Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 12
í 2 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991
Halldóra Jóhannes-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 2. nóvember 1898
Dáin 27. september 1991
Hún fylgdi mér til dyra svo til
hvern virkan dag í sex ár, kvaddi
mig við þröskuld eða úti á stétt
eftir veðri, með þökkum og bless-
unaróskum, oftast glöð og 'bjart-
sýn. Ef eitthvað truflaði hana frá
þessu fann ég að hún var ekki
sátt við það, hún vildi hafa það
svona.
Ég var spurð að því hvort ég
ætlaði ekki að skrifa um Halldóru.
Ég neitaði því. Það yrðu svo marg-
ir til þess, sem betur og lengur
hefðu þekkt hana. En þó, mér
fannst ég eiga eftir að fylgja henni
til „dyra” og yrði sáttari við sjálfa
mig ef ég setti nokkur orð á blað.
Hún var nærri 87 ára þegar ég
kom til að aðstoða fólkið hér á
Hlaðhömrum, svo það voru fáar
blaðsíður eftir af ævisögunni henn-
ar þegar við kynntumst, en þó
finnst mér ég þekkja allt hennar
líf svo vel, bæði af beinni frásögn
og ýmsum tilsvörum sem áttu sér
djúpar rætur í fortíðinni. T.d. sagði
hún oft ef við töluðum um æskuna
nú á dögum, en þar átti hún marga
vini: „Já, elsku María mín, ef unga
fólkið núna vissi hvað það á gott
í flestum tilfellum getur það verið
hjá foreldrum sínum og lært það
sem það langar til.” Hún varð ang-
urvær á svip, sjálf fór hún að heim-
an daginn eftir ferminguna. Ferm-
ingargjafimar voru tvær krónur
frá góðum nágranna og póstkort.
Fermingarfötin voru öll fengin að
láni. Þessar tvær krónur munu
hafa borið ríkulegan ávöxt.
Mörg fermingarbörn gladdi hún
með gjöfum sinum og heillaóskum.
Alltaf var hún gjafmild, en mér
er nær að halda að fermingargjaf-
ir hafí verið efst á blaði hjá henni.
En hún var lánsöm þrátt fýrir
allt. Hún eignaðist annað æsku-
heimili á unglingsárunum og fram
yfir tvítugt þar sem hún bast
tryggðarböndum við fólkið. Hús-
móðurina þar, Ólöfu í Langholti,
elskaði hún og virti meira en aðrar
konur. Tryggð og vinátta eru
dyggðir sem mér fannst Halldóra
eiga í mjög ríkum mæli. Hún hafði
eignast marga vini á langri leið
og var svo lánsöm að fólk virtist
njóta þess að treysta vinaböndin
við hana.
Með nokkru stolti sagði hún frá
fólki sem hafði verið, sem ungling-
ar hjá þeim Kristni, bæði á Lága-
felli og Mosfelli og voru nú fyrir
löngu orðnir þekktir menn í þjóðfé-
laginu en héldu alltaf tryggð við
gömlu húsmóður sína.
Þegar hún talaði um fólk bætti
hún gjarnan við nöfnin „minn” og
„mín”. Hún átti ítök í svo mörgum.
Mér finnst sambandi okkar Hall-
dóru þessi sex ár e.t.v. einna helst
lýst með orðinu „mæðgur”, þótt
hlutverkum væri oft víxlað. Um-
hyggjan og áhuginn fyrir mér og
mínum nánustu minntu á góða
móður, en einnig vildi hún hafa
þetta á hinn veginn og leita til
mín eins og „mömmu”. Af um-
gengni minni við aldraða eru mér
löngu ljós sannindi máltækisins að
„tvisvar verður gamall maður
barn”. Fólk á þessum aldri þarf
alveg eins og börnin að hafa sömu
manneskjur til að leita til, hvort
sem þær eru vinir eða vandamenn.
Fram á síðustu stund hafði hún
einstakt lag á að tala við böm og
unglinga og eignaðist þau að vin-
um. Barnabörnin mín sem komu
til hennar urðu uppnumin af hátíð-
leika og hrifningu þegar hún spjall-
aði við þau um áhugamál þeirra,
fótbolta og hvað þá annað. Raunar
hafði Halldóra mjög gaman af
hæfilegum prakkaraskap hjá
krökkum og sagði oft: „Þessu hefði
ég haft gaman af. Ég fékk bara
ekki tækifæri til þess.” Hún var
glaðbeitt og vildi hæfilegan létt-
leika í hversdagslífið. Halldóra var
svo lánsöm að halda miklu starfs-
þreki fram undir það síðasta og
miðað við hennar háa aldur var
ótrúlegt hvað hún afkastaði við
handavinnu. Þau skiptu tugum og
jafnvel hundruðum öll bamateppin,
treflarnir og vettlingamir sem hún
heklaði og pijónaði þau ár sem ég
var henni samtíða og það sem
meira var, hún missti varla niður
lykkju. Það eru því margir hvítvoð-
ungamir sem vafðir hafa verið í
teppin hennar. Á spítalanum í sum-
ar hafði hún áhyggjur af hálfunnu
verki í prjónakörfunni. Hún ætlaði
að komast heim og ljúka við það.
