Morgunblaðið - 03.10.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.10.1991, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 36 — t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐJÓN HALLDÓRSSON skipstjóri, Lækjargötu 10, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 2. október. Karlotta Einarsdóttir og börn. t Móðir okkar, GUÐBJÖRG BJARMAN, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 29. september. Fyrir hönd systkina minna, t Björn Bjarman. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA S. JÓSEFSDÓTTIR frá Akureyri, lést á Hrafnistu 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samúð og hluttekningu. Bergrós Jóhannesdóttir, Ásgeir Jakobsson, Elsa Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + T 3 Ástkær faðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJARNASON, * , jlp verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. október kl. 15.00. ; ■ f Aðstandendur. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÚLFUÓTUR B. GÍSLASON, Bugðulæk 9, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 3. október, kl. 15.00. Kristín R. Jörgensen, Kristín R. Úlfljótsdóttir, Björn Úlfljótsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðarbyggð 21, Garðabæ, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 4. október kl. 13.30. Þórður Áreliusson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum sýnda samúð við útför eiginkonu minnar og móður, SVÖVU SCHIÖTH LÁRUSDÓTTUR, Gnoðarvogi 18. Snorri Kristjánsson og börn. t Þökkum Landakotsspítala, deild 2-D, fyrir alúð og umhyggju í garð konu minnar SVÖVU SCHIÖTH LÁRUSDÓTTUR, Gnoðarvogi 18. Snorri Kristjánsson og börn. Minning: Birna Torfa- dóttir - Minning Fædd 20. mars 1942 Dáin 24. september 1991 Hugrakka hetjan, hún Birna systir mín, lagði vopnin sín frá sér og kvaddi okkar ástkæru jörð hinn 24. september sl., eftir þriggja ára stríð við illvígan sjúkdóm. Vopnin hennar voru æðruleysi, hugrekki og lífsgleði. Þessi reynslutími styrkti og tre- ysti enn betur fjölskyldu- og vin- áttuböridin og gaf okkur nýtt gildis- mat í tímalausum efnishyggju- heimi. Við Bidda hægðum á tíman- um, nutum alls sem á daga okkar dreif, ræddum um lífið, dauðann og tilganginn með jarðvistinni. Allir hennar bestu kostir urðu mér skýr- ari en áður: hreinlynið, ósérhlífnin, umhyggjan fyrir fjölskyldunni, og hennar meðfædda kímni svæfði oft- ast kvíðann sem blundaði undir niðri. Þrátt fyrir að heilsufari hennar hefði hrakað mikið, létum við einn drauminn okkar rætast og fórum saman í mánaðarferðalag til Banda- ríkjanna í júní sl. Sú ferð mun skína sem perla í minningasjóði mínum um öll mín æviár. Við minntUmst oft í ferðinni á að það hefði verið tvennt sem öðru fremur gerði ferð- ina okkar mögulega: jákvæð við- brögð og hvatning móður okkar og læknis hennar, Kjartans Magnús- sonar krabbameinssérfræðings. Honum flyt ég einlægar þakkir fyr- ir ljúfmennsku, tillitsemi og þá að- gát sem hann ávallt sýndi í nær- veru sálar. Sömu þakkir eru færðar starfsliði deildar 11-E á Lands- spítalanum. Ég þakka elskulegri systur minni og hjartkærum vini samfylgdina með síðasta erindinu í sálminum sem móðir okkar og amma sungu svo oft: Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðariandi, þar mig í þinni gæslu geym ' ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Algóður Guð styrki móður okkar, eiginmann hennar, böm og litla barnabarnið og sefi sorgina og söknuðinn sem fyllir hug okkar. Það kemur alltaf bjartur dagur eftir dimma nótt. Auður R. Torfadóttir Hinn 12. marz 1971, daginn sem þórbergur Þórðarson varð 82ja ára, dagsetur hann sendibréf til Birnu Torfadóttur. Þetta var síðasta bréf- ið af mörgum sem hann skrifaði henni og jafnframt hið lengsta. Að mestu ræðir hann um tímann, dauð- ann, tilveruna og eilífðarmálin, og tekur sérstaklega fram að Bidda skuli ekki láta sér koma ókunnlega fyrir þótt þetta yrði síðasta bréfið sem hún fái frá sér hér í heimi. Hann segir líka að annars sé það dálítið fávíslegt af sér að tala um „annan heim“ og segir síðan: „Heimurinn er aðeins einn, og lífið er aðeins eitt og óslitið. Dauð- inn er fataskipti, kannski jakkaföt í staðinn fyrir duggarapeysu, gæti líka verið duggarapeysa í stað jakk- afata, svona í bili.