Morgunblaðið - 03.10.1991, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
Alþýðusamband Norðurlands;
Deildarskipt yrði ASÍ
skilvirkara og ódýrara
Fámenn stéttarfélög hugi að sameiningu
ÞING Alþýðusambands Norður-
lands, sem haldið var á Illugastöð-
uin nýlega leggur til að tekin verði
upp umræða innan verkalýðs-
hreyfingarinnar um hvort leggja
beri niður öll landssambönd innan
Alþýðusambans Islands. í stað
landssambanda verði ASI deildar-
skipt eftir starfsgreinum og starf-
semi þess aukin. Slíkt kerfi yrði
Biskupinn
vísiterar
Ólafsfiörð
Ólafsfirði.
BISKUPSIIJÓNIN, frú Ebba Sig-
urðardóttir og herra Ólafur Skúl-
ason, heimsóttu söfnuðinn í Ólafs-
firði sl. sunnudag á vísitasíuferð
biskups um Norðurland. Með í
förinni var séra Birgir Snæbjörns-
son prófastur. Fjölmenni tók á
móti biskupshjónum og prófasti,
en Ólafsfirðingar fagna um þessar
mundir 75 ára vígsluafinæli Ólafs-
fjarðarkirkju.
I heimsókn sinni skoðaði biskup
kirkjur og kirkjugarða í firðinum,
kirkjumuni og aðrar eignir kirkjunn-
ar og átti fund með sóknarnefnd og
sóknarpresti, séra Svavari A. Jóns-
syni. Hann predikaði við messu í
Ólafsfjarðarkirkju og sat að messu
lokinni kaffisamsæti með hundruð-
um Ólafsfirðinga í tilefni heimsókn-
arinnar og 75 ára afmælis kirkjunn-
ar. Jón Þorsteinsson óperusöngvari
söng einsöng með kirkjukór Ólafs-
fjarðarkirkju, bæði við messuna og
í samsætinu að messu lokinni.
Söfnuðurinn í Ólafsfirði stendur í
stórræðum um þessar mundir. í til-
efni af kirkjuafmælinu kom út hljóm-
plata þar sem Ólafsfirðingurinn Jón
Þorsteinsson óperusöngvari syngur
'16 sálmalög við undirleik Harðar
Askelssonar. Er mikill fengur að
þessari hljómplötu, enda flutningur
ákaflega vandaður og frágangur all-
ur hinn besti. Ráðgert er að fram-
hald verði á þessari útgáfu.
Þá hefur söfnuðurinn hafist handa
við undirbúning nýrrar kirkjubygg-
ingar. Fanney Hauksdóttir arkitekt
hefur verið fenginn til að hanna nýja
kirkju og sýndi hún tillögur að nýrri
kirkju og líkan. Ólafsfjarðarkirkja
þótti stórhýsi fyrir 75 árum, enda
rúmaði hún stóran hluta bæjai'búa
þegar hún var byggð. Nú er kirkjan
löngu oröin of lítil og sprengir utan
af sér flestar stærri athafnir. Þörfin
fyrir nýja kirkju er því orðin mikil.
SB
bæði skilvirkara og ódýrara í
rekstri, en núverandi kerfi og
gera hreyfingunni betur kleift að
takast á við skyldur sínar. Sani-
þykkt var á þinginu á Illugastöð-
um að draga verulega úr skrif-
stofuhaldi á vegum AN.
í ályktun frá þinginu segir, að
núverandi skipulag ASÍ sé óhag-
kvæmt og þrátt fyrir áratuga um-
ræður um skipulagsbreytingar hafi
lítið þokast í rétta átt. Skipting
starfsgreina milli einstakra stéttarfé-
laga sem og milli landssambanda sé
óljós og núverandi skipulag taki ekki
nægilega vel á þeim vanda.
Þá telur þingið ekki rétt að skatt-
heimta til heildarsamtaka verði aukin
frá því sem nú er, en þess í stað
verði lögð áhersla á að nýta þá fjár-
muni sem til samtakanna renna serh
best.
Einnig leggur þingið áherslu á að
stéttarfélög á hinum einstöku svæð-
um á Norðurlandi hefji þegar undir-
búning að samstarfi um þjónustu og
hugsanlegri sameiningu í stærri
heildir, þar sem félög eru of fámenn
til að halda uppi eðlilegri starfsemi.
