Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1991 3 * Utvarpsréttarnefnd; Báðir umsækjendur fái sjónvarpsleyfi Ástæðulaust að stöðva útsendingar vinsældalistans Útvarpsréttarnefnd hefur fjallað um tvær umsóknir um sjónvarps- leyfi, frá Sýn hf. og Ferskum miðli hf. en það eru sömu aðilar og reka útvarpsstöðina FM. Að sögn Þorbjörns Broddasonar, formanns nefndarinnar, er það vilji hennar að veita báðum umsækjendum leyf- ið. Hefur honum verið falið að kynna Sýn hf. drög að samningi en báðar umsóknirnar verða afgreiddar samtímis. Þá sér nefndin ekki ástæðu til að stöðva útsendingar FM-stöðvarinnar á bandaríska vin- sældalistanum. Nefndin ályktaði einnig um útsendingar Stöðvar 2 á efni frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og verður hún kynnt forsvarsmönnum stöðvarinnar. í samþykkt nefndarinnar vegna útsendinga FM á bandaríska vin- sældalistanum kemur fram að sam- kvæmt bréfi útvarpsstjórans eru útsendingar á þessu efni rofnar í 12 mín. á hverri klukkustund til að endursegja efni þáttarins og flytja auglýsingar. Engar erlendar auglýsingar eru lesnar. „Útvarps- réttarnefnd telur afar mikilvægt að höfð séu í heiðri ákvæði 3. máls- almennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Það girðir þó ekki fyrir að í sérstökum tilvikum sé efni flutt á erlendu máli. í ljósi þess að um útsendingu einstaks dagskrárliðar er að ræða, að hlut- fall hans í heildarútsendingartíma stöðvarinnar er lágt og að hinu er- lenda efni fylgir endursögn á íslensku telur útvarpsréttamefnd ekki tilefni til viðbragða af nefndar- greinar 3. gr. útvarpslaga um þær innar hálfu.“ skyldur útvarpsstöðva, að stuðla að Verðlækkanir á sjófrystum fiski: Ekkí ástæða til breyttrar stefnu VERÐ á fiskafurðum hefur lækk- að nokkuð á erlendum mörkuðum að undanfömu. Útgerðarmenn meta lækkunina svo að um árstíðabundna sveiflu sé að ræða Þjóðhagsstofnun: Ahrifa verð- lækkana gætir fljótt ÞÓRÐUR Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að heild- aryfirlits yfir verðbreytingar á sjávarafurðum erlendis sé ekki að vænta fyrr en eftir miðjan júlí. Að sögn Þórðar er í drögum að þjóðhagsspá fyrir árið 1992 gert ráð fýrir umtalsverðum verðlækkunum á sjávarafurðum. Forsendumar sem spáin og undirbúningur vegna fjár- lagafmmvarps og þjóðhagsáætlunar byggir á segir Þórður, að séu að sjálfsögðu sífellt að breytast, og það segi fljótt til sín þegar verðlækkanir verði á sjávarafurðum á stóram mörkuðum. og ekki sé ástæða til að breyta um markaði í kjölfar lækkananna. Kristján Vilhelmsson hjá Sam- herja hf.- á Akureyri segir að verð- lækkun nú komi ekki á óvart. Verð- ið hafi verið mjög hátt allt undanfar- ið ár og það sé ennþá hærra en það hafi verið fyrir ári. Kristján segir að sveiflur á verði séu mjög eðlileg- ar, með hækkandi verði dragi smám saman úr neyslu sem valdi svo aftur verðlækkunum. Jón Guðmundsson hjá Sjólastöð- inni hf. segist ekki geta sagt til um hvort verðlækkanimar nú séu tíma- bundnar eða hvort þær verði til frambúðar. Hann segir að það sé augljóst að reksturinn verði erfíðari þegar verðið á framleiðslunni lækki, en að vísu komi olíuverðlækkunin núna á móti og dragi úr erfiðleikun- um. Að sögn Jóns hefur afli skipa Sjólastöðvarinnar farið mikið á Jap- ansmarkað að undanförnu og verðið þar hefur ekki breyst verulega. Hjörtur Gíslason hjá Ögurvík hf. segir að sveiflurnar í fiskverðinu nú séu ekki meiri en gera megi ráð fyrir. í Þýskalandi sé um árstíða- bundna sveiflu að ræða og verðlækk- unin nú stafi meðal annars af hita- bylgju sem gengið hafi yfir Evrópu norðanverða frá því á laugardag. