Morgunblaðið - 03.10.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
19
á fót í því skyni af hagsmunaaðilum
(samtökum ríkisskóla, trúfélaga,
lækna, lögfræðinga, verkfræðinga,
o.s.frv.) til að tryggja að skólinn og
sú menntun sem hann býður upp á
standist ítrustu kröfur. Þessar
stofnanir hafa síðan með sér sam-
tök, um viðurkenningu náms á há-
skólastigi (COPA Council on
Postsecondary Accreditation), sem
halda utan um þetta allt; viðurkenn-
ing stofnana sem ekki eru í COPA
er einskis virði fyrir bandaríska
háskóla.
Þó íslendingum kunni að virðast
það einkennilegt, eru starfandi í
Bandaríkjunum fjölmargir skólar,
sem ekki njóta neinnar viðurkenn-
ingar. Sumir slíkir skólar bjóða upp
á óhefðbundið nám, sem ekki er
hægt að meta eða viðurkenna (en
getur verið gagnlegt engu að síð-
ur); samsvarandi menntastofnanir
eru líka til hér á landi í formi ritara-
skóla, tölvuskóla, máiaskóla o.fl.
Aðrir eru hreinustu svikamillur, sem
selja fólki prófskírteini og skýrslur
um námsferil, án þess að það stundi
nokkuð nám. Slíkar svikamyllur
skipta ef til vill hundruðum, og jafnt
Bandaríkjamenn sem útlendingar
eru prettaðir - eða notfæra sér þessa
þjónustu vísvitandi. Ákveðin deild
bandarísku alríkislögreglunnar elt-
ist við þessa lögbijóta, og sem dæmi
um hversu mikið vandamál þetta
er má nefna að einn starfsmaður
lögreglunnar hefur orðið sér úti um
nær fjörutíu doktorsgráður og enn
fleiri meistaragráður í starfi sínu á
þessu sviði - án þess að setjast
nokkru sinni á skólabekk. Það er
því margt að varast á þessu sviði
sem öðrum.
Námskostnaður
Nám í Bandaríkjunum er dýrt
fyrir Bandaríkjamenn sjálfa, og enn
dýrara fyrir útlendinga. En það er
ekki allt jafndýrt, ogerþað mismun-
andi eftir skólastigum, einkum með
tilliti til þeirra styrkja og lána, sem
möguleikar eru á.
I fyrrihlutanámi eru skólagjöld
við ríkisskóla frá því að vera innan
við hundrað þúsund krónur (fyrir
íbúa viðkomandi fylkis) upp í að
vera nær tvær og hálf milljón króna
á ári við dýrustu einkaskólana. Rík-
isskólarnir eru yfirleitt nokkru dýr-
ari fyrir útlendinga en hina inn-
fæddu, og má segja áð meðalskóla-
gjöld séu þar um þtjúhundruð og
sextíu þúsund krónur, en tvöföld sú
upphæð við einkaskóla. Yfirleitt er
lítið um styrki til handa erlendum
nemum á þessu skólastigi, nema
þegar afburðanemendur eru
annars vegar.
í framhaldsnámi eru skólagjöld
yfirleitt hærri en í fyrrihlutanámi,
en þar eru einnig mun meiri mögu-
leikar k styrkjum fyrir gott náms-
fólk. Á þessu stigi er samkeppnin
um nemendur hörðust; góðir náms-
menn fá oft niðurfellingu á skóla-
gjöldum og jafnvel hlutastöður sem
aðstoðarkennarar eða rannsóknar-
fólk sér til framfæris, þannig að
segja má að það sé hvergi auðveld-
ara að vera fátækur en góður náms-
maður en einmitt við háskóla í
Bandaríkjunum. í ljósi þessa má
jafnvel halda því fram, að sá sem
stundar framhaldsnám við einhvern
af dýrustu háskólum Bandaríkjanna
og greiði þar full skólagjöld sé ef
til vill ekki mjög
eftirsóknarverður nemandi!