Forsvarsmenn fámennari stéttarfé-
laga eru hvattir til að hefja viðræður
um þessi mál við önnur stéttarfélög
í næsta nágrenni.
A þinginu var samþykkt að draga
verulega úr skrifstofuhaldi Alþýðu-
sambands Norðurlands, en samband-
ið verður áfram sameiningartákn og
sameiginlegur vettvangur norð-
lenskra launþega.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ibúar og starfsfólk í stofunni í Bakkhlíð. Frá vinstri: Sigrún Geirsdóttir starfsmaður, Axel Kristj-
ánsson, Jónína Jónsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Sigríður B. Sigurðardóttir
og Helga Frimannsdóttir forstöðukona.
Sambýli fyrir aldraða við Bakkahlíð:
Rífumst bara fyrir kosningar
- Segir Jónína Jónsdóttir
REKSTUR sambýlis fyrir aldraða við Bakkahlíð 39 gengur vel,
en starfsemin hófst í húsinu um síðustu áramót. Um er að ræða
nýtt form í þjónustu við aldraða á Akureyri.
Íbúar í sambýlinu eru átta og
taka þeii' allir þátt í daglegum
störfum á heimilinu. Til að mynda
tóku íbúarnir slátur nýlega og
voru allir með í sláturgerðinni.
Ein kvennanna sér um að strauja
allan þvott og bræður sem þar
dvelja fara ætíð í verslun, en
Helga Frímannsdóttir forstöðu-
kona sambýlisins segir að reynt
sé að finna verkefni við hæfi fyr-
ir alla.
„Það er alltaf eitthvað um að
vera hjá okkur, við förum í ýmsar
ferðir, förum í heimsóknir á Dval-
arheimilin Hlíð og Skjaldai-vík og
svo hefur verið mjög gestkvæmt
hjá okkur líka,“ segir Helga.
„Það er mjög gott að vera hérna
og ágætt samkomulag um alla
hluti. Við rífumst aidrei - ja,
nema kanilski örlítið rétt fyrir
kosningar, því það eru ekki allir
sammáia um hvaða flokk best sé
að kjósa,“ sagði Jónína Jónsdótt-
ir, einn íbúanna í sambýlinu.
Fjórir starfsmenn vinna í sam-
býlinu og eru þeir við störf frá
kl. 8 á morgnana til 20 á kvöidin,
en engin næturvakt er í húsinu.
íbúarnir eru allir tengdir við
stjórnstöð Securitas ef eitthvað
kemur upp á þann tíma sem ekki
er vakt í húsinu.
Aflaheimildir minnka um tæplega 700 tonn á Grenivík:
Fólk skelfingu lostið yfir þessu
og möguleikarnir í stöðunni fáir
- segir Þorsteinn Pétursson framkvæmdasljóri Kaldbaks hf.
„NÆSTU mánuðir eða næsta ár mun skilja á milli feigs og ófeigs í
þessari atvinnugrein. Það spilar allt saman í þessu, minni kvóti, ininni
tekjur, lækkandi afurðaverð og hækkandi fjármagnskostnaður," sagði
Þorsteinn Pétursson framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík. Afla-
heimildir á staðnum minnka um 6-700 tonn á næsta kvótaári og seg-
ir Þorsteinn útlitið afar dökkt framundan, ekki bara á Grenivík held-
ur í öllum litlum sjávarplássum um land allt. Rekstur fyrirtækisins sé
í járnum, þrátt fyrir að mikil endurskipulagiiing og hagræðing hafi
verið gerð hjá félaginu vegna óhagstæðra ytri skilyrða.
Á yfirstandandi kvótaári hafa
skip og bátar á Grenivík veiðiheim-
ildir upp á um 2.200 tonn. Þorsteinn
segir það ekki duga til að halda
vinnslunni í frystihúsinu gangandi
allt árið, en í ár er reiknað með að
um 3.000 tonn af hráefni verði unn-
in í frystihúsinu. Það magn þurfi
tii að halda uppi fullri atvinnu á
staðnum allt árið sem og til að rekst-
Háskólinn á Akureyri:
Fyrirlestur um nýjar hug-
myndir í heilbrigðisþj ónustu
NÝJAR hugmyndir í heilbrigðisþjónustunni og framkvæmd þeirra
verða til umræðu í Háskólanum á Akureyri á morgun, föstudag, en
framsögu um efnið flytur dr. Dyanne D. Affonso, prófessor við
Kaliforníuháskóla.
