Morgunblaðið - 03.10.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
17
Þegar „fáknum“ var hleypt
út fyrir borgarhliðið
eftir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur
Eftir að hafa verið samtíða Dav-
íð Oddssyni á vettvangi borgarmála
er óneitanlega athyglisvert að fylgj-
ast með framgöngu hans í embætti
forsætisráðherra. Tekst „fáknum"
- svo vitnað sér til orða Indriða
G. Þorsteinssonar fyrir nokkrum
árum - að feta öll þau einstigi sem
á vegi hans verða, rata um hinar
dreifðu byggðir landsins og komast
þangað sem hann ætlar sér án þess
að spæna upp allan svörð? Eða tap-
ar hann áttum þegar hann kemur
út fyrir verndað umhverfi borgar-
stjórnar Reykjavíkur?
Mega menn skjóta út í loftið?
Meðan Davíð Oddsson réð
Reykjavíkurborg bentu andstæð-
ingar hans margsinnis á veilurnar
í stjórnarháttum hans og ýmislegt
sem betur mætti fara í fjármála-
stjórn borgarinnar. Eitt af því sem
þeir og fleiri hafa hamrað á allt frá
haustinu 1987 er sú fásinna að
byggja ráðhús í Tjörninni og alla
tíð hefur verið bent á að kostnað-
aráætlanir vegna byggingarinnar
væru með öllu óraunhæfar. Þær
væru með öðrum orðum „skot út í
loftið" eins og Davíð Oddsson viður-
kennir sjálfur.
Um þetta er í sjálfu sér ekki
ágreiningur heldur um hitt, hvort
stjórnvöld geti leyft sér að leggja
út í milljarða fjárfestinu á grund-
velli áætlana sem eru „skot út í
loftið". Davíð Oddsson telur svo
vera og segir að kostnaðurinn við
ráðhúsið hafi ekki ráðið úrslitum
þegar merihluti borgarstjórnar
samþykkti að ráðast í bygginguna.
Svona geta menn sagt sem byggja
fyrir eigið fé en ekki ef þeir sækja
það í vasa skattgreiðenda. Almenn-
ingur á kröfu á því að fá sem rétt-
astar og bestar upplýsingar um öll
mál og má þá einu gilda hvort þau
standa hjarta ráðamanna nær eða
fjær.
Núverandi forsætisráðherra og
fyrrverand. borgarstjóri er, ásamt
samflokksmönnum sínum í borgar-
stjórn Reykjavíkur, ábyrgur fyrir
tveimur framkvæmdum upp á sam-
tals 5 milljarða króna sem báðar
fóru 100% fram úr áætlun. Ástæðan
er sú sama í báðum tilvikum; það
var hafíst handa án þess að fyrir
lægju endanlegar teikningar, hvað
þá vandaðar fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlanir. Eða eins og fram-
kvæmdastjóri Verktakasambands
Islands sagði í DV í síðustu viku:
„ ... forsendur voru mjög á reiki
þegar lagt var af stað“.
Menn að skapi borgarstjóra voru
valdir í byggingamefndir þessara
húsa og til að fullnægja metnaði
sínum og hans var ekkert til sparað
og oftar en ekki farið yfir lækinn
til að sækja vatn. í ofanálag hafa
iðnaðarmenn svo verið látnir leggja
nótt við dag til samræmis við þann
grátbroslega og barnalega leik fyrr-
verandi borgarstjóra að taka mann-
virkin í notkun á tilteknum tíma á
tilteknum degi. Má í því sambandi
minna á að nákvæmlega sami hátt-
ur var hafður á við endurbætur
Viðeyjarstofu og þar var sama sjálf-
taka í borgarsjóði viðhöfð.
Kvartað undan
slj órnarandstöðu
Fjölmiðlar hafa fjallað talsvert
um Perluna og ráðhúsið á undan-
förnum dögum og vikum. í kvöld-
fréttum Ríkisútvarpsins á föstudag-
inn var rætt við Davíð Oddsson um
kostnað við ráðhúsið og brást hann
ókvæða við. Taldi hann gagnrýni á
framkvæmdina runna undan rifjum
pólitískra andstæðinga sinna sem
væru að reyna að koma á sig höggi.
Auðvitað eiga pólitískir andstæð-
ingar Davíðs Oddssonar sinn þátt
í því að vekja upp umræðu um þessi
mál enda ber þeim skylda til þess.
Það er í verkahring stjórnarand-
stöðu, í borgarstjórn sem á þingi,
að fylgjast með meðferð opinbers
íjár og veita stjórnvöldum aðhald.
Það stoðar lítt að væla þó hún ræki
þetta hlutverk sitt.