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frá björgunaraðgerðum í Keflavíkinni. Þangað var Mjölnir dreginn á hvolfi frá hafnargarðinum. A innfelldu myndinni sjást kampakátir félagar að lokinni vel heppnaðri björgun. Gunnar J. Ágústs- son kafari lengst til vinstri, Sigurður Óskar Klein kafari fyrir miðju og Björn Bjarnason aðstoðar- maður lengst tO hægri. Vel heppnuð björgun sand- dæluprammans Miölnis Keflavík. SANDDÆLUPRAMMINN Mjölnir sem hvolfdi út af Garðskaga 24, september og sökk daginn eftir við endann á hafnargarðinum í Keflavíkurhöfn er kominn á flot aftur og verður einhverja næstu daga dreginn til Hafnarfjarðar. Gunnar Ágústsson kafari úr Reykjavík tók að sér að bjarga prammanum sem nú er í eigu Vátryggingafélagsins og var tilboð hans hagstæðara en bresks félags sem einnig vildi taka verkið að sér. Gunnar Ágústsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að verkið hefði gengið eftir áætlun. „Við reiknuðum með að það tæki okkur um 3 vikur að ná Mjölni upp og koma honum á réttan kjöl sem gekk eftir. í svona aðgerðum koma alltaf upp vandamál sem þarf að leysa en þessi aðgerð gekk að mestu áfallalaust. Núna erum við að þétta og laga Mjölni áður en við drögum hann til Hafnar- fjarðar," sagði Gunnar ennfremur. Gunnar og menn hans gátu komið lofti í tanka Mjölnis og fleyttu honum að því búnu inn í hina eiginlegu Keflavík þar sem hann var dreginn upp í fjöru. Þar var notað öflugt dráttarspil frá Gunnari Guðmundssyni auk stór- virkra tækja til að koma Mjölni sem nú er orðinn ansi illa farinn á réttan kjöl. BB Húsbréfakerfið: Sumir fá vaxtabætur vegua affalla en aðrir ekki ÞEIR sem fengið hafa húsbréfy- lán vegna eigin húsbygginga eða vegna greiðsluerfiðleika geta tal- ið afföll sem verða við sölu bréf- anna til vaxtagjalda og þannig eignast rétt til vaxtabóta, sam- kvæmt úrskurði ríkisskattstjóra. Þetta á aðeins við um fyrrgreinda flokka lántakenda, sem eru þeir einu sem gefa sjálfir út fasteigna- veðbréf til Húsnæðisstofnunar. . Þeir sem kaupa notaðar íbúðir eða nýjar af byggingaraðila geta ekki nýtt sér afföll húsbréfa til vaxtabóta, samkvæmt gildandi skattalögum, að sögn Ævars Is- berg hjá ríkisskattstjóra. Hjá embætti ríkisskattstjóra vora ekki tiltækar upplýsingar um hve margir framteljendur hefðu öðlast rétt til vaxtabóta með þessum hætti eða um hve miklar fjárhæðir þar væri að ræða. Ævar ísberg var spurður hvort ekki væri sanngirnismál að þeir sem Vegur að nýrri Markarfljótsbrú: Lægsta tilboð er rúmur þriðj- ungur af kostnaðaráætlun TILBOÐ í lagningu Suðurlandsvegar frá Vorsabæ í Landeyjum að Seljalandi og Hlíðarvegar um Hellisheiði eystri hafa verið opnuð. Fjöldi tilboða barst í þessi verk og var eitt þeirra óvenju lágt. Alls bárust 17 tilboð í lagningu vegarins frá Vorsabæ að nýju brúnni yfir Markarfljót og áfram að Selja- landi undir Eyjaflöllum. Vegurinn sem um ræðir er rúmir 10 kílómetr- ar að lengd og á lagningu hans að vera lokið 15. maí á næsta ári. