Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 3. OKTOBER 1991
35
Minning:
Krisíján Guðmundsson
framkvæmdastjóri
Fæddur 6. september 1917
Dáinn 21. september 1991
Þegar Kristján Guðmundsson
varð 70 ára skrifaði undirritaður
i afmælisgrein um hann í Morgun-
blaðið. Voru þar þakkir frá spilafé-
lögum hans um árabil. Það var létt
yfir Kristjáni við spilaborðið, hvort
sem hann vann eða tapaði. Þegar
hann varð sjötugur fagnaði hann
afmælinu á heimili sínu með ijöl-
skyldu sinni. En heilsu Kristjáns var
þannig varið, að hann þurfti að vera
undir eftirliti lækna. Síðustu þrjú
árin dvaldi hann á deild 3LA
Landspítaláns. Þaðan átti hann ekki
heimkomu auðið.
Kristján var Reykvíkingur. For-
eldrar hans voru Guðmundur Hall-
dórsson og Símoninna Guðleifsdótt-
ir. Móðir hans lést af völdum
spönsku veikinnar 1918. Þá ólst
( hann upp hjá stjúpu sinni Vigdísi
Valgerði Jónsdóttur.
Arið 27. maí 1939 kvæntist Krist-
I ján Bergþóru Jóhannsdóttur. For-
eldrar hennar voru þau kunnu hjón,
Jóhann Ögmundur Öddsson og Sig-
| ríður Halldórsdóttir. Voru þau vel
þekkt fyrir bindindisstörf. Nafn Jó-
hanns tengdist einkum bókabúð
Æskunnar og barnablaðinu Æsk-
unni, sem kom fyrst út 1897. Þetta
blað er óþarft að kynna og er ekki
aðeins vinsælt meðal íslendinga, en
hefur vakið athygli margra útlend-
inga fyrir fádæma gott útlit og inni-
hald.
Kristján veitti forstöðu um skeið
skógerð hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni.
Síðar stofnaði Kristján skógerð
ásamt bróður sínum Sigmari. Á
mikilli iðnsýningu í Iðnskólanum á
Skólavöruðustíg árið 1952 höfðu
þeir bræður myndarlega sýningar-
deild. En vegna harðrar samkeppni
í erlendis frá urðu þeir að leggja nið-
ur skógerðina.
Jóhann Ögmundur Oddsson lét
( af störfum sem forstjóri bókabúðar
Æskunnar árið 1961. Kristján tók
þá síðar við rekstrinum, sem hann
| hafði kynnt sér áður. Hann reyndist
þegar þeim vanda vaxinn að taka
við þessu þríþætta starfi, umsjón
með bóka- og ritfangaverslun, af-
greiðslu barnablaðsins Æskunnar
og bókaútgáfu.
Fyrir allmörgum árum fluttist
bókabúðin úr Kirkjuhvoli og bóka-
útgáfan úr Lækjargötu að Lauga-
vegi 56. Kristján reyndi að halda í
horfinu í sambandi við bókaútgáf-
una. Merkisrit voru gefin út á veg-
um Æskunnar. Má t.d. nefna rit-
safn Sigurbjörns Sveinssonar og
Ævintýri H.C. Andersen. Þá var og
vel tekið erlendum ævintýrum, sem
síðar voru oft endurútgefin. Kristján
gaf út fyrstu bók hins vinsæla höf-
undar unglinga, Eðvat'ðs Ingólfs-
sonar, sem síðar varð ritstjóri Æsk-
unnat' ásamt hinum kunna Karli
Helgasyni.
Ungur að árum varð Kristján liðs-
maður Góðtemplarareglunnar. Svo
undarlega vildi til, að árið sem Krist-
ján fæddist var aðeins einn maður
í fangelsi á laridinu. Þá var vínbann
í gildi. Kristján og Bergþóra voru
samhent í starfí. Stúka þeirra, Vík-
ingur, var öflug um áraraðir og
einnig starfaði barnastúkan Unnur
á vegum Víkings í mörg ár.
Kristján veitti þingstúku Reykja-
víkur forstöðu um árabil. Hann var
einn af brautryðjendum á Jaðri í
Heiðmörk, þar sem Þingstúkan
reisti veglegt hús. Síðar varð að
láta það af hendi vegna vatnsbóls
við nágrenni höfuðstaðarins. Kristj-
án var formaður Jaðarstjórnar um
tvo áratugi. Þá átti hann einnig
sæti um sinn í framkvæmdanefnd
Stórstúku íslands og í húsráði
Templarahallarinnar við Eiríksgötu.
