Morgunblaðið - 03.10.1991, Qupperneq 4
I
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
Opinber heimsókn forseta íslands til írlands:
Ast á bókum og kímnigáfa
- sagði Mary Robinson Irlandsforseti að sameinaði þjóðirnar tvær
Dyflinni. Frá Páli Þórhallssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands kom í gær í sína fyrstu opin-
beru heimsókn til írlands. Hér dvelur hún í þrjá daga í boði Mary
Robinson sem kjörin var forseti írlands fyrir tæpu ári.
Mary Robinson og eiginmaður
hennar, Nikolas Robinson, ásamt
Gerald Collins utanríkisráðherra,
tóku á móti Vigdísi á Dyflinnarflug-
velli á hádegi í gær. Þar var heiðurs-
vörður hermanna kannaður, hleypt
var af 21 fallbyssuskoti _og þjóð-
söngvar landanna leiknir. í för með
forseta íslands er Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra og
eiginkona hans, Bryndís Schram.
Frá flugveilinum var ekið að
embættisbústað forseta írlands.
Skipst var ágjöfum og færði Vigdís
írlandsforseta Hattasölu, málverk
eftir Karólínu Halldórsdóttur. Frú
Robinson færði Vigdísi bronsstyttu
af löxum að stökkva í ánni Moy
eftir Colin Brennan. Sagðist Robin-
son hafa alist upp á bökkum fljóts-
ins og séð laxana stökkva þar og
því hefði hún valið þessa gjöf. Að
loknum hádegisverði gróðursetti
Vigdís birkihríslu í garði embættis-
bústaðarins. Þar hafa mörg fyrir-
menni plantað tijám frá heimalandi
sínum, eins og t.d. Viktoría Eng-
landsdrottning. Síðdegis lagði for-
seti íslands blómsveig að leiði her-
manna í minningargarðinum í mið-
borg Dyflinnar og fylgdu henni
vamarmálaráðherra írlands og for-
seti írska herráðsins. Að því búnu
skoðaði hún menjar frá víkingatím-
um á þjóðminjasafni írlands sem
grafnar hafa verið upp á bökkum
Liffey-fljóts en Dyflinni varð til sem
kaupstaður víkinga. Frá safninu var
gengið um miðborgina og setti það
skemmtilegan svip á heimsóknina
að vegfarandi færði forseta íslands
blóm að gjöf.
Fyrsta degi hinnar opinberu
heimsóknar lauk með kvöldverði í
Dyflinnarkastala í boði írsku for-
setahjónanna. Við það tækifæri
sagði Mary Robinson að það væri
henni, fyrstu konunni í forsetaemb-
ætti á Irlandi, sérstakt ánægjuefni
að bjóða velkomna fyrstu konuna
sem varð forseti lands síns í kjölfar
lýðræðislegra kosninga. Frú Robin-
son sagði að íslenskar fornsögur
væru vel þekktar á írlandi, nefndi
hún einnig að einn af sonum ís-
lands væri Leifur Eiríksson sem
fann Vínland fimm öldum á undan
Kólumbusi „en ef til vill ekki á
undan heilögum Brendan okkar“.
Forsetinn vísaði til sagna um að
papar, írskir munkar, hefðu komið
til íslands á undan norrænum
mönnum. Eftir að hafa kynnst for-
seta íslands og landi hennar þar
með sæi hún ástæðu tii að harma
sviplegt brotthvarf þeirra.
Frú Robinson sagði að nú á dög-
um sameinaði ást á bókmenntum,
kímnigáfa og iifandi andi þjóðirnar
tvær, eyjaskeggjana í Norður-Atl-
antshafí.
I DAGkl. 12.00
/ / Heímild: Veöurstola íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær)
VEÐUR
I/EÐURHORFUR í DAG, 3. OKTÓBER
YFIRLIT: Um 500 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum er 865
mb. vaxandi lægð, sem hreyfist norðaustur og fer hún með suðaust-
urströndinni í nótt og í fyrramálið.
