Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 33
Kveðja:
Sigríður Haraldsdótt-
ir, Hrafnkelsstöðum
Þá eik í stormi hrynur háa
hamra því beltin skýra frá
en þá fjólan fellur bláa
fallið það enginn heyra má
en angan horfin innir fyrst
urtabyggðin hvers hefur misst.
(Bjami Thorarensen)
Heiðurskonan Sigríður Haralds-
dóttir á Hrafnkelsstöðum hefur nú
kvatt þetta jarðlíf. Hún lét eitt sinn
svo um mælt að ljóð það sem hér
er birt væri svo fagurt að öll orð
skorti til að lýsa því. En það voru
raunar engin undur, þótt slíkt ljóð
fyndi bergmál í sál hennar sjálfrar.
Með sinni glöðu lund bjó hún yfir
þeim styrk sem ekkert mótlæti gat
bugað. Hún var sem eikin í stormin-
um er brotnar í bylnum stóra sein-
ast. Og þessi kona var mikill unn-
andi blóma, því mætti ilmurinn úr
blómskrýddum garðinum hennar
minna á hvers „urtabyggðin hefði
misst“.
Sigríður Haraldsdóttir var fædd á
Hrafnkelsstöðum í Ytra-Hreppi 30.
desember árið 1900. Foreldrar henn-
ar voru Haraldur Sigurðsson frá
Kópsvatni og kona hans, Guðrún
Helgadóttir frá Birtingaholti. Sigurð-
ur og Helgi voru bræður, synir Magn-
úsar Andréssonar í Syðra-Langholti.
En amma hennar í móðurætt Guðrún
Guðmundsdóttir bónda í Birtinga-
holti og Arndísar Einarsdóttur frá
Bryðjuholti og Guðrúnar Kolbeins-
dóttur yngri prests frá Miðdal. Eins
og sjá má var Sigríður kona stórætt-
uð og bar hún þess merki á margan
hátt. Guðrún móðir hennar var gáfu-
kona eins og hún átti kyn til. Harald-
ur faðir hennar var framfarasinnaður
bóndi, snyrtimenni og vinnusamur. Á
Hrafnkelsstöðum var á þeim tímum
sannkallað menningarheimili í sveit.
Sigríður naut ekki annarrar
menntunar en barnafræðslu heima
fyrir sem betri mun hafa verið en
almennt gerðist í þá daga en var svo
auk þes einn vetur í Kennaraskólan-
um hjá sr. Magnúsi Helgasyni móð-
urbróður sínum. Og æska hennar
leið í glöðum systkinahópi með stórar
vonir og vorhug í bijósti. Árið 1926
urðu þáttaskil í lífi hennar er hún
giftist og gekk að eiga nágranna
sinn, Svein yngri Sveinsson í Efra-
Langholti. En þar hófu þau búskap
og bjuggu eitt ár. En árið eftir, 1927,
fluttu þau að Hrafnkelsstöðum og
hófu búskap ásamt Helga bróður
hennar, þar sem hún síðan átti eftir
í blíðu og stríðu að una ævidaga sína
alla.
Börn þeirra Sigríðar og Sveins
urðu fimm, 3 synir sem allir búa á
Hrafnkelsstöðum og tvær dætur,
önnur þeirra látin en hin býr á Flúð-
um.
Árið 1942 fór undirritaður að búa
í Hvítárholti hér í sveit. Það getur
verið annmörkum háð, að flytja inn
í sveitarfélag þar sem gamalgrónir
siðir ríkja og siðir og tiltektir nýlið-
ans geta verið annarlegir í augum
þeirra sein fyrir eru. En Sigríður á
Hrafnkelsstöðum var ekki þeirrar
gerðar að hún léti neitt slíkt ráða
gerðum sínum. Fljótt stofnaði hún
til tengsla við okkar heimili og tre-
ysti vináttubönd með því að bjóða
okkur hjónum í afmælið sitt um nýár-
ið ár hvert, en ef að út af brá, þá
að koma seinna, svo sem þegar hún
fyllti 90 árin 30. desember sl.
Vorið 1954 andaðist Sveinn bóndi
á Hrafnkelsstöðum eftir þunga og
erfiða sjúkdómslegu. Með okkur
höfðu þróast vináttubönd sem áttu
sér rætur. Sveinn var gleðimaður í
vinahópi en ekki bjartsýnismaður,
þung undiralda alvöru á bakvið. Eitt-
hvert hugboð barst mér um að ég
ætti eftir að minnast þessa manns
eins og síðar kom á daginn.
