Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
ATVIN N UA UGL YSINGAR
Lagerstarf
Okkur vantar lipran og samviskusaman mann
til framtíðarstarfa til að halda utan um lager-
inn. Starfið hentar að okkar mati vel mið-
aldra manni, sem hefur reynslu af smíðum.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
15. júlí, merktar: „Lager - 3974“.
KASSAGERO REYKJAVÍKUR HE
KLEPPSVEGI 33 — 105 REYKJAVlK — SlMI 38383
Kassagerð Reykjavíkur óskar eftir að ráða
nú þegar laghentan mann í prentmótagerð
okkar og aðstoðarmann í prentsal.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Vinsamlegast hafið samband við Óðin Rögn-
valdsson í síma 38383, sem veitjr frekari
upplýsingar.
Kennarar
Stöður kennara við Grunnskóla Suðureyrar
eru lausar til umsóknar. Mikil fríðindi eru í
boði.
Nánari upplýsingar gefa Magnús Jónsson,
skólastjóri, s. 94-6119, og Karl Guðmunds-
son, formaður skólanefndar, í síma 94-6250.
TILKYNNINGAR
Menntamálaráðuneytið
Auglýsing
um styrkveitingu
úr Þróunarsjóði leikskóla
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar-
verkefnum í leikskólum/skóladagheimilum.
Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar,
tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um
styrk geta sótt sveitastjórnir, leikskólastjór-
ar, fóstruhópar og einstakar fóstrur. Sækja
má um styrk til nýrra verkefna og verkefna
sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal
fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila.
Styrkumsóknir skulu berast menntamála-
ráðuneytinu fyrir 10. sept. 1991 á þar til
gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi í
afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Auglýsing um aðalskipulag
Flateyjar á Breiðafirði
1990-2010
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964
er hér með lýst eftir athugasemdnum við
tillögu að aðalskipulagi Flateyjará Breiðafirði
1990-2010.
Skipulagsstillaga þessi nær yfir núverandi
byggð og fyrirhugaða byggð á skipulagstíma-
bilinu.
Tillaga að aðalskipulagi Flateyjar 1990-2010,
ásamt greinargerð, liggurframmi á skrifstofu
Reykhólahrepps á Reykhólum og hjá Skipu-
lagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá
10. júlí til 21. ágúst 1991.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal
skila til sveitarstjóra Reykhólahrepps eigi
síðar en 5. september og skulu þær vera
skriflegar.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Reykjavík í júní 1991.
Sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Skipuiagsstjóri ríkisins.
HÚSNÆÐIÓSKAST
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Skóladagheimili
Viljum taka á leigu einbýlishús eða annað hent-
ugt húsnæði til reksturs skóladagheimilis.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu-
stjóra FSA, Vigni Sveinsson, í síma 22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Leiga í skamman tíma
Okkur vantar íbúð með húsgögnum á leigu
fyrir starfsmann okkar í tvo til þrjá mánuði
frá og með 1. ágúst.
Skrifstofuvélar, sími 641222.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Útboð
Hjúkrunarheimilið Eir
Byggingarnefnd hjúkrunarheimilisins Eirs
óskar hér með eftir tilboðum í uppsteypu
og utanhússfrágang byggingar félagsins við
Gagnveg, Reykjavík.
Helstu stærðir eru:
Byggingin er á 4 hæðum
Grunnflötur 2000 m2
Heildargólfflötur 7200 m2
Útboðsgögn verða afhent, frá og með mið-
vikudeginum 10. júlí 1991 á skrifstofu okkar,
Borgartúni 20, gegn 20.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Skjóls á
Kleppsvegi 64, Reykjavík, þriðjudaginn 23.
júlí 1991 kl. 9.00.
\uf <"\ verkfræoistofa
\ A j I stefAns Olafssonar hf.
V V JL y BORGARTÚNl 20 105 REYKJAVlK
símar 629940 og 629941.
Hafa ríkisafskipti
lagt íslenskt
atvinnulíf f rúst?
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna
í Reykjavik, heldur kvöldverðarfund með
Friðriki Sophussyni, fjármálaráðherra og
varaformanni Sjálfstæðisflokksins, á Gauki
á Stöng í dag, miðvikudaginn 10. júlf,
kl. 19.30.
Fjallað verður um viðskilnað síðustu rfkis-
stjórnar, vanda atvinnufyrirtækja og áform
núverandi ríkisstjórnar um umbætur.
Að loknum léttum. málsverði gefst fundar-
mönnum kostur á að bera fram fyrirspurnir.
Fundurinn er öllum opinn.
Heimdallur.
IIFIMOAI.I.UK
F ■ U ■ S
Reykjanes
Þórsmerkurferd
Farin verður Þórsmerkurferð á vegum Kjördæmasamtaka ungra sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi. Farið verður helgina 12.-14. júlí. Gist
verður í tjöldum í Húsadal. Þeir sem vilja panta miða hafi samband
við Börk í simum 621080 og 41204 eða við Valdimar í símum 690312
og 53884.
Stjórnin.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
F É I. A G S S T A R F
IIFIMUAI.IUK
F U S
Sumarferð Heimdallar
í Þórsmörk um helgina
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna i Reykjavík, efnirtil sumar-
ferðar i Þórsmörk helgina 12.-14. júli.
Farið verður með hópferðabil frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, klukkan
19.00 á föstudag og komið til baka síðdegis á sunnudag.
Tjaldað verður í mynni Húsadals. Á laugardaginn verður boðið upp
á gönguferð um Mörkina fyrir þá sem vilja undir leiðsögn Jóns Stein-
þórssonar. Um kvöldið verður siðan grillveisla að hætti Heimdellinga.
Mjög hagstætt verð, m.a. er innifalið: Ferð báðar leiðir, tjaldstæði,
morgunveröur og grillveisla.
Miðapantanir í síma 682900 frá kl. 8.00-16.00.
Heimdallur.
■60 ■■
*
SAMHANI3 UNCRA
SIÁLFS T/EUISMANNA
Hestaferð SUS
verður farin helgina 19.-21. júlí. Síðustu forvöð til að tilkynna þátt-
töku er föstudaginn 12. júlí. Frekari upplýsingar á skrifstofu SUS.
Þátttaka tilkynnist í síma 91-682900.
Ungir
Eskfirðingar ath!
Stofnfundur félags ungra sjálfstæðismanna
á Eskifirði verður haldinn miðvikudaginn
17. júlí kl. 20.00 í kaffistofu Hraðfrystihúss
Eskifjarðar.
Sérstakur gestur verður Davíö Stefánsson,
formaður SUS.
Allt áhugasamt, ungt fólk er hvatt til að
mæta.
IIFIMDAI I UK
F • U • S
Frá skrifstofu Heimdallar
Skrifstofan veröur opin alla virka daga í sumar frá kl. 9.00-12.00.
Þorsteinn Davíðsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Heimdallar, sér
um rekstur skrifstofunnar og veitir upplýsingar um starf félagsins í
síma 682900.
Utanríkisnefnd
boðartil fundar
í dag boðar Utanríkisnefnd SUS til fundar
með Birni Bjarnasyni alþingismanni. Um-
ræðuefnið verður staða samningaviðræðna
milli EFTA og EB um EES og hlutverk Atl-
antshafsbandalagsins í nýrri og breitri Evr-
ópu. Þeir sem hafa áhuga á því að taka
þátt í stefnumörkun SUS í utanríkismálum
á SUS-þinginu nk. eru hvattir til að mæta.'
Fundurinn er haldinn kl. 21.00 í Valhöll.
Formaður U-nefndar.