Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 ____j____:___________!_í---------- Laura Valentino Hlaðvarpinn: Sýning Lauru Valentino Regnboginn sýnir myndina „Hrói höttur ■ í TILEFNI af íslensku tónlist- arsumri verða mánudagskvöld á veitingastaðnum Berlín í sumar tileinkuð íslenskri tónlist. Tónlistar- stjórar Berlínar munu spila gömul íslensk lög í bland við nýútkomin lög íslenskra tónlistarmanna. Einn- ig munu íslenskar hljómsveitir koma fram er tækifæri gefst. ■ Á PÚLSINUM föstudaginn 5. júlí og laugardaginn 6. júlí halda íslandsvinirnir Peter Qerling Blu- esconection sína fyrstu tónleika í mánaðarför um Island. Hljómsveit- in hefur áður haldið tónleika á Is- landi, nánar tiltekið sl. haust og lík- aði móttökurnar svo vel að hún afréð að koma aftur. Hljómsveitna skipa: Asger Jacobsen, bassi og söngur, Lennard Larsen, munn- harpa og söngur, Peter Querling gítar og söngur og íslenski trommu- leikarinn Ólafur Sigurðsson. Hér er um athyglisverða danska bíús- hljómsveit að ræða sem hefur getið sér gott orð í Danmörku á 17 ára ferli og því er þess að vænta að blúsunnendur fjölmenni á Púlsinn um helgina, segir í fréttatilkynn- ingu frá Púlsinum. Sunnudaginn 7. júlí leika svo Paparnir á Púlsin- um. ■ HLJÓMS VEITIN Blautir dropar spilar í Edenborg í Kefla- vík föstudaginn 5. júlí. Hljómsveit- ina skipa: Jóhann Þ. Baldursson, söngur, Stefán H. Henrysson, hljómborð, Gunnar Þ. Eggertsson, gítar, Brynjar Reynisson, bassi, og Haraldur Ó. Leonhardsson, trommur. VZterkurog hagkvæmur auglýsmgamiðill! LAURA Valentino heldur mál- verkasýningu með nafninu „Kyn, vald, fegurð“ í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, frá 5. til 21. júlí nk. Laura lauk MA-námi í listmálun frá Kaliforníu-háskólanum í Berke- ley árið 1980 og hefur sýnt víða í Bandaríkjunum. Hún hefur dvalið á íslandi í þijú ár og stundar nám í íslensku við Háskóla íslands. Sýningin verður opnuð föstu- dagskvöldið 5. júlí milli kl. 8-10. Ailir velkomnir. Galleríið er opið þriðjudag-föstudag kl. 12-6, laug- ardaga kl. 10-4 og sunnudaga kl. 2-4. REGNBOGINN hefur tekið til sýningar myndina „Hrói höttur“. Með aðalhlutverk fara Kevin Costner og Morgan Freeman. Eins og útfærslan af sögunni er í myndinni byijar hún á að Hrói af Locksley, ungur breskur aðals- maður sem fór í ævintýraleit til ókunnra landa, horfist í augu við dauðann í dýflissu í ókunnu landi. Honum tekst óvænt að flýja með hjálp múhameðstrúarmanns að nafni Azeem sem gerist fóstbróðir Hróa og ferðast með honum aftur til Englands. Þegar þeir koma til Englands komast þeir að því að á meðan Rík- harður konungur er í krossferð hef- ur konungdómurinn fallið í skaut fógetans af Nottingham sem stjórn- ar og arðrænir fólkið í landinu af mikilli grimmd. Hrói kemst að því að faðir hans var myrtur og að hann hafði verið sviptur landi sínu og góðu nafni ættarinnar. Hrói er Kevin Costner í hlutverki sínu í myndinni Hrói höttur. staðráðinn í að hreinsa nafn ættar- innar af ósönnum áburði en lendir í útistöðum við menn fógetans og verður útlagi sem fær nafnið Hrói höttur. Hrói finnur Maríönnu, systur vin- ar síns, sem lét lífið á flóttanum úr dýflissunni. Hann kemst að því að hún er orðin