Morgunblaðið - 03.10.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 03.10.1991, Síða 29
Forsætisnefnd Alþingis MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 29 Slj órnarand sta ðau tekur ekki þátt í kjöri varaforseta STAÐA mála á Alþingi er í uppn- ámi. Á þingfundi í gær lýsti stjórn- arandstaða því yfir að hún myndi ekki eiga hlut að kjöri fjögurra varaforseta þingsins og þar með forsætisnefndar Alþingis. Þing- flokkur sjálfstæðismanna gerir til- lögu um að einn varaforsetanna sé úr þeirra hópi. Stjórnarand- staðan telur að með þessu sé rof- inn sá friður og einhugur sem samstaða hefði tekist um þegar rætt var um nýja starfshætti Al- þingis síðastliðið vor. Á dagskrá þingfundar í gær voru fjögur mál. Kosning forseta Alþing- is. Kosning varaforseta þingsins. Hlutað skyldi um sæti þingmanna. Og að endingu skyldi kosið í fasta- nefndir þingsins. Fundarstjóri var Matthías Bjama- son, aldursforseti þingmanna. Hann greindi frá þeim málum sem lögð hefðu verið fram og erindum sem Alþingi hefðu borist. Þessu næst var tekið til afgreiðslu fyrsta mál á dag- skrá, kosning forseta. Tvær tilnefn- ingar bárust og var kosið milli Salome Þorkelsdóttur (S-Rn) og Jóns Helgasonar (F-Sl). Salome Þorkels- dóttir hlaut 34 atkvæði en Jón Helga- son 26, þrír þingmenn voru fjarver- andi. Ekki hefur verið tekist á um kosningu forseta Alþingis síðan 1979. En þá var Jón Helgason valinn forseti sameinaðs þings með 37 at- kvæðum en Gunnar Thoroddsen hlaut 22. Að kjöri loknu bað Matthías Bjarnason réttkjörinn forseta Al- þingis, Salome Þorkelsdóttur, að taka við fundarstjóm um leið og hann óskaði henni allra heilla í starfi. Forseti Alþingis þakkaði traustið og vænti þess að eiga gott samstarf við alla þingflokka, jafnt í stjóm sem stjómarandstöðu. Hún gerði nokkra grein fyrir starfsaðstöðu þingsins og þeim breytingu sem gerðar hefðu ferið í kjölfar þess að Alþingi var sameinað í eina deild, m.a. þeirri nýbreytni að greitt verða atkvæði með rafeindabúnaði. Forseti kvaðst gera sér grein fyrir sumir þingmanna hefðu efasemdir um ágæti þessa búnaðar en hún hvatti þó þingmenn til að nýta þessa tækni. Ræðumaður ítrekaði að hún vænti góðs samstarfs og að menn létu ekki skammtíma- sjónarmið ráða í hita leiksins. Rofin samstaða Næsta mál á dagskrá var kosning fjögurra varaforseta þingsins og þar með forsætisnefndar Alþingis. Páll Pétursson (F-Nv) kvaddi sér hljóðs og sagði að sjálfstæðismenn hefðu rofið þá samstöðu og einhug sem hefði átt að ríkja um þessa kosn- ingu. Þeir létu sér ekki nægja það alræðisvald sem forseti Alþingis hefði í forsætisnefndinni. Stjórnar- andstaðan myndi því ekki bjóða fram í forsætisnefndina. Páll sagði að undanfarna áratugi hefðu allir aðilar reynt að sýna samstarfsvilja og til- litssemi við stjórn þingsins en nú hefði Sjálfstæðisflokkurinn tekið upp þau vinnubrögð sem hann tíðkaði í Reykjavíkurborg og neytti hins ítrasta afls. Gelr H. Haarde, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna svaraði aðf- innslum Páls Péturssonar. Geir taldi Pál ekki gera sér fyllilega grein fyr- ir að munur væri á lýðræði og al- ræði. Sjálfstæðisflokkurinn gerði til- kall til þess hlutar sem hann ætti rétt til samkvæmt þingstyrk í stjóm þingsins, eins og í öðrum nefndum á Alþingi. Lög um þingsköp gerðu og ráð fyrir hlutfallskosningu við kjör varaforseta. Geir minnti á að sjálfstæðismenn hefðu gefíð eftir einn fulltrúa í forsætisnefndinni í vor til að undirstrika þá samstöðu sem hefði tekist um breytingar á skipu- lagi og starfsháttum Alþingis en þeir hefðu gert skýran oggreinilegan fyrirvara og lýst yfir að sú ákvörðun hefði ekki fordæmisgildi. Því ætti tilkall þingflokks sjálfstæðismanna nú ekki að koma neinum að óvart. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) sagði að nú hefðu Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ákveðið að neyta flokkspólitísks afls- munar við kjör varaforseta. Þetta væri mikil breyting frá þeirri hefð sem haldist hefði um stjórn þingsins síðan 1971 og gefist vel. Hún taldi það ekki rök, að ella hefði stjórnar- andstaðan meirihluta í nefndinni, þingskapalögin kvæðu á um að for- seti hefði úrslitavald. Afstaða sjálf- stæðismanna nú væri ekki í þeim anda sem umræður í vor um ný þing- skapalög gáfu til kynna, þótt hún myndi jafnvel og aðrir eftir fyrirvar- anum sem gerður hefði verið. Ræðu- maður minnti á ræðu Geirs H. Ha- arde í vor og þau ummæli að æski- legt væri að sem flestir flokkar hefðu aðild að forsætisnefnd og þætti eðli- legt að þingflokkar reyndu að ná samkomulagi áður en til listakosn- inga kæmi. Nú blesu nýir vindar og nöturlegri. Við þessar aðstæður sæu þingmenn Samtaka um kvennalista sér ekki fært að eiga þátt að kosn- ingu stjórnar þingsins eða bera ábyrgð á þeim háttum sem þar kynnu að verða upp teknir. Páll Pétursson (F-Nv) taldi litla þörf hjá Geir H.' Haarde að kenna öðrum hætti lýð- ræðis, það væri ljóst hverjir væru í meirihluta. Sú túlkun að stjómarand- staða væri að reyna að ná meirihluta í forsætisnefnd dygði ekki. Forsetan- um væri alltaf tryggt síðasta orðið; réttur stjómarmeirihlutans væri tryggður í bak og fyrir. Ekki flokkspólitísk nefnd Svavar Gestsson (Ab- Rv) taldi Sjálfstæðisflokkinn vera að ganga á bak þeirra fyrirheita sem hin nýju þingskapalög hefðu gefið og hinn góði andi og samstaða sem um þau hefði tekist. Svavar vildi vekja at- hygli á nokkrum atriðum. Foi'seti hefði úi'slitavaldið í nefndinni. Hann hefði sjálfur beitt sér fyrir því að þetta ákvæði væri alveg skýrt. En á móti hefði komið að forsætisnefndin væri samráðsnefnd en ekki flokkspó- litísk nefnd á sama hátt og aðrar þingnefndir. Sjálfstæðisflokkurinn væri með ákvörðun sinni að afsala sér möguleikum til samráðs í þing- inu. Svavar taldi það einnig gerræði að útiloka einn stjórnarandstöðu- flokkinn, þingflokk Samtaka um kvennalista frá stjórn þingsins. Ræðuntaður taldi jafnvel hægt að túlka ákvörðun sjálfstæðismanna sem vantraust á forseta þingsins, Salome Þorkelsdóttur, þeir teldu sig hafa þörf á rnanni til eftirlits. Svavar sagði vegið að grundvallaratriðum lýðræðis og þingræðis og boðaði það illt um framhaldið. Ný forysta Sjálf- stæðisflokksins hefði ákveðið að ganga yfir minnihlutann. Geir H. Haarde (S-Rv) vildi að það væri skýrt að um það hefði ver- ið ágreiningur frá upphafi hvort að- ild flokka ætti að vera hlutfallsleg eða hvort hver flokkur ætti ávallt að hafaþareinn fulltrúa. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki viljað fallast á það að hann sem langstærsti flokkur- inn bæri jafnmikil áhrif í nefndinni og minnsta flokki þingsins í þessari nefnd. Geir harmaði að stjórnarand- staðan vildi afsala sér allri ábyrgð og samráði um stjórn þingsins. Auð- vitað væri æskilegt að sem flestir þingflokkar ættu þar aðild þótt auð- vitað væri aldrei hægt að tryggja að þeir væru þar allir alltaf og ávallt. Óvænt uppákoma Halldóri Ásgrímssyni (F- Al) kom þessi „uppákoma“ að óvart. Hann minnti á vald forseta í nefnd- inni. Halldór taldi að með hliðsjón af þeim góða anda sem hefði ríkt í vor hefði verið ástæða ti! að ætla að hlutur flokka hefði getað haldist óbreyttur meðan skipan Alþingis væri óbreytt. Ræðumaður spurði eft- ir ástæðum fyrir þessari stefnubreyt- ingu sem hann taldi vera hjá sjálf- stæðismönnum. Olafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) taldi þessa atburði vera þátta- skil og þau ill, þegar verið væri að móta reglur og siðvenjur. Ræðumað- ur sagði m.a. að forysta Sjálfstæðis- flokksins mæti flokksræði ofar þing- ræði Olafur spurðist fyrir um aðilo og afstöðu Alþýðuflokksins til þess- ara atburða. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði endskipti vera höfð á öllum rökum að halda því fram að það væri brott á þingræðisreglum þegar einn stjómarflokkurinn vildi að farið væri eftir lögum sem giltu um það efni sem þingmenn væru nú um að véla. Og að sá þingstyrkur sem fólk- ið hefði ákveðið þeim flokki fengi að njóta sín. Forsætisráðherra benti á að Salome Þorkelsdóttur væri sýnt mikið traust, þegar hún væri valin forseti Alþingis, það væri fráleitt túlkun að reyna að halda því fram þótt Sjálfstæðismenn gerðu tilkall til síns hlutar að þeir treystu ekki Salome. Einnig væri fráleitt túlkun að sjálfstæðismenn hefðu afsalað sér sínum rétti til frambúðar í vor. Hann minnti einnig á að í vor hefði verið gerður mjög skýr fyrirvari. Forsætis- ráðherrann sagði einnig sitt álit vera að með því mikla valdi sem forseta Alþingis væri fært hlyti hann að líta á sig sem forseta allra þingflokka, þ.m.t. Kvennalistans. Því væri eðli- legt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samkvæmt styrk sínum annan þing- mann í nefndinni. Össur Skarphéðinsson (A-Rv) sagði fyrirvara sjálfstæðismanna í vor hafa verið mjög skýran. Nú hefði sá flokkur ákveðið að neyta þings- styrks síns. Alþýðuflokkurinn hefði rætt þetta mál og tekið afstöðu til þess og alþýðuflokksmenn styddu það. Davíð Oddsson forsætisráðherra furðaði sig á að menn héldu fram að menn veltu fyrir sér hvort flokk- spólitík sjónarmið ættu að koma inni forsætisnefndina en færu svo ham- förum yfir því að einn stjórnmála- flokkur ætti ekki að eiga sæti í nefnd- inni. Ef flokkspólitísk sjónarmið ættu ekki erindi í nefndina, hvaða máli skipti það þá þótt einn flokkur ætti ekki sæti í nefndinni. Hefðu nokkrar- efasemdir verið í hans huga væri hann eftir þessa „uppákomu" fullviss um að ákvörðun sjálfstæðismanna hefði verið rétt. Að lokum fór svo að forseti Al- þingis varð að fresta fundi þótt þetta mál væri ekki útrætt og aðrir dag- skrárliðir óafgreiddir. Fundi verður framhaldið í dag kl. 10.30 árdegis. Síutlar þingfréttir: Utan dagskrárumræða fljótlega Fyrirsjáanlegt er að þingmenn munu ræða nokkur mál fljótlega utan dagskrár. Sterklega hafði ver- ið gert ráð fyrir að sjávarútvegsmál yrðu rædd í dag en nú er líklegt að einhver frestur verði á því að sú umræða geti farið fram. En einn- ig hafa borist beiðnir um að mál- efni Lánasjóðs íslenskra námá- manna, LÍN, verði rædd. Ennfrem- ur að rætt verði um skólamálin. Hannibals Valdimars- sonar minnst á Alþingi Á setningarfundi Alþingis í fyrradag minntist aldursforseti þingsins, Matthias Bjarnason, Hannibals Valdimarssonar sem lést í síðasta mánuði. Minningarorðin fara hér á eftir: Gagnfræðaskólans á ísafirði var Hannibal Valdimarsson fyrrum alþingismaður og ráðherra andað- ist sunnudaginn 1. september. Hann var áttatíu og átta ára að aldri. Hannibal Valdimarsson var fæddur 13. janúar 1903 í Fremri- Arnardal í Eyrarhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar bóndi þar Jónsson bónda og hákarlafor- manns á Melum í Árneshreppi í Strandasýslu Jónssonar og Elín Hannibalsdóttir bónda á Bakka í Langadal, síðar í Tungu í Nauteyr- arhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu Jóhannessonar. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri vorið 1922 og var falin hús- varsla skólans næsta vetur. Síðan stundaði hann nám við Jonstrups Statsseminarium í Danmörku á árunum 1924-1927. Að því námi loknu hélt hann smábarnaskóla á ísafirði 1927-1928, var kennari við barnaskólann á Akranesi 1928-1929 og skólastjóri barna- skólans í Súðavík 1929-1931. Árin 1931-1934 var hann skrifstofu- maður hjá Samvinnufélagi ísfirð- inga og jafnframt stundakennari við Gagnfræðaskólann á ísafirði til 1933. Hann hafði umsjón með byggingu Alþýðuhúss ísafjarðar 1934-1935 og var síðan forstöðu- maður þess til 1938. Skólastjóri hann 1938-1954 og löngu síðar vegna fráfalls skólastjóra seinni hluta skólaársins 1974-1975. Hann var ritstjóri Skutuls á ísafirði 1935-1938 og 1943-1947 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1952- 1954. Hannibal Valdimarsson var for- maður Verkalýðsfélags Álftfirð- inga 1930-1931, formaður Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði 1932- 1938, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða 1934-1953 og forseti Alþýðusambands Islands 1954-1971. Hann var í bæjar- stjórn ísafjarðarkaupstaðar 1933- 1949. Á Alþingi átti hann sæti óslitið í 29 ár. Hann var lands- kjörinn alþingismaður 1946-1952, 1953-1956 og 1959-1963, þing- maður ísfirðinga 1952-1953, Reykvíkinga 1956-1959 og 1967- 1971, Vestflrðinga 1963-1967 og 1971-1974, sat á 30 þingum alls. Hann var félags- og heilbrigðis- ráðherra frá 24. júlí 1956 til 23. desember 1958 og félagsmála- og samgönguráðherra frá 14. júlí 1971 til 16. júlí 1973. Formaður Alþýðuflokksins var hann 1952- 1954, Alþýðubandalagsins frá stofnun þess 1956-1968 og Sam- taka fijálslyndra og vinstri manna frá stofnun þeirra 1969-1974 og jafnframt formaður þingflokksins. Hann var í kaupskrárnefnd 1954- 1971 og í Norðurlandaráði 1954 og 1973-1974. Árið 1966 var hann skinaður í nefnd til að semja frum- varp um almennan lífeyrissjóð, árið 1968 í atvinnumálanefnd ríkisins, árið 1972 kosinn í stjórn- arskrárnefnd og skipaður formað- ur hennar og árið 1973 í neyðar- ráðstafananefnd vegna eldgossins í Heimaey. Þau æviatriði Hannibals Valdi- marssonar, sem hér hafa verið rakin, sýna ljóslega langan og merkan æviferil. Hann aflaði sér ungur kennaramenntunar og sinnti framan af kennslu og skóla- stjórn, var áhrifamikill kennari og röggsamur stjórnandi. Hann hóf ungur afskipti af félagsmálum og hagsmuna- og réttindamálum al- þýðu, gekkst fyrir stofnun verka- lýðsfélaga og var kjörinn þar til forystu. Saman við þau störf hans tvinnaðist þátttaka í bæjarmálum á ísafirði og í landsmálum, harð- skeytt blaðamennska, löng seta á Alþingi og formennska stjórn- málasamtaka. Tvisvar átti hann sæti í ríkisstjórn og gekkst þá fyrir setningu laga um jafnréttis- mál og kjarabætur verkalýðs. Á efri árum hóf hann búrekstur í Selárdal í Arnarfírði. Hannibal Valdimarsson var skapríkur hugsjónamaður, jafnað- armaður í mörgum skilningi, ósér- hlífinn og djarfur í baráttu fyrir málstað alþýðu sem hann helgaði Hannibal Valdimarsson drjúgan hluta ævistarfsins. Þótt hann fylgdi og stjómaði þrennum stjómmálasamtökum um ævina stefndi barátta þeirra allra að áþekku marki. Hann brast ekki kjark til að ganga fram fyrir skjöldu og hvetja til baráttu fyrir umbótum til handa alþýðu.á nýjum vettvangi þegar honum þótti svo horfa við. Þegar aldur færðist yfir þau mörk, sem sett era opinberu starfi, dró hann sig 1 hlé, enda lengi og vel unnið þeim málstað sem hann helgaði sig ungur að árum. Á kyrrlátu ævikvöldi undi hann sér ýmist hér syðra eða vest- ur í Selárdal með eiginkonu sinni, Solveigu Ólafsdóttur frá Strand- seljum í Ögurhreppi. Ég vil biðja þingheim að minn- ast Hannibals Valdimarssonar með því að rísa úr sætum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.