Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 4
eftir Urði Gunnarsdóttur
Árið 1947 fann bedúínskur fjár-
hirðir mikið handritasafn í
Kúmran-hellunum við Dauðahaf,
um 10 kílómetra austur af Jerú-
salem. Þar hafði þeim verið kom-
ið fyrir um 2000 árum fyrr. Hand-
ritin, oftast kennd við Dauðahaf,
hafa veitt ómetanlega innsýn í rit
Biblíunnar og aukið skilning
fræðimanna á því samfélagi sem
kristni og gyðingdómur eru
sprottin úr. En á þeim 44 árum
sem liðin eru frá fundi handrit-
anna, hefur aðeins hluti leyndar-
dómsins verið afhjúpaður. Lítill
hópur sérfræðinga situr að rann-
sóknum á handritunum og aðeins
um helmingur ritanna hefur verið
gefinn út.
— /1 aga handritanna er
C // löng og sveipuð dul-
arblæ. Þau hafa
I valdið miklum heila-
C—S brotum og deilum,
hvað varðar upp-
runa, innihald og
aðgang að þeim.
Meðal þess sem en n
hefur ekki borið fyrir augu áhuga-
manna um þessi handrit, eru margir
af elstu Biblíutextunum sem vitað
er um. Vinnan við að safna saman,
þýða og greina handritsleifarnar,
sem sumar hveijar eru á stærð við
krónupening, tekur óhemjulangan
tíma. Þeir sem að rannsókninni
standa segja það vera nauðsynlegt
en biðin tekur á taugar þeirra fræði-
manna á sviði Biblíurannsókna sem
ekki hafa fengið aðgang að handrit-
unum. í fjölda ára hafa þeir krafist
aðgangs að handritunum , svo að
„hinu arga fræðihneyksli” megi
íjúka, eins og prófessor Geza Ver-
mes við háskólann í Oxford orðaði
það í grein sem birtist um handritin
í USNews& Worid Report.
Deilunni að ljúka
Allt útlit er nú fyrir um að biðin
sé brátt á enda. Fyrir fáeinum vikum
tók bandarískt bókasafn sig til og
leyfði aðgang að einu af fjórum fíl-
musettum sem til eru af handritun-
um í heild sinni. Öllum að óvörum
hætti ísraelska fornleifastofnunin
við lögsókn vegna útgáfunnnar og
samþykkti hana í meginatriðum.
Stofnunin boðaði jafnframt til fund-
ar í desember þar sem léggja á drög
að opinberri útgáfu ritanna. Á sama
tíma bárust ljölda bandarískra fræð-
imanna sjóræningjaeftirprentanir af
handritunum í pósti. Þegar útgáfu-
stjórnin hafði fregnir af hinum ólög-
legu eftirprentunum, brást hún
ókvæða við og sagði að þær stefndu
rannsóknunum í voða og myndu
leiða til óvandaðrar fræðimennsku.
Rokið yrði til og áhugaverðustu hlut-
arnir gefnir út, en afgangur handrit-
anna látinn lönd og leið. Frank M.
Cross, útgáfustjóri og prófessor í
hebresku og austurlandamálum við
Harvard-háskóla, hefur varað við því
að ótakmarkaður aðgangur að hand-
ritunum geti hægt á útgáfunni og
aukið líkurnar á að villur slæðist
með. En þeir, sem hefur verið mein-
aður aðgangur að handritunum
hingað til, fagna tíðindunum. Hveij-
ar sem afleiðingar útgáfunnar verða,
munu deilurnar um hana væntan-
lega heyra sögunni til. Hins vegar
Stærstur hluti handritanna fannst í þessum helli við Dauðahafið.
Talað hefur verið um fornleifafund aldarinnar er hin 2000
ára gömlu Dauðahafshandrit ber á góma. Þau fundust árið
1947 og eru ómetanleg heimild um Gamla testamentið og
það samfélag sem kristni er sprottin úr. Deilurnar um útgáfu
og innihald handritanna eru þó ekki síður forvitnilegar
hætta menn tæpast að greina á um
innihaldið.
Dauðahafshandritin eru bókrollur
og leifar um 800 rita, sem skrifuð
voru frá um 200 f.Kr. til ársins 50
e.Kr. Um 127 ritannaeru Biblíutext-
ar, meðal þeirra eru elstu þekktu
útgáfur Gamla testamentisins utan
Esterarbók sem er eina bók Bibl-
íunnar þar sem ekki er minnst á
guð. Stærstur hlutinn er á hebresku,
auk rita á grísku og arameisku, sem
tálið er að Kristur hafi talað. í hand-
ritunum er að finna allt að 19 útgáf-
ur af bókum biblíunnar, skrifaðar
með sitt hverri rithöndinni og frá
sitt hveijum tímanum. Önnur hand-
rit eru að frumkristnum ritum, at-
hugasemdum við Biblíuna, bænum,
spádómum, sálmum og leiðbeining-
um til trúariðkunar.
Talið hefur verið líklegast að
handritin séu rit Essena, sem var
gyðinglegur sértrúarsöfnuður. í bók
sinni Árin þöglu í ævi Jesú, segir
dr. Charles Francis Potter, Essena
vera ráðgátuna miklu í sögu Hebrea.
Hvorki Biblían, Gamla testamentið
né Talmúd minnist á Essena og
gyðingar hafi litið hornauga hið trú-
arlega og lýðræðislega bandalag
þeirra. Sagnaritarinn Jósefus, sem
var uppi á fyrstu öld eftir Krist lýsti
Essenum sem svo: „Þeir fyrirlíta