Morgunblaðið - 03.10.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3, OKTÓBER 1991
Háskólanám í
Bandaríkjimiim
eftir Eirík
Þorláksson
Það kemur oft fyrir að fólki, sem
hefur hug á að stunda háskólanám
í Bandaríkjunum, fallast gjörsam-
lega hendur þegar það kemst að því
hversu margir skólarnir eru, og
hversu fjölbreyttir þeir eru að stærð,
gerð og námsframboði. Það er held-
ur ekki nægilegt að senda inn ein-
falt bréf og skrá sig til náms, held-
ur þarf að taka ýmis próf, leggja
fram staðfest og ítarleg gögn um
fyrra nám, upplýsingar um hvernig
námið verður fjármagnað og fleira,
og allt þetta þarf að gera löngu
áður en námið á að hefjast. Þannig
er ýmislegt við bandaríska háskóla,
sem íslenskir nemendur hafa ekki
kynnst áður, og þurfa að hafa sig
alla við að standa undir.
í tilefni af máiþingi því um há-
skóla og háskólamenntun í Banda-
ríkjunum sem nú stendur yfir, er
rétt að gefa landsmönnum örlitla
innsýn inn í þann heim sem þarna
er um að ræða.
Ólík skólakerfi
Bandaríska skólakerfíð er ólíkt
því íslenska í mikilvægum atriðum,
og hefur það valdið ómældum vand-
ræðum fyrir þá íslendinga, sem
sækjast eftir að hefja háskólanám
sitt í Bandaríkjunum. Bandarískir
nemendur ljúka námi á framhalds-
skólastigi (High School) við átján
ára aldur, og hefja síðan háskóla-
nám, annað hvort í tveggja ára skól-
um eða fjögurra ára skólum; hvoru
tveggja er skilgreint sem nám á
háskólastigi. íslenskir nemar ljúka
hins vegar framhaldsskólanámi um
tvítugt, og komst þá fyrst i há-
skóla, tveim árum síðar en banda-
rískir unglingar. Á grundvelli lengra
náms í framhaldsskóla hér heima
hafa íslenskir stúdentar sótt um að
fá eitthvað af fyrra námi metið inn
í bandaríska háskóla til styttingar
á námi þar. Það er mjög einstakl-
ingsbundið, hvernig stúdentspróf
íslenskra umsækjenda er metið í
Bandaríkjunum og byggist á ein-
kunnum, námsbrautum, efnisinni-
haldi greina og fleiri atriðum; al-
mennt má segja að það sé metið til
einhverra eininga, oft til jafngildis
eins námsárs. Þó virðist gæta til-
hneigingar meðal bandarískra skóla
síðustu ár til að þrengja þetta mat,
og nokkur dæmi eru þekkt þar sem
háskólarnir neita að meta íslensk
stúdentspróf nokkurs, og krefjast
þess að íslenskir nemendur hefji sitt
nám á sama grunni og bandarískir
nemendur. (í þessu sambandi má
benda á að þrátt fyrir að íslenskir
stúdentar hafi setið tveimur árum
lengur á skólabekk er ósannað að
þeir hafí meira nám að baki; allt frá
upphafi skyldunáms til loka þess er
t.d. skóladagurinn styttri hér en í
Bandaríkjunum, og skólaárið
sömuleiðis).
Eins og nefnt var að framan
skiptast bandarískir háskólar í
tveggja og fjögurra ára skóla.
Hinir fyrmefndu eru margir skil-
greindir sem hverfís- eða héraðshá-
skólar (Community Colleges), og er
einkum ætlað að ná til nemenda,
sem vilja stunda námið heimanað;
þangað sækja nemendur nám í upp-
hafí, en flytja sig svo yfír í fjögurra
ára skóla vilji þeir ljúka hefðbundnu
háskólanámi. Tveggja ára skólarnir
eru einnig mikið sóttir af fólki í
atvinnulífinu, sem stundar nám utan
vinnutíma, og líkjast því að nokkru
öldungadeildum hér á íslandi. Loks
sækja margir þangað atvinnurétt-
indi, t.d. á ákveðnum tæknisviðum.
