Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 13 Vandi rækjuiðnaðarins og skyldur ríkisvaldsins eftirEinarK. Guðfinnsson Mikil hagræðing og fækkun rækjuvinnslustöðva hefur átt sér stað á liðnum árum. Þrátt fyrir það býr þessi mikilvæga atvinnugrein við taprekstur, eins og kunnugt er, sem fyrirsjáanlega mun hafa skelfi- legar afleiðingar í för með sér, nema hart verði brugðist við. Rækjuveiðar hér við land hafa aukist mjög mikið á síðasta áratug. Þýðing rækjuveiða og vinnslu fyrir þjóðarbúið sést kannski best á því að verðmæti rækjuafurða eru nú jafnvel meiri en loðnuafurða. Þrátt fyrir mikið verðfall á markaðsverði pillaðrar rækju nam verðmæti rækjuútflutnings um 5,5 milljörðum á síðasta ári, en þegar best lét árið 1987 6,8 milljörðum, reiknað á meðalgengi ársins i fyrra. Hlutfall rækjuútflutnings í heildarverðmæti sjávarafurða var í fyrra um 8 pró- sent, en 9,2% árið á undan. Allt þetta undirstrikar þýðingu þessarar atvinnugreinar fyrir íslenskt þjóðarbú. Burðarás í atvinnulífi En þetta er þó ekki allt. Sums staðar hefur rækjuvinnslan orðið einn af burðarásum atvinnu- lífsins. Nærtækt er í því sambandi að nefna byggðirnar við Isafjarðar- djúpið, og Hólmavík, Hvammstanga og Siglufjörð, en auðvelt er að bæta við nöfnum fleiri staða sem mikið eiga undir rækjuiðnaðinum. Fyrir þessa staði er þýðing rækju- iðnaðarins ennþá meiri, en hinar almennu og framangreindu hagtöl- ur segja til um. í þessum byggðar- lögum getur viðgangur þessarar atvinnugreinar haft úrslitaþýðingu um framtíðina. Það eru þess vega hroðaleg tíð- indi fyrir Islendinga almennt og íbúa sjávarplássanna sérstaklega, að þessi mikilvæga atvinnnugrein sé rekin með bullandi tapi. Hér er nefnilega ekki um að ræða stað- bundið vandamál einstakra fyrir- tækja. Ilér er um að tefla framtíð heillar atvinnugreinar; atvinnu- greinar, sem er svo veigamikil, sem að framan hefur verið rakið. Hver ræður við 25% verðlækkun? Augljósasta orsök vandans i rækjuiðnaðinum er vitaskuld það mikla verðfall sem orðið hefur á afurðunum. Óvilhallt mat segir að raungildi skilaverðs á útfluttri rækju sé núna ljórðungi (25%) lægra en það var að meðaltali árið 1989. Það er því ekki að undra að einhvers staðar hrikti í. 25% verð- lækkun á framleiðslunni er ekkert minna en hreint áfall, sem engin von er til að menn geti staðið af sér einir og óstuddir. Menn ættu bara að líta í eigin barm og hugsa til þess hvort íslenskt atvinnulíf al- mennt gæti tekið á sig önnur eins áföll. Eða væru verslanir Kringlunnar og Borgarkringlunnar reiðubúnar til að lækka útsöluverð allra sinna vöruflokka um 25% og standa jafn keikar á eftir? Gætu hin ríkis- styrktu dagblöð lækkað auglýsinga- taxtana og áskriftarverðið um l'jórðung og staðið við skuldbinding- ar sínar? Ég á varla von á öðru en að svar- ið við þessum spurningum verði neikvætt, enda eðlilegt. Það þolir nefnilega engin atvinnugrein önnur eins áföll og rækjuiðnaðurinn hefur orðið fyrir og hér hefur verið lýst. Þáttur fiskveiði- stjórnunarinnar Til viðbótar við þessi áföll hefur fiskveiðistjórnunin komið sérlega illa við rækjuiðnaðinn, svo sem eins Einar K. Guðfinnsson og hér á Vestfjörðum. Rækjuverk- smiðjurnar hér vestra og víðar hafa orðið að treysta á aðkeyptan afla báta og eiga fæstar eigin rækju- báta. í kjölfar setningar kvótalaganna árið 1984 fór aukinn fjöldi báta á rækju. Mörg þessara skipa voru vanbúin til veiðanna og þannig skip- uðust mál að í mörgum tilvikum voru það rækjuverksmiðjurnar sem lögðu til veiðarfærin og gerðu skip- in út. Á sama tíma dritaði þáver- andi sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, rækjuvinnsluleyfum út um allt land gegn vilja rækjuverk- enda sjálfra. Þegar fram liðu stundir var síðan settur kvóti á rækjuveiðarnar og aðgangur skipa að veiðunum tak- markaður. Með öðrum orðum, á meðan að takmarkanir, boð og bönn ríktu á annað borðið var allt sett á fullt á hitt borðið. Afleiðingin af þessu samblandi ofstjórnar og óstjórnar gat því ekki orðið nema ein: Algjört jafnvægisleysi innan greinarinnar, óheilbrigð samkeppni um hráefni og yfirboð sem fylgdu óhjákvæmilega í kjölfarið. Rækjuverksmiðjurnar, sem í upp- hafi höfðu gert út