Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 12
,12 MORGiUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 27. OKTÓBER 1991 ■ú þegar samning- arnir um EES eru í höfn, viltu þá upplýsa hver var „hernaðar- kænskan” á bak við samnings- gerðina _ hvað okkur íslend- inga varðar? „Við lögðum upp samningaáætlun okkar, hernaðaráform og leikaðferðir til lengri tíma fyrir meira en tveimur árum. Aðalatriðin í því voru þessi: fá stór mál, vel skilgreind, sem hald- ið skyldi utan um alla tíð og aldrei frá þeim hvikað. í matinu á styrk- leika og veikleika í okkar samnings- stöðu, var ákveðið að blanda okkur ekki í mál sem fyrst og fremst vörð- uðu hinar þjóðirnar, en leitast við að afla stuðnings þeirra við þessi fáu stóru mál okkar. Þvi þurftum við að kynna fyrir þeim á stjórnmálalegum grunni sérstöðu íslands og leggja mikla rækt við það. Við þurftum að skapa samúðina með „Litla íslandi” og fá þannig skilning á sérstöðu okkar með fiskinn. Þetta fór oft í taugamar á vinum okkar Norðmönn- um, vegna þess að þeir áttu þarna hagsmuna að gæta, en höfðu ekki þá samúð sem við urðum okkur smám saman út um. Alveg frá upphafi var trompið okkar að við, „Litla ísland”, höfðum stöðvunarvald á samningnum öllum, auk þess sem við vissum í hjarta okkar, að sjávarútvegsmálið yrði aldrei útkljáð fyrr en á seinustu stundu.” - Má kannski segja að staðfesta íslendinga, þvermóðska og jafnvel yfirgangur og frekja hafi þreytt bæði samstarfsmenn innan EFTA og mótherja EB til uppgjafar? Um leið og þetta var búið, að- faranótt þriðjudagsins, var öllum Ijóst hverskonar firnaárangur þetta var fyrir ísland. Samstarfs- mennirnir og samningamenn EB komu til okkar og af orðum þeirrá og látbragði var alveg ljóst að þeir töldu okkur hafa unnið stórsigur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Hannes Hafstein hefur oft reynt á þeirra þolrif og vafaláust oft gengið fram af þeim, því hann lagði alltaf það sama til og hvikaði aldrei frá því allan samningsferilinn. Hann fékk oft að heyra setningar eins og „Sýndu nú sanngirni!”, eða „Þú verð- ur nú að siaka eitthvað til eins og 'aðrir”. En það varð einfaldlega aldr- ei. Einmitt vegna þess að hann hafði svo oft ofboðið bæði samstarfsmönn- um hjá EFTA og viðsemjendum hjá EB höfðu þessir menn á honum þögla aðdáun, sem kom svo berlega í ljós, þegar samningum var lokið. Þeir sögðu einfaldlega: „Mannskrattinn, að hann skyldi komast upp með þetta!” Oft heyrði ég gagnrýni á hann fyrir þá sök að hann gengi of langt, en við vorum alltaf sammála um þessa baráttuaðferð. Enda þarf ekkert að velta vöngum yfir rétt- mæti hennar nú - hún skilaði okkur árangri.” - Komumst við upp með svona samningshörku vegna þess hversu smá við erum og í skjóli sérstöðu okkar og kannski - vegna þess að smæð okkar gerir það að verkum að okkar hluti skiptir ekki svo miklu máli, þegar á heildina er litið? „Þetta er rétt að því er varðar pólitísku forystuna hjá EB-löndun- um, þá félaga Kohl, Mitterrand, Thatcher, Gianni De Michelis og aðra slíka, sem litu á þetta sem lið í heims- pólitík. Það var auðvelt að sannfæra þá með þeim rökum að þetta væri nú skiptimynt. Þeir þyrftu einhveiju til að fórna og það tókst að vekja hjá þeim samúð með þessari fram- andlegu eyþjóð. Það er mjög merki- Iegt að hvað eftir annað urðum