Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 100 kr. eintakið. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR fcTf . . j;-- /■ Ekkí benda á n Áframhaldandi kreppa? segir hreppstjó Tregðulögmálið, hrepparígur og valdatogstreita þvælast fyr ing, samvinna og sameining sveitarfélaga er annars vegar Frá miðju ári 1988 höfum við íslendingar verið að kljást við kreppu, sem nú er að verða lengri og djúpstæðari en við höfum kynnzt síðustu fjóra áratugi a.m.k. Þeir, sem muna kreppuna miklu, sem gekk yfir heimsbyggðina á fjórða áratugnum telja ef til vill óviðeigandi að nota þetta orð yfir þann efnahagslega samdrátt, sem við höfum búið við sl. þrjú ár en á hitt er að líta, að þótt honum hafi ekki fylgt víðtækt atvinnuleysi og almenn fátækt hefur hann leitt til mikillar og alvarlegrar kjaraskerðingar. Jafnframt er ljóst, að þetta er að verða eitt af þremur mestu samdfáttar- skeiðum í efnahagslífi okkar á síðustu fjörutíu árum. Á undanförnum mánuðum hafa margir gert sér vonir um, að það versta væri að baki og efnahagsleg uppsveifla væri á næsta leiti með lífskjarabata og auknum umsvifum. Því miður er margt, sem bendir til þess, að svo sé ekki. Tillög- ur Hafrannsóknastofnunar um aflamagn á næsta fisk- veiðiári eru reiðarslag, þótt enn liggi ekki fyrir hver ákvörðun stjórnvalda verður í kjölfar skýrslu stofnunarinn- ar. Verði þessar tillögur fram- kvæmdar að verulegu leyti feja þær í sér mikla viðbótar- kjaraskerðingu fyrir þjóðina alla. En jafnvel þótt þessi ótíð- indi hefðu ekki komið til sög- unnar er ýmislegt, sem bendir til þess, að samdráttarskeiðið sé ekki á enda, heldur haldi áfram. Hrunið í loðnuveiðum á liðnum vetri var umtalsvert áfall fyrir þjóðarbúið. Hið sama má segja um fjórðungs verðfall á rækju, sem veldur gífurlegum erfiðleikum í rækjuvinnslu og kemur til við- bótar öðrum vandamálum, sem fyrir voru. Nú er almennt fiskverð lækkandi á erlendum mörkuðum, hvort sem litið er til Bandaríkjanna eða Evrópu og hvort sem um er að ræða ferskan fisk eða frystan. Til viðbótar koma svo alvar- leg rekstrarvandamál í sjávar- útveginum, sem fyrirtæki, byggðarlög og ríkisstjórnir hafa ýtt á undan sér árum saman en ekki er hægt að Ioka augunum lengur fyrir. Þegar á heildina er litið eru því horf- ur í sjávarútvegi ekki bjartar. Þessi samdráttareinkenni í undirstöðuatvinnuveginum endurspeglast svo með marg- víslegum hætti í efnahagslíf- inu. Minna er um sumarleyfis- ferðir íslendinga til útlanda en áður og að mati þeirra, sem starfa í þessari atvinnugrein, er það m.a. vegna þess, að fólk hefur minni peninga handa á milli. Mikill samdrátt- ur er í byggingariðnaði og mörg hundruð nýjar íbúðir eru óseldar á höfuðborgarsvæðinu og í mörgum tilvikum hafa þær verið í sölu í langan tíma. Þessar óseldu íbúðir bætast við mikið af ónotuðu atvinnu- húsnæði, sem staðið hefur tómt í nokkur misseri. Fyrir nokkrum vikum kom fram, að dregið hefur úr sparnaði landsmanna, sem sennilega hafa ekki mikið umframfé til þess að leggja fyrir. Stórfelld fjárhagsleg vandamál blasa við í opinber- um rekstri og þá ekki sízt hjá ríkissjóði. Gjaldþrot fyrirtækja í ullariðnaði og fiskeldi eiga auðvitað eftir að koma niður á mörgum áðilum og þá m.a. opinberum lánasjóðum og við- skiptabönkum. Lánastofnanir hafa ekki endalaust bolmagn til þess að taka á sig gífurlegt tap vegna gjaldþrota fyrir- tækja. Bjartar hliðar eru til, þótt þær dugi skammt, þegar þessi miklu vandamál eru höfð í huga. Þó er enginn vafi á því, að mörg fyrirtæki hafa notað tækifærið á erfiðleikatímanum síðustu misseri til þess að hag- ræða í rekstri, skera niður útgjöld, fækka starfsfólki og gera reksturinn almennt hag- kvæmari. Þessi fyrirtæki standa betur að vígi nú en áður. Þá er á það að líta, að afkoma fjölmargra fyrirtækja var mjög góð á síðasta ári, sem kemur að góðu gagni, ef erfið- leikarnir halda áfram. Mikill bílainnflutningur bendir til þess, að einhveijir hópar í þjóðfélaginu hafi peninga handa á milli, þótt þessi inn- iíutningur kunni hins vegar að vera blekkjandi. • En þegar á heildina er litið er ekki hægt að veijast þeirri hugsun, að við séum ekki á leið út úr kreppunni, sem hófst á miðju ári 1988, heldur