Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUR 10. JÚLÍ 1991 Þórður Kristjáns son - Minning Fæddur 13. janúar 1924 Dáin 30. júní 1991 Þórður mágur minn er dáinn. Andlát hans átti sér engan aðdrag- anda. Fréttin barst snögg sem elding og spurningarnar brjótast um. Af hverju hann? Af hverju núna? En því þessar spurningar? Erum við að vonast eftir aðdraganda? Óskum við eftir veikindum eða sjúkralegu til að við séum viðbúin að fá fréttina? Erum við nokkurn tima viðbúin? Þórður var kvæntur Pálínu systur minni. Eignuðust þau 3 börn, Báru, Hafstein og Laufeyju. Þórður var Snæfellingur, en hún er Húnvetning- ur. Þau bjuggu alla tíð í Reyfcavík. Hús þeirra var svo að segja mitt annað heimili frá tólf ára aldri, og síðar fjölskyldu minnar. Voru mót- tökur alltaf jafn hlýjar frá fyrsta degi til hins síðasta. Þórður var sérstaklega gestrisinn og hjálplegur. Hann var alltaf tilbú- inn að leysa hvers manns vanda. Hann hafði einstakgJisefííeika til að láta manni finpatít að maður væri sérstaklega velkominn. Það var alla tíð mjög gestkvæmt hjá Þórði og Pálínu og enginn kom svo í heim- sókn að Þórður væri ekki undir eins kominn að útidyrunum til að taka á móti gestunum. Það gerði hann af svo mikilli hlýju að bróðir eða faðir hefðu ekki gert það betur. Slík fram- koma er aðeins á góðra manna færi. Hann var ljúfur í lund og sérstak- lega bamgóður. Þórður var einn af sautján systk- inum og eru mörg þeirra dáin. Ég trúi að hann sé nú á meðal fjöl- skyldu og vina, og að á grænum grundum sé hann í leik við litlu börn- in sem á undan fóru. Minningarnar um Þórð og þá hlýju og alúð sem hann sýndi, í hvert skipti sem ég kom á heimili systur minnar og hans, mun ég alltaf geyma. Hann var mér bæði sem faðir og bróðir. Um leið og ég kveð mág minn hinstu kveðju, með þakklæti og söknuðu, bið ég góðan Guð að gæta hans. Pöllu og systkinunum, Báru, Haf- steini og Laufeyju óska ég alls hins besta um alla framtíð. Megi endur- minningarnar um yndislegan eigin- mann og föður varpa birtu á líf þeirra. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir Pabbi er dáinn. Mig langar að kveðja hann með örfáum orðum en þó ekki kveðja því hann mun vera með mér áfram í anda, og lifa í huga mínum. Ég var pabbastelpa sem lítið barn og á margar góðar minningar um hann. Hann var alltaf ljúfur og góður pabbi og þegar ég varð eldri gladd- ist hann með mér á góðum stundum en huggaði ef ský dró fyrir sólu. Góð kona sagði við mig að hún sæi eitthvað fallegt við dauðann. Ég hef mikið hugsað um orð hennar og reynt að sjá þetta með hennar augum og vissulega má þakka fyrir þegar fólk lifir hresst og heilbrigt til síðasta dags. En dauðinn er alltaf erfiður og sorgin sár engu að síður. Pabbi las mikið siðustu vikurnar og þá bækur um andleg málefni. Eitt kvöldið ekki alls fyrir löngu ræddum við saman um dauðann, eða öllu heldur hvað tæki við eftir hann. Hann trúði því að við tæki eitthvað gott þar sem leiðir okkar lægju sam- an með þeim sem á undan væru farnir. Það hefur því eflaust verið tekið vel á móti honum af foreldrum hans, látnum systkinum og nafna hans Þórði Páli, sem hann hefur saknað síðastliðin tíu ár. Ég vil líka trúa því að nú líði honum vel, að þeir séu saman Þórður Páll og pabbi og verndi okkur hin sem eftir lifum. Já, hann rnat andleg gæði meir en veraldleg og helgarferð á heimaslóð- irnar Snæfellsnesið fannst honum jafn yndisleg og okkur hinum fynd- ist þriggja vikna ferð á sólarströnd. Hann var ávallt nægjusamur og sátt- ur við sitt. Það eru bara nokkrir dagar síðan ég var með litlu strákana mína hjá mömmu og pabba og við fórum sam- an í kirkjugarðinn. Þar