Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991
C 9
og maður gleymir hvað tímanum líð-
ur.“ Guðný lætur hugann reika,
kannski mundi hún eftir einhveiju
sem hún átti ógert, og Gróa tekur
aftur við.
„Ætli við séum ekki af gamla
skólanum, okkur líður ekki vel nema
við höfum eitthvað að gera. Okkur
finnst gaman að sjá eitthvað eftir
okkur,“ segir hún svo ákveðin. „Það
er mikilvægt að áorka einhverju í
lífinu, og það eru einmitt þessir litlu,
hversdagslegu hlutir sem gera það
að verkum að maður sér verkin eftir
sig.“
Þó annríkið sé ekki eins mikið á
veturna hafa þær systur bætt sér
það upp með því að vinna úti. Frá
1977 hafa þær unnið í mötuneyti
Menntaskólans á Laugarvatni eða
hjá sláturfélaginu. „Við höfum auk
þess mjög gaman af handavinnu —
við pijónum og saumum eins og tími
gefst til. Dauðu stundirnar verður
að nýta,“ það eru þær sammála um.
„Eg man að kringum 1970 voru
mikil harðindi, kal og grasleysi, og
við þurftum að skera niður féð vegna
lítilla heyja. Tólf ára gamlar fórum
við í fjárhúsið með pabba, og völdum
úr. Það var ægilega sárt því við elsk-
uðum dýrin okkar,“ segir Gróa.
„Maður gleymir þessu ekki, það
grópast í mann,“ segir Guðný með
nokkrum þunga. Þögn fellur á og
táknrænt jarm heyrist inn um opinn
glugga. Skjáturnar ijátla fijálslega
um svæðið og njóta þess auðsjáan-
lega að vera til, óvitandi um örlög
feðranna fyrir tuttugu árum.
Þegar rætt er um gamla daga
kemur í ljós að systumar muna
tímana tvenna þó ekki séu þær aldn-
ar að árum. „Eg man þegar rafmag-
nið kom,“ segir Guðný. „Þá vorum
við átta ára, það var mikil breyt-
ing.“ Gróa jánkar því. „Það var svo
ofsalega bjart. Og maður fékk betri
mat á sumrin — áður var sóttur
matur úr frystigeymslu á Selfossi
einu sinni í viku.“ Enn hefur þó ekki
verið tengd hitaveitulögn að bænum,
en það stendur til bóta á næstunni.
Við snúum spjallinu inn á nýjar
brautir. Systurnar eru ógiftar og
barnlausar, ef frá eru taldir heimaln-
ingarnir sem láta í sér heyra með
reglulegu millibili. Ég get ekki setið
á mér að spyija hvor þær hafi aldrei
hugleitt að ná sér í ókeypis vinnu-
menn ...
Andartak líður en svo kveður við
skellandi hlátur úr tveimur áttum
samtímis. Það fer ekki fram hjá nein-
um þegar systurnar þenja hlát-
urtaugarnar og það smitar út frá
sér. „I svona starfi verður maður að
vera sjálfstæður," segir Guðný og
reynir að vera alvarleg. „Þar að auki
er hægt að hagræða og létta sér
störfin með nútímatækjum og það
þarf ekki á eins miklum mannskap
að halda og áður fyrr.“
Þær láta ekki á sig fá að blaða-
maður hafi verið að hnýsast í einka-
málin heldur venda kvæðinu í kross
og bjóða honum fram í eldhús í kaffi.
Ljúf angan af soðnu keti mætir okk-
ur í gættinni. Innan um koppa, kirn-
ur og allrahanda amboð stendur
Laufey, móðir þeirra systra, og vakt-
ar pottana. Mér er vísað til sætis við
eldhúsborðið með græn- og hvít-
munstraða vaxdúknum. „Mjólk eða
sykur?“ spyr Gróa og réttir mér veg-
legan fant.
Sjálf drekkur hún kaffið úr glasi.