við þess áskynja að viðhorf útlendinga til íslands er það að ísland er ekki eins og önnur lönd - það er öðru vísi. Þessu kyntum við að sjálfsögðu undir og reyndum að notfæra okkur hvað við gátum. Það var til dæmis auðheyrt af Mitterrand, sem er nú "Iiterat” maður að ísland er ”exót- ískt” og framandi ævintýraland. UNNUM ENDATAFLIÐ... Þetta er mjög útbreidd mynd af ís- landi í augum Evrópumanna annarra en Norðurlandabúa. Þannig varð til mynd af fámennri þjóð í harðbýlu landi, sem berst fyrir lífinu í baráttu við náttúruöflin. Myndin er af þjóð, sem er ekki dekruð velmegunarþjóð, heldur þjóð sem heyr harða lífsbar- áttu, og slíkt vekur virðingu. Inn í þetta blandaðist líka "stratíg- ísk” hugsun þessara stjórnmálaleið- toga um að ísland skiptir miklu máli út frá öryggispólitík. Það hefur verið reynt að gera þennan þátt tor- tryggilegan en ég nýtti það alltaf og með góðum árangri.” - En fögur fyrirheit, velviljaðar yfirlýsingar og yfirlýstur skilningur erlendu stjórnmálamannanna sem þú nefndir áðan og reyndar fleiri. Var þetta bara kurteisishjal og fagurgali opinberra heimsókna, eða vógu orð þeirra Kohls, Mitterrands og Michel- is eitthvað á metaskálunum á loka- ■sprettinum? að má segja að það hafi í raun og veru aldrei reynt á það, nema með fáeinum undantekningum. Staðreyndin er sú, að við samninga- borðið skiptu yfirlýsingar þessara pólitísku leiðtoga engu máli. Þar voru naglar sem voru að veija hags- muni. Bretarnir, sem töluðu tungum tveim og voru fram á seinustu stundu okkar erfiðustu andstæðingar, þeir voru ekkert að hugsa um litla góða Island. Þeir voru að hugsa um fisk og ætluðu aldrei að gefast upp. Sama máli gegndi um Spánveija, Frakka, Ira, og meira að segja á köflum Belga. En af því þú spyrð hvort leiðtog- arnir hafi bara verið með merkingar- laust kurteisishjal sem engu máli hafí skipt, ér rétt að upplýsa að í kjölfar stórra yfirlýsinga Mitteirands hér á landi hugðust Frakkar fylgja þeim orðum hans eftir. Frakkar leit- uðu óformlega eftir því að fá að vita hvemig íslendingar skilgreindu það lágmark sem þeir yrðu að fá og lýstu því yfir að þeir ætluðu að beita sér fyrir því. En þegar á reyndi komu frönsku sjávarútvegshagsmunimir alveg í kjölfarið á Bretum og írum og beittu sér gegn ákveðnum mark- miðum okkar. Það er þeirra vegna sem ákveðinn hluti af skelfiski og fersk rækja komust ekki inn. A tímabili voru ráðherrar frá þýsku ríkisstjóminni sem beittu sér af myndugleik með okkur. ítaiski utanríkisráðherrann, Gianni De Miehelis, hefur alltaf stutt okkur og reynst okkur haukur í homi. Svo verð ég að víkja nokkrum orðum að „ijandvini” mínum Uffe Elleman JenSen, utanríkisráðherra Dana. Á milli okkar er svona „love-hate relat- ionship”. Maðurinn er afburða- skemmtilegur og náttúrupólitíkus, en óhemju frekja og óútreiknanleg- ur. Ég reiddist honum ofsalega, þeg- ar hann fór að blanda sér í okkar mál, okkur til mikillar bölvunar á þeim tíma. Við vissum þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn í sumar, að Danir voru okkur mjög þungir í skauti og ég hellti mér yfír hann. Hann gekk beint í símann, hringdi í fastafulltrúa sinn í Brussel og skipaði honum að láta af þessu og stóð við það. Núna á lokasprettin- um úti í Lúxemborg kom til mín annar ráðherra frá EB og sagði við mig: „Þú