Morgunblaðið - 03.10.1991, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
Tilkynnt um nóbelsverðlaun í dag:
Verðlaunaupphæðin tvö-
földuð á tveimur árum
með vöxtum og vaxtavöxtum...,“
segir Altéqeus.
Tilkynnt verður í dag hver hlýtur
bókmenntaverðlaun Nóbels. Flestir
hafa spáð því að þau hreppi Milan
Kundera frá Tékkóslóvakíu, Nadine
Gordimer frá Suður-Afríku eða
Mario Vargas Llosa frá Perú. Einn-
ig þykir óþekkt kínverskt skáld,
Bei Dao, koma til greina.
Filippseyjar:
Reuter
Corazon Aquino Filippseyjaforseti kynnir þá ákvörðun sína að veita Bandaríkjamönnum þriggja ára
frest til þess að flytja hersveitir sínar frá landinu. Með henni á myndinni eru öldungadeildarmenn og
yfirmenn í her Filipsseyja.
Bandaríkjamenn fá þriggja ára
frest til að flytja sveitirnar burt
Maníla. Reuter.
CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, sagðist í gær myndu veita
Bandaríkjamönnum þriggja ára frest til þess að flytja hersveitir sínar
á eyjunum brott. Hefur forsetinn hætt við að krefjast þjóðaratkvæðis
um samning sem framlengt hefði dvöl bandarískra hersveita í landinu
fram yfir næstkomandi aldamót.
Aquino sagði fréttamönnum að
hún hefði tjáð bandaríska sendiherr-
anum að ekki yrði krafist afnota-
gjalda fyrir flotastöðina við Subic-
flóa á þessum þremur árum. Væru
þrjú ár talin hæfilegur tími til að
koma brottflutningnum í kring.
Öldungadeild Filippseyjaþings
felldi í síðasta mánuði samkomulag
sem stjóm Aquino hafði gért við
Bandaríkjamenn um afnot af Subic-
flóastöðinni til ársins 2001. Fyrir
afnotin Setluðu Bandaríkjamenn að
borga 2,2 milljarða dollara, jafnvirði
134 milljarða ÍSK.
Aquino sagði landsmenn ekki hafa
efni á öðru en leyfa áframhaldandi
veru bandarískra hersveita í landinu
og hóf herferð fyrir því að þjóðin
fengi að segja álit sitt á þeirri ákvörð-
un. Fullyrti hún opinberlega að
landsmenn myndu snupra þingið í
þjóðaratkvæði um málið.
Aquino er sögð hafa skipt um
skoðun eftir einhliða ákvörðun
George Bush Bandaríkjaforseta í síð-
ustu viku að fækka verulega skamm-
drægunf kjarnavopnum. Sagði hún í
gær, að a.m.k. 15 af 23 þingmönnum
öldungadeildarinnar styddu þá til-
lögu hennar að veita Bandaríkja-
mönnum þriggja ára frest til að
draga sveitir sínar til baka, en þing-
ið hafði krafist þess að brottflutn-
ingnum lyki á innan við ári.
Corazon Aquino sagði að þó ekki
yrði krafist afnotagjalda fyrir Subic-
flóastöðina á næstu þremur árum
myndu Filippseyingar þiggja alla þá
aðstoð sem Bandaríkjastjórn kynni
að vera tilbúin að veita þar sem þjóð-
in ætti við mikla efnahagsörðugleika
og vandamál að etja sem hlutust af
völdum eldgosa í Pinatubo-fjallinu.
Meðan á Kaldastríðinu stóð voru
herstöðvar Bandaríkjamanna á
Filippseyjunum stærstu stöðvar
þeirra í Asíu, en í samræmi við af-
vopnunarstefnu Bandaríkjastjórnar
hefur verið dregið úr herstyrk
Bandaríkjanna í álfunni á undanförn-
um tveimur.
Subicflóastöðin var stærsta við-
gerðar og birgðastöð Bandaríkja-
manna í Asíu og þjónaði Sjöunda
flotanum sem hefur því hlutverki að
gegna að veija mikilvægar siglinga-
leiðir til Miðausturlanda og Austur-
Asíu. Einnig hefur bandaríski flug-
herinn haft mikla bækistöð í Clark-
flugstöðinni en hún skemmdist af
völdum eldgossins í Pinatubo-fjallinu
og höfðu Bandaríkjamenn ákveðið
að leggja hana niður.
Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að
þau myndu ekki leita nýrra stöðva í
Asíu ef þau yrðu að loka Subicflóa-
stöðinni. Lokun stöðvarinnar myndin
engin áhrif hafa á herstyrk Banda-
ríkjamanna í álfunni.
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins.
UPPHÆÐ sú sem Nóbelsverðlaunahafar fá afhenta hefur tvöfaldast
á síðustu tveimur árum. Munu handhafar verðlaunanna í ár halda
heim með ávísun upp á sex milljónir sænskra króna eða sem samsvar-
ar um sextíu milljónum islenskra króna í vasanum.
Ake Altéqeus, aðstoðarforstjóri
Nóbelsstofnunarinnar, sem m.a. sér
um fjárfestingar hennar, segir
ástæðuna fyrir því að hægt hafi
verið að tvöfalda upphæðina frá
1989 vera mjög vel heppnuð fast-
eignaviðskipti á vegum stofnunar-
innar. í mars í fyrra hafi síðasti
eignarhlutur hennar í ákveðnu fast-
eignafélagi verið seldur en þá hafí
fasteignaverð einmitt verið í há-
marki. „Við seldum á nákvæmlega
réttum tíma,“ segir Altéqeus.
Hann segist vera mjög ánægður
yfir því að hægt hafi verið að hækka
verðlaunaupphæðina einmitt á
þessu ári en í ár heldur stofnunin
upp á 90 ára afmæli sitt. Hafí verð-
launin nú verið færð að uppruna-
legu verðgildi. Nóbelsverðlaunin
voru fyrst afhent árið 1901 og var
verðlaunafjárhæðin þá 150 þúsund
sænskar krónur. Samsvarar það
5,5-6 milljónum sænskra króna að
raungildi í dag samkvæmt útreikn-
ingum Altéqeusar.
Verðlaunahafar geta ekki reikn-
að með að verðlaunin haldi áfram
að hækka með svipuðu móti en
stefnt er að því að þau fylgi verð-
bólgu. Þau munu hins vegar aldrei
lækka. „Það er þó ekki óh'klegt að
þegar við höldum upp á 100 ára
afmæli okkar árið 2001 verði verð-
launin um tíu milljónir fsænskra]
króna. Það eru tíu ár þangað til og
ERLENT
AF ERLENDUM VET7VANGI
eftir ANTHONY HAZLITT HEARD
Sljórnarskrárdrög F.W. de Klerks, forseta S-Afríku:
Leiðtogar stærstu flokkanna
skiptist á um forsetaembættið
Reuter
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, fljdur ræðu á þingi landsins.
Samningaviðræður um nýja sljórnarskrá og afnám lögbundins
kynþáttaaðskilnaðar í Suður-Afríku eru nú í sjónmáli. Leiðtoga
svartra og hvítra greinir enn mjög á og ljóst er að erfitt verður
að sætta sjónarmið þeirra. F.W. de Klerk, forseti og leiðtogi Þjóð-
arflokksins, kynnti nýlega drög að nýrri sljórnarskrá en viðbrögð-
in hafa verið blendin. Drögin hafa bæði fengið lof og sætt harðri
gagnrýni.
Helstu samtök blökkumanna,
Afríska þjóðarráðið, hafa
hafnað stjórnarskrárdrögum for-
setans og það er í raun útilokað
að þau verði samþykkt í viðræðun-
um. Hins vegar er ljóst að viðræð-
urnar eiga eftir að mótast mjög
af þeim.
Leiðtogar fylkinganna gera sér
grein fyrir hversu brýnt það er
að samkomulag náist um nýja
stjórnarskrá. Óeirðir og mannsk-
æðir bardagar í byggðum blökku-
manna sýna að mikið liggur við
að fyrirhugaðar lýðræðisbreyting-
ar skili strax árangri, þannig að
þeim fylgi efnahagsuppgangur og
traust skapist milli kynþáttanna.
