Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 31

Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 31 Jóhannes Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 24. júlí 1919 Dáinn 22. júní 1991 Aðfaranótt laugardagsins 22. júní síðaptliðinn lést mágur minn Jóhannes Guðmundsson, versiunar- maður, að heimili sínu hér í borg tæpra sjötíu og tveggja ára að aldri. Við þau umskipti er mér ljúft að minnast góðs drengs með þökk í huga fyrir minnilega samfylgd í rúma §óra áratugi innan vébanda fjölskyldu og í traustum tengslum við fjölmennt ættarsamfélag. Réttra tíu ára gamall fluttist Jóhannes með foreldrum sínum og systkinum í nýreist og á þeirrar tíð- ar mælikvarða stórhýsi að Bárugötu 17. Þar hefur hann síðan átt heima, i fyrstu á foreldraheimilinu og síðar eigin heimili. Á þeim stað var hann rótgróinn og þaðan var hann burt- kvaddur þegar kallið skyndilega kom. Daginn áður höfðum við hist í garðinum sunnan við húsið er hann lét sólina verma sig, léttur í máli með gamanyrði á vör, eins og honum var lagið án þess að alvaran væri langt undan. Þá stundina var ekkert sem sérstaklega boðaði vist- askiptin og sannar okkur enn hversu skjótt veður getur skipast í lofti og bilið er skammt á milli lífs og dauða. Jóhannes fæddist í Reykjavík 24. júlí 1919, næstelstur af sex börnum hjónanna Ingibjargar Bjömsdóttur húsfreyju og Guðmundar Sveins- sonar skipstjóra. Elst er Ása fædd 1918, bókhaldari, búsett í Oregon- ríki í Bandaríkjunum og var gift John De-Groot tungumálakennara af hollenskum ættum; Þórunn fædd 1920, listmálari, búsett í Danmörku og gift Vagn Jensen listmálara; Harald fæddur 1921, rafvirkja- meistari, kvæntur Björgu Einars- dóttur; Sigríður fædd 1923, snyrti- fræðingur, búsett í Arizona-ríki og gift Jay Brown verktaka; yngstur systkinanna er Sveinn fæddur 1929, verkfræðingur, var hann kvæntur Ingrid G. Bauer kaup- manni þýskrar ættar. Börn systkina Jóhannesar, sextán að tölu eru öll uppkomin og hafa flest stofnað eig- in heimili og fjölskyldu. Ingibjörg (1886-1973) móðir Jó- hannesar var dóttir Þórunnar Arn- órsdóttur er átti ættir í byggðunum við Kollafjörð, einkum á Kjalarnesi og Seltjarnarnesi, og Björns Jóns- sonar bónda að Syðri-Þverá í Vest- urhópi, var hann af þingeyskum stofni og í föðurætt frá Illugastöð- um í Fnjóskadal. Systkini Ingibjarg- ar voru Guðný, lengst búsett á Akureyri þar sem hún stundaði barnakennslu, Jenný húsfreyja á Ljósavatni, Guðmundur bóndi að Görðum á Álftanesi og Sigurður iðnverkamaður í Reykjavík. Guðmundur Sveinsson (1886- 1952) faðir Jóhannesar nam skip- stjórnarfræði í Englandi. Hann sigldi sem stýrimaður á breskum togurum á árum heimsstyrjaldar- innar fyrri en varð síðan skipstjóri á íslenskum togurum og sigldi með- al annars með fisk til Bretlands öll síðari stríðsárin. Á því tímabili auðnaðist honum að bjarga á fjórða hundrað manns af bresku herskipi sem hafði orðið fyrir skotárás stríðsaðila á Atlantshafi. Um skeið starfrækti Guðmundur veiðarfæra- gerð en var seinustu æviárin skipa- skoðunarmaður í Reykjavíkurum- dæmi. Móðir Guðmundar var Sig- ríður Sveinbjamardóttir