Morgunblaðið - 03.10.1991, Page 14

Morgunblaðið - 03.10.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 Oddi á Rangárvöllum og Oddafélagið eftir Þór Jakobsson Hálft annað ár er nú liðið síðan farið var að vinna þeirri hugmynd brautárgengi, að í Odda á Rangár- völlum rísi með tíð og tíma miðstöð fræða og fræðslu í náttúruvísindum og sögu. Nokkur skriður komst á málið við stuðningsyfirlýsingu hér- aðsnefndar Rangárvallasýslu fyrir rúmu ári og ennfremur við stofnun Oddafélagsins fullveldisdaginn í fyrra. Þrátt fyrir góðar undirtektir hefur að vísu ekki verið farið geyst í sakirnar, en þess er vænst engu að síður að árangur náist jafnt og þétt á komandi árum. Sagan og landið Oddi á Rangárvöllum er sem kunnugt er sögufrægur staður. Þar var forðum voldugt höfuðból Odda- veija, ef til vill fyrsti skóli landsins og eitt allra merkasta fræðasetrið á landi hér. Þar áttu þeir langfeðg- ar heima, Sæmundur fróði, Eyjólfur Sæmundsson, höfðinginn Jón Lofts- son og sonur hans Sæmundur Jóns- son. Þar ólst Snorri Sturluson upp, þar mótaðist snilligáfa hans og þar menntaðist hann. Um þær mundir var Oddastaður í þjóðbraut eins og Helgi Þorláksson sagnfræðingur hefur lýst í riti um samgöngur í Rangárþingi að fornu. Á prestssetr- SIEMENS Oflug rvksugal VS 91153 • Stillanlegur sogkraftur (250- 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld sýklasía í úlblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði. §§ • Verð kr. 17.400,- SMrTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 inu i Odda bjuggu síðan löngum ýmsir merkir klerkar og mætti nefna sr. Stefán Gíslason um alda- mótin 1600. Þótti prestakallið í Odda lengst af eftirsóknarvert brauð. Á síðustu öld þjónaði þar tæpan áratug þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson. Lýsti hann af mælsku sinni í ljóði ógnþrungnum mætti sandsins sem skefur yfir sveitina og eirir engu. í svipuðum sporum hugans hefur hann verið síðar á lífsleiðinni er hann yrkir um hafís- inn fyrir norðan, „landsins forna fjanda", sem kominn er um hafið að landi langan veg, ógnandi van- máttugum manninum. Fræðimaðurinn Vigfús Guð- mundsson frá Keldum rakti sögu Oddastaðar frá upphafi til hans daga, en þá var sr. Erlendur Þórðar- son prestur í Odda. Síðan voru þar sóknarprestar sr. Arngrímur Jóns- son tæpa tvö áratugi og sr. Stefán Lárusson rúman aldarfjórðung, en fyrir skömmu tók þar við ungur prestur, sr. Sigurður Jónsson, áður sóknarprestur á Patreksfirði. Um það leyti sem Matthías orti um sandfokið á Rangárvöllum sner- ust bændur skipulega til varna gegn geigvænlegum uppblæstrinum. Lát varð á að menn flæmdust burt. Sandgræðsla ríkisins var stofnuð snemma á öldinni og nefnist nú Landgræðsla ríkisins, ein mikilvæg- asta stofnun landsins, með höfuð- stöðvar í Gunnarsholti steinsnar frá Odda. Samskipti manns og höfuð- skepna hafa verið náin og fjölþætt í Rangárþingi frá upphafi, bæði blíð og stríð, og eru þau vissulega lærdómsríkt og forvitnilegt rann- sóknarefni. Oddafélagið - fyrstu skrefin Síðastliðinn vetur vann bráða- birgðastjórn Oddafélagsins að kynningu á hugmyndum sínum, m.a. í framhaldsskólum í Rangár- vallasýslu, og í júní í sumar var staðið fyrir nokkrum fræðsluferð- um um sýsluna með viðkomu í Odda. Voru ferðirnar skipulagðar í samvinnu við önnur félög og sam- tök, einkum Hið íslenska náttúru- fræðifélag, en önnur voru