Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 18
Í8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 Mannræningjar í Kasmír; Deilt mn hvernig tveir Svíar komust undan Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Kasmír. Reuter. TVEIR Svíar sem voru í þrjá mánuði í haldi hjá herskáum múslímum frá Kasmír komu til Stokkhólms á sunnudaginn. Sænska utanríkis- þjónustan hefur haldið því fram að mönnunum tveimur hafi verið sleppt vegna mikils þrýstings á mannræningjana af hennar hálfu, en mennirnir vísa slíkum staðhæfingum algerlega á bug og segjast hafa komist undan af eigin rammleik. Reuter 43 mánaða uppreisn Ungur Palestínumaður stekkur hér yfír logandi vegartálma í Assaw- ani-hverfínu í austurhluta Jerúsalem í gær er þess var minnst að 43 mánuðir eru liðnir frá því uppreisn Palestínumanna á herteknum svæðum ísraela hófst. Mennirnir tveir, Johan Jansson og Jan-Ole Loman, eru báðir verk- fræðingar að mennt. Þeim var rænt fyrir rúmum þremur mánuðum af flokki múslíma sem berst gegn ind- verskum yfírráðum í Kasmír. Að eigin sögn yoru þeir í mjög strangri gæslu allan tímann. Aðfaranótt laugardags voru þeir látnir vera einir í herbergi í fyrsta sinn og gripu þeir tækifærið og skutust út um gluggann. Þeir sögðu að mann- ræningjamir hefðu verið í næsta herbergi og það væri skjótræði sínu einu að þakka að þeir komust und- an. Eftir að hafa gengið 25 km komu þeir að lögreglustöð og þar með lauk hrakningum þeirra. Sænska utanríkisþjónustan hefur eignað sér heiðurinn af flótta fang- anna og haft var eftir Pierre Sc- hori, aðstoðarmanni utanríkisráð- herra Svíþjóðar, að „lausn" fang- anna væri sigur fyrir þá stefnu ut- anríkisþjónustunnar að beita hóg- værum aðferðum sem lítið færi fyr- ir. Hann telur að föngunum hafi Sovétríkin: Umbótasinnar ætla að stofna nýjan flokk Moskvu. Reuter. FYLKING svokallaðra lýðræðissinnaðra kommúnista innan rússneska kommúnistaflokksins ætlar að stofna nýjan flokk sem mun leggja áherslu á velferð almennings, að því er Irína Vínogradova, einn leið- togi fylkingarinnar, sagði í gær. Að sögn Vínogradovu fínnst um- bótasinnunum sem standa að stofnun flokksins ganga allt of hægt að koma umbótum á í landinu og kenna þeir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta um að hluta. Þeim finnst að hann hafi leyft harðlínu- og afturhaldsöflunum innan kommúnistaflokksins að ná þar undirtökum. Flokkurinnn mun heita Lýðræðis- flokkur rússneskra kommúnista og er Vínogradova bjartsýn á að hann muni hljóta mikið fylgi. Fylkingin sem stendur að honum telur sig hafa Sovéskar forsetakosningar: Jeltsín styður Gorbatsjov Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ætlar að styðja Míkhaíl Gorbatsj- ov í sovéskum forsetakosningum haldi hann áfram að virða sjálf- stæði hinna einstöku lýðvelda Sovétríkjanna. Skýrði sovéska fréttastofan TASS frá þessu í gær. Þeir Jeltsín og Gorbatsjov hafa löngum eldað grátt silfur saman og barist um völd og áhrif í Sovétríkj- unum. Þeir hafa þó friðmælst að undanförnu og er sú ákvörðun Jelts- íns að styðja Gorbatsjov í forseta- kosningum talin mjög mikilvæg fyrir Gorbatsjov sem á í harðri bar- áttu gegn harðlínumönnum í kommúnistaflokknum. Stefnt er að því að halda forseta- kosningar í Sovétríkjunum eftir að búið er að skrifa undir nýjan sam- bandssáttmála um framtíðarsam- skipti lýðvelda Sovétríkjanna og miðstjórnarvaldsins í Moskvu. 