verði framhald á henni enn um skeið. BUBBI Morthens söng eitt sinn „Ekki benda á mig, segir varð- stjórinn." Þessi laglína kom mér iðulega í huga á ferð minni um Snæfellsnes, þar sem ég ræddi m.a. við Snæfellinga um samein- ingu sveitarfélaga, samvinnu sömu aðila, samnýtingu hafna og fleira sem leitt gæti til aukinnar hagræðingar og dregið úr rekstr- arkostnaði sveitarfélaga og þar af leiðandi gert það að verkum að fjármunir þeir sem skattgreið- endur greiða til sveitarfélaga væru betur nýttir. Tregðulögmál- ið er afar ríkt. Hrepparígur er fyrir hendi og smákóngarnir sem til eru í hveiju einasta plássi, jafn- vel nokkrir í hveiju, eru ekki reiðubúnir til þess að afsala sér völdum og áhrifum. Raunar hall- ast ég að því að Byggðastofnun ætti að beita sér fyrir því í stór- auknum mæli að gerð yrði úttekt á því hversu mikill sparnaður væri fólginn í sameiningu sveitar- félaga, þar sem það gæti virst vænlegur kostur. Þannig hefðu kjósendur hvers byggðarlags upp- lýsingar svart á hvítu í höndum, þegar þeir gerðu upp hug sinn til sameiningarhugmynda, en ekki einungis litaðan málflutning bæj- ar- og sveitarsjórnarmanna, sem ef til vill leggjast gegn sameining- aráformum út af áður nefndu smákóngasjónarmiði. Raunar beitti Framkvæmdastofn- un sér fyrir því á sínum tíma (1984) að gerð var slík skýrsla að beiðni Ólafsvíkur og Neshrepps utan Ennis, en það fór nú með þá skýrslu eins og svo margar aðrar - hún var lögð á hilluna. Byggðastofnun vann í fyrra samskonar skýrslu fyrir Eski- fjörð og Reyðarfjörð, og þau bæjar- félög eru nú með þær niðurstöður til athugunar. Tilvitnunin hér að ofan í Bubba Morthens er til komin vegna þess að þegar ég ræddi þessi mál við sveit- arstjórnarmenn á Snæfellsnesi, þá var algengasta svarið að við á höfuð- borgarsvæðinu ættum að líta okkur nær og byrja á því að skella saman í eitt sveitarfélag Reykjavík, Sel- tjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Svo gæt- um við farið að skipta okkur af því (sem okkur augljóslega kemur ekki við!) hvort slík sameining væri skyn- samlegur kostur í fámennum sveitar- félögum landsbyggðarinnar. Bubbi gæti kannski sungið nýja laglínu eitt- hvað í þessa veru: „Ekki benda á mig, segir hreppstjórinn"! Þegar litið er til sveitarfélaganna vestast á Snæfellsnesi, Neshrepps utan Ennis og Ólafsvíkur, finnst að- komumanninum, að minnsta kosti svona í fljótu bragði, að sameining þessara tveggja sveitarfélaga væri borðleggjandi hagræðingardæmi. Sveitarfélögin liggja þétt saman; hægt væri að samnýta skóla og heilsugæslu meira en gert er; sömu- leiðis verslun og þjónustu; sameigin- legt viðhald vega og annars á vegum sveitarfélaganna myndi ugglaust spara talsverðar fjárhæðir; stórt ha- græðingaratriði ' væri samnýting hafnanna á Rifi og í Ólafsvík; Mikill sparnaður væri fólginn í því að hafa eina sveitarstjórn; einn sveitar/bæj- arstjóra - einn þetta, eitt hitt og svo mætti lengi telja. Á stærð við meðalkaupstað í Neshreppi utan Ennis (á Hellis- sandi og Rifi) eru íbúar eitthvað á sjöunda hundraðið (617 1. desember 1990) og í Ólafsvík eru þeir um 1.200 (1.216 1. des. sl.). Sameinuð í eitt bæjarfélag yrði kaupstaðurinn enn innan við meðalstærð kaupstaða, svona á stærð við Siglufjörð sem er 17. í röðinni hvað varðar íbúafjölda kaupstaða, með 1.816 íbúa 1. desem- ber sl. Því ætti stærðin á rekstrarein- ingunni ekki að vefjast fyrir þeim sem þar færu með stjórn. Þrátt fyrir þetta er ekki augljóst að íbúar hvors sveitarfélags um sig líti hugsanlega sameiningu með þetta hagnýta sjón- armið að leiðarljósi. Að minnsta kosti hafa sameiningarhugmyndir verið lagðar á hilluna sem stendur. Eftir því sem næst verður komist, eru íbú- ar Neshrepps, það er Hellissandsbúar og Rifsbúar ekki ýkja áfjáðir í sam- einingu, þar sem þeir munu telja að sá stóri - Ólafsvík - komi til með að gleypa þann smáa með húð og hári. Óraunhæfur samanburður Færu sveitarfélögin sex hér á Reykjavíkursvæðinu að ráðum Snæ- fellinga og sameinuðust í eitt sveit- arfélag yrði íbúatalan 144.262 íbúar (miðað við 1. desember 1990). Hér er því um gjörsamlega óraunhæfan samanburð að ræða, og má benda á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.