frá Ská- leyjum á Breiðafírði en faðir hans Sveinn Rósenkransson skipstjóri og bóndi að Hvilft við Önundarfjörð. Börn Hvilftarhjóna auk Guðmundar voru Guðlaug og Jón sem bæði bjuggu á Hvilft, Sveinbjörn kaup- maður á Patreksfirði og Matthías kaupmaður á ísafírði, Olafur vél- fræðingur og skipaskoðunarstjóri, Magnús stýrimaður í Reykjavík, María er ung að árum giftist til Noregs og Jóhannes sem lést í blóma lífsins 1919; bar Jóhannes Guðmundsson hans nafn. Sem drengur dvaldist Jóhannes flest sumur hjá frændfólki sínu í Skáleyjum og á Hvilft. Tengdist hann þá sterkum böndum við vestf- irskan ættlegg sinn, kynntist sjó- sókn og því sem að henni laut, lærði að fara með rá og reiða og heillaðist af sjónum. Þar var hugur hans allur þó lífsstarf hans yrði í öðrum farvegi. Á uppvaxtarárunum í Reykjavík var Jóhannes þátttakandi í drengja- starfi KFUM undir handleiðslu séra Friðriks Friðrikssonar. Varð hann sem aðrir úr drengjaskara séra Friðriks fyrir miklum og varanleg- um áhrifum af leiðtoganum svipm- ikla og minntist hans alla ævi sem mikilhæfs manns. Þegar Jóhannes síðar leitaði með nokkrum félaga sinna eftir stað fyrir sumarhús varð þeim einkar kærl að sá staður fannst í nágrenni Vatnaskógar, þar sem sumarstarf KFUM hefur staðið í áratugi. Á sínum yngri árum eignaðist Jóhannes ásamt nokkrum félögum sínum seglskútu og sigldu þeir um eyjar og sund við Reykjavík á þeim árum er fáir þreyttu siglingaíþrótt- ina hér við land. Einn frænda hans að vestan, fluttur hingað á mölina, átti skektu og voru þeir frændurnir mörgum stundum, vor og sumar, á sjónum sér til yndis og að veiðum. Síðar fékk Jóhannes vestan úr Ön- undarfírði gamlan bát, hið mesta happafley, sem hann gerði upp af mikilli kostgæfni og reri í tómstund- um á fískislóð í Faxaflóa. Átti hann þar ómældar ánægjustundir með skylduliði sínu. Að loknu venjubundnu barna- skólanámi sótti Jóhannes kvöld- skóla KFUM en settist síðan í Versl- unarskóla íslands og lauk prófi þaðan vorið 1938. Varð starfsbraut- in þá að mestu ráðin. Að vísu hafði hann verið nokkur sumur á skipi með föður sínum við síldveiðar og einnig lítið eitt á Gylfa, einum Vat- neyrartogaranna en verslunar- og skrifstofustörf tóku svo við. Um fermingaraldur var Jóhannes við sendlastörf hjá frænda sínum Jóni Bergssyni er stofnað hafði skóverslun og heildsölu upp úr umsvifum Obenhaupt stórkaup- manns er hér starfaði á fyrstu tug- um aldarinnar. Síðar réðst hann til afgreislustarfa í verslun Jóns, „Skónurn" við Laugaveg og síðan hjá verslun L.H. Muller í Austur- stræti. Um skeið var Jóhannes í starfí hjá verðlagsstjóra, meðal annars við verðlagseftirlit einkum varðandi vörur er tengdust útgerð og naut þar sérþekkingar sinnar. Um tíma annaðist hann rekstur útgerðarfyrirtækisins Kópanes sem rak samnefndan togara. Þegar bak- arameistarar stofnuðu sameignar- fyrirtækið „Rúgbrauðsgerðina hf.