hefur átt mikinn talsmann og öflugan héma inni og þú átt að vita um það. Hann hefur verið ykkur 24ra karata gull og nú verður þú að fyrirgefa vini þínum Uffe Elle- man!” Annar maður sem ég verð að nefna í þessu sambandi er írski utanríkisráðherrann, sem ég verð að telja til persónulegra vina minna, en er engu að síður sá maður sem ég reiddist mest, þegar írar komu í bakið á okkur í sumar með síldina. Ég var svo reiður að ég harðneitaði að fara í opinbera heimsókn með forseta vorum til írlands. Að lokum var ég dreginn þangað, nánast nauð- ugur, en þá á þeim skilmálum að ég skrifaði grein í Irísh Times, þar sem ég hellti mér yfir íra. Ég og írski utanríkisráðherrann, Gerald Collins, áttum mjög harkalegan fund þarna. Mér_ fannst þetta svo ósanngjamt, því írar höfðu enga alvöruhagsmuni að veija þama. írskur sjávarútvegur er varla til og mælist varla í alþjóð- legum töflum. Þetta dugði nú til þess að Uffe Elleman spurði mig um síðustu helgi: „Heyrðu, hvern and- skotann hefur þú gert við Gerry? Hann er nú aldeilis búinn að koma á óvart. I öllu þessu hörkurifrildi um síld, meira að segja þegar kom á daginn að samninganefndin ætlaði að fallast á það að þið fengjuð sfld- arflökin, sagði Gerry ekki eitt ein- asta orð og hann beitti sér ekki gegn ykkur.” - Var það bara herkænska hjá þér að láta í veðri vaka hér heima og enn frekar í fjölmiðlum erlendis í síðustu viku að þú værir mjög svart- sýnn á niðurstöðuna? „Það var nú hvort tveggja. Það varekki hrein „taktík”, nei. Egviður- kenni að eftir alla þessa ræktun á stórpólitíkusum og allar þær jákvæðu undirtektir sem við vorum búnir að fá, fyrirheit og loforð, var ég öðrum þræði farinn að treysta því að þessir menn myndu að lokum kveða upp úr um niðurstöðu sem væri okkur ásættanleg. Þessum væntingum mín- um lauk á fundinum í Lúxemborg í sumar ög ég gerði mér grein fyrir því að þessu mætti ekki treysta og til beggja vona gæti brugðið. Ég vissi að kröfur okkar voru svo stífar, að allt eins gat farið svo að við kæm- umst ekki með þær að landi. Auðvit- að gerði ég mér Ijóst að út frá samn- ingatækninni væri rétta leiðin fyrir okkur að gefa það fyllilega til kynna að við værum alveg tilbúnir til að fara út. Við myndum aldrei kaupa þennan samning hvaða verði sem væri. Á því hef ég hamrað í allt sum- ar og þeir voru farnir að skilja að þetta væri alvara. Það var ekki bara að ég segði það, heldur kom þetta algjörlega fram í öllu orði og æði Hannesar Hafstein. Styrkur í samn- ingsstöðu er auðvitað sá að mótaðil- inn viti að það er ekki hægt að bjóða þessum hvað sem er. Hann meinar það sem hann er að segja og hann fer ef við ætlum að ganga of langt. Þessi skýra afstaða á lokasprettinum réð úrslitum. Við unnum þetta enda- tafl í miklu tímahraki.” - Verðum við í kjölfar þessa samn- ings skilgreind meðal viðsemjenda okkar sem frek, yfirgangssöm smá- þjóð, sem hafi beitt bolabrögðum til þess að ná fram okkar markmiðum? Yið höfum ekki beitt bolabrögð- um. Við höfum ekki þvælst bakdyramegin í „kanselíum” í Evr- ópu til að reka okkar sérmál, eins og sumar af okkar bandalagsþjóðum hafa gert. Afstaðan til okkar eftir þessa samninga er dálítið blendin. Það er alveg ótvíræð aðdáun og virð- ing, í þeim skilningi að sagt er: „Það er alveg ótrúlegt að þeir skuli hafa haft allt sitt fram!” En