Rangæ- ingafélagið í Reykjavík, Grikk- landsvinafélagið, 35 ára stúdentar (frá Menntaskólanum í Reykjavík) og hin mikla norræna umhverfis- ráðstefna - Miljö 91 - sem haldin var í vor á vegum menntamála- og umhverfisráðuneytanna. Oddafé- lagið vill stuðla að frekari rannsókn- um á sögu Oddastaðar og samskipt- um manns og umhverfis í landshlut- anum. Stungið hefur verið upp á, að stillt yrði upp útsýnisskífu á Gammabrekku í Odda, en þar er einstaklega víðsýnt í björtu veðri. En önnur mannvirki skyldi ekki reisa á hólnum í framtíðinni. Drög að stofnskrá Oddafélagsisns hafa verið rædd og samin. Verða þau lögð fyrir fyrsta aðalfund félagsins sem haldinn verður eystra 2. nóv- ember nk. Stefnuviðhorf Þrennt hafði Oddafélagsstjórn í huga frá upphafi: 1. Oddafélagið getur hafist handa strax næstu árin, þótt húsakynni vanti í Odda fyrir ráðstefnur og námskeið. Þau eru og verða fyrir hendi skammt frá í nágrannabæj- unum_ Hellu og Hvolsvelli. 2. í öðru lagi er ætlunin að tre- ysta á náið samstarf við stofnanir og önnur félög, sem leggja vilja málinu lið, svo sem fyrrgreind fé- lög. Nú þegar hefur tekist ánægju- legt samstarf við Hið íslenska nátt- úrufræðifélag. 3. í þriðja lagi er ætlunin að stuðla jöfnum höndum að tvenns Dr. Þór Jakobsson „Þess skal að lokum getið, að stjórnvöld hafa í rauninni nokkrar skyldur í þessu endur- reisnarmáli, en það er í lögum að skóli skuli rísa í Odda.“ konar samfundum í nafni Oddafé- lagsins. Annars vegar yrði stefnt að fundahaldi fræðimanna, ekki síst þverfaglegum umræðum sérfræð- inga úr ólíkum herbúðum, einkum náttúruvísindamanna og húman- ista, innlendra og erlendra. Hins vegar yrði vakinn áhugi almennings á að taka þátt í endur- reisn Oddastaðar með ýmsu sem gert yrði til fróðeiks og skemmtun- ar, svo sem með árlegri Oddahátíð um sumarsólstöður sem reyndar var byrjað á í sumar. Lög um skóla - kynning Þess skal að lokum getið, að stjórnvöld hafa í rauninni nokkrar skyldur í þessu .endurreisnarmáli, en það er í lögum að skóli skuli rísa í Odda. Búnaðarskóli átti hann að heita og má til sanns vegar færa, að vel færi á því að efla staðinn á ný með því að stofna þar miðstöð landnýtingar í orðsins víðtæku og nútímalegu merkingu. ísl'and og saga íslendinga yrði þar viðfangs- efni manna, og jafnvel - á stærri mælikvarða — jörð og saga mann- kyns. í stjórn Oddafélagsins eru Árni Böðvarsson, Drífa Hjartardóttir, Friðjón Guðröðarson, Friðrik Frið- riksson, Jón Þorgilsson, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson og Þór Jakobsson. Fleiri hafa með ráðum og dáð stutt félagið fyrstu skrefin. Nefndir skulu Pálmi Eyjólfsson og Steinþór Run- ólfsson, en til jafns við stjórnar- menn hafa unnið og lagt á ráðin jarðfræðingarnir Elsa Vilmundar- dóttir og Freysteinn Sigurðsson for- maður Hins íslenska náttúrufræði- félags. Og nýlega bættist í hópinn ötull og hugmyndaríkur liðsmaður, hinn nýi heimamaður sr. Sigurður Jónsson í Odda. Auk aðalfundarins í nóvember nk. er nú á dagskrá næstu mánuði almennari kynning á Oddafélaginu en komist hefur í verk til þessa. Jafnframt eru allir sem áhuga hafa eða tillögur vinsamlega beðnir að gefa sig fram. Boðað er til skrafs og ráðagerða laugardaginn 5. októ- ber nk. í Hallgrímskirkju kl. 4 eftir hádegi, í kórkjallara. Gengið er inn að austanverðu, um hið gamla and- dyri kirkjunnar, og eru allir vel- komnir. Þetta er fyrsta