“ og reistu stórbyggingu yfír starf- semina við Borgartún varð Jóhann- es framkvæmdastjóri fyrirtækisins og gegndi því starfí um allmörg ár. Framan af ævi var Jóhannes heilsuhraustur en um miðjan aldur tók að ganga á líkamsþrek hans og má ætla til þess orsakir. Hann hvarf frá störfum hjá samtökum bakarameistara, fékkst um sinn við bókhald sem lá vel fyrir honum en . þar kom að hann söðlaði alveg um og tók að fást við smíðar. Jóhannes hafði ekki lært hand- verkið en kynnt sér það nákvæm- lega bæði með því að sjá til manna sem lærðir voru í iðninni og af bók- um. Varð hann vel fróður um viðar- tegundir ög verklag allt og í einu orði sagt listasmiður, jafnvígur á húsasmíði og húsgagna. Frá hans hendi eru til frábærlega vel smíðað- ar innréttingasr og ýmsir smíðis- gripir, allt með vönduðu handbragði og úr völdum viði. Um skeið starf- aði hann hjá Slippfélaginu í Reykja- vík. Varð hann þar fyrir alvarlegu vinnuslysi og bar ekki sitt barr upp frá því. En smíðar stundaði hann í vinnustofu heima hjá sér hvenær sem stund gafst og þrekið leyfði. Eftirminnilegt var að hitta hann við smíðabekkinn, sjá hann að störfum og ræða við hann um viðfangsef- nið. Vaknað gat í huga manns eftir- sjá yfir að slíkir hæfíleikar komu ekki fyrr fram í dagsljósið og fengu þá þjálfun sem þeim bar. Hinn 18. ágúst 1945 kvæntist Jóhannes Huldu, eftirlifandi eigin- konu sinni, sem fædd er 25. ágúst 1923. Foreldrar hennar voru Kristín Gísladóttir ættuð úr Dýrafírði og frá Dynjalda í Arnarfírði og Krist- inn skipstjóri Magnússon trésmíða- meistara Árnasonar í Reykjavík; Kristinn hafði iðulega dvalist hjá skyldfólki sínu í Engey á Kollafírði og var oft við þann stað kenrdur; systkini hans voru mörg mikilhæft fólk og er meðal þeirra séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli í Ölfusi. Hulda var kjördóttir hjónanna ísa- foldar og Frantz Hákansson bak- arameistara og um skeið veitinga- manns í Iðnó. Hulda er skrifstofu- stjóri hjá Norrænu eldfjallastöðinni. Þeirri Jóhannesi varð sex barna auðið: Kristín ísafold f. 21. ágúst 1946, hún lést fárra vikna; Ingi- björg f. 5. október 1947, stúdent og um skeið kennari við grunnskól- ann á Eyrarbakka, síðar við útgerð þar. Fyrri maður hennar var Ólafur M. Ólafsson verslunarmaður í Reykjavík, þau skildu, síðari maður hennar er Þórður Þórðarson og eru þau búsett á Eyrarbakka; Kristín Huld f. 30. nóvember 1949, bókari, gift Oddi B. Sveinssyni verktaka; Guðmundur Kristinn f. 8. febrúar 1954, ljósmyndari og starfrækir eigin myndastofu í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Ellen Halldórs- dóttur hjúkrunarfræðingi; Sveinn f. 22. júní 1956, verslunarmaður, kvæntur Sigurlín R. Óskarsdóttur og yngstur er Markús f. 18. mars 1962, húsasmiður, sambýliskona Elskulegur og góður drengur í þess orðs fyllstu merkingu, Her- mann Jón Ásgeirsson, er látinn, löngu fyrir aldur fram. Það var sárt að heyra það en þó enn sárara að vita af honum veikum og geta ekkert gert. Þessi góði vin- ur og hvers manns hugljúfí var fæddur og uppalinn á ísafírði. For- eldrar hans voru hjónin Anna Her- mannsdóttir og Ásgeir Sigurðsson. Anna lifir son sinn, ásamt tveimur systrum hans en Ásgeir faðir hans er látinn fyrir nokkru. Hermann var kominn af traust- um og stórum ættum við Djúp sem fluttu til ísafjarðar. Voru móðurfor- eldrar hans Salóme og Hermann, okkar