þetta er svo- lítið gremjublandið yfir óbilgirninni. Menn eru gramir yfir því að við skul- um aldrei hafa gert það sem ætlast var til - að gefa eitthvað eftir. Það var Frans Andriessen sem setti tóninn á fyrsta fundinum-núna um helgina og hellti sér yfir mig. Hann sagði strax: „Þið skuluð ekki halda að þið komist upp með það að fá allt fyrir ekkert. Þið hafíð engu fórnað. Éf þetta á að takast, þá verð- ið þið að gefa einhver fjárfestingar- réttindi og auka þessar veiðiheimildir.” Einhver seinasti maðurinn sem ég sá, þegar þessu var nú öllu aflokið nú um nóttina, var Frans Andries- sen, sem átti eftir fáar klukkustund- ir til að sofa, áður en hann legði upp í för til Kína. Þessi valdamikli maður fórnaði höndum um leið og hann sá mig og sagði: „Ooo! Ég er kominn með ofnæmi fyrir fiski! Eg mun ekki leggja mér fisk til munns næstu mánuðina!” Þetta lýsir kannski af- stöðunni til okkar svona fyrst á eft- ir.” _ - í beinu framhaldi af þessum orð- um, ef við flytjum umræðuna hingað heim. Almennt séð má segja að þessi niðurstaða sem náðist fyrr í vikunni hafi mælst vel fyrir hér, þótt fulltrú- ar stjórnarandstöðunnar hafi lýst yfir efasemdum um ágæti samnings- ins. Ólafur Ragnar talar um fáa plúsa og marga mínusa og Steingrímur Hermannsson er méð ýmsa fyrirvara um sína afstöðu. Heldur þú að það muni reynast erfitt að fá samninginn samþykktan á Alþingi? „Ákvörðunin um að fara í þessa samninga var tekin í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Stefnan var mótuð í þeirri ríkisstjórn og allan tímann komst ekki hnífurinn í milli mín og Steingríms Hermannssonar í þessu máli. Sanístarf mitt við Stein- grím Hermannsson var alla tíð afar gott. Hann hefur marga kosti sem stjórnmálamaður og hans stöðumat er oft vel uppbyggt. Það liggur ekk- ert fyrir um það nú, að Steingrímur Hermannsson og framsóknarmenn muni snúa við blaðinu, varðandi af- stöðuna til evrópsks efnahagssvæðis. Steingrímur hefur haldið öllu opnu og ekki tekið afstöðu ennþá. Sem stjórnarandstöðuforingi hefur hann auðvitað reynt að finna veilur og hamrað á hugsanlegum meinbugum samningsins. Sérstaklega hefur hann gengið langt í því að skírskota til ótta við útlendinga og gert óðul feðr- anna að hræðslumáli. Það er náttúr- lega pólitískt spil. Staðreyndin er sú að samningarnir hafa ekkert breyst, frá því þeir voru mótaðir í ríkisstjórn Steingríms og ef nokkuð er, þá hafa þeir batnað. Steingrímur er á hinn bóginn ekki sannfæringarpólitíkus, þannig að hann muni beijast fyrir þessum samningi. Hann mun trúlega láta niðurstöðuna mjög ráðast af því hvernig hann telur hausana í þing- flokki Framsóknarflokksins. Alþýðubandalagið er annars kon- ar fyrirbæri. Þar er staðan sú að Ólafur Ragnar var auðvitað mjög jákvæður í þessu máli sem ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar og hældi þeim sem hér situr hvað eftir annað fyrir það hvernig hann hefði haldið á þessu máli. Þjóð- garðasósíalistamir hinsvegar, Sig- fússon og Gestsson, eru svona þjóð- rembusossar og þeim eru eðlislæg viðbrögð að hafa allt á hornum sér og það gerðu þeir oft og iðulega sem ráðherrar í síðustu ríkisstjóm. Þeir heimtuðu bókanir í þingflokknum með Hjörleifí Guttormssyni og gerðu okkur lífið leitt. Það er oft talað í sérstökum tón um Hjörleif Guttorms- son, en ég