Morgunblaðið - 03.10.1991, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
Sóttumst eftir þekk-
ingu og hagræðingn
- segir Brynjólfur Bjarnason um tilboð í HS
„ÞAÐ, sem við höfðum hug á með kauptilboði okkar í Hraðfrystihús
Stokkseyrar, var kvóti, hagræðing, þekking og vinnuafl, svo eitthyað
sé nefnt. í þessu tilfelli mátum við alla þætti málsins eins og unnt var
í ljósi þess að ekkert uppgjör á rekstri frystihússins hefur farið fram
frá síðustu áramótum. Við töldum hag beggja aðila vel komið, yrði
tilboðinu tekið,“ sagði Brynjólfur
samtali við Morgunblaðið.
Byggðastofnun hafnaði sem kunn-
ugt er tilboði Granda í Hraðfrystihús
Stokkseyrar, sem talið er gjaldþrota.
Þrátt fyrir þá stöðu bauð Grandi alls
um 454 milljónir króna í fyrirtækið
að meðtalinni yfirtöku skulda. Miðað
við uppgjör 31. desember í fyrra,
voru skuldir frystihússins taldar um
550 milljónir. Miðað við ákveðna
þætti í rekstri frá þeim tíma og að
nauðarsamningar við lánardrottna
gengju eftir, var talið að skuldir
lækkuðu um 150 milljónir króna. Þá
var einnig reiknað með að veltufjár-
munir næmu 50 milljónum og skuld-
ir alls því 350 milljónum króna.
Aflakvóti fyrirtækisins svarar til um
2.400 tonna þorskígilda, en þar af
er virði humars um 600 tonn þorsk-
ígilda. Verðmæti þessa kvóta er að
■ LOKIÐ er þriðju og síðustu
Fjallahjólakeppni sumarsins í og
við Úlfarsfell. Var þetta jöfn og
spennandi keppni enda réð þessi
keppni endanlegum úrslitum í ís-
landsmeistaramótinu og var barist
um hvert sæti. Á íslandsmeistara-
mótinu urðu úrslit eftirfarandi.
Flokkur 16 ára og eldri: 1. Marínó
F. Sigurjónsson, 2. Aðalsteinn B.
Bjarnason og 3. Ingþór Hrafnkels-
son. Flokkur 13-15 ára: 1. Sighvat-
ur Jónsson, 2. Arnar Ástvaldsson,
3. Óskar Páll Þorgilsson. Flokkur
12 ára og yngri: 1. Matthías
Eiríksson.
Bjarnason, forstjóri Granda hf. í
minnsta kosti rúmar fjögur til fimm
hundruð milljónir króna. Þannig
hefði verið hægt að selja kvótann til
að greiða skuldir, en tilvist fyrirtæk-
isins væri þá úr sögunni og sú at-
vinna, sem það hefur skapað. Þá
hefur það verið mat manna, að mið-
að við aðstæður í nánustu framtíð
og fjárhagslegar skuldbindingar
hússins, sé áframhaldandi taprekstur
óumflýjanlegur.
Brynjólfur Bjarnason, segir að
stjómendur Granda hafi séð sér
ákveðinn hag í kaupum á hlut Hlut-
afjársjóðs í húsinu. „Þarna er um
mikilvæga sérþekkingu að ræða í
vinnslu á humri og flatfiski og jafn-
framt stöðugt og hæft vinnuafl.
Þessa vinnslu hefðum við rekið áfram
á staðnum og jafnframt ekið austur
ákveðinni bolfisktegund til sérhæfð-
ar vinnslu og pökkunar. Á móti hefð-
um við veitt á togara okkar botn-
fiskkvóta Hraðfrystihússins, nálægt
1.500 tonnum. Veiðar á því magni
til viðbótar 22.000 til 24.000 tonnum
á togara Granda hefðu nánast enga
aukningu útgjalda í för með sér, svo
þar hefði verið um mikla hagræðingu
að ræða. Þannig hefðum við getað
hagrætt verulega í rekstri beggja
fyrirtækjanna og tryggt örugga,
stöðuga vinnu á Stokkseyri. Þá er
rétt að geta þess, að- tapresktur
Hraðfrystihússins hefði ekki komið
Granda til góða hvað varðar lækkun
á sköttum," sagði Brynjólfur.