Þannig má segja að þessir skólar
samsvari nokkuð vel tveimur síðustu
árum framhaldsskóia hér á landi,
jafnframt því að vera iðn- eða
tækniskólar og öldungadeildir. Nám
i þessum skólum er oftast metið
fullgilt í fjögurra ára skólum, en
þó ekki alltaf.
Fjögurra ára skólarnir útskrifa
nemendur á sama grunni og háskól-
ar annars staðar í heiminum að
loknu fyrsta stigi háskólanáms (með
BA-prófi, BS-prófi, BEd-prófi eða
sambærilegu). Margir af þessum
skólum bjóða síðan upp á framhalds-
nám (til meistara- eða doktors-
gráðu), og ýmsir frægustu skólar
Bandaríkjanna byggja orðstír sinn
á gæðum"'*íramhaldsnámsins og
rannsóknastarfsemi fremur en
hversu vel þeir kenna nemendum
sínum á fyrsta stigi; bestu nemend-
urnir koma þangað til framhalds-
náms, og mestu ijármunimir
streyma til háskólanna til að stunda
rannsóknir fyrir atvinnulífið og
hið opinbera.
Þegar islenskir stúdentar hafa
lokið fyrsta stigi háskólanáms hér
á landi, er það metið að fullu þegar
sótt er um að stunda framhaldsnám
Eiríkur Þorláksson
„Það ríkir mikil sam-
keppni um nemendur
milli bandarískra há-
skóla, og er það ein
ástæða þess að þeir
leggja síaukna áherslu
á að fá til sín nemendur
erlendis frá. Nú eru um
þrjú hundruð og áttatíu
þúsund útlendingar við
nám í Bandaríkjunum,
og hefur þeim fjölgað
um allt að tíu prósent
árlega síðasta áratug.“
við bandaríska háskóla, ólíkt því
sem á sér stað með íslenska stúd-
entsprófið. Það má einnig nefna, að
þeir sem útskrifast héðan að loknu
fyrsta stigi háskólanáms í sinni
grein standa sig yfírleitt með ágæt-
um við bandaríska háskóla, svo að
undirbúningurinn hér virðist nýtast
mjög vel.
Bandaríska háskólastigið í
tölum
Það eru rúmlega þtjú þúsund og
fimm hundruð viðurkenndir háskól-
ar starfandi í Bandaríkjunum; auk
þess eru viðurkenndir um fimmtán
hundruð sérskólar af ýmsu tagi.
Um ljórtán milljónir nemenda sækja
þessa skóla, þar af er þriðjungur í
tveggja ára skólum. - Til sam-
anburðar má nefna að hér á landi
eru fímm skólar viðurkenndir á
háskólastigi, og þá sækja um sex
þúsund nemendur.
Meira en nítján hundruð af há-
skólunum eru einkaskólar, og má
nefna að meira en fjörutíu trúflokk-
ar (flestir í litrófi kristinnar trúar)
reka eigin háskóla. Skólarnir bjóða
upp á nám á meira en fimm hundr-
uð sviðum, sem ná yfir allt milli
himins og jarðar. Háskólarnir dreif-
ast einnig misjafnt milli fylkja, og
þannig eru yfír þrjú hundruð og
fjörutíu háskólastofnanir í Kaliforn-
íu-fylki, en aðeins níu í
Wyoming-fylki.
Eins og gefur að skilja eru þessir
skólar einnig misjafnir að stærð, og
tölumar eru þannig að íslendingum
kann að þykja þær ótrúlegar í báðar
áttir. Stærstir eru Ohio State Uni-
versity með um fímmtíu og níu þús-
und nemendur og síðan University
of Texas í Austin, sem hefur rúm-
lega fimmtíu þúsund nemendur á
skrá; meðal hinna smæstu eru
efiaust Deep Springs College í Kali-
forníu, sem hafði 25 nemendur á
síðasta námsári, og Beth Medrash
Emek Halacha Rabbinical College í
New York, sem hýsti aðeins 16 nem-
endur á sama tíma (margir smæstu
skólarnir eru einmitt trúarskólar af
einu eða öðru tagi, eins og þessi).