ber virðingu fyrir honum. Hann var sá maður sem alltaf las heima í þessu mikla máli, hann var vel undirbúinn, öfugt við þá hina og hann er sjálfum sér samkvæmur. Hann er þjóðerniseinangrunarsinni og kemur alltaf fram sem slíkur. Ólafur Ragnar er hins vegar bara í pólitísku spilverki. Hann hefur bara tekið upp rök Hjörleifs, án þess að hafa þekkingu hans á málinu. Það kom berlega í ljós núna í utandag- skrárumræðunum þegar hann gerði sig að viðundri með því að halda því fram að markaðsaðgangur væri þeg- ar tryggur, því hann væri í bókun sex. Það er varla til nokkur maður í landinu, sem þekkir stafrófið í þess- um málum, sem ekki hefði getað varað hann við því að vera nú að fara með svona fleipur. Þegar menn sýna það í svona stóru máli að þeir kunna ekki A, B, C tekur maður náttúrlega ekki mikið mark á öðru frá þeim. Líklega sannar Alþýðu- bandalagið það í þessu máli að eðli þess er óbreytt og það haslar sér aftur völl sem þjóðgarðssósíalista- flokkur eins og þeir voru, með skír- skotun til ótta manna á grundvelli þjóðrembu.” - Er ekki hætt við því að það sé ekki bara leiðtogum stjómarandstöð- unnar sem ofbjóði velgengni utanrík- isráðherra? Þar á ég við hvort sam- starfsmönnum í stjómarsamstarfi geti ekki þótt nóg um alla þá at- hygli sem utanríkisráðuneytið og ráðherra þess dregur að sér í kjölfar þessara samninga? Þarf ekki að hefja mikla kynningu á efni þessa samn- ings, þar sem höfuðkapp verði lagt á að gera þetta að þverpólitísku hagsmunamáli þjóðarinnar, en ekki flokksmáli eða einkamáli utanríkis- ráðherrans? Eg held að þeir talsmenn atvinnu- lífsins sem eru í innðta hring Sjálfstæðisflokksins geti ekki litið á þetta mál smáum pólitískum öfund- araugum. Þeir hljóta að láta sína hagsmuni ráða. í annan stað er sam- skiptum okkar Davíðs Oddssonar þannig háttað að ég hef ekki trú á því að lágkúruleg pólitísk öfund ráði hjá honum. Ég þekki hann ekki að því. Mér finnst hann persónulega vera öfundarlaus maður. Það er ekk- ert launungarmál að þessi ríkisstjóm fór af stað nokkuð óstyrkum skrefum og hefur vindinn í fangið. Hún stend- ur frammi fyrir erfíðum málum víða, og hún þarf á því að halda að snúa þessari bölsýni í þjóðfélaginu upp í bjartsýni. Þetta mál getur að því leyti styrkt stjórnarsamstarfíð, ef menn skilja það réttum skilningi, nota tæk- ifærin sem gefast og láta ekki ein- hverja óviðkomandi pólitíska öfund- sýki ráða ferðinni. Það er laukrétt - þetta er ekkert einkamál utanríkisráðherra og þetta er ekkert flokksmál. Þetta mál varð- ar þjóðarhagsmuni. Þetta er gott mál fyrir sjávarútveginn, fiskvinnsl- una, útgerðina, sjómennina, físk- verkafólkið. Þetta er sannarlega afar gott mál fyrir neytendur og laun- þega. Þetta er gott mál hvað varðar meiri stöðugleika í efnahagslífínu. Þetta er gott mál hvað varðar sam- keppni og aðhald á fjármagnsmark- aði. Þess njóta ailir, en ekki síst fólk- ið í landinu við lægra vaxtastig. Þetta er gott mál fyrir landsbyggðina. Þetta er gott mál fyrir unga fólkið. Það eru allar efnislegar forsendur fyrir því að þjóðhollir Islendingar líti þetta mál jákvæðum augum, ekki síst eftir þá stöðnun sem hér hefur ríkt. Með þessum samningi eru sköp- uð tækifæri og þess vegna kalla ég þetta vegabréf inn í 21. öldina.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.