allra bestu nágrannar um mörg ár, þau áttu ellefu börn. Föð- urforeldrana, þau Maríu og Sigurð, þekkti ég einnig af öllu góðu, voru börn þeirra enn fleiri. Hermann Jón, þessi ljóshærði, fallegi drengur með bláu augun var í miklu uppáhaldi hjá mér. Yngsti móðurbróðir hans og yngsti sonur minn voru mikið saman og slóst þá Hermann litli oft í hópinn, var hann aðeins yngi’i. Já, það voru hans er Ilulda S. Össurardóttir sölu- maður, þeirra heimili stendur að Bárugötu 17. Barnabörn Huldu og Jóhannesar eru ellefu að tölu. Á Bárugötu 17, á heimili Jóhann- esar og Huldu, hefur lengst af líkt og á gamla foreldraheimilinu fyrr á árum verið miðstöð skyldfólksins og fjölskylduhefðir og samheldni í heiðri haft. Hvergi þykir mér betra að kma að gestaborði en þar, öllum er tekið fagnandi, hið gamla fær að njóta sín samhliða því sem straumar nýrra tíma koma fram. 1 næsta nágrenni hefur verið mikil nábúasæld alveg frá upphafí en á engan mun hallað þó sérstak- lega sé til sögu nefnd Helga ,Gísla- dóttir á Bárugötu 18 sem hefur reynst framúrskarandi góður granni og vinur Jóhannesar og Huldu í raun. Helga og Jóhannes burð miklir mátar, þau deildu sam- eiginlegum áhugamálum svo sem fornbílaeign og akstri en þar er hún hlutgeng og eitt síðasta smíða- stykki Jóhannesar vann hann ein- mitt með þessum góða granna sín- um, forláta grindverk. Gott ná- grenni er ekki lofað sem vert er og þakklátur hugur leitar til hjónanna Helgu og Sigurgeirs á Bárugötu 18. Þegar ég við leiðarlok rifja upp kynni mín af Jóhannesi Guðmunds- syni og góð samskipti okkar frá því ég tengdist honum böndum mág- semda er mynd hans skýr í huga mér. Ilann stóð á gömlum merg og fylgdi eftir gömlum gildum úr foreldrahúsum, vel upplýstur og jafnan gott að ræða við hann ýmiss umhugsunar- og úrlausnarefni, trygglyndi og heiðarleiki voru ein- kenni hans, ljúfur í lyndi og léttur í máli, glaður á góðri stund og afar barngóður, börn urðu einfaldlega vinir Jóhannesar. Vestfírska arfleifðin sagði ávallt til sín, hann sigldi stundum krappan sjó sem hann hafði sjálfur komið sér í, en hann lagði ekki árar í bát og nú hefur hið jarðneska fley náð höfn. Fáum vikum fyrir andlátið kenndi Jóhannes sér meins og dvaldist í tvær vikur á Landakots- spítala. Hann hresstist á ný og hafði verið heima á þriðju viku við allgóða liðan, haldið þjóðhátíðar- daginn hátíðlegan í glaða sólskini, fjölskyldan komið saman í garðin- um og hann bjó sig hið besta undir að njóta sumarsins framundan. En dagar hans voru taldir. Með Jóhannesi Guðmundssyni er góður maður genginn, hvíli hann í friði og líkn veri með þeim sem eftir lifa. Björg Einarsdóttir Það er mikils virði að eiga góða nágranna. I dag kveðjum við á Bárugötunni góðan granna, hann „Jóa á móti“. góðir og ógleymanlegir dagar með þessa drengi í kringum sig. Hermann lauk barna- og lands- prófi á Isafirði og hélt síðan til Akureyrar þar sem hann tók stúd- entspróf, þá innritaðist hann í tann- lækningar við Háskólann og tók þar tannlæknapróf. Hann kvæntist konu sinni, Guðf- innu Gunnþórsdóttur frá Seyðisfírði og eignuðust þau fjögur börn sem nú trega sárt sinn