Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 5 Messað í skógar- rjóðri í Skorradal Grund, Skorradal. VEGNA viðgerðar á Fitjakirkju var brugðið á það ráð að mess- að var í skógarrjóðri á Stálpa- stöðum sunnudaginn 7. júlí sl. Undanfarin ár hefur verið mess- að einu sinni á sumri í Fitjakirkju en þrátt fyrir fámennan söfnuð hafa messur þar verið vel sóttar af sumarbústaðafólki úr Fitjahlíð, ásamt safnaðarfólki. Þar sem end- urbygging Fitjakirkju stendur yfir Olympíuleikarnir í eðlisfræði: og ljóst var að þar yrði ekki messu- fært á þessu sumri koma sóknar- nefndarformaðurinn, Ágúst Árna- son í Hvammi, með þá tillögu að messa í skógarijóðrinu á Stálpa- stöðum. Sóknarpresturinn, sr. Agnes Sigurðardóttir, samþykkti það og 7. júlí sl. fór messan fram í yfir 30 stiga hita í skjóli 10 m hárra grenitrjáa sem gróðursett voru 1954. Þetta var mjög hátíðleg og eftirminnileg stund sem messu- gestir áttu þarna í lundinum, en milli 50 og 60 manns sóttu mess- Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frá messunni á Stálpastöðum. Islendingur hlaut viður- kenningu Havana, Kúpu, frá Hans Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN íslensku keppendanna, Magnús Stefánsson, hlaut við- urkenningu á 22. alþjóðlegu Olympíuleikjunum í eðlisfræði sem var slitið á mánudag við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Lenínskólans nálægt Havana á Kúbú. 149 ungmenni hlýddu á Carlos Rodrigues Castilione segja frá úrslitum keppninnar og árangri bestu manna. í ljós kom að 75 keppendur fengu umbun erfiðis síns í formi við- urkenningar og verðlauna. 13 gullverðlaun voru veitt, 10 silf- urverðlaun og 31 bronsverð- laun auk þess sem 21 keppandi hlaut viðurkenningu. íslenska piltinum, Magnúsi Stefánssyni úr Menntaskólanum í Reykjavík, tókst að þessu sinni að ná viðurkenningu með 23 stigum af 50 mögulegum eftir að hafa leyst verklega verkefnið með ágætum. Þar átti að skilgreina og mæla með mæliaðferðum raf- magnsfræðinnar raftæknilega íhluti sem tengdir voru saman inni í svörtum kassa. ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli fyrir fallega og nýtískulega hönnun. Þeir eru sterkir og kraftmiklir, en samt mjúkir og þœgilegir í akstri. CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu og þœgilegu farþegarými og burðarmikils flutningatœkis. STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.421.000 - DÍSILBÍLL KR. 1.511.000 Efstur í keppninni var Tímor Sjovtenko, sextán ára piltur frá Úkraínu í Sovétríkjunum, með 48,2 stig en þétt á hæla hans fylgdi kanadískur piltur með 47,7 stig. Mikla athygli vakti frammi- staða kínversku piltanna fimm sem allir hlutu gullverðlaun og skipuðu sér þar með fremstir með- al þátttökuþjóða. Sovéska liðið fylgdi þó fast á eftir með þrjú gull eitt silfur og eitt brons. Það var ekki síður ánægjulegt að sjá Morten Kloster frá Noregi taka við gullverðlaunum einan Norðurlandabúa. Sá piltur hefur áður sýnt góð tilþrif þegar hann hreppti silfurverðlaun á Ólympíu- leikum í stærðfræði á síðastliðnu ári. Af öðrum afrekum Norður- landabúa má nefna að Matt Lund- berg frá Svíþjóð hlaut sérstök verðlaun fyrir frumlega lausn í verklega verkefninu þar sem hann sá möguleika sem verkefnishöf- undum hafði ekki dottið í hug. Islenska liðið, sem nú er a heim- leið, stóð sig með ágætum og hlaut nú viðurkenningu í fímmta sinn á átta ára ferli. Við höldum okkur samt neðarlega í óopinbedrum samanburði milli þjóða, erum nú í 26. sæti af 31 miðað við heildar- árangur liða. I þetta sinn urðu aðrir Norðurlandabúar nokkru of- ar en við en ýmis Evrópulönd eins og Júgóslavía, Belgía og Spánn hlutu nú svipaða eða lægri stiga- tölu. SPORTS CAB hefur rými og kraft burðarmikils vinnubíls og einnig ótrúlega gott pláss fyrir aftan framsœtin fyrir farangur eða 2 farþega. STAÐQREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.371.000 DÍSILBÍLL KR. 1.474.000 SPORTS CAB Bílarnir eru fáanlegir með 2,3 I bensínvél eða 2,5 I dísilvél. Berðu ISUZU pallbílana saman við bestu og vinsœlustu jeppana á markaðnum I dag. Þeir þola fyllilega þann samanburð, enda eru ISUZU RODEO jepparnir, sem nú fara sigurför um Bandaríkin, smíðaðir á sömu forsendum. Berðu líka verð, stœrð og gœði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og akfu bílunum til reynslu. Þú munt sannfœrast um að þeir eru fremstir í sínum flokki! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA. J@utyilM)RD M tiðs otiífig HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 og 674300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.