Hlutur útlendinga í
bandarískum háskólum
Það ríkir mikil samkeppni um
nemendur milli bandarískra há-
skóla, og er það ein ástæða þess
að þeir leggja síaukna áherslu á að
fá til sín nemendur erlendis frá. Nú
eru um þijú hundruð og áttatíu
þúsund útlendingar við nám í’
Bandaríkjunum, og hefur þeim
fjölgað um allt að tíu prósent árlega
síðasta áratug. - Þetta sýnir að
bandarísk menntun er greinilega
eftirsótt, einkum hvað varðar fram-
haldsnám á háskólastigi.
Hlutur íslendinga meðal erlendra
námsmanna í Bandaríkjunum er
auðvitað örsmár, en þó voldugur
miðað við höfðatölu. í grófum drátt-
um má segja að af öllum íslenskum
námsmönnum á háskólastigi sé um
þriðjungur í námi erlendis (um þijú
þúsund manns), og af þeim er
stærsti hópurinn í Bandaríkjunum,
eða um þúsund manns. Fyrir um
tuttugu árum voru stærstu hópar
íslenskra námsmanna erlendis í
Danmörku, Svíþjóð og í Bretlandi,
en þetta hefur breyst mjög á síð-
asta áratugi, þannig að nú leita
áberandi flestir til Bandaríkjanna. -
Orsakir þessa eru eflaust margar
og einstaklingbundnar, en nefna
má tungumálið (enskan virðist orðin
nemendum tamari en Norðurlanda-
málin), stóraukin kynni af Banda-
ríkjunum í gegnum fjölmiðla og
ferðalög, íjölbreytt námsúi-val
bandarískra skóla, og síðast en ekki
síst styrkjamöguleikar fyrir þá sem
fara í framhaldsnám á háskólastigi.
Viðurkenning bandarískra
háskóla
Menntamál heyra samkvæmt
stjórnarskrá Bandaríkjanna ekki
undir alríkisstjórnina, heldur undir
einstök fylki. Því er uppbygging
háskóla ólík frá einu fylki til ann-
ars, og í raun má segja að hver ein-
asti háskóli lúti aðeins eigin stjórn.
Menntamálaráðuneyti Bandaríkj-
anna gegnir því fremur hlutverki
ráðgjafa og samhæfingaraðila en
að það stjórni málefnum einstakra
skólastiga, eins og hér er raunin.
Skólar í hinum einstöku fylkum
fá starfsleyfi (authorization) hjá
stjórnvöldum, en í því felst engin
viðurkenning á gildi námsins við
þennan tiltekna skóla. Slíka viður-
kenningu (accreditation) er aðeins
hægt að fá frá sérstökum óháðum
stofnunum, sem komið hefur verið
YOUR RIGHTS
AND DUTIES
ACOURSE
FOR FOREIGNERS
LIVING IN ICELAND
On Saturday the 5th of October the Icelandic Red Cross
will hold a course for foreigners living in Iceland. This
course will be in English, and is supposed to inform about
the Icelandic society, rights and duties of the inhabitants,
health and social security, customs etc. The course will
be based on a booklet in English, “Icelandic Law and
Icelandic Society", issued by the Ministry of Social
Affaires.
The course will take place at Þingholtsstræti 3,
Reykjavík, the 5th of October from 9.30 a.m. to 16 p.m.
Due to limited number of seats kindly contact us and
register at the Icelandic Rcd Cross, Rauðarárstíg 18, tel.
(91)-26722 before 17 p.m. Thursday the 3rd of October.
Please notice that no admission fee is charged.
RETTUR ÞINN
0G SKYLDUR
NAMSKEIÐ FYRIR
INNFLYTJENDUR UM
ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG
Laugardaginn 5. október nk. heldur Rauði kross íslands
námskeið fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur flust
til íslands. Námskeiðið verður haldið á ensku og er ætlað
að fræða um uppbyggingu þjóðfélagsins, réttindi og
skyldur þeirra sem hér búa, heilbrigðisþjónustu,
menningu og fleira. Bæklingur á ensku, sem
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út verður lagður
til grundvallar námskeiðinu.
Námskeiðið verður haldið að Þingholtsstræti 3,
Reykjavík og hefst kl. 9.30 árdegis og lýkur kl. 16
síðdegis. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir kl. 17 fimmtudaginn
3. október hjá Rauða krossi íslands, Rauðarárstíg 18, í
síma 91-26722.
Vinsamlega athugið að aðgangur er ókeypis.
Rauði kross Islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722