einstaka föður. Missir Guðfinnu er mikill, hún hefur staðið sig mjög vel og sýnt mikla stillingu og dug í þessum erfíðleik- um. Þau settust að á ísafírði þar sem Hermann hafði mjög mikið að gera. Nokkru seinna fluttu þau í Kópavog þar sem hann stundaði tannlækn- ingar við miklar vinsældir, meðan heilsa hans leyfði. Þar lágu leiðir okkar saman, allt- af var hann sami góði drengurinn, með sína fáguðu framkomu og hlýju sem yljaði manni. Hjartans þakklæti fyrir allt, ekki síst eftir að ég varð ein, en þá hringdi hann í mig og heimsótti, það gerðu ekki margir. ÉG átti því láni að fagna að hafa Jóhannes sem næsta nágranna í rúm 16 ár. Síðustu árin urðu sam- skiptin mun meiri enda þá bæði heimavinnandi. Þó aldursmunurinn væri rúm 30 ár vorum við miklir vinir og félagar. Jói var sannkallað- ur herramaður, málkunnugur flest- um sínum grönnum, heilsaði hlýlega og tók alltaf ofan fyrir dömunum. Hann setti mikinn svip á götuna og eru það því mikil viðbrigði fyrir okkur að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Fallegt heimili hans og frú Huldu, hinnar myndarlegu konu hans, var okkur á Bárugötu 18 alltaf opið og ég nánast orðin eins og eitt af börnum þeirra hjóna. Jói var góður verkmaður og virt- ist allt leika í höndum hans, hvort sem unnið var í eigin þágu eða fyr- ir nágrannann, hvort viðfangsefnið var hjólhestaviðgerðir fyrir ungan vin úr næsta húsi eða við unnum saman útí skúrnum hans við smíðar. Við minnumst með virðingu og þakklæti þessa höfðingja hverfisins og vottum frú Huldu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Helga „á mót.i“. Hinn 5. júlí er Jóhannes Guð- mundsson borinn til grafar. Mér auðnaðist sá heiður að kynn- ast Jóhannesi Guðmundssyni vel þar sem ég var heimagangur á heimili hans og konu hans, Huldu Guðmundsson, um langt árabil vegna vináttu minnar við son þeirra, Guðmund. Á Bárugötu 17 átti ég mitt annað heimili og þangað var gott að leita. Jóhannes var hvetjandi faðir og góður leiðbeinandi okkar strák- anna. Hann hjálpaði okkur við smíð- ar og ýmis verkefni sem voru í senn spennandi og þroskandi. Einnig dútluðum við með honum við trili- una sem hann átti niðri við höfn. Oft urðu leikir okkar ærslafullir og kannski fóru eilítið úr böndum, en Jóhannes kippti sér ekki upp við smámuni, en dró þó skýr mörk sem við virtum. Lif Jóhannesar var stundum erf- itt og áfallasamt. En Jóhannes geymdi hlýjan mann, traustan, heiðarlegan og hjálpsaman. Hann unni sjónum og skak á Faxaflóan- um átti vel við hann. Hann var lista- smiður og margt af því sem hann smíðaði er með afbrigðum fallegt og vel unnið. Og aHa tíð leituðum við mörg til Jóhannesar um hjálp við smíðar og þá voru lögmál lífsins rædd eins og forðum. Ég kveð með söknuði. Fjölskyldu Jóhannesar votta ég mína dýpstu samúð. Olafur Arnalds Konu hans, móður, börnum, systrum og öðru venslafólki sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Bið þann sem öllu ræður að styrkja þau og styðja á þessum erfiðu tímum og að blessa og gæta vel hans Hermanns okkar. J.B.I. Hermann Jón Ásgeirs- son - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.