Ármúlaskóli
lOára
í gærmorgun hófust hátíðarhöld
í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
til að minnast 10 ára afmælis
skólans. Hátíðarhöldin byrjuðu
með því að kennarar og nemend-
ur gæddu sér á súkkulaði og
afmælistertu en í vetur verður
afmælisins minnst með ýmsum
hætti, svo sem ráðstefnuhaldi
um skólamál, umhverfísátaki í
nágrenni skólans, útgáfu kynn-
ingarbæklinga og stofnun sjóðs
til kaupa á listaverkum tii að
prýða veggi skólans.
Sameining fiskvinnslufyrirtækja á Sauðárkróki:
Ljóst að hagræði og spam-
aður fylgir sameiningu
- segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar/Skagfírðings
„Við höfum átt í viðræðum áður um sameiningu og erum opnir fyr-
ir málinu því það er augljóst hagræði og spamaður fyrir báða aðila
af slíku," segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjuimar/Skag-
firðings um þær hugmyndir sem nú eru uppi um sameiningu tveggja
eða fleiri fiskvinnslufyrirtækja á Sauðárkrók og jafnvel einnig Siglu-
firði. Einar telur að fyrst eigi að huga að sameiningu fyrirtælqa á
Sauðárkróki til dæmis Fiskiðjunnar og Skjaldar hf áður en leitað er
út fyrir bæinn. Hvað varðar hugmyndir um sameiningu þriggja fisk-
vinnslufyrirtækja á Sauðárkrók og Þormóðs ramma á Siglufirrði telur
Einar litla alvöru liggja að baki þeim hugmyndum enn sem komið er.
í máli Einars kemur fram að hag-
ræðið og spamaðurinn af sameiningu
fyrirtækjanna á Sauðárkrók myndi
ná til bæði veiða og vinnslu...„Því
mun ekki standa á okkur að fara í
formlegar viðræður um málið,“ segir
hann.
Einar segir að það sé mikilvægt
þegar þessi mál eru skoðuð að físk-
vinnslufyrirtækin á Sauðárkrók
standa þokkalega með rekstur sinn
í dag sem geri sameiningu þeirra
ákjósanlegri en ella. Hann bendir á
að réttast væri að þau huguðu fyrst
að sameiningu innan bæjarins áður
en leitað yrði samstarfsaðila utan
hans, einkum í ljósi umræðna í bæj-
arráði Sauðárkróks um málið.
í fréttablaðinu Feyki er greint frá
umræðum í bæjarráðinu sem urðu í
framhaldi af hugmyndum um sam-
einingu Skjaldar hf og Þomióðs
ramma á Siglufirði. Var bæjarráðið
sammála um að ekki kæ ni til greina
flutningur Skjaldar eða kvóta hans
úr bænum. Sauðarkróksbær er nú
stærsti hluthafí í Skildi hf með 18%
hlutafjár en meirihluti hlutafjár er í
eigu aðila á höfuðborgarsvæðinu,
má þar nefna Eimskip, Hagkaup og
Byko.
Ár liðið frá sameiningu Þýskalands:
Endurreisn austurhlutans
gengur betur en búist var við
- segir Dirk Assmus aðstoðarmaður forsætisráðherra Saxlands
eftir Steiiifrríni Sigurgeirsson
EITT ár er í dag liðið frá því að þýska þjóðin sameinaðist formlega
eftir 40 ára aðskilnað. Dirk Assmus, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra Saxlands, er nú staddur á íslandi. Hann segir í samtali við
Morgunblaðið að þær dómsdagsspár sem uppi hafi verið í byrjun
ársins um efnahagslegt hrun í nýju sambandslöndunum hafi ekki
ræst. Þvert á móti gangi endurreisnin mun hraðar en menn gerðu
sér vonir um. Assmus flytur fyrirlestur I Odda, Háskóla íslands,
kl. 17.15 í dag, sem ber yfirskriftina „Nýtt Þýskaland - Ný byrjun“.
Sameining Þýskalands hefur
reynst ótrúlega kostnaðarsöm. Ein-
ungis á þessu ári hefur 150 millj-
örðum marka, eða sem samsvarar
rúmlega 5.320 milljörðum íslenskra
króna, verið varið af opinberu fé
til uppbyggingar í nýju sambands-
löndunum fimm, Saxlandi, Sac-
hsen-Anhalt, Thuringen, Branden-
burg og Mecklenburg-Vorpom-
mern.