Hugur og hönd fylgdust að, and-
legt þrek ekki síðra. í Dagbókina
sína skrifaði hún hvem dag fram
í júlí. Ýmsum fróðleik hafði hún
haldið til haga bæði ljóðum og
lausu máli. Það var eitt af okkar
sameiginlega bralli að koma þessu
í möppu og ganga þannig frá að
aðrir gætu notið góðs af seinna
meir og hún ráðstafaði því.
Hún hafði gaman af ljóðum,
sérstaklega ef þau voru gaman-
söm, átti hún jafnvel til að kasta
fram vísu. Oft kom hún með ágæta
fyrriparta en botnarnir urðu stund-
um að innanhúss skemmtiefni,
jafnvel milli íbúða.
Slíkt. bætir mannlífið í svona
húsi. Henni Halldóru var vissulega
í blóð borið að taka vel á móti
fólki og oft sá ég hana fagna gest-
um af stakri alúð. En minnisstæð-
ast verður mér þó af hvílíkum
kærleika hún tók á móti Gísla,
trygga vininum mínum. Hvað hann
var þá alsæll og átti svo gott með
að heyra röddina hennar, þrátt
fýrir heyrnarleysið. Fór svo glaður
af hennar fundi.
Halldóra var jarðsungin laugar-
daginn 5. október frá Lágafells-
kirkju í því fegursta haustveðri
sem hægt er að óska sér. Hún var
komin heim og staðurinn hennar
fagnaði henni svona fallega þegar
mikill manníjöldi fylgdi henni síð-
asta spölinn. Ég á litla bók í fórum
mínum frá Halldóru minni. Það er
nýjasta útgáfa af sálmabókinni.
Ég fletti upp í henni þegar ég
byijaði á greininni og varð undr-
andi þegar upp kom útfararsálmur
sem ég hef sérstakt dálæti á. Með
þessu versi vil ég kveðja hana með
þökk og virðingu:
Drottinn vakir, Drottinn vakir,
daga’ og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Með alúðarkveðjum til ijölskyld-
unnar.
María S. Gísladóttir
Þessa dagana kviknuðu götuljós
í Mosfellsdal. Þar með vorum við
Mosdælingar tosaðir inn í tuttug-
ustu öldina. Þessa sömu daga
hurfu okkur sjónum táknrænu ljós-
in. Halldóra Jóhannesdóttir á Mos-
felli og séra Bjami Sigurðsson frá
Mosfelli kvöddu með fárra daga
millibili.
Dóra á Mosfelli, „drottningin”
okkar dalbúa, margkrýnd, hvort
sem það var heiðursfélagi félags
dalbúa, heiðursgestur þorrablóts-
ins, jólastjarna jólaballsins ... Það
voru ekki einn og ekki tveir sem
voru í viðbragðsstöðu að sækja
Dóru, flytja Dóru heila heim. „Hver
fór að sækja Dóru á Mosfelli?”
„Bjarki og Keli og Biddi og Gísli
og Duna og Dísa...” „Jæja, þá
ætti hún að fara að koma.” Svo
kom hún svo ljómandi fín, ijóð í
kinnum í silkikjól og hvítum skóm.
Hún naut þess að punta sig og í
þeim efnum blés hún á veðurfarið
þótt það blési á hana. Ég man aldr-
ei eftir að Dóra klæddi sig öðru-
vísi en að hún væri að ganga út í
blessað sólskinið.
Dóra laðaði að sér fólk. Hjá
henni var alltaf lagt á borð, alltaf
sat fólk úr hinni og þessari áttinni
og naut kræsinga, sagði tíðindin
og Dóra vissi hvað öllu leið. í gamla
daga þegar mamma kom neðan
að eins og sagt var og leiftraði
soldið, spurðum við hana hvort hún
hefði komið við á litlu fréttastof-
unni. Einu sinni tók ég eftir að það ^
stóð óeðlilega oft lögreglubíll í ™
hlaðinu hjá Dóru. Svo ég keyrði
til hennar að gá. Við eldhúsborðið
sátu tveir rosalega stórir og feitir
lögregluþjónar með húfumar sett-
lega lagðar hjá kökudiskunum og
tuggðu mikið og supu. „Hvað eru
þeir að vilja?” spurði ég. „Heyrðu
mig snöggvast fram í gang,” hvísl-
aði Dóra. „Þeir eru að sæka eggin
sín.” Og þar stóðu föturnar þeirra
fullar af drifhvítum eggjum úr
dekurhænunum hennar Dóru.