kynning á málefninu í höfuðborginni, en vissu- lega varðar það alla unnendur nátt- úru og sögu, hvar sem þeir kynnu að eiga heima. Uöfundur er veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins. Morgunblaðið/Sigurðúr Gunnarsson Myndin er tekin nýlega þegar unnið var í Oræfasveit. Fríkirkjan opin aðfaranætur laugar- daga og sunnudaga: Starfið mótast af sjálfboðaliðum - seg’ir Cecil Haraldsson safnaðarprestur Fríkirkjan í Reykjavík hefur óskað eftir sjálfboðaliðum til þess að taka á móti fólki í kirkjunni milli klukkan 1 og 4 aðfaranætur laugardaga og jafnvel aðfaranætur sunnudaga. Cecil Haraldsson, safnaðarprestur, segir að starfið muni mótast af þeim sem bjóði sig fram en hugmyndin sé að taka á móti hverjum þeim sem komi í kirkjuna með hlýlegu viðmóti og bjóða upp á kaffisopa. Aðgangur að síma verður í kirkjunni. Vík-Höfn: Unnið að plægingn lj ó sleiðarastr engs Hnappavöllum, Öræfum. Verktakafyrirtækið Grafan hf. hefur síðastliðið sumar og í haust unnið að plægingu Ijósleið- arastrengs milli Víkur í Mýrdal frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur I SÍMI: 62 84 50 og Hafnar í Hornafirði. Nú er plægingunni lokið og að- eins frágangsvinna eftir, einnig vinna starfsmenn Pósts og síma samtímis að tengingu strengsins á þessari leið, en tengivinnan er mik- ið nákvæmnisverk. Ekki er vitað nú hvenær ljósleiðarastrengurinn verður tekinn í notkun. S.G. Cecil segir að ráðið yrði af við- brögðum við auglýsingu eftir sjálf- boðaliðum hvort unnt yrði að gera hugmyndina að veruleika og í hvaða formi. Einhveijir hefðu þegar haft samband og ef góður hópur mynd- aðist yrði hann kallaður saman til þess að móta starfið. Stefnt væri að því að safna saman 30 sjálfboðaliðum til þess að hver þeirra þyrfti ekki að starfa í kirkj- unni nema eina nótt í mánuði. Tímasetningar eru miðaðar við síðustu ferðir strætisvagna og lok- un skemmtistaða. „Hugmyndin er sú að þeir sem misstu af síðustu ferð strætisvagnanna um klukkan eitt gætu komið í kirkjuna til þess að hringja á leigubíl eða heim, í einhvern að sækja sig. Þá höfðum Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á © 15 klst námskelði fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. “ Tölvu- og verkfræ&iþjónustan ^ % Grensásvegi 16 - flmm ár í forystu við hugsað okkur að hafa opið til klukkan fjögur en skemmtistaðir eru yfirleitt opnir til klukkan 3. Þannig gætu þeir sem ekki næðu í leigubíl eftir lokun skemmtistaða beðið eftir næstu ferð,“ sagði Cecil í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur kannað hvort þörf er fyrir athvarf af, þessu tagi. „Við gerðum tilraun með að opna kirkj- una eina nótt í febrúar en þá komu þangað milli 40 og 50 manns. Þessi tilraun sýndi okkur að þörf var fyr- ir starfsemi af þessu tagi en einnig að alltof lítið var að hal'a aðeins tvo í kirkjunni. Þess vegna stefnum við að því núna að hafa fjóra saman á vakt,“ sagði Cecil en í auglýsingu eftii' sjálfboðaliðum í Morgunblað- inu á sunnudag er talað um að starf- ið sé fólgið í mannlegum samskipt- um, kaffigerð og uppvaski, umsjón, dyravörslu og ræstingum. Leitað er eftir fólki með hlýlegt viðmót, vingjarnlegt hugarfar og hleypidó- malausa afstöðu til þeirra sem leið eiga hjá. Þeir sem áhuga hafa á að starfa í Fríkirkjunni geta haft samband við Cecil Haraldsson safnaðarprest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.