Morgunblaðið - 03.10.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 03.10.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 Fyrsta djúpa haustlægðin: Yonskuveðri spáð víðast á landinu VEÐURSTOFAN spáir vonskuveðri víða um land i dag. Fyrsta djúpa haustlægðin, 960 millibara, stefndi beint upp að landsteinun- um í gærkvöldi og átti hún eftir að dýpka enn og verða allt að 950 millibara djúp. Magnús Jónsson veðurfræðing- ur sagði að það væri ekki dýpt lægðarinnar sem ylli óveðrinu heldur verulegur þrýstingsmunur á litlu svæði. Yfir Grænlandi væri hæð sem ylli 60-70 millibara mun á lægðarmiðjunni og Grænlandi. Reikna mætti með 10-11 vindstig- um mjög víða og allt upp í 12 vind- stig, eða fárviðri, á vissum stöðum, eins og á sunnanverðu Snæfélls- nesi, undir Eyjafjöllum, á Barða- strönd og í dölum í fjalllendi fyrir norðan. Magnús sagði að það væru vind- hviðumar sem valda oftast mestu tjóni, ekki jafn vindhraði. Þær væru hættulegastar þar sem alla jafna mætti vænta skjóls frá fjöll- um. Lægðarmiðjan virtist í gær stefna á Vestmannaeyjar, en ekki er gert ráð fyrir að hún komist inn á land. Reiknað var með að vind- hraði yrði orðinn verulegur milli kl. 3-6 síðustu nótt, með mikilli rigningu, einkum austanlands, en snjókomu á fjallvegum norðan- lands. í dag er síðan gert ráð fyr- ir að vindur snúist úr norðaustri íslendingur á skútu frá Flórída til íslands: Hefur verið einn á haf- inu í 30 daga ÍSLENSKUR sjómaður, Berg- þór Hávarðarson, er nú einn á seglskútu sinni á miðju Atl- antshafi og hefur ekki spurst til hans í 30 daga. Bergþór hefur áður siglt þvert yfir Atl- antshafið á minni skútu en hann er á nú. Faðir hans, Há- varður Bergþórsson, hefur engar áhyggjur af syni sínum, segir hann góðan sjómann og vanan skútusiglingum. Auk þess reiknaði Hávarður ekki með að heyra frá syni sínum fyrr en eftir 40 daga á sjó. Landhelgisgæslunni hefur bor- ist fyrirspurn um ferðir Bergþórs en samkvæmt upplýsingum frá henni er ekki vitað til að neinn hafi heyrt í honum. Helgi Hall- varðsson skipherra hjá Landhelg- isgæslunni segir að vitað sé að skúta Bergþórs, sem er 36 fet að stærð með einu mastri, sé vel vistum búin til tveggja mánaða og um borð er talstöð sem dregur 30-60 mílur auk fullkominna staðarákvarðanatækja er notast við gervihnetti. Skútan ber heitið Nakki og mun Bergþór hafa keypt hana á eyjunni Martiniuqe. Bergþór sigldi minni seglskútu er bar nafnið Sú frá íslandi til írlands fyrir tveimur árum og þaðan til Azoreyja, Kanaríeyja og síðan til St. Martiniuqe þar sem hann settist að í rúmt ár og vann sem logsuðumaður. Eftir að hann keypti skútuna Nakki ferðaðist hann á henni til Flórída og 1. september lagði hann af stað til íslands frá Palm Beach. Hávarður, faðir Berþórs, segir að hann hafi rætt við son sinn daginn áður en hann hélt af stað og þá kom fram að Bergþór myndi fylgja Golfstraumnum hingað norður þannig að hann færi um 400 mílur suður af Ný- fundnalandi. Þetta er 3.600 mílna sigling og Hávarður á ekki von á að heyra í syni sínum fyrr en nú í kringum 10. október þar sem leið hans liggur langt frá landi og Ijarri siglingaleiðum. i norður og jafnvel bæti enn í vind- inn. Magnús sagði að gert væri ráð fyrir að lægðin yrði við landið og ekki færi að lægja almennt fyrr en á föstudagsmorgun, einkum vestanlands. 