Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 24
2* C>
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDftM3i$bUb«3M .<OKTÓBER:ig9r
mRAAiin
Nú eigum við að læra tón-
fræði í skólanum!
HÖGNI HREKKVÍSI
Á FÖRNUM VEGI
Fljótshlíð:
Sumarbústað-
ur byggður úr
trefjaplasti
Vogum.
Nýlega var lokið við að reisa
42 fermetra sumarbústað
byggðan úr trefjaplasti í landi
Hallskots i Fljótshlíðarhreppi.
Bústaðurinn, hálfkúla, stendur á
1,2 metra porti, með 5 kvistum.
Eigendur bústaðarins eru Er-
lendur Guðmundsson og Sveindís
Pétursdóttir í Vogum. Erlendur
sagði í samtali við Morgunblaðið
að vinna við smíðina hefði hafist
í febrúar 1990. Hann hafði enga
fyrirmynd til að fara eftir og
smíðaði því líkan af húsinu og
fékk upplýsingar hjá Andrési Ey-
jóifssyni í Plastverki í Sandgerði
um meðferð plastsins. Húsið er
sett saman úr 90 trefjaplastein-
ingum, þar af eru 60 þríhyrningar
af tveimur gerðum og 30 einingar
af öðrum gerðum.
Húsið er sett saman úr
90 trefjaplasteiningum,
þar af eru 60 þríhyrn-
ingar af tveimur gerð-
um og 30 einingar af
öðrum gerðum.
Erfiðast að fá
byggingarleyfið
Einingarnar voru steyptar í bíl-
skúrnum. Fyrst varð að búa til
mót fyrir einingarnar úr galvanis-
eruðu blikki. Síðan hófst vinnan
við steypuna sem var seinleg
vegna þrengsla í bílskúrnum, þar
sem ekki var hægt að steypa nema
tvær í einu.
Erlendur Guðmundsson og
Sveindís Pétursdóttir með lík-
anið af bústaðnum fyrir framan
sig.
Erfiðast, sagði Erlendur, var
að fá byggingarleyfið. Vinnan lá
niðri í meira en ár meðal annars
vegna lögbanns sem var sett á
landið í fyrra, en aflétt í sumar.
Það var ekki fyrr en 22. ágúst
1991 sem endanlegt byggingar-
leyfi fékkst frá Brunamálastofnun
sem samkvæmt bréfi stofnunar-
innar leyfir aðeins þetta eina hús.
Skömmu síðar var sumarbú-
staðurinn reistur á 4 dögum.
- E.G.
Sumarbú-
staðurinn í
landi Hall-
skots í
Fljótshlíð.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Yíkveiji skrifar
Vetur fer í hönd á Fróni með
skammdegismyrkri, frost-
hörkum og fannfergi, ef að líkum
lætur. Flóra Islands hefur sölnað;
grængresið, blómin og trén lagst í
vetrardá. Víkveiji dagsins er þegar
farinn að hlakka til hækkandi sól-
ar, komandi vors og nýrrar upprisu
gróðurríkisins sem framundan er.
Við höfum allt önnur skilyrði en
fyrri tíðar fólk til þreyja veturinn,
þorrann og góuna. Við búum að
betra húsnæði, betri vinnuskilyrð-
um til lands og sjávar, betri klæðn-
aði, betra fæði, betri heislugæzlu,
betri samgöngum, að ógleymdri ai-
hliða tækni, menntun og þekkingu.
Það segir raunar allt sem segja
þarf um þetta efni að meðalævi
landsmanna er helmingi lengri nú
en var fyrir 100—150 árum!
Harðærin eru þó ekki langt að
baki í Islandssögunni. Um miðja
18. öld, sem Skaftáreldar kórónuðu,
féll ekki aðeins búpeningur, heldur
um 9.000 manns, eða fimmtungur
landsmanna, sem þá voru innan við
50.000 talsins. A síðustu áratugum
næstliðinnar aldar harnaði svo á
dalnum að hér varð mikill land-
flótti; milli 10—15 þúsund íslend-
ingar fluttu til Ameríku. Þá var
stórt skarð höggvið í 80.000 manna
þjóð, en sú var íbúatalan um þær
mundir. Og enn lifa margir, sem
muna kreppuárin 1930—1940, sem
léku alþýðu manna grátt.
