Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1991 „ÉgopnaZi 13 Lepp-fyrirtdejci— nd/na, ■firin 'eg ekk,L peningcma ryu'na,- // Ast er ... ... að lækna hann af sjón- varpssýki. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rightsreserved ® 1991 Los AngelesTimesSyndicate Við smíði flaugarinnar höfum við haldið öllu í lág- marki. HÖGNI HREKKVÍSI Lærdómur fyrir þjóðina Nú er Hafskipsmálinu endanlega lokið og þar með mestu nornaveið- um áratugarins hér á landi. Ég man eftir fjölmiðlafárinu sem beinlínis þvingaði Hafskip á hausinn, ég man eftir umræðum á Alþingi og um- ræðum hvarvetna á mannamótum. Öll þjóðin var sannfærð um sekt Hafskipsmanna og þá skiptu stað- reyndir engu. Útvegsbankinn var settur á hausinn og síðan seldur og ríkið gaf einkaaðilum margar milljónir. En allt reyndist þetta ein, stór loftbóla og hver ber ábyrgðina á öllu þessu? Ekki Helgarpósturinn, segir ritstjóri hans. Ekki stjórnmál- amennirnir sem göspruðu hvað mest á Alþingi. Og ekki fjölmiðlarn- ir þó allir fjölmiðlar landsins aðrir en Morgunblaðið tækju þátt í þess- um hamagangi. Já, margt er skrýt- ið í kýrhausnum. Hörður Þessir hringdu ... Þungt hljóð í börnum og gamalmennum Ásgeir Þórðarson hringdi: Það er þungt hljóðið í barnafólki og gamalmennum þessa dagana út af nýju lyfjareglunum sem heil- brigðisráðherra hefur sett. Ráð- herrann okkar segist hugsa um börn og gamalmenni. Því ætti ekki að þurfa minna hann á þetta. Ég tel réttast að miða við 100.000 króna mánaðartekjur í þessari nýju reglugerð. Það getur varla verið tilgangurinn að níðast á fátæklingum sem þá myndu sleppa við að borga. Mynd tapaðist S. Sigurðsson hringdi: Ég glataði mynd af stærðinni 66,5 x 10,5 í miðbæ Reykjavíkur í seinustu viku. Á myndinni sem er réttra 80 ára gömul má sjá konu um fímmtugt og strák á tólfta ári. Aftan á myndinni standa nöfnin Guðrún Jónsdóttir og Guð- mundur Guðmundsson. Ef einhver rekst á þessa mynd, vinsamlegast hafi samband í síma 40418 eftir kl. 5 á daginn. Þýskir peningar týndir Erla Bára hringdi: Dóttir mín týndi þýskum pen- ingum í verslunum í Kringlunni eða í Miklagarði í Garðabæ 4. júní. Þetta voru 270 mörk. Finnandi hringi í s. 656033. Fundarlaun. Leiðrétting Gulbröndótt læða sem fannst í Elliðaárdalnum fyrir rúmri viku er ekki geymd í síma 40790 heldur á Dýraspítalanum. Hlutaðeigandi snúi sér til hans. Giftingarhringur Karlmannsgiftingarhringur fannst á Í.R. velli í seinustu viku. í hann er grafið: Nanna Mjöll. Sá sem saknar hans er beðinn um að hringja í s. 71451. Hver passar ketti? Tekur einhver að sér að passa ketti? Upplýsingar óskast í síma 71562. Dýravinir Fallegir svarthvítir kettlingar fást gefins. Kassavanir. Hafíð samband í síma 685693. Sólrún hringdi: Ég týndi hjólkoppi á leiðinni frá Grundarfirði til Reykjavíkur á sunnudaginn. Hjólkoppurinn er af Bewick-gerð. Sá sem kynni að finna hann vinsamlegast hringi í s. 41161. Þakklæti til Gyðu Guðrún Möller hringdi: Ég vil þakka Gyðu Jóhannsdótt- ur fyrir skilmerkilega grein um þjónustuíbúðir aldraða. Það var tími til kominn að vekja athygli á þessu máli. Það sem vantar eru ibúðir til að taka við þegar fólk getur ekki lengur búið í íbúðum fyrir aldraða. Mér finnst að fólk ætti að geta keypt sig inn á stofn- un eins og Seljahlíð sem ég er á í staðinn fyrir íbúðir fyrir aldraða þegar það þarf á meiri hjálp að halda. Vantar hjúkrunarheimili Lára Jónasdóttlr hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Gyðu Jóhannsdóttur sem skrifaði grein í Morgunblaðið um helgina. Það vantar tilfinnanlega fleiri hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða í Reykjavík. Ástandið er hrika- legt í dag. Seðlaveski týndist Blátt seðlaveski, merkt Búnað- arbankanum, fullt af alls kyns persónuskilríkjum og skírteinum tapaðist á laugardag í Vogahverf- inu. Finnandi hafi samband í síma 984-54336 (símboði). Fundarlauna heitið. Tímabær grein Helga hringdi: Ég vil þakka Signýju sem skrif- aði í Velvakanda á laugardaginn. Þetta var tímabær grein. En það eru ekki bara í sambandi við