Morgunblaðið - 03.10.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
28
Þýskaland:
Arásir á innflytjend-
ur færast í aukana
Berlín. Reuter.
ÞÝSK stjórnvöld óttast að hrottalegar árásir hópa hægriöfgasinn-
aðra ungmenna á innflytjendur undanfarna daga kunni að magn-
ast og varpa skugga á hátíðáhöld vegna sameiningar Þýskalands
í dag. Er lögregla í viðbragðsstöðu víðsvegar um landið ekki síst
á þeim stöðum þar sem flóttamönnum hefur verið komið fyrir.
Sérstakar áhyggjur hafa yfir-
völd af rokktónleikum sem halda
á í borginni Cottbus í dag en búist
er við að hópar hægriöfgasinna
muni fjölmenna á þá.
Dieter Vogel, talsmaður sam-
bandsstjórnarinnar í Bonn, greindi
í gær frá helstu niðurstöðum
■ MOSKVA - Þing Sovétlýð-
veldisins Tadzhikistans lét í gær
uridan kröfum stjórnarandstæðinga
um að starfsemi kommúnista-
flokksins yrði bönnuð á ný. Fyriver-
andi forseti lýðveldisins, Kadredd-
in Aslanov, hafði áður sett slíkt
bann en þingið ógilti það og vék
honum úr embætti.
■ HONG KONG - Stjórnvöld í
Víetnam hafa fallist á að þúsundir
víetnamskra flóttamanna verði
fluttar frá Hong Kong til heima-
landsins. Gert er ráð fyrir því að
þeir fyrstu verði fluttir þangað með
flugvél á næstu vikum.
■ AÞENA — Þurft hefur að
leggja hundruð manna á sjúkrahús
vegna hjarta- og öndunarerfiðleika
í kjölfar gífurlegrar loftmengun-
ar í Aþenu undanfarna daga. Sam-
kvæmt mælingum hefur mengunin
farið langt yfir hættumörk þijá
daga í röð. 011 umferð einkabíla
hefur verið bönnuð í borginni og
helmingur leigubíla kyrrsettur. Þá
hefur öllum barnaskólum verið lok-
að tímabundið eftir að fréttir bár-
ust af því að tuttugu börn hefðu
fallið í yfirlið.
arráðið eða hvaða flokkur sem er
- geti fellt sig við að vera skuld-
bundinn til að skipa menn úr röð-
um andstæðinga í stjórn sína.
Sigurvegararnir kynnu að vilja
skipa fulltrúa minnihlutahópa í
stjórn sína af sjálfsdáðum - líkt
og gerðist í Zimbabwe og Namib-
íu - en það er allt annað en að
setja ákvæði um slíkt í stjórnar-
skrána.
Ennfremur gæti sú áhersla sem
lögð er á valddreifingu í drögum
forsetans orðið til þess að fylkis-
stjórnir kæmu í veg fyrir tilraunir
til að að skapa einingu á meðal
landsmanna. Þá er líklegt að for-
setaembættið verði gagnslítið
vegna sundurþykkju í „forsætis-
ráðinu". Það gæti síðan orðið til
þess að öflugt embættismanna-
kerfi landsins hefði bæði tögl og
hagldir í landinu í áraraðir.
Ólíklegt er að leiðtogi flokks,
sem ber sigur úr býtum í kosning-
um, geti fellt sig við að gegna
forsetaembættinu aðeins í stuttan
tíma og víkja síðan fyrir öðrum
félaga í „forsætisráðinu", sem
hefur minna fylgi á bak við sig.
A næstu mánuðum verður hart
lagt að de Klerk að fallast á að
ríkisstjórnir verði myndaðar á
grundvelli meirihlutafylgis. For-
setinn sýndi áræði í febrúar i fyrra
þegar hann kynnti umbætur, sem
miðuðu að því að binda enda á
aðskilnað kynþátta, lét pólitíska
fanga lausa og heimilaði starfsemi
flokka. Miðað við þetta einkennast
stjórnarskrárdrög hans af var
færni.
Höfundurerfyrrverandirit-
stjóri suður-afriska dag-
blaðsins Cape Times.
skýrslu, sem unnin var i innanrík-
isráðuneytinu og kynnt ríkisstjórn-
inni í gær. Kemur fram í skýrsl-
unni að skráðar hafa verið 370
árásir á innflytjendur það sem af
er árinu, þar af 53 ikveikjur. Ein-
ungis um síðustu helgi voru 43
árásir gerðar á hús þar sem fólk
sem leitað hefur pólitísks hælis
hefst við. „Hver einstök árás á
flóttamenn er árás á ríkið,“ sagði
Vogel.
VERIÐ
VELKOMIN
í KRÆSINGARNAR HJÁ
SVÖRTU PÖNNUNNI
Nú erum við með sérstök
tilboð í hverjum mánuði
Októbertilboð
Fiskismellur
Fiskur, franskar
og remolaði 490y.
Stórir hópar
fá gos og eftirrétt
Stórir hópar 15-50 manns sem
koma og borða hjá Svörtu
pönnunni fá gos og eftirrétt í
kaupbæti.
TJöföar til
n fólks í öllum
starfsgreinum!
Einaf
þúsundum
Nafn: Herdís Finnbogadóttir
Starf: Líffræðingur
Aldur: 27
Heimili: Flyðrugrandi 18, Reykjavík
Bifreið: Engin
Áhugamál: Tónlist og íþróttir
Mitt álit: „Ég keypti Kjarabréfhjá Fjárfestingar-
félaginu þegar ég fékk skyldusparnaðinn
greiddan út. Þegar ég svo keypti mér íbúð kom sér
vel að selja þau aftur eftir góða ávöxtun. Ég kaupi
enn Kjarabréf; nú með reglulegum sparnaði. “
Q2>
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF.
HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566
KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚST0RGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100