Nú er öldin önnur og fólk betur
í stakk búið til að mæta hvers kon-
ar erfiðleikum, m.a. vetrinum og
áhrifum hans á atvinnulíf, sam-
göngur og mannlíf í landinu.
að er ekki aðeins að menntun
fólks, þekking þess, atvinnu-
hættir og aðbúð, hvers konar, sé
önnur en á tímum liðinna harðæra.
Fólk hefur lagað lífsmáta sinn betur
að íslenzka vetrinum. Því hefur
lærst að njóta hans og þess, sem
hann hefur upp á að bjóða. Vetrar-
íþróttir af ýmsum toga eru iöngu
orðnar almenningseign. Þúsúndir
höfuðstaðabúa sækja í Bláfjöll og,
aðrar vetrarparadísir þegar aðstæð-
ur leyfa. Finna þar lífsnautn og
heilsubót í ríkum mæli. Enn gildir
þó sú meginregla, raunar bæði sum-
ar og vetur, að umgangast íslenzka
náttúru með varúð og virðingu.
Skjótt skipast veður í lofti og eng-
inn kann sig í góðu veðri heiman
að búa. Ef fyrirhyggja er ekki með
í ferð kann hún að enda með ósköp-
um.
Veturinn er og tími víðfeðms
skólastarfs, margvíslegs félags-
starfs, inniíþrótta af fjölbreyttum
toga, leikhúss og annarra listvið-
burða, árshátíða, þorrablóta, jóla-
stemmningar o.sv.fv. Menn líta
jafnvel inn til vina og ættingja, loka
fyrir sjónvarpið, spjalla um lífið og
tilveruna, taka gjarnan í tafl eða
spil. Þegar dregur að jólum hefst
bókavertíð, sem er fastur liður í
mannlífi vetrarins, og færir flestum
lesefni fram á útmánuði. Veturinn
hefur einnig sínar jákvæðu hliðar.
xxx
Veturinn er sá tími, sem er í
mestu uppáhaldi hjá ýmsu
fólki. Fólki sem stundar vetrar-
íþróttir, skíði, skauta, vélsleða
o.s.frv. Fólki sem ann margskonar
félagsstarfi sem þá dafnar eins og
sóleyjar á sumardegi.
Sjálfur er Víkveiji sumarbarn;
kann bezt við sól í heiði, laufguð
tré, blóm í beðum og grængresið.
Gróðurríki sumarsins er fegurstur
ramminn um heilbrigt mannlíf.
En allar árstíðir eru góðar árstíð-
ir, ef heilsan er í lagi, sól í sinni,
vinir í varpa og sæmileg sátt með
mönnum. Ekki treystir Víkveiji sér
þó til að spá um þjóðarsáttina, ekki
einu sinni fram á vorið, en hún er
dýrmætust sátta í íslenzku samfé-
lagi um þessar mundir.
Það var líka sagt, fyrir kvótafár-
ið, að það væri alls staðar fallegt
þegar vel veiddist. Og vissulega
veiddu samningamenn okkar vel í
Lúxemborg. Þeir fengu máske ekki
allt fyrir ekkert; en þeir fengu mik-
ið fyrir lítið í EES-samningunum.
Við erun nú einu sinni ekki einir í
heiminum og verðum að hasla okk-
ur völl í fjölþjóðasamstarfi, eða ein-
angrast ella.
Dæmigerðar nöldurskjóður og
einangrunarsinnar hefja sjálfsagt
upp harmakvein yfir íslenzkum
aflabrögðunum í Luxemborg. Það
er siður þeirra. Og í lýðræðissamfé-
lagi hafa menn rétt til þess að hafa
rangt fyrir sér;' vera skammsýnir
og hrútleiðinlegir. En bráðum kem-
ur betri tíð með blóm í haga, hvað
sem líður slíku holtaþokuvæli.