SPÁ Norð-austan 7-10 vindstig og skýjað um allt land. Slydda eða
rigning norðanlands, sums staðar skúrir syðra. Hiti 0-8 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG:Hvöss norðanátt og kalt. Él norðanlands,
en að mestu þurrt syðra.
HORFUR Á LAUGARDAG:Hæg vestlæg átt og léttskýjað um aust-
anvert landið. Þykknar upp með vaxandi suðaustan átt og fer að
rigna vestanlands. Hlýnandi veður.
Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
1 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
»/--Sf
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / # Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri 7 léttskýjað
Reykjavik 4 skýjað
Bergen 9 skúr
Helsinki 12 skýjað
Kaupmannahöfn 12 skúr
Narssarssuaq 0 skýjað
Nuuk +2 léttskýjað
Osló 13 léttskýjað
Stokkhólmur 10 skúr
Þórshöfn 9 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Amsterdam 15 hálfskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Berlín 12 skur
Chicago 17 skýjað
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt 13 rigning
Glasgow 12 rlgnlng
Hamborg 13 skúr
London 16 léttskýjað
LosAngeles 19 heiðsklrt
Lúxemborg 13 skýjað
Madríd 20 léttskýjað
Malaga vantar
Mallorca 25 skýjað
Montreal 12 skúr
NewYork 19 alskýjsð
Orlando 23 alskýjað
París 15 hélfskýjað
Madeira 24 skýjað
Róm 24 skýjað
Vín 15 alskýjað
Washington 18 þokumóða
Winnlpeg 5 skýjað
Morgunblaðið/Þorkell
Nemendur á flugliðabraut FS afhenda Olafi Arnarsyni, aðstoðar-
manni menntamálaráðherra, áskorun um að kennsla hefjist sem fyrst.
Flughðabraut Fj ölbrautarskólans á Suðumesjum:
Bjartsýni á að kennsla
hefjist á næstu dögum
NEMENDUR á flugliðabraut við Fjölbrautarskólann á Suðurnesjum
aflientu Olafi Arnarsyni aðstoðarmanni menntamálaráðherra bréf í
gær þar sem þeir mótmæla harðlega Iokun flugliðabrautar skólans.
Olafur gaf nemendunum það loforð að þeir þyrftu ekki að bíða til
áramóta eftir að hefja nám á flugliðabraut. Hann sagði að mál nemend-
anna yrði leyst næstu daga.
í bréfí nemendanna segir: „Við
höfum flestir, ef ekki allir, gert ýms-
ar ráðstafanir vegna hins væntan-
lega náms, t.d. tekið húsnæði á leigu,
sagt upp störfum sem við eigum
ekki afturgegnt í, gert Qárhagsráð-
stafanir og tekið á okkur skuldbind-
ingar. Við teljum það óvetjandi
vinnubrögð að ioka þessari braut
fyrirvaralaust án þess að nokkuð
hafi verið gefgið í skyn áður að á
slíku mætti vera von. Ef svo heföi
verið gert hefðu a.m.k. sumir okkar
innritað sig í Háskóla íslands eða
aðra skóla sem nú er of seint að
gera. Það er því krafa okkar að þetta
mál verði leyst nú þegar svo að eðli-
leg kennsla megi hefjast."
Steinþór Páll Ólafsson, úr Borg-
arnesi, er einn þeirra er gengu á
fund aðstoðarmanns menntamála-
ráðherra. „Eg hef leigt herbergi hér
í bænum frá því ágúst til áramóta
og greitt um 100 þúsund kr. í leigu.
Ég hef gert fjárhagslegar ráðstafan-
ir til að fjármagna þetta nám í vet-
ur. Við erum tíu nemendur utan af j
landi sem erum í svipaðri stöðu og
sumir jafnvel enn verr staddir en ég.