Á næsta ári er ráðgert að fjórða
hver króna í útgjöldum þýsku sam-
bandsstjórnarinnar renni til upp-
byggingar í austurhlutanum og að
niðurstöðutala fjárlaga verði 422,6
milljarðar marka, sem er sú hæsta
nokkum tímann.
Margföld Marshall-aðstoð
Það er fróðlegt að bera þessar
tölur saman við Marshall-aðstoð
Bandaríkjanna við Þýskaland á
árunum eftir síðari heimsstyijöld-
ina. Á nokkurra ára tímabili
greiddu Bandaríkjamenn sem sam-
svarar á verðlagi dagsins í dag 800
mörk á hvern fbúa Þýskalands til
uppbyggingar eftir stríðið. í lok
þessa árs mun sambandsstjómin í
Bonn hafa varið til endurreisnar
austurhlutans upphæð sem sam-
svarar 9.600 mörkum á hvem íbúa
hans.
Við þessa upphæð bætast mjög
umfangsmiklar fjárfestingar
einkaaðila. Samkvæmt könnun sem
framkvæmd var meðal þýskra fyr-
irtækja eru uppi áform um fjárfest-
ingar upp á um 70 milljarða marka
fram til ársins 1995.
Þar sem nánast öll fyrirtæki í
Austur-Þýskalandi voru í ríkiseigu
beið eftir sameininguna það risa-
vaxna verkefni að einkavæða þau
sem einhveija framtíð áttu fyrir sér
í eðlilegu markaðsumhverfi. Var
stofnað sérstakt eignarhaldsfyrir-
tæki, Treuhandanstalt, til að koma
þeim fyrirtækjum á réttan kjöl og
selja sem bjargandi var og leggja
niður rekstur þeirra sem útséð var
um að gætu starfað lengur.
Starfsemi Treuhandanstalt fór
hægt af stað en nú er hins vegar
svo komið að Treuhandanstalt selur
að meðaltali 20 fyrirtæki á dag og
í lok júlí höfðu 3.000 fyrirtæki
fengið nýja eigendur.
Dirk Assmus, aðstoðarmaður
forsætisráðherra Saxlands, er nú
staddur hér á landi. Assmus, sem
er lögfræðingur að mennt, hóf störf
í forsætisráðuneytinu í Dresden,
höfuðborg Saxlands, 1. mars á
þessu ári. Assmus er fæddur og
uppalinn í vesturhluta Þýskalands
og þegar hann var spurður hvers
vegna hann hefði hafíð störf í Sax-
landi sagðist hann hafa haft sér-
stakan áhuga á að vinna í ein-
hvetju af nýju sambandslöndunum
þar sem verið væri að byggja upp
stjórnkerfið á nýtt. Það væri mjög
erfítt en samtímis spennandi verk-
efni. „Við erum að byggja upp
fímm ný sambandslönd og stjóm-
kerfíð er enn ekki sambærilegt við
það í gömlu sambandslöndunum.
Til að nefna dæmi þá starfa ég í
deild sem sér um pólitíska sam-
ræmingu. Þar starfa alls 23 mann-
eskjur en í sambærilegri deild í
forsætisráðuneytinu í Bæjaralandi,
sem hefur nokkurn veginn jafn
umfangsmikil verkefni undir hönd-
um, starfa 150. Þetta gerir það
auðvitað að verkum að álagið á
hvern einstakling ér mun meira hjá
okkur en samtímis fáum við meiri
möguleika til að gera eitthvað og
sjá árangur," sagði Assmus.
Hann sagði það ekki hafa valdið
neinum samstarfsörðugleikum að
hann kæmi „að vestan" enda verið
alveg skýrt frá upphafí að hann
myndi starfa við sömu skilyrði og
heimafólk. Hann hefði til að mynda
átt í sömu vandræðum að fínna
húsnæði og aðrir. Húsnæðismark-
aðurinn er mjög þröngur og segir
Assmus að hann hafí þurft að búa
í litlu herbergi á vegum kirkjunnar
þann tima sem hann hefur verið í
Dresden.