. Það er heilbrigðisdeild Háskólans
á Akureyri sem stendur að fyrir-
lestrinum um þetta efni, sem mikið
hefur verið til umræðu hér á landi
að undanförnu. Dr. Dyanne D. Aff-
onso, prófessor við Kaliforníuhá-
skóla í San Fransisco, flytur fram-
sögu, en hún fékk á síðasta ári um
180 milljóna króna styrk til rann-
sókna á þessu efni. Að lokinni
framsöguræðu verða umræður
með þátttöku fulltrúa úr heil-
brigðisstétt og frá stjórnmála-
flokkunum.
Allir sem áhuga hafa á nýjum
hugmyndum í heilbrigðisþjón-
ustu eru hvattir til að mæta, en
fyrirlesturinn verður fluttur í
stofu 24 á annarri hæð í aðal-
byggingu Háskólans á Akureyri.
Hann hefst kl. 16 og verður kaffi-
sala á vegum stúdenta á staðnum.
Dr. Dyanne D. Affonso
urinn standi undir sér.
Á fyrstu átta mánuðum þessa árs
hefur verið unnið jafn mikið magn
í frystihúsinu og á öllu síðasta ári.
Veltan á þessum tíma er tvöfalt
meiri en hún var á liðnu ári. Þó
sýnir sex mánaða uppgjör örlítið tap
á rekstrinum.
„Menn eru skelfingu lostnir yfír
þessu ástandi, svona er þetta alls
staðar og möguleikarnir í stöðunni
fáir. Það er hægt að auka aflaheim-
ildir, auka hlutafé, selja eignir eða
selja fyrir hærra verð á mörkuðun-
um, en þetta eru hiutir sem ekki
er svo auðvelt að leysa,“ segir Þor-
steinn.
Mikil endurskipulagning hefur
verið gerð hjá Kaldbaki hf. og skilað
hagræðingu í rekstri, 55% veltu-
aukningu á milli áranna 1989 og
1990, stjórnunarkostnaður hefur
iækkað umtalsvert og skilaði fyrir-
tækið 33 milljóna króna hagnaði
fyrir árið 1990. „Menn hafa lagt sig
alla fram uin að ná árangri, en nú
setja ytri skilyrði allt úr skorðum.
Markmiðið er að að halda uppi at-
vinnu, en það er ljóst að ekki þýðir
að reka fyrirtæki með bullandi tapi.
Þá er eins gott að loka strax. Eg
Iield að fólk í litlum sjávarútvegs-
bæjum út um allt land sjái fram á
afar dökka framtíð.
Það hefur um alilangan tíma ver-
ið unnið að mikilli hagræðingu í
rekstri í þessari atvinnugrein, m.a.
til að tryggja atvinnu á stöðunum
og minnka skuldir fyrirtækjanna,
en það hefur verið svínað á þessari
atvinnugrein í fleiri áratugi og er
ekki nema von að svona sé komið.
Við höfum átt fullt í fangi með að
útvega þessari þjóð eyðslufé og við
stöndum ekki undir því lengur,"
segir Þorsteinn.
-----*-+-*----
Utvegsmanna-
félag Norðurlands:
Aðalfundur
haldinn í dag
Aðalfundur Útvcgsmannafélags
Norðurlands verður haldinn á
Hótel KEA í dag, fimmtudaginn
3. október og hefst hann kl. 13.00.
Gestir fundarins verða þeir Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
og Kristján Ragnarsson formaður
Landsambands íslenskra útvegs-
manna.
Sverrir Leósson formaður Útvegs-
mannafélags Norðurlands sagði að á
fundinum yrði m.a. rætt um aflasam-
drátt og tekjuskerðingu sem í kjölfar
hans leiddi. Þá myndu menn eflaust
ræða um Hafrannsóknarstofnun og
tillögur fiskifræðinga, sem og hvað
væri að gerast í vistkerfinu. Einnig
myndu útvegsmenn ræða fijálst fis-
kverð og hvað það þýddi að verð á
olíu yrði gefið fijálst og loks væri
mikil fjölgun hvala mönnum mikið
áhyggjuefni.