Morgunblaðið - 03.10.1991, Síða 13
tiltölulega mikið „lýðræði“ ríkti.
Valdamenn gátu ekki látið sér
duga að treysta á fé sitt og vopn,
þeir urðu sífellt að reyna að fá
menn til fylgis við sig, mynda
bandalög, fylgjast vandlega með
gerðum og viðbrögðum andstæð-
ingsins og taka erfiðar ákvarðanir.
Þetta hlýtur að hafa valdið því að
áhuginn á sögu og stjórnmálum
hefur verið óvenju mikill og þar
er kominn grundvöllurinn að þeirri
skilgi-einingu á stjórnmálarefskák-
inni sem við kynnumst í Heims-
kringlu.
Sjálfur hefur Snorri líklega litið
fyrst og fremst á sig sem raunsæis-
mann í þessum leik. Hann var
sagnfræðingur, var því vel kunn-
ugt hve hamingjan er hverful og
hafði lýst falli margra stórmenna.
Aðfaranótt 23. september 1241
var hans eigið skapadægur runnið
upp. Hann hafði leikið af sér í
stjómmálaskákinni og fjendur
hans hjuggu hann til bana á stór-
býlinu í Reykholti. Hann gat ef til
vill huggað sig við það að þar sem
hann hefði verið einn af helstu
höfðingjum á íslandi í fullan
mannsaldur myndi hann ekki deyja
eins og hver önnur dægurfluga og
gleymast eins og flest fólk; hans
yrði minnst eftir dauðann. Snorra
hefur varla órað fýrir því að bók-
menntirnar yrðu það sem héldi
nafni hans á lofti og þær yrðu lesn-
ar löngu eftir að sá heimur sem
hann var hluti af var gleymdur og
grafínn.
Höfundur er prófessor í miðalda-
sögv við Björgvinjarháskóla í
Noregi og grein þessi birtist í
dagblaðinu Aftenposten 23. sept-
ember sl.
Efstir í a-v urðu:
Sveinn Sigurgeirsson - Þórður Sigfússon 281
Jón Viðar Jónmundsson - Eyjólfur Magnússon 247
Friðrik Jónsson - Hermann Friðriksson 245
Spilamennska hefst alltaf á föstu-
dögum, í Sigtúni 9, kl. 19.00 stund-
víslega og verður spilaður eins kvölds
Mitcell-tvímenningur á hveijum föstu-
degi í vetur. Skráning fer fram við
mætingu.
Keppnisstjóranámskeið
Bridssamband íslands efnir til
námskeiðs í keppnisstjóm og tölvu-
útreikningi dagana 6., 7. og 8. des-
ember nk. í tengslum við útkomu
nýrrar þýðingar á bridslögunum.
Námskeiðið verður sett upp á sama
hátt og þau námskeið sem Danska
bridssambandið hefur gengist fyrir,
að viðbættri þjálfun í útreikningi á
tölvu. Námskeiðið verður haldið í
húsi Bridssambands íslands, Sig-
túni 9, og skráning á námskeiðið
er einnig þar. Takmarka þarf fjölda
þátttakenda við 26 og hámark tvo
frá hveiju félagi. Félögin þurfa að
sækja um fyrir þátttakendur á
sínum vegum og verði þátttaka
mjög mikil er hugsanlegt að halda
sams konar námskeið úti á landi
eftir áramótin. Allar nánari upplýs-
ingar er að fá á skrifstofu BSÍ í
síma 91-689360.
Bridsfélag kvenna
Nú er Mitchell-tvímenningnum iok-
ið með sigri Þorgerðar og Steinþórs.
Annars varð röð efstu para þannig:
Þorgerður Þórarinsdóttir - Steinjwr Asgeirss. 989
Lovísa Jóhannsdóttir - Kristin Karlsdóttir 973
Halla Bergþórsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 955
Sigríður Möller — Freyja Sveinsdóttir 919
Kristín ísfeld - Hrafnhildur Skúladóttir 898
Kristín Þórðardóttir - Ása Jóhannsdóttir 885
Margrét Margeirsdóttir - Júlíana ísebam 884
I næstu keppni félagsins verður
Barómeter-tvímenningur og geta pör
skráð sig í síma 32968 (Ólína). Keppn-
in verður 4-5 kvöld, eftir þátttöku.