fengu þeir að ganga og hlaupa um alveg fijáls- ir og Haukur fylgdist svo með hvort afí kæmi ekki alveg örugglega á eftir honum. Þetta var þeirra uppá- halds skemmtun, að fá að hlaupa á undan og fylgjast með afa keyra á eftir sér. Ég tók af þeim myndband í síð- asta mánuði sem þeir geta horft á um ókomin ár og minnst afa síns um leið. Því nú er það okkar sem eftir lifum að láta hann lifa áfram í huga þeirra. Já, það eru fallegar minningarnar sem litlu drengirnir mínir eiga um afa sinn. Minningar um yndislegan afa sem vildi allt fyr- ir á gera. Þeir skilja þetta varla ennþá, en kannski skilja þeir þó meira en við höldum. Baldur talar um að vera góður við Pálínu ömmu, svo hann skilur missi hennar og Haukur vill ekki að ég segi að afi sé dáinn, held- ur að nú sé hann hjá Guði. Það verð- ur tómlegt sætið hans afa þeirra og erfitt fyrir þá að koma að nýju leiði í kirkjugarðinum, sem verður leiðið hans Þórðar afa. Það eru mörg falleg ljóðin sem ég hefði viljað kveðja hann með, en ofan á verður ljóð sem ég sendi hon- um einu sinni í korti og honum fannst mjög vænt um. Hvert sem liggur leiðin mín, lífir minning bjarta. Elsku pabbi, ástúð þín yljar mér um hjarta. Föðurástin fylgir mér fram að hinsta degi. Fyilstu þakkir færi þér, faðir, elskulegi. (Soffia Jóhannesdóttir) Hann var yndislegur pabbi og afí, og minningin um hann mun ávallt lifa sterk með mér. Elsku mamma mín, Guð veiti þér styrk og huggun. Laufey Kallið er komið. Komin er nú stundin. Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) í dag er til moldar borinn hann afí minn. Mig langar til að minnast hans í örfáum fátæklegum orðum, til að þakka honum þær stundir sem við áttum saman. Þær voru ófáar stundirnar sem ég fékk að dvelja hjá honum og ömmu er bróðir minn lá á spítala oft mikið veikur. Voru þau mér þá til mikils stuðnings á erfiðum stund- um. En bróðir minn lést 5. apríl 1981. Nú hafa þeir nafnarnir, afí og Þórður Páll sameinast aftur í nýju lífi þar sem þeirra vist er núna. Margar á ég góðar minningarnar frá Bræðraborgarstígnum þar sem heimili þeirra afa og ömmu er þegar við systkinin ásamt afa og ömmu björguðum Lóu frá ketti, hjúkruðum henni og önnuðumst þar til hún var flughæf á ný. Þó erfitt sé að taka á móti svona sorgarfrétt þá eru alltaf til margar svona fallegar minningar sem lifa í huga okkar. Mér gafst ekki tækifæri til að þakka afa mínum fyrir hjálpsemi hans og ömmu meðan ég var erlend- is og því langar mig að þakka elsku afa fyrir alla umhyggju og ást og allar okkar stundir. Blessuð sé minn- ing hans. Elsku amma, guð geymi þig og styrki ■ í sorg þinni. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í stað, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Magnea í dag er til moldar borinn í Reykja- vík Þórður Kristjánsson, verslunar- maður. Þórður fæddist á Hólslandi í Eyjahreppi á Snæfellsnesi, og var hann fímmtándi í röð sautján systk- ina. Foreldrar hans voru Danfríður Brynjólfsdóttir og Kristján Pálsson ábúendur á Hólslandi í Eyjahreppi. Ljóst má vera að þröngt hafi ver- ið í búi á svo barnmörgu heimili og Þórður hélt ungur að árum til Reykjavíkur. Átján ára gamall réðst hann til starfa hjá Sighvati Einars- syni pípulagningameistara og kaup- manni í Reykjavík. í fyrstu starfaði Þórður aðallega við pípulagnir, en lengst af í verslun Sighvats, fyrst í Garðastræti síðan í Skipholti 15. Hlé gerði Þórður á starfí sínu hjá verslun Sighvats, er hann réðst sem bílstjóri Sveins Björnssonar, forseta íslands, en því starfi gengdi hann um árabil. Einnig ók hann leigubif- reið um tíma. Á þessum árum kvæntist Þórður eftirlifandi eigin- konu