En ástæðan fyrir því að kostnað-
ur við ráðhúsbygginguna kemst nú
í hámæli er ekki sú að andstæðing-
ar Davíðs Oddssonar hafi skyndi-
lega komið fram með nýjar upplýs-
ingar. Andstæðingar ráðhússins
hafa æ ofan í æ bent á að kostnað-
urinn við það væri kominn langt
fram úr öllum- áætlunum - ekki
síst þeirri sem fyrst var gerð og
fylgdi tillögu Davíðs Oddssonar um
að byggt yrði „ráðhús fyrir Reykja-
víkurborg skv. teikningu þeirri, sem
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Um þetta er í sjálfu sér
ekki ágreiningur held-
ur um hitt, hvort sljórn-
völd geti leyft sér að
leggja út í milljarða
fjárfestinu á grundvelli
áætlana sem eru skot
út í loftið.“
hlaut 1. verðlaun í samkeppni um
bygginguna".
Geislabaugur gufar upp
á landsfundi
Það eina sem er nýtt í þessu
máli er að það er komin glufa í
þann þagnar- og varnarmúr sem
hefur umlukið Davið Oddsson.
■ KEPPNI í drengja og telpna-
flokki (fædd 1976 og síðar) verður
dagana 4.-6. október nk. Tefldar
verða 9 umferðir eftir Monrad-
kerfi og er umhugsunartími 40
mín. á skák fyrir hvern keppanda.
En næg þátttaka fæst verður sér-
stakur telpnaflokkur, annars verð-
ur hafður sami háttur og undanfar-
in ár. Umferðir verða þannig;
Föstudaginn 4. okt. kl. 19.00-
Þessa glufu gerði hann sjálfur þeg-
ar hann bauð sig fram til formanns
Sjálfstæðisflokksins. Við það missti
hann þann geislabaug sem hann
hafði í augum margra flokksmanna
en það er einmitt sagt að það sé
einkenni á dýrlingum að enginn
óvitlaus maður leggi í að gagnrýna
þá. Á síðasta landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins var helgi Davíðs Odds-
sonar upphafín og um leið gátu
fréttamenn um frjálst höfuð strok-
ið. Nú kemur gagnrýnin ekki aðeins
frá pólitískum andstæðingum Dav-
íðs Oddssonar heldur líka frá pólit-
ískum samheijum og fjölmiðla-
mönnum. Hann þarf með öðrum
orðum að búa við sömu aðstæður
og aðrir stjórnmálamenn og er eng-
in vorkunn. Nú stendur spurningin
um það hvort hann þarf að standa
ábyrgur gerða sinna eins og annað
fólk.
Fyrst ég fór á annað borð að
vitna til Tímaritstjórans í upphafi
þessarar greinar, þá er rétt að halda
þeim ummælum hans til haga að
pólitískir andstæðingar Davíð
Oddssonar mættu vara sig þegar
„fáknum yrði hleypt út fyrir borgar-
hliðin". Nú kann vel að vera að
þetta verði að áhrínisorðum en
kannski rætast þau ekki á þann veg
sem spámaðurinn taldi líklegastan.
Mér segit' svo hugur að bæði póli-
tískir andstæðingar og samhetjar
Davíðs Oddssonar megi vara sig ef
hann ætlar að viðhafa sömu stjórn-
arhætti og flottræfilshátt á ríkis-
heimilinu og tíðuðust á borgarheim-
ilinu meðan hann var þar í forsvari.
Höfundur er þingmaður
Kvennalistans íReykjavík og
fyrrverandi borgarfulltrúi.
23.00 1., 2. og 3. umf., laugardag-
inn 5. okt. kl. 13.00-18.00 4., 5.
og 6. umf.. og sunnudaginn 6. okt.
kl. 13.00-18.00 7., 8. og 9. umf.
Teflt verður í Faxafeni 12 í
Reykjavík. Þátttökugjald er kr.
800. Innritun fer fram á skákstað
föstudaginn 4. okt. kl. 18.30-
18.55. Skákstjóri verður Ólafur
H. Ólafsson. (Fréttatilkynning)
ÖÐRUM TIL
FYRIRMYNDARI
DAF er nú meö vinsælustu
flutningabílum hérlendis og meðal
fyrirtækja, sem valið hafa hann
eftir rækilegan samanburð við aðra
bíla má nefna: Gosan, Kornax og
Sölufélag garðyrkjumanna.
DAF bílarnir eru sérlega vandaðir,
burðarmiklir miðað við eigin
þyngd og allur aðbúnaður
ökumanns einstaklega góður.
Við eigum DAF 400 sendibíla til
afgreiðslu STRAX og útvegum
aðrar gerðir með örskömmum
fyrirvara.
V.JE.S,
Fosshálsi 1 S 67 47 67
GENERAL ELECTRIC
S I L I K 0 N
GE Silpruf silikon er einþótta
sýrulaust þéttiefni til notkunar
við byggingaframkvæmdir,
glerjun og fleira.
Þolir vel veðrun, útf jólubláa
geisla og hitabreytingar
Togþol +/- 50 %
FÆST í FLESTUM
BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM
GE SILIKON, ÞÉTTING TIL
FRAMBÚÐAR
GE Silicones
I V I' III—IMIlHi