“ Svo útlistar bréfritari að það liggi við að hann hlakki til að fara úr duggarapeysunni. Hann eigi ýms- um góðum kunningjum að fagna hinumegin, og telur þar m.a. Árna prófast Þórarinsson og Jón Thor- oddsen. „Svo líður nú ekki langt þar um, þangað til ég fer að spyij- ast fyrir um hana Biddu systur“, segir hann og rekur þá hvernig hann ætli að láta fletta upp í mann- talsskýrslunum sem séu til þar eins og hér, þótt þær séu ekki notaðar til að siga yfirvöldunum eins og rökkum á skattaþrælana. Loks komast doðrantaflettaramir í efra að þeirri niðurstöðu að þar sé engin Bidda systir. „Jesús minn!“ verður Þórbergi þá að orði. „Hefur hún virkilega dottið upp fyrir eða lent milli þils og veggjar? Það er ómögulegt. Hún Bidda var ekki svoleiðis manneskja. Hún hefur nú kannski ekki hugsað mikið um hann Guð og aldrei séð t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÖLVIR KARLSSON, Þjórsártúni, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 5. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Kálfholtskirkjugarði. Kristbjörg Valgerður Ölvisdóttir, Lilja Ölvisdóttir, Ingibjörg Ölvisdóttir, Karl Ölvisson, Gyða Ölvisdóttir, Hrólfur Ölvisson, Hrólfsdóttir, Gunnar Hafsteinn Snorrason, Emil Rafn Kristófersson, Jón Ármann Sigurðsson, Jóhanna B. Hilmarsdóttir, Unnar Agnarsson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrii-vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Heilagan anda. En hún var góð í sér.“ Svo Þórbergur komi ekki alveg að tómum kofum finna flettaramir það í skrám sínum að enda þótt Biddu systur sé ekki þar að fmna hafi Þórbergur nokkur Þórðarson komið þar fyrir 16 árum. Um þess- ar mundir eru einmitt liðin 16 ár síðan hann andaðist á Landspítalan- um, á deild 11E, hinni sömu og Birna Torfadóttir Iá á er hún lézt 24. september sl. Birna Torfadóttir fæddist í Reykjavík 20. marz 1942, dóttir hjónanna Jónu Bjargar Björnsdótt- ur, sem lifir dóttur sína, og Torfa Þorsteinssonar járnsmiðs í Héðni er lézt 1975. Systkini Birnu era Auður, deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, og Óli Björn vélstjóri, bæði búsett í Reykjavík. Við Birna voram vinkonur frá fyrstu tíð, aldar upp í sama húsi og Þórbergur á Hringbraut 45. Aldrei bar skugga á vináttu okkar en ég held að með anknum þroska hafi ég kunnað æ betur að meta það hve traustur vinur Bima var. Birna lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á Bifröst árið 1960 og tók til starfa í Samvinnusparisjóðn- um þá um vorið. Nákvæmni henn- ar, ábyrgð og samvizkusemi var við brugðið, svo sem sjá má á því að árið 1966 varð hún aðalféhirðir í Samvinnubankanum. Því starfi gegndi hún til ársins 1972 er hún hætti störfum utan heimilis til að sinna uppeldi barna sinna. Eftirlifandi eiginmaður Birnu er Ásgeir Nikulásson sútari. Þeim hjónum varð tveggja bama auðið sem bæði bera móður sinni og því atlæti sem þau höfðu hjá henni fagurt vitni. Hrand er gift Rúnari Tryggvasyni bónda í Lyngási í Kelduhverfi. Þau eiga Bjarka Þór sem var augasteinn og eftirlæti ömmu sinnar. Sonurinn Ásgeir stundar nám í framhaldsskóla og er enn í foreldrahúsum í Kópavogi. Fyrir þremur árum veiktist Birna af þeim skæða sjúkdómi sem nú hefur orðið henni að aldurtila. í veikindunum komu glögglega fram mannkostir hennar. Hún var hóf- lega bjartsýn á meðan von var um bata, tók hveijum ótíðindum með stillingu og vildi jafnan hlífa okkur sem næst henni stóðu. Þegar engum gat lengur dulizt hvert stefndi var hún stillt og æðrulaus. Við fráfall „Biddu systur", sem í þessum heimi var fyrst og fremst góð manneskja, votta ég fjölskyldu hennar samúð mína. Helga Jóna Ásbjarnardóttir Það var okkur hjónum þungt áfall, þegar síminn hringdi og okk- ur var tilkynnt lát Birnu. Þrátt fyr- ir það að við óttuðumst hvert stefndi vorum við óviðbúin helfregninni. Það er sárt að sjá vin í blóma lífsins falla frá löngu fyrir aldur fram. Þrátt fyrir það er þakkarvert að þessi vonlausa barátta við illvíg- an sjúkdóm varð ekki lengri. Birna var hávaxin og glæsileg kona sem vakti athygli hvar sem hún fór. Hún var hæglát og frá henni geislaði alúð og hlýja sem laðaði fólk að henni. Hún var glaðlynd og gat verið gáskafull í þröngum vinahópi en dró sig gjaman til baka ef hópur- inn stækkaði og varð þá frekar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.