sinni, Pálínu Hafsteinsdóttur frá Skagaströnd, og eignuðust þau þrjú börn, Báru, Hafstein og Lauf- eyju. Barnabörnin voru orðin átta talsins, en árið 1981 var rofið skarð í þeirra hóp þegar nafni hans, Þórð- ur Páll, lést. Árið 1982 verða umskipti hjá Þórði er verslun Sighvats Einarsson- ar hættir starfsemi, en verslunin hafði þá verið rekin um árabil af dóttur Sighvats Sigurbjörgu, og manni hennar, Óskari Þorkelssyni. Vörukaup hf. hafði um tíma leigt hluta af verslunarrými Sighvats og þegar verslunin hætti alfarið rekstri yfírtók Vörukaup hf. allan lager og húsnæði fyrirtækisins. Á þessum tímapunkti hefjast kynni undirritaðs og Þórðar fyrir alvöru, þegar hann réðst til starfa hjá Vörukaupum hf. Þórður starfaði mestan hluta ævi sinnar við sölu á pípulagningakerfi og hreinlætis- tækjum og miðlaði hann bæði leik- mönnum og lærðum af þekkingu sinni. Var hann einstaklega vel liðinn af pípulagningamönnum og í því sambandi eru mér minnisstæð sam- skipti hans og Ingibjarts heitins píp- ulagningameistara, sem hafði sér- staka ánægju af að reyna að fá Þórð til að deila við sig um hin ýmsu mál hversdagsins, en sjaldnast varð honum að ósk sinni, því tilsvör Þórðar voru oftast stutt og snaggar- aleg. En það sem mér er minnisstæðast í fari hans er sú mikla virðing sem hann bar fyrir starfi sínu. Að biðja um leyfi frá vinnu hluta úr degi til að sinna persónulegum málum var honum þvert um geð og forföll frá vinnu öll þau ár sem við störfuðum saman ótrúlega fá. Samviskusemi og snyrtimennska voru Þórði í blóð borin. Hann hafði einstaklega góða rithönd og frágangur hans við vöru- sendingar til viðskiptavina var ein- stakur og til þess tekið. Dagfars- prúður var Þórður með afbrigðum og þægilegur á alla lund, en vissu- lega koma það fyrir að honum mis- líkaði á stundum en lét samt kyrrt liggja. Ágætur vinskapur myndaðist milli Þórðar, Pálínu og eigenda Vöru- kaupa, þeim Erling og Maríu. Meðal annars áttu þau ánægjulegar sam- verustundir að Miklaholti í Borgar- firði. Þar dvaldist Þórður helgina áður en hann lést og líkaði honum vel dvölin á Mýrunum stutt frá fæð- ingarstað hans. Fyrir mína hönd og starfsfélaga minna þakka ég honum samfylgdina og bið góðan Guð að styrkja Pálínu, börnin og aðra aðstandendur í sorg þeirra. Legg ég bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Rögnvald Erlingsson Mjllllfjililk. IGL00 SVEFNPOKINN í bíuyfr QG VIÐ BftOSUMÍ UMFEHB//^ ARC 2 MW/FM steríó hljómgæði, útvarp og segulband í sama tæki. Magnari 2x7 wött. Sjálfvirkur stopparí á snældu. ARC 754 MW/FM sterió útvarp meö segulbandi, sjáítvirkur stoppari á snældu. Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir bylgjulengd og fleiri upplýsingar. Tengi aö framan fyrir CD geislaspilara. ARC 716L MW/FM sterió hágæða útvarp með segulbandi. Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner” sem finnur allar rásimar og spilar brot af hverri þeirra. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku. Möguleiki á 4 hátölurum. Tækið er i sleða 9DM, ST VO KCK mc - f C** ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner", magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sérstaklega skemmtilegri týsingu í tökkum. % ARC180 Atvöru tæki MW/FM sterió útvarp og segulband. 2x25 wött. Upptýstur stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara. Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis. , o9 "l&ÍT8 að hlusta á 9óð '^rs/aniroK^ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 Sl Ml 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 samuftgiu* ORKIN/ASlA 2025-39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.