Helgi Haraldsson bóndi á Hrafn-
kelsstöðum lést vorið 1984, 30 árum
seinna. Hann varð kunnastur fyrir
þekkingu sína á sviði íslenskra forn-
rita bæði í ræðu og riti. Fyrir ein-
arða baráttu hans á þeim vettvangi,
hvað sem málstað og skoðunum líð-
ur, var mér ljúft að minnast hans
einnig. Hér var um tvo merka menn
en ólíka persónuleika að ræða, þar
sem leiðir ekki gátu legið saman.
En það mun enginn hafa betur þekkt
en húsfreyjan á Hrafnkelsstöðum
sjálf. Og nú er hún einnig fallin í
valinn og hvernig varð þá undan því
vikist að minnast hennar?
Eftir hin þungbæru veikindi
Sveins og iát hans og hugboð mitt
ekki gleymt, var ég sem rekinn á
fund Sigríðar að tjá henni erindi
mitt. En þar sem hér var um nýgræð-
ing að ræða á þeim vettvangi reynd-
ist honum erfitt að hefja máls. En
hún gat sér til um það sem hér var
á ferð.
Hér kom það sem dugði og hann
fann styrkinn streyma frá hjartayl
hennar.
Ég hef þá trú, að þessi minningar-
brot mín um mann hennar hafi verið
henni styrkur á erfiðri stund. A.m.k.
þótti mér sem þau aldrei yrðu full-
þökkuð. Hvarvetna vildi hún greiða
fyrir mér, hvar sem hún fékk því
viðkomið. Hún var dul og bar ékki
hug sinn á torg en inni fyrir brann
glóð heitra tilfinninga. Þar sem sorg
bar að garði eða einhver átti um
sárt að binda varð hún jafnan fyrst
til að hughreysta, hjálpa og bæta.
Eitt sinn varð okkar heimili fyrir
fjárskaða. Þá gekkst hún fyrir því
að hlaupið yrði undir bagga og tjón-
ið bætt.
Aðalstarf hennar, að sjálfsögðu,
voru húsmóðurstörfin á mannmörgu
heimili. Enginn þarf að efast um
röggsemi hennar þar og myndar-
skap. Félagsmál t.d. stjórnmál, lét
hún ekki til sín taka. En hún var
fljótt kosin formaður kvenfélags
sveitarinnar og var það um árabil.
Það starf tók hún alvarlega. Hún bar
með sér sterkan og hreinskiptinn
Minning:
Magnea Lovísa
Magnúsdóttír frá Dnl,
Vestmannaeyjum
horfín frá okkur. Nú eru þau saman
á ný.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Fædd 12. ágúst 1914
Dáin 22. júní 1991
Mig langar til að minnast með
örfáum orðum ömmu minnar,
Magneu Lovísu Magnúsdóttur, sem
lést 22. júní sl.
Efst í huga mér eru þakkir til
hennar fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman. Þau voru ófá
skiptin sem ég dvaldist hjá Lúllu
ömmu og Oddi afa í Vestmannaeyj-
um og síðan hjá ömmu í Reykjavík
eftir að afi dó.
Minningin um þessar stundir
gleymist aldrei þó þau séu bæði
persónuleika og það var óhætt að
trúa henni fyrir' valdi, slíkur var
manndómur hennar og réttsýni.
Sigríður á Hrafnkelsstöðum fædd-
ist inn í vorbirtu nýrrar aldar er
ungmennafélögin voru í mótun og
sjálfstæðisbaráttan setti svip sinn á
allt þjóðlíf. En nú þegar hún kveður
er bjarmi nýrrar aldar brátt í aug-
sýn. Hún bar merki þeirra áhrifa á
margan hátt. Hún kunni ógrynni af
sögum og kvæðum og börnin hlust-
uðu hugfangin. Hún hafði næma
málkennd og skrifaði fagra rithönd.
Hún átti svo stóra sál og persónu-
leika, að hún þurfti ekki að bera
vanmetakennd gagnvart einum né
neinum. En fyrst og fremst bar hún
í barmi sér stórt göfugt hjarta. Jafnt
sem hún hlúði að öllum jarðargróðri
hlúði hún einnig að andlegum gróðri
einkum meðal barna, en hvar sem
hann annars kom fram var skilningi
hennar að mæta.