bráðfalleg kona, sjálfstæð í hugsun og framkvæmd- um. Hrói og Azeem flýja í Skírisskóg þar sem þeir rekast á hóp bænda sem leynast þar í útlegð. Bændurn- ir ganga í lið með Hróa, staðráðnir í því að frelsa landið úr klóm hins illræmda fógeta. Hrói höttur stelur frá þeim ríku og gefur þeim fátæku og verður lifandi goðsögn með það að markmiði að frelsa konungdæm- ið. Hvergi vikið frá klisjunum Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöllin: Með lögguna á hælunum (Ra- inbow Drive). Leikstjóri Bobby Roth. Aðal- leikendur Peter Weller, Sela Ward, David Caruso. Banda- rísk. ITC 1990. Heldur þunnildisleg afþreying- armynd þar sem hversdagsleik- inn ræður ríkjum. Lögregluvarð- stjórinn Weller í Hollywood kem- ur á vettvang þar sem fimm lík liggja í valnum en þó svo að morðin hafi verið framin i hans umdæmi koma skipanir ofanfrá um að málið sé ekki í hans hönd- um. Weller finnur strax megnan óþef af málinu, einu líkinu er skotið undan og fyrr en varir fær hann hótanir frá yfirmönnum sín- um um að eins gott sé fyrir hann að gleyma atburðum, svona heil- sunnar vegna. En þá er vinur hans og löggufélagi drepinn og tekur að hitna í kolunum. Það vantar alla frumlega hugsun, Með lögguna á hælunum er lítið meira en slöpp spegilmynd af mýgrút betri mynda um spill- ingu innan lögreglunnar, einkum á æðstu stöðum, deilur við alrík- islöggurnar dularfullu, félaga- missinn, árekstrar og eltingaleik- ir á færibandi. Hvernig ein heið- virð lögga kemst lifandi frá þess- um ósköpum öllum er gamla sag- an — hann missir ekki marks en andskotum hans afturámóti fyrirmunað að hitta garpinn, jafnvel í dauðafæri. Myndin, sem lítur út fyrir að vera gerð fyrir kapal, er þokkalega framleidd og lítur ekki illa út. En það er hvergi vikið frá klisjunum og leikhópur- inn meðalmennskan uppmáluð. Weller er hvorki fugl né fiskur. Það er helst að Caruso (Glæpa- konungurinn — King of New York), sýni einhvern snefil af áhuga. ÖLKJALL- ARINN Pósthússtræti 17, sími 13344. Föstudagskvöld: Feðgabandið spilar í kvöld. Feðgabandið spilar laugardagskvöld. Opiðtil kl. 03. Sunnudagskvöld: Trúbadorinn Gísli Þráins mætir. Mánudagskvöld: Trúbadorinn Einar Jónsson. Opið til kl. 01. VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 GÖMLU OG NÝJU DANSARNIR í KVÖLD FRÁ KL. 21.30 - 03.00 Þorvaldur HaUdórs skemmtir laugardagskvöld. Atti. fietum teklð að okkur í kvöldverö stóra og smáa hópa með iithun lyrirvara. Pöntunarsímar 685080 og 670051. Okkar verö á þriréttuðum kvöldveröí er Irá kr. 1.800,- Við minnum á nýja dansgólfið okkar, sem er það stærsta og besta í borginni. r-=- Mætum hress. Verið velkomin. L. lansstuðið er í Ártúni / KI/ÖLD Sveltasæla íyrir þa sem ekki ætla út úr bænum. Sýnt veröur örstutt atriði úr stórmynúinni Heiða fer í sveit "Heide Goes to the Countryside" á Hresst lólk kitlist í staónum ! STHIKIÐ 1 STABUR FRAMTIBARINNAR Plorpml wW-r Wi llflfetíb | Metsölublad á hverjum degi! Lokaðíkvöld vegna einkasamkvæmis NILLABAR Hljómsveitin Óttablandin virðing INGOLFS CAFE Rjúklmgavcísla á Píanóbarnum til miönættis Fríttinntilkl. 23.30 Snyrtilegur klæðnaður Ingólfscafé, Ingólfsstræti, sími 14944.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.