Þar sem nám í Bandaríkjunum
er dýrt, ber Lánasjóður íslenskra
námsmanna mikinn kostnað vegna
náms íslendinga þar. Reglur um lán
sjóðsins eru nokkuð að breytast um
þessar mundir, en almennt má segja
að í gildi séu viss takmörk fyrir
hversu há lán eru veitt til greiðslu
skólagjalda, og að ekki séu veitt lán
vegna skólagjalda við nám, sem
hægt er að stunda hér heima. Að
öðru leyti gilda almennar úthlutun-
arreglur sjóðsins að flestu leyti.
Niðurlag
Háskólar í Bandaríkjunum eru
mjög öflugar stofnanir í þjóðfélag-
inu, og þegar þess er gætt að e!stu
skólarnir eru meira en þtjú hundruð
ára gamlir, má vera ljóst að þeir
búa yfir mikilli sögu og reynslu á
sviði menntunar. Þó eiga þeir við
margvísleg vandamál að glíma, líkt
og háskólastofnanir í öðrum heims-
hlutum; vaxandi kostnað, takmörk-
uð fjárframlög, auknar kröfur um
markaðstengingu, deilur um
námskröfur og svo mætti lengi telja.
En það er tekist á við þessi vanda-
mál, eins og fyrirlestrarnir á mál-
þinginu sem stendur yfir bera vott
um, og það kann að vera að íslend-
ingar geti nokkuð lært af reynslu
Bandaríkjamanna á þessu sviði um
hvernig byggja eigi upp háskólastig-
ið á Islandi í framtíðinni.
Menntastofnun íslands og
Bandaríkjanna, Fulbright-stofnun-
in, starfar samkvæmt milliríkja-
samningi landanna til að auðvelda
framkvæmd fræðslustarfsemi sem
ríkin koma sér saman um að standa
að. Starfsemi stofnunarinnar er
einkum á tveimur_ sviðum: Annars
vegar við að veita íslendingum upp-
lýsingar um námsbrautir og annað
er lýtur að námsmöguleikum í
Bandaríkjunum í framhaldsnámi
eða sémámi af ýmsu tagi, og leið-
beina námsfólki við umsóknir um
skólavist þar, en hins vegar við að
styrkja íslendinga til náms og rann-
sóknarstarfa við bandarískar
menntastofnanir, og Bandaríkja-
menn til náms, kennslu- og rann-
sóknarstarfa hér á landi.
í tilefni af málþingi um háskóla
og háskólamenntun í Bandaríkjun-
um efnir stofnunin til sérstakrar
kynningar á nokkrum bandarískum
háskólum, sem Islendingar hafa
sótt síðustu ár. Kynningin fer fram
í Odda, byggingu Háskóla íslands,
laugardaginn 5. október kl. 13-16.
Skrifstofa stofnunarinnar er opin
virka daga kl. 13-17, og þar leið-
þeinir námsráðgjáfi varðandi allar
almennar upplýsingar um háskóla-
nám í Bandaríkjunum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Menntastofnunar íslands og
Bandaríkjanna,
Fulbright-stofnunarinnar.
Excelnámskeið • Macintosh
Excel er ötlugasti töflureiknlrlnn fyrlr Macintosh og PCI
© 12 klst námskelö fyrir byrjendur og lengra komnal
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár (forystu
Blasgow/s.
Kr. 23.900
Brottför í október,
nóvember og desember.
Gist á hinu vinsæla Hospitality Inn.
I [ B g A M I fi S18 e IR
AUSIURSTRÆTIT7 • SM 622200
KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500
Veist þú hvað bíður þín fjárhagslega ef þú slasast eða
veikist? Kynntu þér máhð! Afkomutrygging
Sjóvá-Almennra tryggir fjárhagstöðu þína ef
starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda.
Þar sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við.
ÞAÐ ER ERFITT
AD DRÚA DILIfi
ÞEGAR HEILSAN BILAR