Ein af mínum kæmstu endur-
minningum um samvistir við Hall-
dóm verða um það bil þijátíu og
eitthvað laufabrauðsbakstrar. I
áratugi höfðu þær Auður, móðir
mín, þann sið að baka saman laufa-
brauð svona framarlega í desemb-
er. Þá list kunni Dóra best af öllum
og kenndi hana mörgum. Á fyrstu
árum laufabrauðsgerðar urðu þær £
mamma miklar vinkonur og þótti ™
þeim afar vænt hvorri um aðra.
Nú verða barnateppin, ullar-
sokkarnir og vettlingarnir óteljandi
sem hún sá bömunum mínum fjór-
um fyrir, eins og öllum öðmm
bömum sem hún þekkti, minning
um gamla konu sem til hinsta dags
lét sig alla varða. Hvíti pífukjóllinn
með bleiks slaufunum sem hún
færði ársgamalli nöfnu sinni í sum-
ar, vemdargripur barns svo því
verði seinna á ævinni ljós heim-
speki Halldóru Jóhannesdóttur, að
það er sælla að gefa en þiggja.
Helgu, Sverri og Magnúsi, öllum
öðrum ættingjum og vinum Hall-
dóru votta ég samúð. Blessuð sé
minning hennar.
Sigríður Halldórsdóttir,
Jónstótt, Mosfellsdal.
Kristbjörg Pálsdóttir,
Húsavík - Minning
Hinn 23. júlí sl. andaðist á heim-
ili sínu hér í Reykjavík Kristbjörg
Pálsdóttir frá Húsavík. Hún hafði
átt við nokkra vanheilsu að stríða
hin síðari ár, svo að snöggt andlát
hennar kom aðstandendum hennar
ekki á óvart. Engu að síður er nú
skarð fyrir skildi þar sem hún er
horfín vinum og ættingjum.
Kristbjörg var fædd 16. júlí
1910 á Húsavík. Foreldrar hennar
voru Páll Kristjánsson, smiður og
kaupmaður, og kona hans Þóra
Guðnadóttir, bæði ættuð úr Mý-
vatnssveit, komin af hinum merku
ættum og sterku stofnum sem þar
hafa lengi búið.
Bróðir Páls, Aðalsteinn Krist-
jánsson, hafði stofnað verslun og
útgerð á Húsavik skömmu eftir
aldamótin. Hann byggði stórt og
myndarlegt íbúðarhús utarlega í
kauptúninu, og fyrst í stað var
verslunin rekin á neðri hæð húss-
ins. En eftir að Páll og Þóra giftu
sig settust þau líka að á Húsavík
og bjuggu ásamt íjölskyldu Aðal-
steins í húsi hans. Húsfreyjumar
vom systur og ættaðar frá Græna-
vatni. Síðar reistu þeir bræður
verslunarhúsið Garðar, sem stóð
skammt frá gamla kaupfélagshús-
inu og ráku þar margháttaða starf-
semi sína. En heimilið fór ekki
varhluta af sorg og dauðsföllum.
Aðalsteinn dó langt um aldur fram
árið 1921 og síðar tveir unir synir
hans úr berklum. Páll hafði aðal-
lega fengist við smíðar, en tók nú
við rekstri fyrirtækis Aðalsteins
bróður síns og rak það áfram.
Hann þótti afbragðs smiður og eru
til eftir hann frábærlega vandaðir
og fagrir hlutir, en frægastur er
hann fyrir að standa fyrir bygg-
ingu gamla skólahússins og vatns-
veitunnar. Hann er í Sögu
Húsavíkur nefndur nokkurs konar
verkfræðingur þorpsins á þessum
tíma. Þeir bræður höfðu pantað
timburtil kirkjubyggingarinnar frá
Noregi og Páll fór utan til að velja
það og kaupa.
En það var mikið myndarheimili
í Aðalsteinshúsi, sem síðar var
kallað Pálshús, þegar hún Krist-
björg var að alast þar upp, ásamt
systur sinni Guðnýju, fóstursystur
og frænku þeirra Olgu Þórarins-
dóttur og Ásdísi Aðalsteinsdóttur.