skipin og skapað þannig á þau aflareynslu, voru í rauninni réttlausar og þurftu nú að glíma um hinn takmarkaða afla. ÞeiiTa hlutskipti var að berjast um réttinn til þess að vinna rækju af sömu skipum og þær höfðu sjálfrar átt þátt í að skapa kvóta. Þráfald- legum beiðnum rækjuverkenda um að kvótann á úthafsrækju yrði skipt á milli báta og verksmiðja var í engu júnnt. Af þeirri afstöðu Hall- dórg Ásgrímssonar hafa rækjuverk- smiðjurnar mátt súpa seyðið síðan. Mikil hagræðing hefur átt sér stað Hinni þröngu stöðu hafa rækju- verksmiðjurnar reynt að mæta með margs konar hagræðingu, sem langt mál væri upp að telja. í fjölm- iðlaumræðunni hefur ekki farið mikið fyrir umfjöllun um þau atr- iði. Mjög hefur verið hvatt til þess að verksmiðjurnar sameinuðust og ykju þannig afrakstursgetu hvers og eins. Víst má segja að sameining verksmiðja geti í mörgum tilvikum verið til góða, þó fjarri fari að hún sé töfralausn í íslensku atvinnulífi, sem margir víðast ætla. Hrelling- arnar í rækjuiðnaðinum hafa hins vegar orðið tið þess að rækjuverk- smiðjum hefur fækkað á síðustu árum; ekki fyrir tilstuðlan stjórn- valda (sem hins vegar áttu megin- þáttinn í að þeim ijölgaði í upp- hafi) heldur að frumkvæði eigend- anna sjálfra. í þessu sambandi vil ég vekja athygli á að rækjuverksmiðjur voru 42 árið 1987. Samkvæmt upplýs- „25% verðlækkun á framleiðslunni er ekk- ert minna en hreint áfall, sem engin von er til að menn geti staðið af sér einir og óstuddir. Menn ættu bara að líta í eigin barm og hugsa til þess hvort íslenskt atvinnulíf almennt gæti tekið á sig önnur eins áföll.“ ingum sem eg aflaði mér hjá Ríkis- mati sjávaráfurðra í dag hafa á þessu ári verið gefin út 26 heilsárs starfsleyfi fyrir rækjuverksmiðjur í landinu. Þeir?i hefur því fækkað á þessum árum um 16, eða um tæp 40%. Þetta er vitaskuld skýrt dæmi um hvernig atvinnugreinin sjálf hefur brugðist við; reynt að aðlaga sig erfiðum aðstæðum og hagræða. Auðvitað má alltaf gera betur og svo vel þykist ég þekkja til í þess- ari grein að ég get fullyrt að stjórn- endur fyrirtækjanna reyna aðvinna að slíku hörðum höndum. Kjarni þessa máls er þess vegna sá, að hinn alvarlegi vandi sem steðjar að rækjuvinnslunni í landinu stafar af hluta til af 25% prósent verðlækkun, en einnig af því að fiskveiðistjórnunin hefur verið greininni öndverð. Til viðbótar koma svo sérstakar aðstæður á ein- stökum stöðum. Má í því sambandi nefna að smárækja, sem mjög hefur veiðst innijarðar, hefur reynst eink- ar óhagkvæm til vinnslu. Síðast en ekki síst hefur áralöng efnahagsó- reiða komið hart niður á rækju- vinnslunni eins og annarri útflutn- ingsframleiðslu og valdið þungum búsifjum. Nú þegar reynt er að taka á vanda rækjuiðnaðarins er þýðingar- mikið að vel verði að verki staðið. í húfi er framtíð mikilvægrar út- flutningsgreinar sem hefur átt ríkan þátt í, að halda uppi lífskjör- unum í landinu, skapa fjölda fólks störf til lands og sjávar og treysta byggðina í landinu. Þess vegna verðum við að nálgast verkefnið hleypidómalaust og taka svo mynd- arlega á því að dugi. Eins og áður hefur verið bent á ber ríkisvaldið þunga ábyrgð á því hvernig komið er. Þess vegna ber því að koma að því að verki, eins og til stendur og vinna að því ásamt forystumönnum greinarinnar að skapa henni lífvæn- leg rekstarskilyrði að nýju. Höfundur er annar af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins Vestfjarðakjördæmis. Uppsetning er FLJÓTLEG samsetningin EINFÖLD og þau eru Ó D Ý Verð kr. 399.000,-stgr.* ^^að tekur aðeins örfáar mínútur að tjalda upp, öll handtök einföld og auðveld. Hægt er að velja um að hafa fortjaldið með eða ekki. Tjaldvagninn er haganlega innréttaður og útbúinn með gashitara og eldavél, svefnplássi fyrir fimm manns á tveimur hæðum, matarborði o. fl. Vönduð hollensk gæðaframleiðsla þar sem hvergi er til sparað; allt stál ryðfrítt, sterk 13" dekk og góð fjöðrun. Tjaldsýningin er enn í fulltim gangi, fjöldi uppsettra tjalda. MUNALÁN TIL ÞRIGGJA ÁRA SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLOÐ 7 • SÍMI 91-621780 * StaögreiösIuvenVullt innifuliö ncmu skrdningurkostnuöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.