Þetta setur allt úr skorðum, ég var
hættur í vinnu og það eru ekki nærri
allir sem geta snúið aftur til sinnar
fyrri vinnu. Við áttum alls ekki von
á þessu. Skólinn átti upphaflega að
hefjast 16. september en vegna
breytinga átti að flytja kennsluna í
einn flugskóla og vegna þess var
skólasetningu frestað um hálfan
mánuð. Svo fengum við bara skeyti
um hádegi á mánudag að náminu
yrði frestað um ótiltekinn tíma,“
sagði Steinþór.
Nefnd skipuð fulltrúum mennta-
málaráðuneytis, samgönguráðuneyt-
is, Flugmálastjórnar og fleiri aðila, j
sem er ætlað að finna lausn á þessu
máli og leggja fram tillögur um
framtíðarskipan atvinnuflugnáms, |
fjallaði um málið á fundi í gærdag.
Þórhallur Jósefsson, deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu, kvaðst bjart- i
sýnn á að lausn fyndist á málinu og
kennsla gæti hafíst í næstu viku.
Bretar taka Halcion - svefnlyf úr umferð:
Beðið með ákvörðun
hér uns líður á vikuna
London. Reuter.
BRESKA heilbrigðisráðuneytið
lét í gær taka Halcion-svefnlyf
og svokölluð Triazolam-lyf úr
umferð en ráðuneytið segir
ávinning af neyslu þess mun
minni en hættuna á alvarlegum
aukaverkunum. Lyfið er hér á
markaði og í framhaldi af
ákvörðun breta var Lyfjanefnd
ríkisins falið að meta það hvort
taka bæri það úr notkun hér.
í frétt frá ráðuneytinu segir að
lyfíð innihaldi virkt efni sem ber
nafnið Triazolam en neysla lyfja af
því tagi fylgdu miklu hærri tíðni
sálrænna aukaverkana, einkum
minnisleysi og þunglyndi.
Halcion-svefnlyfíð er á lyfjaskrá
í rúmlega 90 löndum en það er fram-
leitt af bandaríska fyrirtækinu
Upjohn. Forstjóri þess vísaði því á
bug í gær að neysla lyfsins gæti
haft í för með sér alvarlegar geð-
rænar truflanir. Engar vísindalegar
eða læknisfræðilegar niðurstöður
lægju fyrir hendi er styddu þá full-
yrðingu breskra heilbrigðisyfírvalda
eða réttlættu að apótekum væri
gert skylt að taka það úr umferð.
Ólafur Ólafsson landlæknir skýrði
Morgunblaðinu frá því í gær, að
Halcion-svefnlyfið væri hér á mark-
aði en þó einungis veikustu tegund-
ir þess. í framhaldi af ákvörðun
Breta hefði landlæknisembættið
tekið málið upp við heilbrigðisráðu-
neytið í Reykjavík. Ákveðið hefði
verið'áð vísá máíinu tillyfjanefndar
ríkisins og á grundvelli niðurstöðu
hennar yrði ákveðið síðar í vikunni
hvort lyfíð verði tekið úr umferð hér
á landi. ’
Ólafur sagði að breska landlækn-
isembættið hefði ráðlagt notendum
Halcion-lyfsins að hætta neyslu þess
ekki skyndilega því það gæti haft í
för með sér aukaverkanir svo sem
kvíða og svefnleysi.
Handtekinn í
Hollandi með
l,5kgaf hassi
Fíkniefnalögregla í Amsterd-
am handtók um helgina 35 ára
gamlan Islending á Schiphol-
flugvelli með 1,5 kg af hassi inn-
an klæða. Maðurinn var á leið til
íslands með fikniefnin.
Að sögn Björn Halldórssonar hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar var
maðurinn að stíga um borð í Flug-
leiðavél þegar hann var handtekinn.
Hann var yfirheyrður af hollensku
lögreglunni og kom hingað til lands
á þriðjudag.
Hann var yfirheyrður við komuna
hingað og átti Bjöm von á að óskað
yrði eftir frekari gögnum að utan
um mál mannsins. Hann hefur ekki
áður komið við sögu fíkniefnamála
hér á lándi.
.t