Mikil mannaskipti urðu við fyrir-
tæki Æskunnar um áramótin 1984.
Þá tók Kristján tii starfa við bóka-
safn IOGT. Svo viidi til, að safnið
hafði verið geymt í kjallara Templ-
arahallarinnar við Eiríksgötu, en var
vegna þrengsla flutt upp á 3. hæð.
Það var alls ekki auðvelt verk að
koma safninu fyrir á nýja staðnum.
Þann vanda leysti þó Kristján með
prýði. Safnið geymir að sjálfsögðu
mörg handrit, prentaðar bækur um
bindindismál, innlendar og erlendar,
ennfremur allflestar útgáfubækur
Æskunnar og gömul og ný bind-
indisblöð.
Kristján og Bergþóra áttu barna-
láni að fagna og börn þeirra eru:
Jóhann, aðalgjaldkeri hjá Olís,
kvæntur Agneth, menntaskólakenn-
ara, þau eiga tvær dætur, Lindu og
Helgu; Nína Valgerður, gift Garðari
Gislasyni, tannlækni, og eiga þau
eina dóttur, Bergþóru Kristinu; Sig-
urður Halldór, verslunarmaður;
Guðmundur Kristján, stárfsmaður
hjá Olís; Kjartan Oddur, banka-
. starfsmaður, kvæntur Júlíönu Harð-
ardóttur, sjúkraliða. Barnabörnin
eru fjögur að tölu.
Við spilafélagarnir vottum Berg-
þóru og aðstendunum einlæga sam-
úð.
Ólafur F. Hjartar
„Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bakvið dimma dauðans nótt“.
Þessar hendingar sálmaskáldsins
komu fyrst fram í huga minn, þegar
mér barst sú fregn, að Kristján Guð-
I
I
I
BB
frá Múlalundi...
. þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
HRAÐLESTRARNÁMSKIIÐ
•k Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina?
* Vilt þú verða mikið betri námsmaöur og auðvelda þér nám-
ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni?
* Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum?
•k Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst
laiigardaginn 5. október. Skráning í síma 641091.
Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög
styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum.
HRAÐLESTRARSKOLINN
rtl 10 ÁRA s
H ú fást vagnar með nýrri vindu
par sern moppan er undin með
éinu handtaki án þess að taka
purfi hana af skaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig erhún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta þýðir auðveldari og betri þrif.
hágkmmrá!
IBESTAI
Nýbýlavegi 18
Sími 641988 '
KENWOOD
RAFMAGNSPANNAN
HENTAR VEL í MARGSKONAR MATARGERÐ
KAUPTU KENWOOD
Á Kfí. 9.474
Cetetherm
...koma í veg fyrir tæringu
á ofnakerfum,frostskemmd
á snjóbræóslukerfum og
tryggja gott neysluvatn.
Hjá okkur færdu vióurkennt
efni til pípulagna.
■ 101
ISIEIFUR JONSSON
-með Þér i veitun vatns-
■ •IISITI 4 llHI é■•3 4•
ingu Templarahallarinnar í Reykja-
vík, þá kom hann þar mjög við sögu
og lengi var hann formaður húsráðs
á þeim bæ.
Árið 1961 hóf Kristján starf hjá
tengdaföður sínum Jóhanni Ögmundi
Oddssyni, við bókaverslun Æskunn-
ar. En Jóhann hafði, svo sem kunn-
ugt er, starfað á vegum reglunnar
við bókautgáfu og bókaverslun um
áratugi. í fyrstu sinnti Kristján aðal-
lega verelunarstörfum, en eftir lát
tengdaföður síns árið 1964 tók hann
alfarið við fyrirtækjúnum og gerðist
framkvæmdastjóri þeirra, því starfí
gegndi hann af umhyggju og fórn-
fýsi, alúð og festu, allt til ársins
1984. Þá var nokkur vanheilsa tekin
að gera vart yið sig hjá honum.
Ekki var þó störfum hans fyrir regl-
una enn að fullu lokið. Hann gerðist
umsjónarmaður bókasafns templara
og vann því mikið og gott starf af
sinni eðlislægu alúð og snyrti-
mennsku til ársins 1987, er hann
stóð á sjötugu.
Kristján var mikill hamingjumaður
í einkalífí sínu. Hann var, svo sem
fyrr segir, tengdasonur Jóhanns
Ögmundar Oddssonar, hins þjóð-
kunna og mikilhæfa mannvinar.
Kona hans var Bergþóra Jóhanns-
dóttir, góð kona og glæsileg. Hún
lifir mann sinn.