140 skip voru enn á sjó á mið- nætti en að sögn Tilkynningar- skyldunnar voru þau að tínast í land eitt af öðru. Út af Malarrifi á Snæfellsnesi lágu ein átta skip í vari, þar á meðal rannsóknarskip- ið Árni Friðriksson, sem átti að halda til loðnurannsókna í gær- kvöldi. í gærkvöldi voru skútueigendur áður en veðrið skylli á. Rey kj avíkurhöfn - Morgunblaðið/RAX óða önn við að ganga sem tryggilegast frá sínu Erlendar skuldir nema 58% af landsframleiðslu árið 1995 An strangasta aðhalds í fjármálum gæti hlutfallið orðið um 70% í ÞJÓÐHAGSAÆTLUN fyrir árið 1992 kemur fram að samkvæmt spá um aukningu erlendra skulda fram til ársins 1997 nær hlut- fall þeirra af landsframleiðslu hámarki 1995 eða 58%. Þetta hlut- fall hefur hæst orðið árið 1985 er það náði 53%. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er hér reiknað með að nýtt álver rísi og að strangasta aðhalds verði gætt í ríkisfjármál- um og peningamálum almennt. Ef þessa aðhalds verður ekki gætt gæti hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu náð 70% árið 1995. leiðslu og þjóðartekna sníði efnahagslífinu þröngan stakk og draga verði úr eftirspurn og umsvifum til að koma í veg fyr- ir að viðskiptahallinn aukist úr hófí. Sjá um forsendur fjárlaga í B- blaði, bls. 1-4. í þjóðhagsáætlun segir að það láti nærri að samanlagður íjárfest- ingarkostnaður í álveri og virkjun- um, að frádregnum eiginfjárfram- lögum, sé um 80 milljarðar króna á verðlagi 1991. Síðan segir: „Ef allir þessir peningar streyma úr landinu aftur (hluti þeirra gerir það óumflýjanlega vegna innflutn- ings á fjárfestingarvörum vegna framkvæmdanna) myndi hlutfall. erlendra skulda, sem spáð er að verði um 175 milljarðar í árslok 1991, verða um 70% af landsfram- leiðslu í árslok 1995, sem hefði óhjákvæmilega áhrif á lánstraust okkar erlendis." í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1992 er m.a. reynt að sjá fyrir um þróun á vinnumarkaði. Þar kemur fram að reiknað er með að atvinnuleysi aukist nokkuð vegna minni eftirspurnar og umsvifa og að horfur mikilvægra atvinnu- greina, einkum í sjávarútvegi, , verði lakari en á þessu ári. Á for- sendum þjóðhagsáætlunar gæti atvinnuleysið aukist í rúmlega 2%. Þessi spá er þó óviss en til saman- burðar má geta að atvinnuleysi hefur verið 1,4% það sem af er árinu. Þjóðhagsstofnun telur í áætlun sinni að kaupmáttur á þessu ári verði 2% meiri en hann varð í fyrra. Hvað árið 1992 varðar er reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna verði 3% lakari en hann er í ár. Hér er þó settur sá fyrirvari að kjarasamningar eru lausir og því veruleg óvissa um launaþróun á næsta ári. Þjóðhagsstofnun telur að efna- hagslífíð muni óhjákvæmilega taka dýfu á næsta ári. Spáð er að landsframleiðslan dragist sam- an um 1,5% og þjóðartekjur um 3%. Samdráttur landsfram- Fækkað í tollgæzlu og lögreglu á Keflavíkurfluffvelli: Flugfélög beri kostn- að vegna vopnaleitar FJÁRVEITING til lögreglustjóraembættisins á Keflavíkurflugvelli verður skorin niður um tæpan þriðjung, eða 65,8 milljónir króna. Toll- vörðum verður fækkað um 19, úr 32 í 13, og sérsveit átta lögreglu- þjóna, sem annazt hafa vopnaleit, verður lögð niður. Þess í stað er ætlazt til að flugfélög, sem hafa farþegaflug um völlinn með höndum, kosti vopnaleit. Tollvörðum í almennri tollgæzlu verður fækkað um 20, en einum manni bætt við í eiturefnaeftirliti. Lögreglumenn verða 36 í stað 42 nu. Óvíst er talið hvort öll sú hagræð- ing, sem þarna er gert ráð fyrir, náist fram á næsta ári, og eru því 28,9 milljónir króna á sérstökum fjárlagalið utanríkisráðuneytisins ætlaðar til að mæta því ef ekki tekst að fækka um öll þessi störf. Ef fjár- ins verður ekki alls þörf á Keflavíkur- flugvelli, fer afgangurinn til þróunar- aðstoðar. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hugmyndir um að flugfé- lög bæru kostnað af vopnaleit, væru nýjar fyrir Flugleiðamönnum. Þarna væri um nýjan kostnað fyrir flugfé- lögin að ræða, sem á endanum myndi lenda á farþegum. ♦ ♦ ♦ Séra Bjarni Sig- urðsson látinn SÉRA Bjarni Sigurðsson frá Mos- felli lést I gærmorgun á Landspít- alanum eftir skamma spítalavist. Hann var á 72. aldursári, fæddur 19. maí 1920 á Hnausi í Villinga- holtshreppi. Foreldrar Bjarna voru hjónin Vil- helmína Eiríksdóttir og Sigurður Þorgilsson bóndi. Bjarni var 10 ára er hann flutti til föður síns á Straumi sunnan Hafnarfjarðar. Þá hafði Bjarni misst móður sína tveim árum fyrr. Að loknu stúdentsprófí frá MA hóf hann lögfræðinám við Háskóla ís- lands og lauk cand. juris-prófi árið 1949. Það sama ár gerðist hann blaðamaður á Morgunblaðinu og var við blaðamennsku til ársins 1954. Með störfum sínum á blaðinu stund- aði hann nám við guðfræðideild HÍ. Hann varð cand. theol á ársbyijun 1954. Það sama ár var hann kosinn sóknarprestur á Mosfelli í Mofells- sveit. Þár var hann prestur til ársins 1976 og jafnframt prestur Þingvalla- kirkju á árunum 1954-1958 og Saur- bæjarsóknar á Kjalamesi 1967- 1972. Hann stundaði nám í Þýska- landi. Fór þangað í námsferðir um árabil og lauk doktorsprófi í lög- fræði, kirkjurétti, við Kölnarháskóla sumarið 1985. Á ámnum 1976, er hann hætti prestsskap á Mosfelli, til 1981 var hann lektor í guðfræðideild HÍ í kennimannlegri guðfræði, skipaður dósent 1981 og síðar prófessor. Sr. Bjarni sat í stjórn Prestafélags ís- lands, var formaður þess 1968-1970, og átti sæti á kirkjuþingum. Þá sat hann í siðanefnd Blaðamannafélags íslands frá stofnun 1965, óslitið þar til á þessu ári. Sr. Bjarni gaf sig mjög að ritstörfum og liggur mikið eftir hann á því sviði. Kona hans er Styrkir til námsmanna frá A-Evrópu MEÐAL útgjaldaliða mennta- málaráðuneytisins er að finna nýjan lið sem er sérstakur styrkur til nemenda frá Austur- Evrópu að upphæð 1.900 þús- und krónur. Miðað er við að framlagið dugi til þriggja styrkja. Þá er einnig nýtt 1,6 milljóna framlag til há- skólastarfsemi óskipt og er það ætlað til meta námsframboð á háskólastigi. ■■♦■ ♦ ♦ Sr. Bjarni Sigurðsson Aðalheiður Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Norðfírði. Þeim varð fímm barna auðið og em þijú þeirra á lífi. Starfsfólk Morgunblaðsins þakkar Bjarna störf hans við blaðið og send- ir ástvinum hans samúðarkveðjur. Bolungarvík: Sjómannsins enn saknað SJÓMANNS á fertugsaldri er enn saknað í Bolungarvík eftir að trilla hans, Sunna ÍS, sigldi aftan á togarann Hafrúnu og um 2 mílur frá Bolungarvíkurhöfn í fyrradag. í gær voru gengnar fjörur allt frá Hnífsdal og út með Stigahlíð auk þess sem leitað var á sjó, þótt skilyrði til þess væru ekki góð. Leit verður fram haldið í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.