Stjórnarskrárdrögin eru upp-
hafsleikur de Klerks í viðræðun-
um. Hann viðurkennir að þau séu
„alls ekki endanleg stjórnarskrá
Suður-Afríku“.
Meirihlutastjórn eins flokks
útilokuð
"Drög forsetans eru réttlátari
og ekki jafn flókin og þau sem
forveri hans, Pieter W. Botha,
kynnti. Þau ganga þó ekki nógu
langt.
De Klerk gerir ráð fyrir áð þing-
inu verði skipt í tvær þingdeildir
en hugmyndir hans um forseta-
embættið eru mun flóknari: þrír
til fimm leiðtogar stærstu flokk-
anna skipi „forsætisráð" og skipt-
ist á um að gegna embættinu.
Samkvæmt drögunum getur
flokkur, sem fær meirihluta í
þingkosningum, ekki myndað
stjórn án þess að skipa ráðherra
úr öðrum flokkum. Gert er ráð
fyrir mikilli valddreifingu í stjórn-
kerfinu og níu öflugum fylkis-
stjórnum. Þá verði völd ýmissa
héraðs- og borgarstjórna veruleg
- og fyrirkomulag kosninga til
þeirra eignamönnum, sem eru
flestir hveijir hvítir, í hag.
Lýsa má þessum hugmyndum
þannig að nýju kerfi, þar sem
gert er ráð fyrir að kynþættirnir
skipti með sér völdunum, sé troð-
ið inn í gömlu stjórnskipunina,
með allri sinni mismunun og göll-
um vegna aðskilnaðarstefnunnar.
Hins vegar er ekki gert ráð fyrir
að flokkur með meirihlutafylgi
fari með völdin í nýrri og gjör-
breyttri Suður-Afríku.
Reynt að tryggja
Þjóðarflokknum varanleg
völd?
Þetta virðist því með öðrum
orðum aðferð til að tryggja Þjóð-
arflokknum varanleg völd. Segja
má að verið sé að reyna að koma
á kerfi þar sem „hinn sigraði“
haldi velli.
Hvítir menn misstu völdin í
nágrannaríkjunum Ródesíu (nú
Zimbabwe) og Suðvestur-Afríku
(nú Namibíu) og ljóst er að de
Kierk vill koma í veg fyrir slíkt.
Hann er að reyna að hafa stjórn
á umbótaþróuninni sem hann kom
af stað af miklu hugrekki í fyrra.
í drögum hans er að minnsta
kosti gert ráð fyrir einu þingi fyr-
ir alla kynþætti, auk þess sem
fallist er á að hver landsmaður
hafi eitt atkvæði í þingkosningum
og að teknar verði upp hlutfalls-
kosningar.
Það er kaldhæðnislegt að flokk-
urinn, sem hefur haft bæði tögl
og hagldir í Suður-Afríku í 43 ár
og einokað völdin, skuli nú lýsa
því yfir að „pólitísk völd eigi ekki
að vera í höndum eins flokks,
hóps eða einstaklings." Þetta eru
mikil umskipti.
Blökkumenn vilja á hinn bóginn
sterkt miðstjórnarvald og að sig-
urvegarar kosninga fari með völd-
in.
Svigrúm fyrir málamiðlun
Stjórnmálaskýrendur telja að
stjórnin hafi komist að óformlegu
samkomulagi við Afríska þjóðar-
ráðið og aðra flokka, sem geti
leitt til málamiðlunar. Vonandi
reynist það rétt.
Það er ýmislegt líkt með hug-
myndum de Klerks og leiðtoga
Afríska þjóðarráðsins, til að
mynda eru þeir á einu máli um
að allir eigi að hafa kosningarétt
til tveggja þingdeilda, tryggja
beri réttindi minnihlutahópa og
að kynþáttaaðskilnaður skuli ekki
marka framkvæmda- og dóms-
valdið. Það er þess vegna svigrúm
fyrir málamiðlun.
Gallar draganna eru margir
Samt er það harla ótrúlegt að
flokkur, sem fer með sigur af
hólmi í kosningum - Afríska þjóð-