4 milljónir stuðningsmanna. „Við munum einkum höfða til þeirra sem eru andvígir því að afturhaldsöfl nái undirtökum í kommúnistaflokknum, þeirra sem vilja róttækar efnahags- umbætur og þeirra sem kusu Jelts- ín“, sagði Vínogradova. Hún sagði einnig að kommúnistaflokkurinn myndi líða undir lok I núverandi mynd, en „hvenær það verður veit enginn". Það er e.t.v. til marks um þessa þróun að nýja stjórnmálahreyfingin sem stofnuð var í síðustu viku í Sov- étríkjunum, Lýðræðislega umbóta- hreyfingin, hefur styrkt sig í sessi. í gær birti sovéska blaðið Izvestija yfírlýsingu frá áhrifamiklum hópi menntamanna og ffamkvæmdastjóra iðnfyrirtækja þar sem lýst var yfír stuðningi við hreyfínguna. Á meðal þeirra 32 sem skrifuðu undir yfirlýs- inguna voru áhrifamenn innan kommúnistaflokksins. Alsír: Mamskir leiðtogar í haldi Algeirsborg. Reuter. LEIÐTOGI íslömsku frelsis- fylkingarinnar í Alsír var handtekinn í fyrrakvöld og um leið dregið mikið úr við- búnaði hersins í höfuðborg- inni, Algeirsborg. Eru nú þrír helstu frammámenn fylkingarinnar í haldi en þeir eru sakaðir um að hvelja til ofbeldis og upp- reisnar gegn stjórnvöldum. Mjög agasamt hefur verið í Alsír í meira en mánuð og ríkir enn umsátursástand í sumum stærstu borgunum. Hefur ísl- amska frelsisfylkingin, sem vann mikinn sigur í sveitar- sjórnarkosningum í fyrra, efnt til mótmæla gegn stjómvöldum og verkfalla og krafist þess jafnframt, að kosningalögum verði breytt. Almennar þing- kosningar áttu að fara fram í Alsír í síðasta mánuði en Chadli Benjedid forseti frestaði þeim vegna ástandsins í landinu. Stjórnarflokkurinn, Þjóðlegi frelsisflokkurinn, hefur farið með völd í Alsír síðan landið varð sjálfstætt, 1962, og hefur löngum aðhyllst sósíalska stjórnarhætti. Á því hefur þó orðið veruleg breyting og er stjórnarflokkurinn nú helsta von miðstéttarinnar og þeirra, sem vilja aukiðfijálsræði í vest- rænum anda. Islamska frelsis- fylkingin vill hins vegar, að samfélagið allt lúti lögum trúar- innar. Sækir hún fylgi sitt mik- ið til fátækasta fólksins og ungra atvinnuleysingja, sem fínnst sér flestar bjargir bann- aðar. verið „leyft“ að sleppa, og þakkar það ötulli vinnu utanríkisþjón- ustunnar á bak við tjöldin. Þegar þessar fullyrðingar voru bornar undir Jansson, annan gísl- anna, sagði hann: „Það eitt er um þetta að segja að farið hefur afskap- lega lítið fyrir aðgerðum utanríkis- þjónustunnar. Allt annað eru hel- berar getgátur.“ Hann sagði að þeim hefði ekki verið leyft að flýja, heldur hefðu þeir gripið eina tæki- færið sem gafst. Bæði Hægri flokkurinn og Þjóð- arflokkurinn í Sviþjóð hafa ásakað Schori og Sten Andersson utanrík- isráðherra um að nota málið til framdráttar eigin flokki, Jafnaðar- mannaflokknum. ■ KAUPMANNAHÖFN - Ríkis- saksóknaraembættið í Danmörku tilkynnti á mánudag að ákveðið hefði verið að ákæra danska eigend- ur og norskan skipstjóra farþega- feiju sem kviknaði í í fyrra, með þeim afleiðingum að 158 manns létust, fyrir að bijóta danskar regl- ur um öryggi á sjó. 500 manns voru um borð feijunnar Scandina- vian Star