Best sýndi það styrk hennar og
fórnfýsi að stunda mann sinn og
hjúkra honum lengst af heima í
þungri sjúkdómslegu þar til yfir lauk.
Og síðar dóttur sinni sem sigð dauð-
ans hreif burt úr sama sjúkdómi.
Og síðast að annast Helga bróður
sinn ósjálfbjarga síðustu árin.
Á seinni árum fór heilsu Sigríðar
að hraka. Hún fór að bila í fótum
og hjartað að segja til sín og síðast
sjónin sem smátt og smátt fór að
hverfa henni.
Nú er stofan hennar Sigríðar á
Hrafnkelsstöðum auð, og tómlegt
þangað að líta en andi hennar svífur
þar enn í loftinu. Sveitin sem hún
unni hefur sett ofan við fall hennar.
Og það er stórt skarð fyrir skildi hjá
vandamönnum hennar og vinum og
þótt víðar væri leitað.
Og, að lokum þykir mér hlýða að
kveðja hana með fögru ljóði sem hún
hefur kunnað að meta:
Óttist ekki elli
Isalands meyjar
þó fagra hýðið ið hvita
hrokkni og fölni
og brúna logið í lampa
ljósunum daprist
og verði rósir vanga
að visnuðum liljum.
(B. Th.)
Sigurður Sigurmundsson
Góður Guð geymi hana Lúllu
ömmu.
Ingibjörg Yalsdóttir
Sigrún Krisljáns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 10. ágúst 1916
Dáin 22. júní 1991
Ég kynntist Sigrúnu fyrst árið
1979 er ég var í sveit í Garpsdal
hjá dóttur hennar og er Sigrún ein
sú yndislegasta manneskja sem ég
hef kynnst. Fannst mér ég eignast
þarna vin og ömmu í leiðinni því
ég var langt frá öllu mínu fólki en
Sigrún var þarna til staðar í marg-
ar vikur þau tvö sumur sem ég var
þar og alltaf gat maður talað við
hana og hún sagt manni skemmti-
legar sögur. Ég man ekki eftir henni
öðruvísi en hressri og kátri og þó
ég hafi ekki farið oft til hennar
eftir þetta þá sá maður að hún átti
fallegt heimili og góðan mann. Það
var ævintýraveröld, fannst mér, að
skoða allt það sem hún hafði gert
sjálf í höndunum og virtust engin
takmörk fyrir því hvað hún gat
búið til. Því miður vissi ég ekki af
láti hennar fyrr en ég sá minningu
í Mogganum klukkutíma eftir jarð-
arförina og finnst mér leitt að hafa
misst af þessari kveðjustund.
Elsku Ingibjörg, Kristjana og
fjölskyldur, ykkur sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur og ég
veit þið hafið misst mikið en nú líð-
ur henni vel.
Sibba
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
RAFN SÍMONARSON
Austurkoti,
Vatnsleysuströnd,
verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 6. júlí
kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlegast beðnir að láta
Sjúkrahús Keflavíkur njóta þess.
Alfreð Steinar Rafnsson,
Hörður Rafnsson,
Simon Rafnsson,
Bryndís Rafnsdóttir,
Guðmundur Rafnsson,
Erla Helgadóttir,
Valberg Helgason,
Karolína Ingvarsdóttir,
Margrét Pétursdóttir,
Edda Friðþjófsdóttir,
Sigurður Kristinsson,
Hrafnhildur Einarsdóttir,
Birkir Jónsson,
Ríta Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför litla drengsins okkar,
JÓHANNS INGA SIGURGEIRSSONAR.
Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför föður míns og afa,
JÓHANNESAR HJÁLMARS SVEINSSONAR,
Innri-Miðhlíð,
Barðaströnd.
Þórhildur Jóhannesdóttir,
Þorkell Kristinsson.
t
Alúðarþakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNU JÓNSDÓTTUR,
Hjarðarhaga 33,
Reykjavik.
Signý Hermannsdóttir, Gunnar Jónsson,
Sigfríður Hermannsdóttir, Magnús Jónsson,
Auður Hermannsdóttir, Magnús Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
EINARS I. GUÐMUNDSSONAR,
Hlíðarenda,
ísafirði.
Björg A. Jónsdóttir,
Garðar S. Einarsson,
Þorgerður S. Einarsdóttir, Guðmundur Marinósson,
Ingibjörg S. Einarsdóttir, Jón Kristjánsson,
Guðmundur S. Einarsson, Ingibjörg Daníelsdóttir,
Tryggvi S. Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.