Aðspurður um vandkvæði vegna
hinna mismunandi þjóðfélagskerfa
sem fólk í vestur- og austurhlutan-
um hefði búið við um áratugaskeið
sagði Assmus að það væri greini-
legt að jafnaldrar hans (hann er
fæddur 1962) hefðu hlotið allt ann-
að uppeldi og fengið allt aðrar lífs-
skoðanir í veganesti. „Oft veit fólk
mjög lítið hvert um annað og að
láta Þýskaland vaxa saman á ný
mun taka langan tíma. Efnahags-
Morgunblaðið/Sverrir
Dirk Assmus aðstoðarmaður
forsætisráðherra Saxlands.
lega er ástandið að mörgu leyti
orðið svipað. Úrval í verslunum í
Dresden er fyllilega sambærilegt
við úrvalið í borgum fyrir vestan.
Það sem mun taka lengri tíma er
sálfræðilegi þátturinn. Þar er fólk
á mínum aldri þegar langt komið
sem og eldra fólk, 70-80 ára, sem
man hvernig þetta var áður fyrr.
Stóra vandamálið er kynslóðin sem
nú er 50-60 ára og sá um að byggja
upp Austur-Þýskaland. Það fólk
þarf nú að spyija sig þeirrar spum-
ingar hvort þetta hafí kannski allt
verið til einskis."
Hann sagði að auðvitað væru
líka til gamlir jaxlar, sem voru
háttsettir í kerfínu, sem myndu
aldrei fallast á breytingamar vegna
þess að þeir höfðu það mjög gott
í gamla kerfínu. Það væri hins veg-
ar minnihluti. „Þetta mun ekki
gerast 'á einni nóttu. Þessi um-
skipti krefjast hugarfarsbreytingar
hjá fólki bæði fyrir austan sem
vestan. Og líka að til dæmis ein-
hver sem býr í Frankfurt fari til
borga á borð við Dresden og sjái
hvemig þar er í raun. Það gera því
miður ekki margir. Fólkið í nýju
sambandslöndunum hefur betri
þekkingu á fólkinu í gömlu sam-
bandslöndunum en öfugt. Það gat
fylgst með óritskoðuðum fréttum í
vestur-þýskum fjölmiðlum. Það
sama átti ekki við um fréttir frá
Austur-Þýskalandi."
Efnahagsumskiptin erfiðust
Erfíðast sagði hann að hefði
reynst að breyta efnahagslífinu úr
sósíalísku kerfi sem byggði á til-
skipunum að ofan yfír í félagslegt
markaðskerfí. „Það hefur þurft að
leggja niður fyrirtæki og atvinnu-
leysi hefur vaxið. Það er nú um
10-12% í Saxlandi sem er lægra
en spáð hafði verið en samt of
mikið. Hjá því varð hins vegar ekki
komist þar sem um þriðjungur
vinnandi manna í Austur-Þýska-
landi var í málamyndavinnu.“
Hann sagði að þá hefði þurft að'
leysa marga frá störfum sem voru
samofnir hinu sósíalíska kerfi og
endumýja háskólamenntun, t.d.
losa sig við háskólaprófessora í
marx-lenínisma sem ekki væri þörf
á lengur.
„í mars þegar ég byijaði var
talað um að í júlí yrði fjöldaatvinnu-
leysi og uppþot. Hið gagnstæða
hefur orðið uppi á teningnum.
Einkavæðingin gengur betur en
talið var og í Saxlandi höfum við
til dæmis fengið fyrirtæki frá
Frakklandi til að fjárfesta og fyrir-
tæki á borð við Siemens og Volks-
wagen byggja þar upp verksmiðj-
ur. Pjöldi smáfyrirtækja eru líka
sett á laggirnar. Maður sér alls
staðar að eitthvað er að gerast.
Ég geng ákveðna leið í vinnuna á
hveijum morgni. í mars var þama
eitt bakarí nú em þau orðin fimm.
Maður sér æ meira af dýmm vest-
rænum bifreiðum, fólk hefur efni
á að fara í sumarfrí á sólarstrend-
ur. Þessu hafði ekki verið búist við
svona fljótt.
Það vom til raunhæfar spár þeg-
ar í mars en fjölmiðlar drógu ávallt
upp aðra mynd að því er virðist
af pólitískum ástæðum. Það er líka
talið miklu meira spennandi að
skrifa um upplausn og örbirgð
heldur en að fímmta bakaríið hafi
verið opnað. Það er ekki frétt-
nærnt."