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 96 milljónir og 730 þúsund krónur en inni í þeirri tölu er ekki bundið slitlag, þar sem ekki er áætlað að leggja það fyrr én á næsta ári. Athygli vekur að lægsta tilboðið í lagningu vegarins hljóðar upp á tæpar 34 milljónir, sem er aðeins um 35 prósent kostnaðará- ætlunar. Þetta tilboð gerði Eining sf. — Ólafur Óskarsson. Hæsta til- boðið var upp á tæpar 100 milljónir og var frá Dalverki sf. á Selfossi. Það er Vegagerð ríkisins á Sel- fossi sem fer með samninga við til- boðsaðila. Starfsmenn Vegagerðar- innar þar hafa að undanförnu unnið að því að bera tilboðin saman, en að sögn Þórhalls Ólafssonar tækni- fræðings þar hafa engar ákvarðanir verið teknar um að hvaða tilboði verði gengið. Þórhallur sagði að til- boð Einingar sf. væri vissulega óvenju lágt. Næstu tilboð við, sem eru frá Suðurverki á Hvolsvelli, sagði Þórhallur aftur á móti vera nær því sem búast hefði mátt við. Suðurverk lagði fram tvö tilboð í verkið, annað er upp á tæpar 46 milljónir en hitt 750 þúsund krónum lægra. Lægra tilboðið byggir á því að gamall gijótgarður á svæðinu verði notaður til uppfyllingar í veg- inn. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar á lagningu Hlíðarvegar yfir Hell- isheiði eystri var upp á 57 milljónir og 536 þúsund krónur. Vegurinn á að liggja frá Hellisá að Fjallshólum og er í kringum 8 kílómetrar á lengd. Verkinu á að vera lokið haustið 1992. Vegarstæðið liggur mjög hátt, frá 345 metrum og upp í 655 metra hæð yfir sjávarmáli. Tíminn sem verktakar hafa til framkvæmda á heiðinni getur þess vegna orðið mjög stuttur og segir Guðmundur Arason verkfræðingur Vegagerðarinnar því mikilvægt að þeir ráði yfir öflugum tækjabúnaði. AIls bárast tólf tilboð í lagningu vegarins yfir Hellisheiði. Hið lægsta er frá Gunnari og Kjartani sf. á Egilsstöðum, 41 milljón og 700 þús- und krónur, sem er 72,5 prósent af kostnaðaráætlun en hæsta tilboðið var frá Jóni Marinó Oddssyni, Skeggjastaðahreppi. Tilboð Jóns Marinós var upp á tæpa 91 milljón króna. Vegagerð ríksins á Austur- landi sér um samninga um lagningu vegarins yfir Hellisheiði. keyptu húsnæði á markaði gætu einnig nýtt sér afföll til vaxtabóta. „Það er alþingis að ákveða hvað er sanngirni eða ósanngirni. Við eram aðeins framkvæmdaaðilar að þeim lögum sem við fáum í hendur,“ sagði hann. Framteljandi sem fengið hefur 1,5 milljón króna greiðsluerfíðleikalán, og sætt hefur 22% afföllum við sölu húsbréfa, getur fært sér árlega í 25 ár, sem er afborgunartími lánsins, 13.200 krónur til vaxtagjalda og fengið rétt til vaxtabóta séu laun, hrein eign og fjárhæð vaxtagjalda innan þess ramma sem um þær gilda, samkvæmt útreikningum Ævars fyrir Morgunblaðið. Með sama hætti gæti húsbyggj- andi sem fengið hefði 7 milljóna króna húsbréfalán og sætt 22% af- föllum við sölu húsbréfanna reiknað sér 61.600 krónur á ári í 25 ár til hækkunar vaxtagjalda. Hámark vaxtabóta til einstaklings er um 122 þúsund krónur, til ein- stæðs foreldris um 160 þúsund krón- ur og til hjóna tæpar 200 þúsund krónur. Hámarksfjárhæð vaxtagjalda á ári við útreikning vaxtabóta er hjá einstaklingi 438 þúsund krónur, um 575 þúsund krónur hjá einstæðu foreldri og rúmar 711 þúsund krón- ur hjá hjónum. Dregin era frá 6% af tekjum. Vaxtabætur til einstaklings eða einstæðs foreldris skerðast sé hrein eign meiri en um 2,8 milljónir króna og falla niður við rétt tæpar 6 millj- ónir króna. Hjá hjónum skerðast vaxtabætur þegar hrein eign nemur um 4,6 millj- ónum króna og falla þær niður við hreina eign upp á tæpar 9,3 milljón- ir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.