Nýtt fólk er velkomið.
Bridsfélag Hornafjarðar
Hafin er þriggja kvölda Mitchell-
tvímenningur og taka 16 pör þátt í
keppninni.
Staðan eftir fyrsta kvöldið:
Ámi Stefánsson - Jón Sveinsson 209
Skeggi Ragnarsson - Baldur Kristjánsson 205
Grétar Vilbergsson — Vífill Karlsson 191
JónNíelsson-ÁmiHannesson 189
Sigurpáll Ingibergsson—Jón G. Gunnarsson 185
RagnarBjömsson-BirgirBjömsson 174
Kópavognr:
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
t r r i---n-----r.....!' ■11 t1~>■‘Trrr^T-Tr,'f" -: v>f t ‘
24 kaupleigíbúðir afhentar
HÚSNÆÐISNEFND Kópavogs
aflienti sl. sunnudag nýjum íbúð-
areigendum tuttugu og fjórar nýj-
ar kaupleiguíbúðir við Trönu-
hjalla 19-23 í Kópavogi. Þetta er
fyrsta fjölbýlishúsið sem byggt er
í Kópavogi þar sem í eru eingöngu
kaupleiguíbúðir. Ibúðunum er
skilað fullfrágengnum.
I húsinu eru sjö 2ja herbergja íbúð-
ir, fjórtán 3ja herbergja íbúðir og
þijár 4ra herbergja íbúðir. í stigahús-
unum nr. 21 og 23 eru fimmtán fé-
lagslegar kaupleiguíbúðir en í stiga-
húsinu nr. 19 eru níu almennar kaup-
leiguíbúðir.
I félagslega kaupleigukerfinu er
miðað við tekjuhámark og að kaup-
andi/leigjandi leggi fram hámark
10% andvirðis íbúðarinnar en fái 90%
að láni. í almenna kaupleignkerfinu
er ekki tekjuhámark. Þar er miðað
við að kaupandi/leigjandi greiði sjálf-
ur allt að 30% andvirðis íbúðarinnar
í upphafi.
Úthlutað var lóð fyrir húsið árið
1989 og það var steypt upp á síð-
asta ári. Arkitekt hússins er Benjam-
ín Magnússon en Byggingafélagið
Kambur hf. steypti það upp. Fjöl-
margir fleiri verktakar komu við
sögu.
í Kópavogi eru nú 238 félagslegar
eignaríbúðir (verkamannabústaðir)
og 66 kaupleiguíbúðir, að meðtöldum
þeim 24 íbúðum sem afhentar verða
á sunnudag eða samtals 304 íbúðir.
Áformað er að hefja byggingu á
65 íbúðum á þessu ári, 55 félagsleg-
um eignaríbúðum og tíu kaupleigu-
íbúðum.
Formaður húsnæðisnefndar Kópa-
vogs er Marta Jónsdóttir, en fram-
kvæmdastjóri er Gissur Jörundur
Kristinsson.
Gunnar Birgisson for-
maður bæjarráðs af-
hendir íbúðareiganda
lykla að íbúð hans á
Trönuhjalla 19-23.
Trönuhjalli 19-23.
lísadagar
Fallegar flísar prýða
hvert heimili.
Þær eru ekki bara fallegar,
heldur hka sterkasta efni á
veggi, sem völ er á.
Við seljum næstu daga mikið
af gólf- og veggfhsum
á heimsþekktum
ðendum, með 10-50%
afslætti.
V-V
*
mainingar F,,
pjúnustan hf
aVanesl
íar
vma
HAFNARFIRÐi
M
METRO
í MJÓDD
G.A. Böðvarsson hff.
SELFOSSI
Járn & Skip
KEFLAVÍK
lAHfflSnká,
GrensAavegi 11 • Reykjavfk • Simi 83500
V
SAMEINAÐA / SÍA