aidil eftir Verdi á sviði Þýsku óperunnar í Berlín fyrir skömmu. Birgit Nielson, þau eru stærstu nöfn sem Svíar hafa átt í óperu- heiminum.“ Kristján var spurður hvað hann væri að fást við núna og næstu mánuði. „Ég er að æfa núna í Aren- unni héma í Verona og er með frumsýningu þar 14. júlí og stendur mikið til. Eg syng þar í Turandot eftir Puccini. Ég syng þarna átta fyrstu sýn- ingarnar af tólf. Eftir það verð ég niðri á Sikiley í ágúst að öllum líkindum, síðan í Hamborg í sept- ember og opna svo nýtt óperuhús í Genova á Ítalíu í september og síðan er það bara keyrsla alveg allt næsta leikár í þessum helstu óperu- húsum. Það er vitlaust að gera,“ sagði Kristján Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.