þegar kviknaði í henni. Hún var á leið frá Ósló til Jótlands en var enn í norskri landhelgi þegar eldurinn braust út. Ferjan var skráð á Bahama-eyjum en margir í áhöfn hennar voru frá Filippseyjum og Portúgal. Aldrei hafði verið haldin brunaæfing um borð og gátu yfír- og undirmenn varla talað saman vegna tungumálaerfiðleika. ■ MOSKVU - Tveir sovéskir her- menn skutu átta aðra hermenn til bana á laugardag og særðu fímm til viðbótar með vélbyssum sem þeir höfðu stolið úr vopnageymslum í þorpinu Jakútíja í Rússlandi, að sögn óháðu fréttastofunnar Inter- fax. Hermennirnir sem urðu fyrir árásinni voru að horfa á sjónvarp þegar atburðurinn varð. Árásar- mennirnir hafa enn ekki fundist. I MANAMA - Eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fara til Iraks innan tíðar til að full- tryggja að ekki séu neinar lang- drægar eldflaugar í landinu á stöðum sem ekki hafa verið skoðað- ir enn. Douglas Englund, hers- höfðingi í Bandaríkjaher, sem fór fyrir nefnd á vegum SÞ sem í síð- ustu viku hafði umsjón með eyðingu 61 íraskrar eldflaugar, sagði í sam- tali við Reuter-fréttastofuna að nið- urstaða nefndarinnar væri sú að ekki væru neinar langdrægar eld- flaugar lengur í írak en ástæða væri til að kanna það enn betur. ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrlrtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Meintar kjarnorkutilraunir íraka: Taldir beita aðferð Bandaríkja- manna frá fimmta áratugnum Lundúnum. The Daily Telegraph. BUNAÐURINN, sem talið er að írakar noti til að vinna úran í kjarnorkusprengjur, var upphaflega notaður í Bandaríkjunum í heimsstyijöldinni síðari til að framleiða sprengjuna, sem varpað var á Hiroshima árið 1945. Þegar eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna voru að kanna herstöð við alþjóðaflugvöllinn í námunda við Bagdad í lok júní sáu þeir gríðar- stóra kassa, sem taldir voru inni- halda búnað til að vinna úran í kjarnorkuvopn. Þeim var meinað að skoða kassana og síðar var þeim komið undan á 60 vörubílum. Eftir- litsmönnunum tókst að taka myndir af farminum áður en hermenn komu að þeim, miðuðu á þá byssum og hröktu í burtu. Þeir segjast sann- færðir um að búnaðurinn sé til kjamorkuvopnaframleiðslu og einskis annars. Talið er að þessi búnaður sé sömu gerðar og sá sem vísindamenn í Kaliforníuháskóla notuðu í síðari heimsstyijöldinni og nefndur hefur verið kalutron. Hætt var að nota slíkan búnað í nútíma úranverum fyrir löngu og tekin var upp mið- flóttaaðferðin svokallaða. Hún byggist á því að úran hexaflúoríð, eða úran í loftkenndu ástandi, er látið snúast á miklum hraða í gríð- arstórri steypiröð, eða samstæðu tækja sem taka við efninu hvert af öðru með stigv^xandi áhrifum. Þessi aðferð krefst hins vegar mik- illar tækniþekkingar, sérhæfðs bún- aðar og gífurlegs fjármagns, sem Irakar hafa ekki yfir að ráða. Sér- fræðingar segja að það sé fljótt að spyijast þegar ríki reyna að tileinka sér þessa tækni. Hins vegar er erfíðara að fylgj- ast með tilraunum með gömlu að- ferðinni, sem írakar eru taldir nota. Með henni er rafsegulsviði beitt til að auðga úran-235, sem er geislavirk samsæta úrans og notuð í kjarnorkuvopn. Kalutronið líkist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.