Fjölskyldurnar bjuggu þama sam-
an í hinni mestu eindrægni og sam-
heldni. Þar var ætíð fjöldi fólks í
heimili, glaðværð og gestrisni mik-
il. Mörg ættmenni hjónanna áttu
þar fastan samastað. Sumir unnu
við búskapinn eða annan atvinnu-
rekstur bræðranna, aðrir áttu leið
til Húsavíkur, eins og títt var, fólk
ofan úr sveit, eins og sagt var, að
fara í kaupstað eða bíða fars lengra
til, inn á Akureyri eða suður. Það
þótti sjálfsagt að skjóta skjólshúsi
yfir gesti og gangandi. Ætíð var
nóg rúm í Pálshúsi, bæði húsrými
og hjartahlýja húsbændanna og
alls heimilisfólksins. Oft munu þar
hafa verið um 20 manns í heimili,
og varla liðið sá dagur að ekki
kæmi þar fjöldi annarra gesta.
Heimili sem þetta voru því miklar
menningarmiðstöðvar, og svo var
reyndar um fleiri heimili á Húsavík
á þessum tíma. Margar glaðværar
stundir lifa áreiðanlega ljóslifandi
í hugum þeirra er þessu heimili
kynntust, þar voru sagðar gaman-
sögur af mönnum og málefnum
og rætt um margvíslega menning-
arstrauma og landsins gagn og
gæði.
Oft dvöldust í Pálshúsi ungar
stúlkur framan úr sveitum, sem
sendar voru til að læra heimilis-
störf og fatasaum hjá húsfreyjun-
um þar. Þóra hafði lært að sauma
á Akureyri, og nú fór hún að kenna
ungum dætrum frænda og vina.
Þær dvöldu oft heila og hálfa vet-
ur, stundum til að sauma á sig
fermingarfatnaðinn eða annan
fatnað á sitt fólk.
Úr þessu umhverfi er Kristbjörg
sprottin. Hún var snemma listfeng
og lagin í höndum og lærði auðvit-
að að sauma hjá móður sinni. Síðan
fór hún til Reykjavíkur að læra
meira. Hún fór í húsmæðradeild
Kvennaskólans í Reykjavík ásamt
Ásdísi frænku sinni og þar lærðu
þær fína matargerð o.fl. Hún varð
síðar nemandi í fatasaum hjá frú
Goldstein í Kirkjuhvoli. Hún var
látin sauma þar ýmis sýnishorn,
sem þóttu svo vel gerð að hún fékk
meistarabréf í fatasaum eftir vet-
urinn. Hún gerði því kjóla- og fata-
saum að atvinnu sinni og saumaði
heima, fyrst á Húsavík og síðar í
Reykjavík. Ég man vel eftir hvítum
þunnum kjól með „pífum” og silf-
urleggingum, sem ég átti sem
bam, saumaðan af henni.
Kristbjörg flutti með föður
sínum til Reykjavíkur skömmu eft-
ir 1950, og eftir það hélt hún heim-
ili með systur sinni Guðnýju hér í
borg, og dvaldi faðir þeirra hjá
þeim meðan hann lifði. Á heimili
þeirra ríkti sama glaðværðin og
gestrisnin og í Pálshúsinu á
Húsavík. Það var því oft gest-
kvæmt hjá þeim og ekki ætíð næði
fyrir Kristbjörgu að sinna sauma-
skapnum, enda var saumastofan
hennar um margt óvenjuleg. Oft
voru gestirnir gamlir heimilisvinir
þeirra, og faír held ég að hafi far-
ið af fundi saumakonunnar, án
þess að þiggja veitingar og ýmsan
fróðleik til viðbótar eða skrítlu og
skemmtisögu hjá heimafólkinu í
nesti.
Kristbjörg bar auðvitað svipmót
ættar sinnar. Hún var höfðingleg
í framgöngu og fasi. Hún hafði
lesið mikið, bæði um þjóðlegan
fróðleik og annað, og hafði yndi
af ljóðum og skáldskap. Hún hafði
glöggt auga fyrir spaugilegum
hliðum á ýmsum hlutum. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og var fastmælt og skýr
í tali. Hún kunni frá mörgu
skemmtilegu að segja og var fróð
um ættir og atburði fyrir norðan,
og því var ætíð gaman að spjalla
við hana og fræðast af henni. Ein-
stakt systralag var á milli þeirra
Guðnýjar og Kristbjargar, og
ómetanlegt var það skjól er Krist-
björg veitti systur sinni í hennar
erfiða sjúkdómsstríði. Sama hefur
verið um samband þeirra allra
frænkna úr Pálshúsinu, og eftir
að Guðný dó 1981 hafa þær frænk-
ur, Ásdís og Kristbjörg, staðið vörð
hvor um aðra með umhyggju og
ástúð, og báðar hafa átt við erfiða
sjúkdóma að stríða hin síðari ár.
En Kristbjörg hefur líka notið
góðrar umhyggju frænda og vina
af yngri kynslóðinni.
Við vinir hennar og frændur
þökkum fyrir ógleymanlegar
stundir sem lifa skýrar í minningu
og biðjum henni allrar blessunar
um ókunnar slóðir.
Sigríður Kristjánsdóttir
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
»
>
I