Kaffidrykkja úr glasi minnir ein-
hvern veginn alltaf á sveit eða sjó
sem malbikuð postulínsbörnin þekkja
ekki nema af afspurn. Duralex-glas
frá Frakklandi — þykkt og máð gler,
næstum eins og sandblásið; gæti
hafa velkst um í fjöru í heilan áratug
enda sjálfsagt notað á hveijum degi
í nokkra. Ilát undir hvað sem er.
Sennilega er mjólkin drukkin fyrst
úr þessu glasi og kaffið á eftir. Hvítt
og brúnt ský sem blandast hægt.
Vinnulúnir fingur sem halda um gla-
sið. Alvég einstakur siður.
Við ræddum um tíðina, daginn og
veginn, landsmálin og landbúnaðinn.
Systurnar eru ekkert að barma sér
— segjast ekki trúa á það, það hafi
ekkert gott upp á sig. Talið berst
að heyskapnum. „Tíminn verður svo
ódijúgur í skúratíð," segir Gróa.
„Þegar maður sér að það er að koma
skúr þá auðvitað tapar maður sér.
Maður sér svona hina og þessa
dampa á lofti og þá treystir maður
ekki veðrinu þann daginn.“ Það fer
víst ekki á milli mála að sveitafólk er
í nánari tengslum við náttúruna en
þeir af möiinni, því grunnt er á ís-
lenska alþýðuveðurfræðingnum í
henni Gróu.
Laufey fæst lítið til að blanda sér
mikið í jjmraiðuna og minnti helst á
ömmuna sem aldrei sést borða sjálf
— er allstaðar en þó hvergi, stendur
úti í horni en sér þó um leið og ein-
hver er búinn af diskinum. Samt er
stutt í góða skapið, það eigá mæð-
gurnar allar sameiginlegt.
— Eruð þið ekki tiltölulega
ánægðar með lífið og tilveruna?
„Við værum ekkert að þessu ef
við værum ekki ánægðar," segir
Guðný og er ekkert að skafa utan
af því. „Okkar helsta áhugamál fyrir
utan vinnuna er útivera, fjallgöngur
og könnunarferðir á veturna, svo
þetta fer vel saman. Það er líka gott'
að ráða sínum tíma sjálfur. Við njót-
um frelsisins og-þess að vera til.“
Allt að
Fender
★ Washburn
★ Hljóðfæri
★ Aukahlutsr
★ o.m.fl.
★ Kawai
^ B
R E Y K J A V. l.JC-IJþfíÚ
HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR 1991
YTNNINGASKRÁ
1. Til íbúðarkaupa kr. 1.500.000,- á miða nr. 33.421 2. Bifreið Lancer á miða nr. 88.613 3. Bifreið Golf á miða nr. 90.526 4-5. Til íbúðakaupa á 500 þús. hvor á miða nr. 31.647 og 47.505
6-15. Til bifreiðakaupa á kr. 450 þús. hver á miða nr. 16.075, 19.408,
25.447, 26.254,
52.922, 59.614,
62.329, 70.449,
85.693 og 90.570.
Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar
að Lágmúla 9, 3. hæð.
HEILDSÖLUDREIFING
Skóborg hf.
HEILDVERSLUN
Lynghálsi 1. 110 Reykjavík sími 686388
Gæði - ending. Stærðir 39-46
Skóverslun Kópavogs-Sportlínan Hamraborg.
Stepp-skóverslun, Borgarkringlan.
Steinar Waage, Kringlunni.
Sportmaðurinn, Hólagarði.
Geysir hf., Aðalstræti.
M.H.Lyngdal hf., Akureyri.
Skóverslun Leós hf., ísafirði.
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum.
Versl. E.J.Waage, Seyðisfirði.
Versl. Við-Lækinn, Neskaupstað.
Skóbúðin Keflavík hf., Keflavík.
Betribúðin, Akranesi.
Versl. Höggið, Patreksfirði.