Þau gengu í hjónaband 27. maí
árið 1939, settust að í Reykjavík og
hafa átt þar heima alla sína samleið-
artíð, síðast að Neshaga 13. Þau
eignuðust 5 börn, 3 eru barnabörnin
orðin og 5 barnabarnabörn. Öll eru
þau á lífi, mannvænlegur hópur, sem
veitti hamingusömum foreldrum
ómælda hamingju og gleði.
Síðustu 4 árin sem Kristján lifði
var hann mikill sjúklingur. Lengst
af þess tíma var hann á sjúkrahúsi.
Ástvinir hans lögðu sig fram við að
veita honum þann stuðning og þa'
umhyggju sem í mannlegu valdi stóð.
Þar var eiginkonan, heilladísin góða
í lífi hans, fremst í flokki. Hún sat
við sjúkrabeðinn traust og kærleiks-
rík, hvenær sem þess var kostur,
allt þar til yfír lauk.
Persónulega og í nafni Stórstúku
íslands þakka ég Kristjáni, sem var
einn af heiðursfélögum okkar, fyrir
skelegga baráttu í þágu bindindis-
hugsjónarinnar, drengskap og trú-
mennsku í hvetju handtaki, hverri
liugsun, sem reglunni var heiguð.
Ástvinum öllum sendi ég hlýjar
og einlægar samúðarkveðjur og bið
þeim blessunar Guðs á komandi tíð.
Kristjáni, okkar kæra bróður, sam-
fagna ég í þeirri trú að nú sé „sólin
björt upp runnin á bakvið dimma
dauðans nótt“. Og fram til endur-
funda vil ég horfa, þegar það verður
að veruleika, sem skáldið og bindind-
ismaðurinn forðum sá, er hann sagði:
„Þar stýrir sá fundi er stóð oss við hlið
í slarfinu, ríkari og máttugri en við“.
Björn Jónsson stórtemplar
mundsson, fyrrverandi framkvæmd-
astjóri Bókabúðar og Bókaútgáfu
Æskunnar, væri látinn. Ég vissi, að
hinsta stríð hans var bæði hart og
strangt, baráttan lamandi þung og
löng. En með æðruleysi og hugarró
horfði hann fram til þess er verða
vildi. Hann átti þá björtu vissu í
barmi geymda, að á bakvið dauðans
niðdimmu nótt ljómaði alheiður ei-
lífðardagur.
Kristján Gumundsson var Reyk-
víkingur að ætt og uppruna, fæddur
6. september árið 1917. Foreldrar
hans voru hjónin Guðmundur Hall-
dórsson og Simonína Guðleifsdóttir.
Var hann yngstur af fjórum börnum
þeirra hjóna. Ekki fékk hann lengi
að njóta móður sinnar. Hún andaðist
úr spönsku veikinni árið 1918 og
sama daginn dó bróðir Kristjáns, sem
þá var fjögurra ára. Sjálfur varð
Kristján þá svo mikið veikur, að um
tíma var honum vart hugað líf.
Nokkru síðar kvæntist Kristján
öðru sinni. Síðari kona hans var Vig-
dís Valgerður Jónsdóttir, hin ágæt-
asta kona. Gekk hún Kristjáni í
móðurstað og reyndist honum ekki
síður en sínum eigin börnum. En
hálfsystkini Kristjáns urðu þrjú tals-
ins. I dag er ein alsystir og tvö hálf-
systkini á lífí.
Kristján var vel gefínn og vel gerð-
ur til líkama og sálar. Hann stund-
aði nám í Verslunarskóla Islands og
lauk þaðan verslunarprófi. Að því
loknu fór hann að vinna fyrir sér.
Hann stofnaði fyrirtækið Skógerð
K.G. Guðmundssonar og rak það
ásamt bróður sínum um margra ára
skeið.
Snemma gerðist Kristján virkur í
starfi Góðtemplarareglunnar. Þegar
reglan hóf sitt mikla uppbyggingar-
starf á Jaðri árið 1938 var hann þar
í hópi brautryðjenda. Og formaður
Jaðarsstjómar var hann um langt
skeið.
Þegar hafist var handa við bygg-
HJETTID
AÐ
BOGRA
VID
ÞRIFIN!
JA NU SKIL EG
ERT ÞÚ AO FARA í FEROALAC
EOA í TUNCUMÁLANÁM ?
Ú
ú
(SLENSKA. DANSKA. ENSKA.
FRANSKA. ÞÝSKA. SPÆNSKA
ALLT i SÖMU TÖLVUNNI.
YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA-
SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX
TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR
FÆST
UM LAND ALLT