ilm- vötn sem fólk þarf að passa sig. Reykingamenn, ekki síst þeir sem reykja vindla, mættu taka meira tillit til náungans. Fólk sem býr' í fjölbýlishúsum þarf sérstaklega að passa sig og ekki skíta út það sem allir eiga saman. Að lokum þyrfti fólk að sýna meiri tillitssemi í sam- skiptum hvert við annað og muna að „aðgát skal höfð í nærveru sál- ar“. Úr fannst í Bláfjallagili Guðmundur hringdi: Ég var á göngu upp í Jósefsdal inni af Bláfjallagili er ég rek aifgun í veglegt kvenmannsúr. Ef einhver saknar þess er velkomið að hringi í 814000 og spyija eftir mér. Kettlingar fást gefins 6 fallegir kettlingar fást gefins. Þeir eru 8 vikna og kassavanir. Vinsamlegast hringið í síma 689192. Köttur í óskilum Grábröndóttur stálpaður kettling- ur fannst að Sóleyjargötu 23 í sein- ustu viku. Sími : 17769, frá kl. 1 eftir hádegi. Týndi hjólkopp Víkverji skrifar Síðdegis á föstudag flytur Man- fred Wörner, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræðu í Súlnasal Hótels Sögu á vegum Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs um framtíð bandalagsins. Þarna gefst einstakt tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast viðhorfum forystusveitar bandalagsins á þessum miklu breyt- inga- eða byltingartímum. Hernað- arvél Varsjárbandalagsins var tekin úr sambandi 1. apríl síðastliðinn og hinn 1. júlí var svo formlega lýst yfir því, að Varsjárbandalagið væri úr sögunni. Þótt margir hafi löngum viljað leggja Varsjárbandalagið og Atlantshafsbandalagið að jöfnu, kemur best í ljós við brottför Var- sjárbandalagsins að þessi saman- burður hefur alla tíð verið út í hött. Varsjárbandalagið var í raun ekki annað en tæki Sovétmanna til að halda ríkjunum í Mið- og Austur- Evrópu í hernaðarlegri greip sinni. Bandalagið var stofnað í flýti á árinu 1955 eftir að V-Þýskaland hafði gerst aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Eftir að allt Þýskaland er orðið þátttakandi í NATO og Sovétmenn megna ekki lengur að halda aftur af lýðræðisþróuninni í Evrópu er Varsjárbandalagið orðið úrelt. Það er því ekki annað en raunsæi að taka formlegar ákvarð- anir um að leggja það niður. Saga Atlantshafsbandalagsins er allt önnur. Markmið þess hafa verið að tryggja öryggi bandalagsþjóð- anna og vinna að friði með frelsi. Þótt frelsi hafí rutt sér til rúms í Mið- og Austur-Evrópu verða þjóðir enn að leggja sitt af mörkum til að tryggja friðinn og það verður áfram best gert með sameiginlegu átaki. Einmitt þess vegna er Atl- antshafsbandalagið áfram nauð- synlegt og ekki eru uppi nein áform um að leggja það niður. XXX Veðurblíðan hefur verið með ólíkindum. Síðdegis á laugar- dag þegar hitinn í Biskupstungun- um var um 26 gráður var Víkvetji þar á ferð og átti meðal annars ánægjulega stund í Skálholti við upphaf sumartónleikanna þar. Hef- ur þessi starfsemi þegar áunnið sér sess og þarna í hitanum léku tónlist- armenn frá Þýskalandi. I kynningarriti sumartónleikanna er vakið máls á því, hvort ekki sé vel við hæfí að koma á fót Kirkju- tónlistarstofnun í Skálholti. Hlýtur þessi tillaga að koma til athugunar hjá nefndinni sem nú starfar á veg- um dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins og á að gera tillögur um framtíð- arskipan mála í Skálholti. XXX Kirkjur eru misjafnlega vel fallnar til að flytja í þeim tónlist. Víkveija hefur verið sagt, að í fáum íslenskum kirkjum sé hljómburður betri en í steinkirkj- unni að Þingeyrum í Húnavatns- sýslu. Þar var Reykjavíkurkvartett- inn við æfingar fyrir skömmu og var kirkjan þá opin fyrir hádegi og síðdegis og gátu gestir og gang- andi þá sest í kirkjuna og heyrt kvartettinn æfa auk þess sem hann hélt tvenna formlega tónleika í vik- unni sem hann dvaldist fyrir norð- an. Það hlýtur að vera hagur heima- manna og kirkjulegra yfirvalda að efla listastarfsemi af þessu tagi í kirkjum. Fögur guðshús eru góð umgjörð um fagra tónlist og hvort tveggja göfgar mannlífíð og ætti að verða heimamönnum og ferða- fólki til ánægju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.